Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 63
MORGUNBLÁÐID ÍÞRÓTTIR SUS& lGUR 1’5: JUNI 1989 63 KNATTSPYRNA / HEIMSMEISTARAKEPPNIN Laugardalsvöllurinn. Heimsmeist- arakeppnin í knattspymu. 14. júní 1989. Gul spjöld: Sævar Jónsson (87.), íslandi. Alfred Hörtnagl (19.) og Robert Pecl (89.), Austurríki. ísland: Bjami Sigurðsson, Gunnar Gíslason (Viðar Þorkelsson 64. mín.), Atli Eðvaldsson, Pétur Amþórsson, Guðmundur Torfason, Sævar Jóns- son, Guðni Bergsson, Ólafur Þórðar- son, Sigurður Grétarsson, Ásgeir Sigurvinsson, Sigurður Jónsson. Austurríki: Klaus Lindenberger, Kurt Russ, Robert Pecl, Anton Pfef- fer, Herbert Weber, Manfred Zsak, Gerhard Rodax (Andreas Ogris 45.), Herbert Prohaska, Anton Polster, Alfred Hörtnagl (Andreas Herzog 35.), Peter Artner. Áhorfendun 10.535. Dómari: H. W. King, Wales. Hann var ekki nægilega ákveðinn og var á bandi Austurríkismanna Morgunublaöið/Júlíus Sigurður Grétarsson sést hér þruma knettinum á neðanverða þverslána á marki Austurríkismanna. Eins og áður var heppnin ekki með íslendingum. Otrúleg óheppni! Austurríkismenn áttu ívök að verjast. Þeirfögnuðu geysilega þegardómarinn, King frá Wales, sem lokaði augunum fyrir vítaspyrnu á þá, flautaði til leiksloka HEILLARDISIRNAR voru ekki með íslendingum á Laugar- dalsvellinum, þar sem þeir yfir- spiluðu Austurríkismenn í gær- kvöldi fyrir framan 10.535 áhorfendur. íslensku leik- mennirnirfengu mörg gullin tækifæri til að gera út um leik- >nn, en heppnin var ekki með þeim. Sigurður Grétarsson var næstur því að skora - fast skot hans skall á þverslánni. Þá lok- aði dómarinn, King f rá Wales, augunum fyrir vítaspyrnu þeg- ar brotið var á Ásgeiri Sigur- vinssyni. Þegar flautað var til leiksloka voru leikmenn ís- lands óhressir, en aftur á móti fögnuðu Austurríkismenn inni- lega - það var eins og þeir væru að fagna heimsmeist- aratitli. Austurríkismenn voru svo sannarlega heppnir að sleppa við tveggja til þriggja marka ósigur. Það var strax í byijun leiksins sem kom í Ijós hvað Austurrík- ismenn ætluðu sér - ekkert annað en eitt stig í pokahorninu heim. SigmundurÓ. Steinarsson skrifar Þeir léku „ítalskan" varnarleik og léku fast. Ætluðu sér greinilega að bijóta niður íslensku sókn- arleikmennina. Eftir aðeins níu mín. voru þeir búnir að brjóta fjórum sinnum á þeim Sigurði Grétarsson og Guðmundi Torfasyni. Það var svo á átjándu mín. að Alfred Hört- nagl fékk að sjá gula spjaldið, eftir að hafa brotið á Gunnari Gíslasyni. Eftir þetta fóru leikmenn íslenska liðsins að taka hraustlega á móti Austurríkismönnum og léku eins fast og dómari leiksins, H. W. King, leyfði. Eftir aðeins 1.45 mín. skapaðist hætta upp við mark Austurríkis- manna - Sigurður Grétarsson fékk knöttinn óvænt inn fyrir vörn Aust- urríkismanna, en náði ekki valdi á knettinum, þar sem hann snéri baki í markið. Hann sendi knöttinn á Asgeir Sigurvinsson, sem skaut í hliðametið. Rangstaða var dæmd á Ásgeir. Sigurður Grétarsson fékk svo tækifæri til að skora á 34. mín., en Klaus Lindenberger, markvörð- ur, varði skot hans í hom. Stuttu seinna skoraði Atli Eðvaldsson með skalla eftir aukaspyrnu Sigurðar Jónssonar. Markið var dæmt af þar sem Atli ýtti á bak varnarleiks- manns Austurríkismanna. Heppnin var svo ekki með Guð- mundi Torfasyni á 45 mín., þegar hann átti skalla að marki. Aust- urríkismenn náðu að bægja hæt- tunni frá. Sóknarleikur íslenska liðsins var ekki nægilega beittur í fyrri hálf- leik, enda leikmenn allt í einu komn- ir í stöðu sem þeir hafa ekki þekkt sem best að undanförnu - að ná yfirhöndinni algjörlega. Þeir náðu ekki að leysa úr miðtaflinu og voru miðjumennirnir oft með ótímabærar krosssendingar. Óheppnin eiti íslendinga Breyting var á þessu í seinni hálfleik, en þá sáust oft stór- skemmtilegir samleikskaflar, en óheppin elti leikmenn íslenska liðs- ins - þeir uppskára ekkUaun erfið- is síns. Fljótlega fengu íslendingar þijár homspyrnur í röð. Úr þeirri þriðju sendi Pétur Amþórsson fyrir mark Austurríkismanna. Þar var Sigurður Grétarsson, sem þramaði knettinum í þverslána. Aðeins þremur mín. seinna - á tólftu mín., var Sigurður Grétarsson einn fyrir miðju marki þegar Ólafur Þórðars son renndi knettinum til hans, en honum brást bogalistin - skaut framhjá. Vítaspymu sleppt Dómarinn, sem var oft mjög hlið- hollur Austurríkismönnum, lokaði augunum fyrir vítaspyrnu á 64 mín. Þá léku þeir Ásgeir Sigurvins- son og Guðmundur Torfason skemmtilega í gegnum austurrísku vömina - með þríhyrningsspili. Ásgeir komst á auðan sjó, en áður en hapn náði til knattarins var brot- ið á honum, þannig að hann féll. Öllum til undranar dæmdi dómarinn óbeina aukaspymu. Austurríkis- menn stilltu upp tíu manna varn- armúr á markteig. Sigurður Grét- arsson renndi knettinum til Ás- geirs, sem skaut fram hjá varnar- múmum og marki Austurríkis- manna. Eftir þessar þungu sóknir fóra Austurríkismenn að þétta vörnina enn meira hjá sér og eins og áður var aðeins einn_ leikmann í sókn, Anton Polster. Islensku leikmenn- irnir héldu áfram að sækja, en náðu ekki að ijúfa vamarmúr Austurrík- ismanna. Það var sorglegt að leggja Aust- urríkismenn ekki að velli. Yfirburð- ir íslendinga vora svo miklir - að Austurríkismenn fengu ekkeft marktækifæri í leiknum. Þeir reyndu nokkur máttlaus langskot, sem vora hættulaus. íslenska liðið lék á köflum mjög vel og þá sérstak- lega í seinni hálfleik - þegar kant- amir vora nýttir. Sigurður Jónsson fór á kostum á vinstri vængnum. Lék sinn besta landsleik. Annars unnu leikmenn íslenska Iiðsins vel. Varnarleikmenn áttu rólegan dag og Bjami Sigurðsson, sem kom fyrst við knöttinn eftir átján mín. leik, hafði ekkert að gera. Þrátt fyrir að ekki hafi náðst bestu úrslitin - sigur, er ekki öll nótt úti - Austurríkismenn eru ekki ósigrandi á heimavelli sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.