Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 44
4^ MQRGUNBl^ÐIÐ.!pMMTUDAGUrý!fy* JÚNÍ ,19ft9.. Fjölbrautaskólinn við Ármúla: 33 stúdentar braut- skráðir á vorönn FJÖLBRAUTASKÓLANUM við Ármúla var slitið laugardaginn 3. júní í Langholtskirkju. Brautskráðir voru 33 stúdentar en alls voru nemendur skólans 709 á vorönn. Vegna verkfalls kennara í vor var skólaárinu ekki að fúllu lokið og að ganga undir próf í haust. Bestum námsárangri nýstúdent- anna náði Sigríður Baldursdóttir, sem stundaði nám á nýmálabraut. Auk' hennar voru verðlaunuð fyrir góðan námsárangur Bjarni Ólason, Lillý Viðarsdóttir, Guðlaug Jó- hannsdóttir, Sigrún Baldursdóttir og Hörður Gunnarsson. Þá var þeim Höllu Tómasdóttur og Ásdísi Kol- beinsdóttur veitt sérstök viðurkenn- eiga því um 150 nemendur eftir ing fyrir félagsstörf. Við skólaslitin fluttu ávörp full- trúar nýstúdenta.fimm og tíu ára stúdenta, Hera H. Bjömsdóttir Ragnheiður Bóasdóttir og Árný Jóhannesdóttir. Valdimar Tómas- son lék á orgel Langholtskirkju og Ólöf Ásbjörnsdóttir söng nokkur lög en þau eru bæði nemendur skólans. 55 nemendur brautskráðust frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja við athöfn í Keflavíkurkirkju þann 3. júní. Fjölbrautaskólinn á Suðurnesjum: Við getum afgreitt þessa bíla með vönduðum pöllum eða vörukössum, sem vakið hafa verðskuldaóa athygli og hlotið HINO FB 113 Heildarþungi: 7500 kg. Burðargeta: 5400 kg. Vél: 111 hö. frábæra dóma atvinnumanna. Ennfremur léttar álvörulyftur, sturtur og vökvakrana. Hafið samband vió sölumenn véladeildar, sem veita fúslega allar upplýsingar. Neytendafélag stofii- að á Suðurnesjum NEYTENDAFELAG var stofnað á Suðurnesjum miðvikudaginn 7. júní. Stoíhfúndurinn var haldinn í húsakynnum verkalýðsfélaganna í Keflavik. Nafii félagsins er Neyt- endafélag Suðumesja, og er starfssvæði þess, eins og nafnið gefur til kynna, Suðurnes öll. Á fundinum kom fram mikill áhugi á öflugu neytendastarfi á félags- svæðinu. Félagsmenn í hinu nýja félagi eru nú tæplega eitt þúsund. Stjórn félagsins er þannig skipuð: Drífa Sigfúsdóttir, Keflavík, formað- ur. Aðrir í stjórn: Þómý Jóhanns- dóttir, Garði, Halldór Leví Björnsson, Keflavík, Guðbjörg Ásgeirsdóttir, Grindavík og Auður Ingvarsdóttir, Keflavík. Til vara: Halldór Pálsson, Keflavik og Kristján Gunnarsson, Keflavík. Skoðendur reikninga: Magnús Óskar Ingvarsson og Jón A. Eyjólfsson. Hluti nýstúdenta frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla ásamt Sölva Sveinssyni skólameistara. Yorönn frestað til haustsins FJÖLBRAUTASKÓLANUM á Suðurnesjum var ekki slitið formlega í vor og hefúr vorönn verið frestað til næsta hausts. Þrátt fyrir það vom 55 nemendur brautskráðir þann 3. júní við hátiðlega athöfn í Keflavíkur- kirkju. Við athöfnina voru brautskráðir 4 skiptinemar, 18 flugliðar, 2 skip- stjórar og 13 stúdentar. Einn lauk 2. stigi vélstjóranáms, 4 luku tveggja ára námi af bóklegum brautum og 13 brautskráðust af tæknisviði. Flest verðlaun fyrir námsárangur hlaut Inga Sigur- sveinsdóttir, sem iauk nú stúdents- prófi frá skólanum. Aðrir sem voru verðlaunaðir voru: Helen Halldórs- dóttir, Þórhallur Ingason, Helga Sigrún Harðardóttir, Jóhann Þ. Þórisson, Guðbjörg Leifsdóttir og Sigurbjörg Róbertsdóttir. Skóla- meistari Fjölbrautaskóla Suður- nesja er Hjálmar Árnason. Áfengiskaup Ríkisendurskoðunar HINO FB er í fremstu röó flutningabíl af millistærð og hefur hann þegar sannaó ágæti sitt vió íslenskar aöstæður. Við eigum nú^bíla til afgreiðslu STRAX á stórlækkuðu verði: Verð áður.................................. Kr. 2.170.000 Tilboðsverð................................ Kr. 1.870.000 Morgunblaðinu hefur borist efitirfarandi greinargerð frá Ríkisendurskoðun: Föstudaginn 2. júní sl. var fyrsta „frétt“ Stöðvar 2 um kaup ríkisend- urskoðunar á áfengiá svonefndum sérkjörum. Tilefni þessarar fréttar mun vera að fréttamaður stöðvar- innar mun á einhvem hátt hafa komist yfir ljósrit af beiðnum Ríkis- endurskoðunar til ÁTVR um af- hendingu á áfengi. Þennan dag, föstudaginn 2. júní, um kl. 15.00 komu myndatöku- menn frá Stöð 2 á skrifstofur Ríkis- endurskoðunar og báðu leyfis um að taka myndir í stofnuninni „vegna þess að í myndasafn Stöðvar 2 vant- aði myndir úr skrifstofum hennar". Væri hér um að ræða yfirlitsmynd- ir af afgreiðslu, göngum, hurðum o.þ.h., en ekki af starfsfólki. Leyfi var veitt fyrir myndatökunni. Laust eftir kl. 16.00 hafði Hallur Hallsson fréttamaður Stöðvar 2 samband við ríkisendurskoðanda og spurði hann um tvær áfengisúttektir Ríkisend- urskoðunar og hvers vegna Ríkis- endurskoðun fengi keypt áfengi á sérverði. Reynt var að skýra fyrir fréttamanninum hver staða Ríkis- endurskoðunar er í stjórnsýslunni, þ.e. stofnun sem starfar á vegum Alþingis og fer því eftir þeim regl- um við kaup á áfengi sem gilda fyrir Alþingi. Ekki reyndist unnt að koma fréttamanninum í skilning um þetta, enda virðist svo, eftirá að hyggja, að þá þegar hafi verið búið að framleiða gómsæta æsifrétt úr málinu. „Fréttin" var þannig fram- sett að hún eykur ekki hróður fréttastofu Stöðvar 2, né frétta- manna yfirleitt. Þegar ríkisendurskoðandi hafði séð nefnda „frétt“, sem var sú fyrsta í fréttatímanum þetta kvöld, hafði hann samband við fréttastofu Stöðvar 2 og-bað fréttamann sem hann talaði við að því yrði bætt við áðurnefnda frétt, að stofnunin veitti starfsmönnum freyðivín í lok síðasta vinnudags á hveiju ári. Með þeirri viðbót fengi almenningur vitneskju um það sukk og svínarí, sem viðgengist í ríkisendurskoðun. Fréttastofan sá ekki ástæðu til að geta þessa. í tilefni af þessari „frétt“ á Stöð 2 vill Ríkisendurskoðun gera grein fyrir risnukostnaði stofnunarinnar sl. tíu ár. Á árabilinu 1979 til árs- ins 1988 námu greiðslur vegna risnukostnaðar samtals 377 þús- undum króna, er svarar til 785 þúsundum króna á meðalverðlagi ársins 1988 eðatæplega 80 þúsund- ir króna að meðaltali á ári. Risnu- kostnaður stofnunarinnar er fyrst og fremst vegna kaffi og meðlætis á fundum er stofnunin heldur með þeim aðilum innan og utan ríkis- kerfisins sem hún á skipti við. Þá tekur stofnunin þátt í samstarfi norrænna ríkisendurskoðana, en í því samstarfi felst m.a. að hér á landi eru haldnir fundir þessara aðila og hefur risnukostnað í för með sér. Þá hefur stofnunin veitt starfsmönnum sínum nokkrum sinnum vín. Stundum heldur starfs- mannafélag Ríkisendurskoðunar árshátíð og hefur stofnunin boðið starfsmönnum drykk fyrir máltíð og ennfremur borðvín. Stofnunin hefur ekki greitt mat né vín sem starfsmenn hafa notað eftir borð- hald, en þeir hafa greitt það sjálfír án sérkjara. Þá hefur stofnunin boðið starfsmönnum, í húsakynnum sínum í lok síðasta vinnudags hvers árs, uppá freiðivín. Risnukostnaður Ríkisendurskoðunar 1979-1988: Á verðlagi hvers árs í þús. kr. Framreiknað til verðs 1988 1979 4 í þús. kr. 82 1980 5 65 1981 1 9 1982 23 131 1983 11 34 1984 55 132 1985 46 83 1986 25 37 1987 19 24 1988 188 188 AUs 377 785 Ríkisendurskoðun, 7. júní 1989. Þú sparar................................... Kr. 300.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.