Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1989 Hagfræðiprófessorinn og graðhvannarnj ólinn eftir Gunnlaug Júlíusson Þorvaldur Gylfason^ prófessor í hagfræði við Háskóla íslands hefur nú um nokkurt skeið haldið út á síðum Morgunblaðsins baráttu fyrir ftjálsum innflutningi landbúnaðaraf- urða og þar með því að landbúnaður verði lagður niður hér á landi. í grein- um hans eru engin meðöl spöruð, heldur hálfsannleik og rangfærslum haldið fram ef þurfa þykir, til að gera málflutninginn sannfærandi. í þeim greinum sem birst hafa eftir prófessorinn um þetta efni virðast hin leitandi sjónarmið vísindamanns- ins hafa lotið í lægra haldi fyrir skoð- unum áróðursmeistara sem telur sér flest meðöl leyfileg. Hér á eftir verður gripið á nokkr- um atriðum sem ástæða þykir til að gera athugasemdir við í málflutningi prófessorsins. Verð á influttum kartöflum í fyrri grein sinni frá 25. maí sl. telur prófessorinn upp tvo aðila sem „hafa leyft sér að vefengja opinberar yfirlýsingar Jóns Asbergssonar framkvæmdastjóra Hagkaups og þar með niðurstöður mínar“. Þar er verið að ræða um fullyrðingar fram- kvæmdastjórans um að hann geti selt kartöflur á 35 kr. kg. út úr búð á sama tíma og innlendar kosta 115 kr._ í DV þann 27. maí er rætt við starfsmenn Hagkaups um verð á kartöflum af uppskeru ársins 1988. Starfsmaðurinn segir að „kartöflur frá Hollandi og Belgíu fást í mörgum gæðaflokkum og gætu kostað út úr búð á íslandi á bilinu frá 35-50 krónur kílóið". Samkvæmt öllum við- teknum venjum er rétt að álykta út frá fyrrgreindum upplýsingum að lélegustu kartöflurnar (sbr. „í mörg- um gæðaflokkum“) muni kosta um 35 kr./kg. út úr búð. Er þetta staðreyndin á bak við fullyrðingar framkvæmdastjórans og prófessorsins? Er verð á lélegasta kartöfludraslinu sem hægt er að finna erlendis notað sem viðmiðun til að skjóta rökum undir þann mál- flutning að leggja eigi niður kartöflu- rækt á íslandi? Er þetta virðingin sem borin er fyrir íslenskum neytend- um, að það lélegasta sé nógu gott bara ef það er ódýrt? Innan Evrópubandalagsins hefur þróast markaður fyrir landbúnaðar- vörur sem eru að falla á tíma eða komnar fram að eða fram yfir síðasta leyfilegan söludag. Þessar vörur eru seldar á mjög lágu verði. Er einnig miðað við það ódýrasta og lélegasta í eggjum og kjúklingum? Hvað um álagninguna? Framkvæmdastjóri Hagkaups hef- ur margoft lýst því yfir að lágt inn- kaupsverð þýði lága álagningu í ^ Electrolux rð* éó 0e Seljum útlitsgallaða kæli- og frystiskápa með verulegum afslætti! Gunnlaugur Júlíusson „Þegar lesnar eru síend- urteknar fullyrðingar hagfræðiprófessorsins um hve fljótlegt og einfalt sé að ráða niðurlögum verðbólgunnar og bæta hag neytenda varanlega aðeins ef landbúnaðaraf- urðir verða fluttar inn í stað þess að framleiða þær hérlendis, þá kemur ákveðið atvik úr íslend- ingasögunum iðulega upp í hugann.“ krónum talið, en hátt innkaupsverð á sömu vöru þýði hærri álagningu í krónum. í þessari fullyrðingu felst mótsögn. Ef verslunin hefur efni á að taka minna fyrir að selja hvert kíló af erlendum kartöflum en þær íslensku, þá er álagningin einfaldlega of há í dag á þeim innlendu. Ef álagn- ingin er eðlileg í dag þá hefur versl- unin ekki efni á að fá færri krónur fyrir að selja hvert kíló af erlendum vörum en innlendum. Álagning á aðrar vörur mun því hækka sem þessu nemur. Fróðlegt er í þessu sambandi að heyra sjónarmið þeirra alifugla- bænda sem seldu vörur sínar í mik- illi samkeppni á lágu verði fyrir tveim til þremur árum. Þegar verðið var komið niður fyrir ákveðin mörk þá var hin hlutfallslega álagning ekki nógu góð lengur heldur var þá lögð föst krónutaia ofan á hvert kíló óháð grunnverðinu. Með tilliti til stað- reyndar sem þessarar þá eru fullyrð- ingar um hina gullvægu hlutfallslegu álagningu léttvægar fundnar. Einnig er í þessu sambandi rétt að minnast úttektar í Verslunartíð- indum nr. 4 1988, þar sem færð eru rök fyrir nauðsyn þess að hækka álagningu á landbúnaðarafurðir að jafnaði úr 17%'í 31%. Bendir þessi úttekt til þess að álagning á kartöfl- um muni lækka þó svo að þær vaxi í erlendri mold? Hvað með söluskattinn? Prófessorinn hefur reiknað út að innflutningsbann á kartöflum, eggj- um og kjúklingum kosti neytendur 2,1 milljarð króna á ári. Hann hefur meir að segja reiknað út hvað þessi seðlabunki sé hár í metrum talið ef honum væri skipt í þúsund krónu seðla. Skyldi þarna vera beitt að- ferðafræði við hagfræðikennslu úr Háskóla íslands? Eitt er þó merkilegt í þessari umræðu allri en það er að aldrei er minnst á söluskatt þann sem lagður er á landbúnaðarafurðir hérlendis. Ríkið innheimtir 25% söluskatt af fyrrgreindum landbúnaðarafurðum. Af kartöflum, eggjum og kjúklingum innheimtir ríkið um 500 milljónir króna í söluskatt. Það er stafli upp á rúma 100 metra ef upphæðinni er skipt í þúsund króna seðla svo að umræðan sé hafin á akademiskt plan. Þetta eru 25% af þeim skatti sem prófessorinn telur að innflutnings- bann kosti neytendur. Að minnast ekki á söluskattinn er hálfsannleikur og blekkingar. Hvaða tilgangi þjónar það? Það er nefnilega á hreinu að ríkið er ekki að innheimta söluskatt af þessum afurðum að gamni sínu. Ef tekjur af söluskatti minnka, þá er annar skattur aukinn. Spurningin snýst ekki um skattheimtuna heldur hvemig henni verður komið fyrir. Það er í hæsta máta óeðlilegar skatt- heimtuaðferðir að hækka verð mat- væla en Iækka skatta á öðru sem flokkast getur undir munað. Innflutningnr í öðrum löndum í grein sinni þann 27. maí fullyrð- ir prófessorinn að kjöt, ostar og smjör sé flutt inn óhindrað í öllum löndum í okkar heimshluta. A.m.k. slær hann því fram að „ísland sé trúlega einsdæmi í okkar heimshluta að þessu leyti,“ þ.e. að banna inn- flutning á þessum vörum. Hér er mikið sagt. Ég tel mig vera nokkuð kunnugan þessum málum ýmissa hluta vegna. Kjöt er ekki flutt inn til Svíþjóðar svo fremi að inniend framleiðsla á viðkomandi tegund fullnægi eftir- spurn. Heldur prófessorinn því kannski fram að dönsk skinka sé flutt óhindrað yfir til Noregs og Dan- merkur? Til Svíþjóðar er þó flutt inn asnakjöt, sem að breytist líklega í kýrkjöt því asnakjöt virðist hvergi vera selt. Einnig er lítillega flutt inn þangað lambakjöt frá íslandi. Þegar flytja átti íslenskt lambakjöt til Finnlands fyrir nokkrum árum hótuðu finnskir bændur að henda því í sjóinn ef það kæmi til landsins. Þannig var nú innflutningsfrelsið á þeim bæ. Færeyingar og Grænlend- ingar flytja inn kjöt vegna þess að þá vantar kjöt. Svo einfalt er það. Islendingar þegar þá vantaði smjör. Danir flytja t.d. inn ódýra skinku frá Ungveijalandi til að geta flutt út meira af sinni eigin sem er verðmæt- ari. Evrópubandalagið reynir að koma í veg fyrir innflutning á því kjöti sem það hefur nóg af fyrir með öllum tiltækum ráðum. Þar er nærtækast að minna á innflutningsbann á íslenskt lambakjöt til EB. Heldur prófessorinn því virkilega fram að innflutningur á kjöti, smjöri og ostum sé engum takmörkunum háður til Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur eða til Evrópubandalagsins. Það er lágmarkskrafa til prófess- orsins að hann leggi fram gögn er taka af allan vafa um þessar fullyrð- ingar. Kemur ódýrt vinnuafl næst? Ef á að bæta hag neytenda með innflutningi landbúnaðarafurða er einfaldlega verið að flytja atvinnu, verðmætasköpun, þjónustu og skattatekjur úr landinu. Það hefur í för með sér að fækka mun í fram- leiðslugreinunum en þáttur milliliða eykst. í framhaldi af þessu er ekki óeðlilegt að velta fyrir sér hvort næsta skrefið sé ekki t.d. að bæta hag fiskvinnslunnar með því að flytja inn ódýrt vinnuafl. Nóg er af fólki í löndum umhverfis okkur sem hefur aldrei stundað atvinnu og mun aldrei fá atvinnu að óbreyttu ástandi. Til hvers mun það leiða? Sagan endurtekur sig ogþó ... Þegar lesnar eru síendurteknar fullyrðingar hagfræðiprófessorsins um hve fljótlegt og einfalt sé að ráða niðurlögum verðbólgunnar og bæta hag neytenda varanlega aðeins ef landbúnaðarafurðir verða fluttar inn í stað þess að framleiða þær hérlend- is, þá kemur ákveðið atvik úr íslend- ingasögunum iðulega upp í hugann. Það er hin ógleymanlega frásögn úr Fóstbræðrasögu af því er Þorgeir Hávarsson hékk í graðhvannarnjó- lanum í standbergi á Vestijörðum og sextugt hvinið neðanundir. Þegar Þormóður fóstbróðir hans kallar og spyr hvort hann hafi enn eigi nógar hvannir þá svarar Þorgeir: „Ég ætla að ég hafi þá nógar, að þessi er uppi er ég held um.“ Á sama hátt hangir prófessorinn á landbúnaðinum sem einum grað- hvannarnjóla og ætlar að „þá hafi hann nóg er sá er uppi“, þ.e. að nóg sé að gert til að ráða endanlega nið- urlögum verðbólgunnar og auka hag- sæld almennings varanlega verði hann rifinn upp. En munur er á hetjum fyrr og nú. Meðan Þorgeir Hávarsson skynjaði hvannarnjólann sem líftaug sína, þá hanga hetjur nútímans í sínum njóla og hamast við að rífa og slíta hann upp en loka augunum fyrir þeirri staðreynd að sextugt er ofan á fjöru- gq'61- Það er vonandi að Þormóður sofi ekki of lengi á brúninni. i í i i I f I í I Höfunduv er hagfræðingur Stétt- arsambands bænda. \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.