Morgunblaðið - 15.06.1989, Side 50

Morgunblaðið - 15.06.1989, Side 50
Minning: Helga, Jónas- dóttir Hafharfírði Látin er á 95. aldursári frú Helga Jónasdóttir ekkja Bjarna læknis Snæbjömssonar, heiðursborgara Hafnarfjarðar, en hann lést 24. ágúst 1970. Frú Helga var Vestfirðingur að uppruna, fædd í Hnífsdal 21. des- ember 1894, dóttir Jónasar bónda og kaupmanns þar Þorvarðssonar bónda á Bakka í Hnífsdal og konu hans Guðnýjar Jónsdóttur bónda á Læk í Dýrafirði. A miklu menningarheimili ólst Helga upp í hópi sjö systkina, en ung hleypti hún heimdraganum. Að námi loknu í unglingaskóla Isafjarðar stundaði hún nám við Kvennaskólann í Reylq'avík 1910- 1911 en síðar 1920-1921, var hún við nám við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn, en hún hafði þá um þriggja ára skeið stundað kennslu við barnaskólana í Hnífsdal og á ísafirði. Árið 1921 urðu þáttaskil í lífi frú Helgu, en hún giftist þá unnusta sínum, Bjarna lækni Snæbjöms- syni, og fluttist til hans til Hafnar- fjarðar, þar sem hann hafði gegnt læknisstörfum um íjögurra ára skeið. Það var ekki tjaldað til einnar nætur er þau Helga og Bjarni stofn- uðu heimili sitt í Hafnarfirði og byggðu húsið sitt við Kirkjuveg 5 sem þau nefndu Hvol. Eiginmaður Helgu var þá þegar orðinn eftirsóttur læknir. Það vom ekki aðeins Hafnfirðingar sem nutu starfa Bjarna heldur fólk í öllum nágrannabyggðarlögunum á Suður- nesjum og í Kjósarsýslu. Mikil ferðalög fylgdu læknisstarfinu og heimilið varð því að nokkurs konar sjúkramiðstöð. Þar gegndi frú Helga strax þýðingarmiklu hlut- verki með mikilli alúð og virðingu fyrir því þjónustustarfí, sem eigin- maðurinn hafði tekið að sér. Hversu oft var ekki heimilið hennar orðið að sjúkrastofu og hún sú sem örugglega kom skilaboðum þeirra sjúku til læknisins hvar sem hann var. Þegar félagsstörfin hlóðust á Bjama lækni og hann kominn í forystu sjálfstæðismanna, kjörinn bæjarfulltrúi og alþingismaður, var frú Helga þátttakandi þar af lífi og sál. Enda þótt verkefnin heima fyrir væm meiri en nóg tók hún þátt í starfi Vorboðans, félags sjálf- stæðiskvenna, og lét sig þar hvergi vanta. Þegar Bjami læknir Snæbjöms- son var kjörinn heiðursborgari Hafnarfjarðar 8. mars 1968 sagði hann í ræðu við það tækifæri; — Að ætti hann þetta skilið væri það fyrst og fremst að þakka tveimur konum — móður sinni og konu sinni. Engum var að betur ljóst en hon- um að hefði hann ekki notið svo frábærrar umhyggju og skilnings konu sinnar, frú Helgu, þá hefði honum ekki tekist að gera allt það sem honum tókst að gera. Þau Helga og Bjarni læknir eign- uðust fimm börn sem öll hafa reynst hinir nýtustu þjóðfélagsþegnar og öll hafa eignast sitt heimili, Jónas yfirlæknir, Snæbjörn vélfræðingur, sem er látinn, Málfríður húsfreyja að Reykjum í Mosfellssveit, Bjarni löggiltur endurskoðandi og Krist- jana húsfreyja í Reykjavík. Þá var á heimili þeirra frú Helgu og Bjarna, Tómas Einarsson, sem foreldrar Bjama ólu upp frá æsku, auk þess skaut frú Helga oft skjóls- húsi yfir frændfólk sitt, sem á þurfti að halda. Mér er einkar ljúft að minnast frú Helgu Jónasdóttur í dag þegar hún er kvödd. Henni era þökkuð ómetanleg störf. Það gera ekki að- eins Hafnfirðingar heldur og fjöidi annarra, sem nutu fórnfysi hennar í því starfi sem eiginmaður hennar Bjarni læknir Snæbjörnsson vann. Við minnumst þeirra hjóna með virðingu og þökk og biðjum þeim Guðs blessunar. Fjölskyldu þeirra sendum við samúðarkveðjur. Matthías A. Mathiesen Langri og giftusamri ævi er lok- ið. Vistaskiptin vora ekki óvænt en valda þáttaskilum í okkar fjöl- skyldu, þegar síðasti hlekkurinn af þessari kynslóð hverfur af sjónar- sviðinu. Amma mín, Helga Jónasdóttir, fæddist í Hnífsdal 21. desember 1894 og var því á 95. aldursári er hún lézt þann 2. júní sl. Hún var dóttir hjónanna Guðnýjar Jónas- dóttur og Jónasar Þorvarðarsonar útvegsbónda í Hnífsdal, og var næstelst sjö barna þeirra hjóna, sem nú era öll látin. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að alast upp í nábýli við ömmu og afa ásamt bræðrum mínum þremur. Þetta nábýli hefur haft djúpstæð áhrif á mig og langar mig að minnast hennar með nokkrum orðum. Ég tel að amma Helga hafi verið mjög lánsöm kona. Vitaskuld skipt- ast á skin og skúrir á langri ævi og starfið hefur oft verið mikið. En hún kom frá kærleiksríku heim- ili, öðlaðist kennaramenntun og hafði náið samband við systkini sín. Hún giftist góðum manni og lifði í ástríku hjónabandi og eignaðist fimm mannvænleg böm, bjó við öryggi og átti myndarlegt og fallegt heimili. Síðast en ekki síst hélt hún góðri heilsu fram á síðustu ár. Amma mín var sterkur persónu- leiki og lífshæf kona. Hún var ætíð vel til fara og vel til höfð á sinn látlausa hátt. Viðmótið var blítt og aðlaðandi, fasið rólegt og yfirvegað. Hún bar virðingu fyrir samferða- fólki sínu og aldrei heyrðist hún hallmæla nokkrum manni. Afskap- lega gjafmild og gestrisin. Amma sinnti störfum sínum af skyldurækni og kostgæfni. Hún var heimakær og lifði fyrir fjölskyldu sína, hafði gamán af hannyrðum og var vel lesin. Hún fylgdist alla tíð vel með þjóðmálum og rökræddi gjaman um pólitísk málefni. Nú á skilnaðarstundu streyma minningamar fram og ég minnist bernsku minnar, þar sem fjögur fyrirferðarmikil börn bjuggu á efri hæðinni hjá ömmu og afa. Aldrei fundum við fyrir því, að við væram til óþæginda eða væram fyrir á ein- hvern hátt. Ef mikið gekk á þá talaði amma við okkur af ákveðni og rósemi. Ekki voru fá skiptin sem hún kallaði á okkur í kaffi þegar við áttum leið hjá eldhúsdyrunum, og hversdagslegt kaffiborð varð að veisluborði. Allt var svo vel fram borið og gott. Hún þreyttist aldrei á að bjóða okkur meira og skemmti- legast var þegar fleiri bættust í hópinn og borðið varð þéttsetið. Þá var hún ánægð. Amma tók alltaf mikinn þátt í lífi okkar, fylgdist vel með námi okkar og störfum og deildi með okkur gleði og sorg án afskipta af okkar högum. Eftir að ég varð fullorðin sjálf kynntist ég ömmu minni á annan hátt. Við tengdumst sterkari bönd- um og urðum vinkonur. Hún tók þátt í daglegu amstri mínu og fylgd- ist með vexti og þroska langömmu- bamanna. Þá rifluðust gjaman upp fyrir henni minningar um gamlan tíma þegar hún sjálf var að ala upp sín böm, sem var mikilvægur kafli í lífi hennar. Tvær myndir frá þessum árum koma upp í hugann. Sú fyrri er frá ferð okkar tveggja fyrir mörgum árum upp í Borgarfjörð á leið í sumarhús til foreldra minna. Hún naut stundarinnar ríkulega um leið og rifjaðist upp fyrir henni ferðalög- heima og erlendis með afa. Sú síðari er frá því fyrir nokkram áram. Ég hafði eignast mína fjölskyldu og bjó úti á landi. Amma Helga, þá 88 ára, tók sér fyrir hendur langt ferðalag og dvaldi hjá okkur um jól. Þetta voru okkur ógleymanlegir dagar. Þá var vetrarríki og byl- hraglandi, einangrun en ró og kyrrð. Hún naut þessara aðstæðna og að sitja við arininn. Hafði hún þá orð á því, að enn væri hún að upplifa eitthvað nýtt orðin svona gömul. Það var einmitt þessi þáttur í fari ömmu minnar sem mér þótti svo athyglisverður, hæfileiki hennar til að njóta stundarinnar en um leið að lifa í endurminningunum, sem hlýtur að vera gæfa þegar árin verða svona mörg. Nú síðustu árin varð ég mjög vör við þakklæti ömmu til lífsins og samferðamannanna. Hún þakkaði fyrir samfylgdina og kvaddi sátt og ánægð með lífsstarf sitt. Með ömmu Helgu er gengin heilsteypt og yndisleg kona sem ég mat mikils. Guð blessi minningu hennar. Helga Snæbjörnsdóttir Helga mamma í Hafnarfirði var orðin ein eftir af systkinunum frá Bakka í Hnífsdal. Hún var ekki móðir mín heldur móðursystir, en ég veit að ég á henni meira að þakka heldur en ég nokkum tíma geri mér grein fyrir sjálfur. Með henni er gengin heil kynslóð sem ólst upp í íslandi aldamótanna, þegar svo hart var á íslandi, að hungurvofan hvarf aldrei úr augsýn allt árið um kring. Upp úr örbirgð fjöldans stóðu örfáir menn sem allt hvíldi á og allir horfðu til. Ef þeirra ráð brugðust var ekkert nema myrkrið framundan. Helga var af slíku fólki, en það vora Jónas Þorvarðarson útvegs- bóndi á Bakka og Guðný Jónsdóttir kona hans. Ásamt bræðram sínum og fjölskyldum þeirra var Jónas mikill framkvöðull athafna- og menningarlífs í Hnífsdal. Þegar Helga lagði út í lífið var hún ákveð- in í því að leggja allt sitt af mörkum svo fólkið fengi að njóta menntunai og betra lífs en landið hafði boðið því fram að þessu. Og maðurinn sem hún giftist 26 ára gömul, Bjarni Snæbjörnsson læknir í Hafnarfirði, var nákvæm- lega sama sinnis. Hann vitjaði sjúkra af umhyggju og ósérhlífni og varð fljótt svo ástsæll læknir að til hans var leitað alls staðar frá nágrenninu og langt að. Þeir eru ekki margir x Hafnfirðingar sem komnir era yfir miðjan aldur og ekki muna eftir Bjarna lækni og Helgu á Kirkjuvegi 5 og minnast þeirra með hlýhug og þakklæti. Á Kirkjuveginum var lækninga- stofa Bjama og þar bjuggu þau Helga með börnin sín fimm. En þar sem er hjartarúm þar er líka hús- rúm, enda brást Helga ævinlega skjótt við þegar á þurfti að halda og skaut skjólshúsi yfir litla frænd- ur sína, sem ekki áttu höfði sínu að halla annars staðar þá stundina. Ekki fer sögum af öðru en því að Bjami hafi tekið því með still- ingu þegar óþekktargemlingar fóra að ríða húsum á Kirkjuvegi 5, og það á sama tíma og hans eigin böm voru að stálpast, farin að ganga menntaveginn og þurftu á allt öðra að halda en því að inn kæmu rollingar sem rótuðu í dótinu þeirra og eltu þau út um allt. Lítið man ég sjálfur eftir öllum þeim óknyttum sem ég framdi utan húss og innan meðan ég var á Kirkjuveg- inum, en hins minnist ég, að alltaf var öraggt athvarf hjá Helgu mömmu ef ég einhvers staðar fékk bágt fyrir. Aðalsmerki Helgu var eftir- breytnin. Hún hélt ekki umvöndun- arræður yfir börnunum, en var með verkum sínum og framkomu öðram til eftirbreytni. Allir sem þekktu hana, ungir sem aldnir, höfðu í Helgu þá fyrirmynd sem þeir gátu treyst og farið eftir. Hún var sá máttarstólpi sem aldrei bifaðist, hversu mikið sem hún þurfti á sig að leggja. Ef einhver hefur eftir- minnilega sannað með verkum sínum, að heimilið er undirstaða þjóðlífs og menningar á íslandi, þá er það Helga mamma í Hafnarfirði. Nú er sól Helgu hnigin til viðar. Nú er ekki lengur hægt að detta inn úr dyrunum í kaffi á Kirkjuvegi 5 og spjalla við Helgu mömmu um Hnífsdal eða pólitík, eða hvað það nú var sem átti hug manns þá stundina. Með henni rofnar þýðing- armikill hlekkur til þeirra hugsjóna og manngilda sem skópu þessa þjóð úr bókstaflega engu nema áræði og kjarki. Þessi hlekkur er nú rof- inn og maður hlýtur að spyija: Við sem eftir lifum, höfum við eitthvað að setja þama í staðinn? Sjálf hefði Helga svarað þessu hiklaust játandi. Hún bjó í sínu lífi við það lán sem hún mat mest af öllu, bamalán. Öll hennar börn hafa áunnið sér verðugan sess í lífinu, stofnað heimili og átt sjálf bæði börn og bamabörn sem voru ömmu sinni og langömmu til ómetanlegrar gleði, einkum eftir að Bjami læknir féll frá. I dag era afkomendur Helgu og fjölskyldur þeirra hátt á annað hundrað manns. Böm Helgu og Bjama hafa ævin- lega reynst mér sem bestu systkini og kann ég þeim mikið þakklæti fyrir. í dag er okkur sameiginlegur harmur kveðinn og ég votta þeim og íjölskyldum þeirra innilega sam- úð okkar systkina, en Helga mamma vakti yfir velferð okkar allra. Blessuð sé minning hennar. Jónas Elíasson Svo segir í fornum sögum bisk- upa, að Gissur biskup ísleifsson hafi verið þriggja manna efni. Þessi staðreynd finnst mér ávallt hafa gilt um ömmu mína, þessa stórkost- legu konu, sem bókstaflega gat allt, eða svo virtist vera. Hugarheimur minn átti sæti fyrir hana í öllum kringumstæðum,, sem ímyndunar- aflið rúmaði. Amma Helga fæddist á stysta degi ársins, 21. desember, og lengst í hjara norðursins, í Hnífsdal við ísafjarðardjúp, og það var eins og þessi sigurdagur lífsins á dauðanum markaði allt hennar æviskeið. Hún ólst upp í stórri fjölskyldu, átti 4 systur og 2 bræður, sem að vísu lifðu ekki öll svo lengi sem hún. Þeim þótti öllum mjög vænt um Hnífsdalinn, og ekki var ég há í loftinu þegar mig langaði þessi ósköp til að sjá þennan undrastað eigin augum, og fékk það reyndar síðar meir. Og amma gat margt. Hún fór í kvennaskólann í Reykjavík og stundaði síðan kennaranám í Dan- mörku. Slík menntun var afar óal- geng á þessum tíma, og þetta nám var nógu mikil ögrun við þjóðfélag- ið. En hún amma mín var ekki ögrunarkona. Leið hennar lá því ekki í skólastofur landsins, heldur inn á heimilið, eins og hjá mörgum konum þessara tíma. En kennara- námið kom hins vegar að notum, þegar ala skyldi upp fimm börn og tuttugu og eitt bamabarn. Oft hef ég hugsað um, hver væri mín mesta gæfa í lífinu. Og get ég hiklaust svarað því, að það sé það að hafa fengið að kynnast Guði og mætti hans. En þegar ég lít til baka yfir það, sem liðið er, kemur í Ijós, að grandvöllur guðsþekkingarinnar er kominn frá ömmu. Og þar vora engin vettlingatök. Ég átti því láni að fagna að fá að dveljast hjá henni og afa, í nokkur skipti og get ég fullyrt, að þau skipti hafi orðið ör- lagavaldar í lífi mínu. Því þar kynntist ég lífskoðun og sannfær- ingu, sem var allt önnur en þessa tryllta stressaða nútímaheims, sem nú er alls staðar. Þar kynntist ég virðingu fyrir lífinu, tilfinningu fyr- ir smáatriðum, litbrigðum tilver- unnar og bjargfastri sannfæringu um tilvera Guðs og lífs eftir dauð- ann. Aldrei var okkur sundurorða, ekki man ég það. Hún skildi alla mína duttlunga, alla mína sérvizku, en án þess þó að ég fyndi nokkurn tíman fyrir því að ég, barnið, ylli henni fyrirhöfn og erfiðleikum. Og myndir koma í hugann. Síðdegiskaffi úti á veröndinni, í glampasólskini, með fínfáguðum bollum og undirskálum, eins og á bezta kaffihúsi erlendis. Fyrsti sunnudagur í aðventu, þegar við kveiktum á einu kerti og létum lifa til að minna okkur á að Jesú kæmi bráðum í heiminn. Endalausar samræður um gildi lífsins og þann innri styrk, sem við verðum öll að búa yfir. Amma mín syngjandi sálma, svona upp úrþurru, sálma um dauð- ann og skylduna, það að tímaeyðsla væri sú versta sóun, sem gæfist. Mikið gat ég undrast það, þá tvítug og komin í stúdentspróf hvemig hægt væri að lifa í þessari stað- reynd og vissu alla ævi. Og síðan kom að því. Það hlaut að koma að því að Guð tæki hana ömmu mína til sín, og undarlegt til þess að hugsa, að hún hafí þó feng- ið að vera hérna svona lengi. Nú er aðeins eftir að þakka fyrir þetta allt. Og það er varla hægt með orðum, en það verður samt að gerast. Og ég þakka góðum Guði fyrir að hafa leyft mér að sitja við fótskör þessarar konu þetta lengi og fyrir að hafa leyft henni að móta líf mitt. Blessuð sé minning hennar. Ragnheiður Erla t Fóstursystir okkar, DAGMAR HLÍF SIGURÐARDÓTTIR frá Borgartúni, Efstasundi 97, lést í Landspítalanum að kvöldi 12. júní. Kristrún Sigurðardóttir, Sigurjón Sigurðsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR PJETURSSON rithöfundur, andaðist 6. júní á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki Hjúkrunarheimilins Sunnuhlíðar. Svava Jónsdóttir, Hörður Halldórsson, Þórdís Sigtryggsdóttir, Svanur Halldórsson, Jóhanna Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.