Morgunblaðið - 15.06.1989, Síða 61

Morgunblaðið - 15.06.1989, Síða 61
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FTMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1989 61 JVildu að Ásgeir léki með legg- hlífar Þjálfari Austurríkismanna hljóp að hliðarlínunni strax í byijun leiksins, og Óli Olsen, milliríkjadóm- ari, aðstoðarmaður dómaratríósins að þessu sinni, hljóp á eftir honum og tókst að koma honum aftur á bekkinn eftir langa mæðu. „Hann var vitlaus yfir því að Ásgeir var ekki með legghlífar. En það kom honum ekkert við — dóm- arinn sá það og beið þar til Ásgeir fékk hlífar og setti þær á sig,“ sagði Óli eftir leikinn. Einn Austurríkismaðurinn var einnig látinn setja upp legghlífar — en tveir aðrir léku reyndar legg- hlífalausir allan tímann án þess að eftir því tækist. „KSÍ og austurríska sambandið verða önigglega bæði sektuð fynr þetta; sennilega um 2-400 svissneska franka hvort. Samböndin eiga að sjá um að leik- menn séu með legghlífar,“ sagði Óli. Það var setti í reglur FIFA í fyrra að leika yrði með legghlífar í heims- meistarakeppninni — vegna hættu á alnæmissmiti. STAÐAN Fj. leikja U J T Mörk Stig SOVÉTRÍKIN 5 3 2 0 8: 2' 8 TYRKLAND 5 2 1 2 8:6 5 AUSTURRÍKI 4 1 2 1 4: 5 4 ÍSLAND 5 0 4 1 3: 5 4 A-PÝSKAL. 5 1 1 3 4: 9 3 ■ FYRSTA skot Austurríkis- manna að marki í gærkvöldi kom þegar tæpar 23 mínútur voru búnar af leiknum! Þá skaut einn þeirra langt fyrir utan teig, og Bjarni varði auðveldlega. ■ A USTURRÍKISMENN fengu ekki hornspymu fyrr en tæpar fímmtán mínútur voru liðnar af síðari hálfleik — eftir klukkustund- ar leik. É HERBERT Prohaska lék sinn síðasta landsleik fyrir Aust- urríki í gærkvöldi, og var fyrirliði í tilefni dagsins. ■ BJARNJ Sigvrðsson, mark- vörður íslands, kom ekki við knött- inn fyrr en 17 mín. og 10 sekúndur voru liðnar af leiknum. Löng send- ing eins Austurríkismannsins rúll- aði þá aftur til hans! ■ EFTIR að Ásgeiri Sigurvms- syni var skipað að setja upp legg- hlífar snemma leiks, fór hann til dómarans og heimtaði að Rodax (númer 7) væri einnig látinn gera það. Rodax fékk hlífar eftir tvær mínútur og stakk þeim inn undir sokkana. Heppnin var með okkur“ sagði Klaus Lindenberger, markvörður Austurríkis Við vorum mjög heppnir og áttum ekki skilið að fá stig. En við vorum mjög óheppnir í Austur-Þýskalandi og þvi má segja að þetta hafi jafnast út, hvað okkur varðar. Markið var ólöglegt, enda fór hann með olnbogann á undan sér. En íslendingar fengu góð færi. Þegar númer 9 (Sigurður Grétars- son) fékk boltann á markteig hefði hann átt að skora. En hann var með vamarmenn allt í kringum sig og völlurinn ósléttur. Á eðlileg- um velli hefði hann örugglega skorað. Við munum sækja meira í Sals- burg. Þar höfum við 20.000 áhorf- endur og erum á heimavelli. Það verður þó erfitt því íslenska liðið er mjög sterkt.“ Anton Polster: „Að sjálfsögðu er ég ánægður. Við vorum mjög heppnir og getum þakkað fyrir þetta stig. Við hefð- um getað sótt meira en það hefði verið heimskulegt að taka slíka áhættu því sóknir íslendinga voru hættulegar. Það sem mér fannst mest áberandi við íslenska liðið var hve sterk liðsheild þeirra var. Við vissum af góðum leikmönnum í liðinu, en í þessum leik sáum við ellefu sterka leikmenn." , Morgunblaðið/Einar Falur Barattujaxlarnir Pétur Arnþórsson og Olafur Þórðarson áttu góðan leik eins og reyndar allt íslenska liðið. „Við eigum enn möguleika“ - sagði Siegfried Held, landsliðsþjálfari íslands „ÉG ER ánægður með leik minna minna, en ekki úrslitin. Við fengum góð færi og áttum að vinna. Ég veit, eftir þennan leik, að við erum nógu sterkir tll að veita þeim skráveif u í leiknum í Salzburg," sagði Siegfried Held, landsliðsþjálf- ari, í gærkvöldi. Held sagði: „Eftir þennan leik veit ég að við eigum möguleika á að ná öðru sæti í riðlinum. Við fengum tækifærin til að sigra, en nýttum þau ekki. Ég get ekki skammað neinn af strákunum, þeir börðust allir vel — ég get ekki skammað þá þó tækifærin hafi ekki nýtst. Kom það aldrei til greina að skipta Rúnari eða Halldóri inn á — þeir hleyptu lífi í sóknina í Mosvku? „Jú, ég hugsaði um það — þeir voru báðir góðir í Moskvu, en Guð- mundur Torfason er sterkur í loft- inu og gerði það gott í vítateig andstæðinganna. Við lékum vel og fengum fær — þess vegna vildi ég ekki breyta," sagði Held. „Getum þakkað sóknarieik- mönnum íslands fyrir stigið“ - sagði Josef Hickersberger, þjálfari Austurríkis, sem var kampakátur eftir leikinn Við vorum mjög heppnir í þess- um leik og getum í raun þakkað sóknarmönnum íslend- inga fyrir stigið. Ég held að við höfum leikið af skynsemi og notað rétta leikaðferð," sagði Josef Hic- kersberger, þjálfari austurríska landsliðsins. Hann var kampakát- ur í leikslok, gekk um búnings- klefann og faðmaði að sér leik- menn liðsins. Við verðum að vinna leikinn í Salsburg en munum leika svipað og við gerðum hér. Við leggjum að vísu meiri áherslu á sóknina en munum samt ekki taka áhættu. Þetta stig hér í Reykjavík er mikil- vægur áfangi á leið okkar til ít- alíu.“ Herbert Prohaska, fyririlðí Austurríkis: Prohaska lék í gær sinn síðasta landsleik fyrir Austurríki, en hann hefur ákveðið að gefa ekki framar kost á sér í landsliðið. „Vissulega er ég ánægður með jafntefli og ágætt að enda á þessum leik. Þetta er dýrmætt stig og við eig- um rpjög góða möguleika. Við getum unnið íslendinga í Salsburg og þar munum við ekki sætta okkur við jafntefli." KNATTSPYRNA / HEIMSMEISTARAKEPPNIN Þeir léku I BJARNI Sigurðsson hefur sennilega aldrei átt náðugri dag í markinu. Það reyndi aldrei á hann, nema hvað hann þurfti að veija tvö langskot. ■ ATLI Eðvaldsson barðist vel að vanda, var ógnandi þegar hann kom upp í vítateig Áusturríkis- manna, en í vörninni skilaði hann knettinum ekki nógu vel frá sér. H GUÐNI Bergsson hafði ekki mikið að gera, en var yfirvegaður og gerði það vel sem þurfti. ■ SÆVAR Jónsson kom inn í liðið aftur eftir hvíld frá Moskvu- leiknum og virtist eiga nokkuð er- fitt með að finna taktinn. Var sterk- ur við að stöðva Austurríkismenn en gekk ekki nógu vel að senda knöttinn til samheijanna, frekar en Atla. H GUNNAR Gíslason vann vel og var sterkur í stöðu vængtengi- liðs sem endranær. H ÓLAFUR Þórðarson var hægri vængtengiliður og var geysi- lega ógnandi. Yfirverð hans var mikil og réðu Austurríkismenn lítið við hann. Skapaði oft usla með hraða sínum og krafti. H SIGURÐUR Jónsson var frá- bær — besti maður vallarins. Leikni hans og útsjónarsemi kom vel í ljós, og hann var óhræddur við að taka af skarið. Austurríkismenn áttu í mjög miklum erfiðleikum með að halda honum í skefjum. H PÉTUR Arnþórsson skilaði sínu hlutverki sínu mjög vel. Það ber ef til vill ekki mikið á því sem Pétur er að gera en verk hans er ómissandi þáttur í liðsheildinni. H ÁSGÉIR Sigurvinsson lék mjög vel. Var mikið á ferðinni, yfir- vegaður sem fyrr. Skapaði oft hættu þrátt fyrir að Austurríkis- menn reyndu greinilega að gæta hans mjög vel. H SIGURÐUR Grétarsson gerði allt í gær nema eitt — að skora. Hann var duglegur við að „þefa“ uppi marktækifærin, en náði ekki að reka smiðshöggið á sóknirn- ar. Var óheppinn að nýta ekki fær- in. H GUÐMUNDUR Torfason var duglegur og lék kröftuglega. Aust- urríkismenn reyndu allt sem þeir gátu til að slá hann út af laginu — og mikið má vera ef peysa hans hefur ekki stækkað um nokkur númer; svo oft toguðu þeir í hana til að stöðva Guðmund. H VIÐAR Þorkelsson kom inn á sem varamaður seint í leiknum fyrir Gunnar Gíslason og skilaði hlutverki sínu ágætlega.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.