Morgunblaðið - 15.06.1989, Síða 15

Morgunblaðið - 15.06.1989, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1989 115 Straumhvörf í íslenskum stjómmál- um með sterkum Sjálfstæðisflokki 0DEXION léttir ykkur störfin eítir Halldór Blöndal Það er sagt um óstöðuga veðráttu og ekki skemmtilega, að tíðin hafi verið rysjótt. Meðan ég var kennari hefði ég undireins bent á að ypsílon- ið minnti á skyldleikann við orðið „rosi“. Síðustu tvo áratugi hefur ver- ið rysjótt tíð í stjómmálum, — um- hleypingasöm, óstöðug. Síðan 1971 hefur Framsóknarflokkurinn verið við völd utan flóra mánuði minni- hlutastjórnar Krata, en þeir eru hálf- framsóknarmenn hvort sem er nú orðið, svo að það gerir ekki allan mun. Þetta hefur verið rysjótt tíð, — framsóknartíð. Ein af alvarlegustu afleiðingum þessa ástands er sú, að þjóðin grein- ir ekki lengur nægilega skýrt stefnu- mun einstakra flokka og flestir fjöl- miðlanna nenna ekki að leggja vinnu í að gera það. Þó er stefnumunurinn skýr hveijum þeim sem er í aðstöðu til að fylgjast með, en það er vissu- lega ekki auðvelt þeim, sem íjær standa, þegar íjölmiðlamir bregðast. Sömu menn sitja á Alþingi nú og meðan síðasta ríkisstjórn var við völd. Báðar ríkisstjómirnar hafa mótað eitt löggjafarþing. Og það var auðvelt að bera saman lagahrein- gemingarnar fyrir jólin og vorverkin hjá þessum ríkisstjómum báðum. Þá blasir við: Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar hvatti til framfara og nýrra athafna. Hún náði fram margvíslegum breyt- ingum á skattkerfi ríkisins sem hnigu að því að bæta samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja á mörkuðum hér á landi og erlendis. Tollar lækkuðu og vörugjald var fellt niður af fjöl- mörgum vöruflokkum. Ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar fer öfugt að. Hún hefur þyngt tekjuskatta á einstaklingum og fyrir- tækjum, haldið dauðahaldi í matar- skattinn og endurvakið vörugjaldið. Það er markmið þessarar ríkisstjórn- ar að halda atvinnuvegunum í spennitreyju og mikið og stöðugt atvinnuleysi virðist ekki valda henni áhyggjum. Skattar vom þyngdir um 7 milljarða á þessu ári, en samt stefnir í mikinn halla á ríkissjóði og þess er þegar farið að gæta, að menn óttast viðvarandi atvinnuleysi í einstökum byggðarlögum. Kjarninn í málflutningi okkar Sjálfstæðismanna fyrir síðustu kosn- ingar var sá, að aukinn stuðningur við smáflokka leiddi til ringulreiðar í pólitík og efnahagsmálum. Ef Sjálf- stæðisflokkurinn hefði ekki lengur afl til að mynda ríkisstjórn með ein- um öðrum flokki, hlyti það fyrr eða síðar að leiða til þeirrar lausungar, sem við erum nú að upplifa og rétt- lætt hefur verið með orðinu félags- Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Hestamenn frá Suðumesjum á leið að Auðnum. Árleg hópreið hestamanna frá Suðumesjum og Hafiiarfirði Vogum. HESTAMENN frá Suðurnesjum og úr Hafiiarfirði fóm árlega hópreið að Auðnum á Vatnsleysuströnd nýlega í þokkalegu veðri. Þátttaka í ferðinni var meiri en dæmi em um áður frá því þessar ferðir hófiist fyrir rúmum tuttugu ámm. Um eitt hundrað hestamenn komu frá Suðurnesjum, en á leið sinni að Auðnum borðuðu þeir hádegisvprð í Félagsheimilinu Glaðheimum í Vog- um. Á milli áttatíu og níutíu hesta- menn komu frá Hafnarfirði og borð- Karlmannaföt kr. 3.995,- til 9.990,- Terylenebuxur kr. 1.195,- til 1.995,- Gallabuxur kr. 1.195,-, 1.230,- og 1.295,- Flauelsbuxur kr. 1.110,- og 1.900,- Sumarblússur kr. 2.770,- og 2.390,- Skyrtur, nærföt, sokkar o.fl. ódýrt. Andrés, Skólavörðustíg 22, sími 18250. Fóðursíló “ Bændur og aðrir þurrfóðurnotendur athugið Getum útvegað fóðursíló úr ] galvaniseruðum báruhringjum í eftirfarandi stærðum: Rúmmetrar Tonn Ummál Hæð Áætlað verð í kr 6,5 4,2 2,00 4,67 96.000 10,0 6,5 2,00 5,79 117.000 12,5 8,1 2,20 5,90 131.000 16,8 10,9 2,20 7,02 152.000 21,1 13,8 2,74 6,54 220.000 Færibúnaöur frá Síló í hús: 4 metrar plaströr PVC 7m. Gormsigill. Rafmótor 1,1 kw 1 fasa. 45 gráöu beygja (sami búnaöur fyrir öll síló) 55.000. Sílóin eru afgreidd meö 4 uppistööum (stærsta sílóið meö 6 uppistöðum), inn- og útblástursröri, stiga meö öryggis- grind og festingum fyrir sökkul. Sílóin eru afgreidd ósamsett. Verö er reiknað með söluskatti og miðast viö gengi dem, þann 9. júní 1989. Afhending eftir 6 til 8 vikur. Tekiö verður á móti pöntunum næstu daga í síma 91-29036. Pöntun veröur send verksmiðjum þann 21. júní 1989. AGRO, Skipholti 17, 3. hæð. Halldór Blöndal hyggja. Á þessum upplausnartímum í stjórnmálum hefur það farið vax- andi, að í fjölmiðlum sé talað um „stjórnmálamenn" þegar átt er við „stuðningsmenn ríkisstjórnar". Fréttamenn eru eins og mýflugna- sveimur kringum ráðherra þótt ekk- ert sé að gerast. Af þeim sökum hefur lágkúran yfir ríkisstjóminni smátt og smátt verið að falla á fjöl- miðlana og gera þá leiðinlega. Þetta er afsakað með því, að það sé frétt, ef ráðherra segir ekki neitt, sem ég get út af fyrir sig fallist á, ef menn kunna að draga af því réttar ályktan- ir. Fólk er orðið leitt á ruglandinni í pólitíkinni. Þriggja eða fjögurra flokka ríkisstjórn, hvort heldur sem er, dugir ekki, hversu dugandi sem hver einstakur innan hennar kann að vera. Félagshyggjufólk, sem svo kallar sig, lét sig dreyma stóra drauma um þá ríkisstjórn sem nú situr. Draumarnir hafa snúist upp í martröð. Þess vegna fer þeim fjölg- andi sem gera sér grein fýrir því, að forsendan fyrir stöðugleika i íslenskri pólitík er sterkur Sjálfstæð- isflokkur. Höfundur er varaformaður þing- flokks Sjálfstæðismanna. Hestamenn fari ekki í langar óbyggðaferðir ÞAÐ eru eindregin tilmæli Landgræðslu ríkisins, Náttúruvemdar- ráðs og Skógræktar ríkisins að hestamenn skipuleggi ferðalög sem mest um byggðir og jaðar hálendisins í sumar og forðist lengri óbyggðarferðir. APTON-smíðakerfið leysir vandann Ljóst er að snjóa leysir seint í sumar og vaxtartími gróðurs verður stuttur. Af þeim sökum verður að gæta sérstakrar varfærni við um- ferð hestahópa á hálendinu í sum- ar, segir meðal annars í fréttatil- kynningu frá ofangreindum aðilum. • Svörtstálrör • Grá stálrör • Krómuð stálrör • Álrör - falleg áferð • Allar gerðir tengja Við sníðum niður eftir máli LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Sölvhólsgötu 13 Sími (91)20680 uðu hádegisverð í Hvassahrauni. Það var svo um miðjan dag sem hóparnir hittust að Auðnum. Þar var drukkið kaffi og menn tóku tal sam- an og riijuðu upp fyrri kynni úr ferð- unum. _ eg Bióðum til 17. júní 30-50% afslátt ar öllu öllum yörum í verzluninni ÚTBORGUN 50% EFTIRSTÖÐVAR Á 6 MÁNUÐUM VAXTALAUST Pelsar — loðskinnshúfur — leðurkápur — leður- og rúskinnsjakkar — pils og dragtir — ullardragtir og fallegar peysur PELSINN KIRKJUKVOLI SÍMI 91-20160

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.