Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 20
086! IKUL .31 auo^nujivij MORGUNBLAÐÍÐ FIMMTUÐ. ggA.IímUOHOM «r, 1989 KÚPÓNISTAR eftir Ásgeir Hannes Eiríksson Ný stétt manna er að taka landið í sínar hendur. Það eru kúpónist- arnir. Þeir eru mennimir sem ráða hvað við hin borgum háa vexti af lánum. Átta milljón króna menn. Hér verður sagt frá þessari nýju stétt í stuttu máli og tökum hennar á þjóðfélaginu. Vísitöluflokkarnir fímm Alþingi íslendinga em stundum mislagðar hendur. Þrátt fyrir góð- an vilja þingmanna sleppa öðm hvom lög frá Alþingi sem valda þjóðinni ómældum sársauka. Í þeirra hópi era lög um vexti og verðtryggingu skulda. Lög um vísi- tölu. Sérfræðingar fundu á sínum tíma upp mælistiku sem þeir kalla visitölu til að mæla breytingar á þjóðfélaginu eins og nafnið bendir raunar til. í dag er hún ekki lengur notuð sem málband á þjóðfélagið heldur sem stýrishjól til að ráða vaxtatekjum helstu lánardrottna fólksins í landinu. Og það sem verra er: Þetta stjórntæki hefur fallið í hendur manna sem nota það hik- laust til að skara eld að sinni köku. í dag er svo komið að allt at- vinnulíf í landinu er um það bil að falla á fjóra fætur undan of háu verði á peningum. Okurvextir era ekki bara að leggja fyrirtækin í rúst heldur líka heilu byggðarlögin og mörg heimilin. Eðli sínu sam- kvæmt eiga peningar að vera safinn í þjóðfélaginu og í honum á að lauga allar framkvæmdir lands- manna. En nú hafa peningar breyst í tjöra og fíður á allt heilbrigt at- hafnalíf. Þökk sé visitölunni. Enginn einn maður eða félag eða flokkur á sök á vísitölunni. Hún er niðurstaðan af rangri peninga- stefnu hjá fimm gömlu flokkunum á Alþingi. Hjá vísitöluflokkunum fimm. Slagsíða á frelsinu Frelsið er stórt orð. Menn kveða sér hljóðs á hátíðum til að tala fallega um gildi þess fyrir okkur íslendinga og hafa nokkuð til síns máls. En frelsið hefur aðeins sann- að gildi sitt þegar það nær jafn langt á báða bóga. Það er engin skekkja eins ömurleg og slagsíðan á frelsinu. Þannig er frjáls álagning á pen- ingalán aðeins möguleg þegar tekj- ur manna era líka fijálsar. Annars kemur slagsíða á frelsið. Því allur okkar útflutningur selst á því verði sem kaupendur úti í hinum stóra heimi greiða fyrir hann. Þeir pæla ekki í vaxtakjöram hér uppi á Fróni. Sama gildir um lán vegna húsnæðiskaupa. Fólkið ræður ekki við hraðann á vísitölunni á meðan tekjur heimilanna dragast saman. Það er borin von. Þama er slagsíða á frelsinu. Vísitalan er að mylja allt eðlilegt athafnalíf undir sig. Með því skipta ekki bara óhemju auðæfí um eig- endur heldur hverfur líka oft kjark- ur fólksins til að takast á við verk- efnin. En hveijir ráða svo ferðinni í þessari hrikalegu peningamyllu?. Það er kúpónistarnir. Og hveijir era þeir? Þetta eru kúpónistar Kúpónistarnir era ríkiskapítal- istarnir. Þeir ráða yfir stofnunum og fyrirtækjum.í eigu hins opinbera eða á þess vegum. Hlutafélögum almennings og öðram rekstri í eigu fjöldans. Bönkum og sjóðum og gráum okurmarkaði. Þeir hafa komið sér upp einokun í skjóli ríkis- valdsins og vísitöluflokkanna fimm sem ganga erinda þeirra á Al- þingi. Eða leitað skjóls undir pils- faldi samtaka um atvinnurekstur og sölu afurða til sjávar og sveita. Þeir hafa aldrei hætt sínu eigin fé í atvinnurekstur heldur þiggja væn laun fyrir að ráðskast með annarra manna fé. Þeir era átta milljón króna menn. Kúpónistarnir hafa hvorki fram- kvæði né taka áhættu eða láta slag standa. Þeir velja sér öryggi laun- þegans og þiggja margföld laun atvinnurekandans. Axla þó aldrei beina ábyrgð í atvinnulífmu og því gætir ekki sjávarfalla taps og gróða í launaumslögum þeirra eins og hjá einkaframtakinu. Þeir þurfa þvi aldrei að herða sultarólina hvemig sem árar. Enda þekkja þeir ekki samkeppni og era vanir að láta ríkisvaldið og vísitöluflokkana fimm koma henni jafnóðum fyrir kattarnef. Þeir era átta milljón króna menn. Kúpónistarnir era bakfiskurinn í öllum fimm vísitöluflokkunum en koma sjaldan fram fyrir opnum tjöldum. Þeir era flokkseigendurn- ir. Þeir passa uppá fjársjóði flokk- anna og gersemar en era í staðinn áskrifendur að því sem flokkarnir geta útvegað: Embættum og lóðum og lánum og sjóðum. Þeir rétta flokksskírteini sín áfram til barn- anna sem biða vatnsgreidd eftir því að verða kúpónistar með litlum staf. Þeir era fyrir löngu búnir að eignast allt sem hugurinn gimist og því safna þeir miklum auði á hveiju ári. En þeirra peningar Ásgeir Hannes Eiríksson „Kúpónistamir em ríkiskapítalistarnir. Þeir ráða yfir stoftiun- um og fyrirtækjum í eigu hins opinbera eða á þess vegum. Hlutafé- lögum almennings og öðmm rekstri í eigu flöldans. Bönkum og sjóðum og gráum okur- markaði.“ renna ekki til að byggja upp at- vinnureksturinn sem þeir stjóma því þeir eru vanir að láta aðra sjá um þá áhættu. Þeir leita því að háum vöxtum til að ávaxta sitt pund og því kemur þeim vísitalan í góðar þarfir. Þess vegna er borin von að lækka vexti með því að afnema vísitöluna á meðan kúpón- istarnir safna á bók. Þeir era átta milljón króna menn. Klippa sína kúpóna Þannig fengu kúpónistamir nafnið sitt. Þeir lifa ekki á því að hætta sér og sínum út í atvinnulíf- ■ ið heldur á því að klippa arðmiða og aðra kúpóna í skjóli vísitöiu- flokkanna fimm. Þess vegna heita þeir kúpónistar. í hvert skipti sem fyrirtæki leggur upp laupana und- an vaxtaokrinu klippa kúpónistarn- ir nýjan miða fyrir sig og sína. Þannig færast eignir landsmanna til á milli manna. Þeir era að taka landið í sínar hendur. Nú vill undirritaður ekki láta saka sig um sérstaka smámuna- semi við stétt kúpónista en hér er breytinga þörf. Tryggja verður landsfólki öllu sæmilegan lífeyri með sparifénu en það verður að gera á annan hátt en yfir moldum atvinnulífsins. Sparifjáreigendum verður að þykja fýsilegt að leggja fé sitt beint í atvinnurekstur lands- manna án meðalgöngu banka og sjóða og kúpónista. En kúpónistar era ekki slæmir menn þó þeir haldi fast um sitt. Það er ekki þeim að kenna þó að misjöfn lög hafi lagt auðæfi þeirra í hendur bönkum og sjóðum sem höfuðstól fyrir okurvexti handa atvinnulífinu að borga. Þeir gengu hins vegar á lagið og lái þeim hver sem vill. Því þetta eru kúpónistarn- ir og þeir era um það bil að taka landið í sínar hendur. Kveðjum vísitöluflokkana En ef við ætlum að losna undan okurvöxtunum þá verðum við fyrst að losna undan Kúpónistunum. Og það geram við aðeins með því að kveðja vísitöluflokkana fimm. Svo einfalt er það nú. Átta milljón króna menn. Höfundur er varaþingmaður BorgaraBokksins í Reykjavík. Fræðslustarf Krabbameinsfélagsins: Margir reyklausir skólar og bekkir Krabbameinsfélagið stendur sem kunnugt er fyrir viðamiklu tóbaksvamarstarfi í grannskólum landsins. Skipulag þess og megin- framkvæmd er í höndum Krabba- meinsfélags Reykjavíkur og starfs- manna þess sem fóra í vetur í 97 grunnskóla víðs vegar um landið með fræðslu um skaðsemi tóbaks og gildi heilbrigðra lífshátta. Starfsmaður Krabbameinsfélags Akureyrar, sem ráðinn var til þess félags í haust, tók ennfremur mik- inn þátt í fræðslustarfinu á Akur- eyri og í Eyjafirði. í heild náðu heimsóknimar til meira en eitt hundrað skóla og tæplega 14 þús- und nemenda, einkum í 5.-8. bekk. Auk þess voru mörgum skólum lánaðar fræðslumyndir og útvegað fræðsluefni. Flestir reyklausir 9. bekkir á Norðurlandi eystra Mikilvægur þáttur í þessu starfí Krabbameinsfélagsins er að fylgj- ast með ástandi tóbaksmála í skól- um. Meðal annars leitar félagi upplýsinga um reyklausa bekki og reyklausa skóla. Komu þær að þessu sinni úr 89 skólum, Eins og í fyrra var leitað sérstaklega eftir reyklausum 9. bekkjum og voru þeir verðlaunaðir. Aðalverðlaun voru nokkrar bekkjarferðir í Þórs- mörk sem Bifreiðastöð íslands, Krabbameinsfélag Reykjavíkur og Tóbaksvarnanefnd gáfu, en auk þess gaf BSI tveimur nemendum í hveijum reyklausum 9. bekk „hringmiða" með áætlunarbifreið- um sínum. Bekkirnir, 40 talsins, vora þess- ir eftir fræðsluumdæmum: Reykjavík: 9.Á.P. Hlíðaskólá. 9.E.G. og 9.E.St. Réttarholtsskóla. 9. A.S.Þ. Tjarnarskóla. 9.H.S., 9.M.Þ. og 9.S.H. Ölduselsskóla. Reykjanesumdæmi: 9.Z Digra- nesskóla. 9.2 Snælandsskóla. Vesturlandsumdæmi: 9. bk. Grannskólanum í Borgamesi. 9. bk. Grannskóla Eyrarsveitar, Grandarfírði. 9. bk. Gunnskólanum á Hellissandi. 9. bk. Grannskólan- um í Stykkishólmi. 9. bk. Klepp- járnsreykjaskóla. 9. bk. Laugar- gerðisskóla. 9. bk. Varmalands- skóla. Vestfjarðaumdæmi: 9. bk. Grannskólanum Flateyri. Norðurlandsumdæmi vestra: 9. bk. Laugarbakkaskóla. Norðurlandsumdæmi eystra: 9.A, 9.B, 9.E og 9.G Gagnfræða- Skóla Akureyrar. 9. bk. Gagn- fræðaskóla Ólafsljarðar. 9.J, 9.JE og 9.Ú Glerárskóla, Akureyri. 9. bk. Grenivíkurskóla. 9. bk. Grann- skólanum í Lundi, Öxarfírði. 9. bk. Síðuskóla, Akureyri. 9. bk. Stórut- jamaskóla. Austurlandsumdæmi: 9. bk. Grannskólanum Djúpavogi. 9. bk. Grunnskóla Reyðarfjarðar. 9.X Heppuskóla, Höfn. Suðurlandsumdæmi: 9. bk. Bamaskólanum á Eyrarbakka. 9.A og 9.B Gagnfræðaskólanum Hvolsvelli. 9.S.J. Gagnfræðaskó- lanum á Selfossi. 9. bk. Grannskó- lanum í Þorlákshöfn. 9. bk. Lauga- landsskóla í Holtum. 9. bk. Víkur- skóla. Dregið var um Þórsmerkurferð- imar 8. maí og komu jiær í hlut eftirtalinna bekkja: 9.A.P. Hlíða- skóla, 9. bk. Grannskóla Eyrar- sveitar, 9. bk. Grunnskólanum á Hellissandi, 9.B Gagnfræðaskóla Akureyrar, 9. bk. Grenivíkurskóla, 9.S.J. Gagnfræðaskólanum Sel- fossi og 9. bk. Laugalandsskóla. 46 reyklausir skólar Nú fékkst staðfest vitneskja um 46 skóla þar sem enginn nemandi reykti. Skólamir era teknir á skrá án tillits til aldurs nemenda. Þeir skiptast þannig á fræðsluumdæmi: Reylgavík: Tjarnarskóli. Vesturlandsumdæmi. Anda- kilsskóli, Grannskólinn 5 Borgar- nesi, Grannskóli Eyrarsveitar, Grannskólinn á Hellissandi, Grunnskólinn í Stykkishólmi, Kleppjámsreykjaskóli, Laugar- gerðisskóli, Varmalandsskóli. Vestfjarðaumdæmi: Finnboga- staðaskóli, Grunnskólinn á Borð- eyri, Grannskóli Mýrahrepps, Grunnskólinn Suðureyri, Grunn- skólinn í Súðavík, Grannskólinn Þingeyri. Norðurlandsumdæmi vestra: Barnaskóli Staðarhrepps (V-Hún.), Grunnskóli Akrahrepps, Grunn- skólinn að Hólum í Hjaltadal, Laugarbakkaskóli. Norðurlandsumdæmi eystra. Grannskóli Hríseyjar, Grunnskól- inn í Lundi, Öxarfírði, Grannskóli Saurbæjarhrepps, Grannskóli Svalbarðshrepps, Grannskólinn á Svalbarðsströnd, Oddeyrarskóli Akureyri. Austurlandsumdæmi: Brúa- rásskóli, Fellaskóli, Grannskólinn á Bakkafírði, Grannskólinn í Breið- dalshreppi, Grunnskólinn Djúpa- vogi, Grannskólinn á Eiðum, Grannskóli Reyðarfjarðar, Hall- ormsstaðaskóli, Hrollaugsstaða- skóli, Nesskóli, Skjöldólfsstaða- skóli. Suðurlandsumdæmi: Barna- skólinn á Eyrarbakka, Gagnfræða- skólinn Hvolsvelli, Grannskóli Fljótshlíðar, Grannskólinn Skeiða- hreppi, Hvolsskóli, Ketilsstaða- skóli, Laugalandsskóli Holtum, Seljalandsskóli, Villingaholtsskóli, Víkurskóli. Frá 28 skólum bárust þær upp- lýsingar að enginn kennari reykti, a.m.k. ekki þeir fastráðnu, og í 39 skólum (af þeim 89 sem svöraðu) er alls ekki reykt innan dyra, a.m.k. ekki meðan skóla- starf fer fram. Reyklausir 6.-8. bekkir í öðrum skólum Frá skólum sem ekki voru með öllu reyklausir bárast tilkynningar um reyklausa 6.-8. bekki svo sem hér segir: Reykjavík: 7.Þ.Þ. Hlíðaskóla. 7. G og 7.K Hvassaleitisskóla. 7.- 8. E.P.H., 8.J.Á. og 8.J.B. Réttar- holtsskóla. Reykjanesumdæmi: 6.K, 6.L, 7.K, 7.L og 8.L Digranesskóla, Kópavogi. 7.E.K., 7.H.S. og 8.Á.Á. Grannskólanum í Mosfellsbæ. 6. bk. og 7. bk. Gerðaskóla, Garði, 6.Á.B., 6.S.D.G., 7.H.A. og 7.H.E. Grunnskólanum Sandgerði. 6.A, 6.B, 6.C, 6.D, 7.5, 7.6 og 7.H Holtaskóla Keflavík. 6. bk. og 7. bk. Klébergsskóla, 6.R, 6.T, 7.D og 7.K Kópavogsskóla. 6.H, 6.J, 7.1, 7.2, og 8.2 Snælandsskóla Kópavogi, 8.A Þinghólsskóla Kópavogi. Vesturlandsumdæmi: 6. bk., 7. bk. og 8. bk. Heiðarskóla. 6. bk., 7. bk. og 8. bk. Laugaskóla. Vestfjarðaumdæmi: 6. bk. og 7. bk. Grannskóla Bíldudals. 6. bk. og 7. bk. Grannskóla Bolungarvík- ur. 6. bk. og 7. bk. Grannskólanum á Hólmavík. Norðurlandsumdæmi vestra: 6. bk. Grunnskólanum á Blöndu- ósi. 6. bk. og 7. bk. Grannskóla Hvammstanga. 6. bk., 7. bk. og 8. bk. Húnavallaskóla. Norðurlandskjördæmi eystra. 6. bk. 6. st. og 6. bk. 8. st. Bama- skóla Húsavíkur. 7.A og 7.X Fram- haldsskóla Húsavíkur, grsk. deild. 7. A, 7.B, 7.C, 7.D, 7.E, 7.F, 7.G, 8. A, 8.B, 8.C og 8.G Gagnfræða- skóla Akureyrar. 6. bk. og 7. bk. Gagnfræðaskóla Ólafsjarðar. 6.17, 6.18, 7.H, 7.M, 7.St, 8.F og 8.S Glerárskóla, Akureyri. 6.1, 6.2, 7.1, 7.2, og 8.1 Síðuskóla, Akur- eyri. 7. bk. og 8. bk. Skútustaða- skóla. 6. bk. og 7. bk. Stórutjarna- skóla. Austurlandsumdæmi. 6. bk. Egilsstaðaskóla. 6.A og 6.Á Hafn- arskóla. 7. bk. og 8.S Heppuskóla, Höfn. 6. bk. Nesjaskóla. Suðurlandsumdæmi: 6. bk., 7. bk. og 8. bk. Flúðaskóla. 7.B.R., 7.G.Þ.G., 7.J.F., 7.J.H., 8.G.I. og 8.1. Þ.M. Gagnfræðaskólanum á Selfossi. 6. bk. og 7. bk. Grunnskó- lanum Hellu. 6. bk. og 7. bk. Grannskóla Stokkseyrar. 6. bk. Grunnskóla Þorlákshafnar. 6. bk. og 7. bk. Kirkjubæjarskóla á Síðu. 7. bk. Skógaskóla. Þess skal að lokum getið að Happdrætti Krabbameinsfélagsins er aðalundirstaðan undir fræðslu- starfsemi krabbameinssamtak- anna, bæði í skólum og meðal al- mennings. (Frá Krabbameinsfélaginu)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.