Morgunblaðið - 15.06.1989, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 15.06.1989, Qupperneq 49
Kristín Vilhjáknsdótt- ir, Þuríðarstöðum Þriðjudaginn 2. maí andaðist á sjúkrahúsi í Reykjavík frænka mín, Kristín Vilhjálmsdóttir frá Þuríðar- stöðum í Fljótsdal. Hún fæddist á Þuriðarstöðum 18. október 1899, en missti ung föður sinn og ólst því upp á ýmsum stöðum á Héraði. Þuríðarstaðir eru mitt æsku- heimili og er ég var þar barn að aldri dvaidi frænka hjá Halldóri bróður sínum, er bjó þá á Víðivöllum fremri í Fijótsdal, og hjá honum átti hún líka heima á Reyðarfirði, meðan hann var þar, og fluttist svo til Suðurlands, er hann fór að búa á Sýrlæk. Einnig átti hún lengi heima í Vestmannaeyjum, hjá vin- konu sinni og frænku, er hún nefndi svo, Guðrúnu Grímsdóttur á Odds- stöðum. Og í Vestmannaeyjum átti líka Einar, bróðir Kristínar, heima. Um 1960 flyst hún svo á Reykja- lund, þar sem hún vann lengi við sauma. En þaðan lá svo leið hennar í Hátún 10A, Öryrkjabandaiags- húsið, og þar átti hún heimili, þar til fyrir 2 árum að hún fluttist á Elliheimilið Grund. í Öryrkjabanda- lagshúsinu leið frænku vel. Þar gat hún að mestu séð um sig sjálf. En það var henni mikils virði þurfa ekki íþyngja öðrum. Þar gat hún líka haft allt í röð og reglu, eins og hennar eðli og lífsskoðun var, að ætti alls staðar að vera. Þetta er í stórum dráttum saga þessarar hljóðu og góðu frænku minnar. Allt frá fæðingu þurfti hún á miklum sálarstyrk að halda. Hún var fædd fötluð á báðum fótum og getur hver sem er sett í spor ungr- ar og vel gerðrar stúlku, en hún uppgötvar strax, barnið, að hún getur ekki tekið þátt í leikjum og starfi jafnaldra sinna, en þetta var fyrir nær 90 árum og fá ráð þá til bjargar. En aldrei heyrði ég beiskju- orð af vörum hennar út í lífið eða örlög sín. Hún var svo heilsteypt persóna. Gat frekar miðlað öðrum af reynslu sinni og sálarstyrk. Strax í æsku bundumst við frænka sterkum vináttu og frænd- semis böndum, er alltaf styrktust eftir því sem ég kynntist henni bet- ur. Ég bar líka hennar móðurnafn. Og eftir að Kristín, dóttir mín, sem ber hennar nafn, gat farið að heim- sækja hana í Hátún umvafði hún hana sinni móðurhlýju. Hún giftist aldrei eða eignaðist afkomendur. Þegar börn nöfnu hennar komu í heimsókn sparaði frænka ekki ömmu umhyggjuna fyrir þeim. Kristín var óvenju heilsteypt og vel gerð kona. Þó að fætur hennar væru fatlaðir lék allt í höndum hennar og hún vann lengst af við saumaskap. Fáeinar vikur eitt sum- ar dvaldi hún á heimili mínu, og var sá tími báðum ógleymanlegur. En því miður var svo langt milli okkar, að við gátum ekki hist eins oft og hugur stóð til. Er ég heimsótti hana síðast nú í apríl hafði hún nýlega veikst mik- ið og lá í Borgarspítalanum. Og er ég kvaddi hana þar hygg ég að við báðar höfum gert okkur grein fyrir að þetta myndi vera síðasta sam- verustundin. En þrátt fyrir háan aldur og óvægin örlög náði lífið aldrei að rista djúpar rúnir á andlit hennar. Á kveðjustundinni lék um ásjónu hennar, sama einlæga fagra brosið, án djúpra lífsins rúna, sem ég mundi svo vel allt frá okkar fyrstu kynnum, barnið í Fljótsdal. Nú er þessi góða frænka flutt yfir móðuna miklu, þangað sem við öll flytjumst. Þegar Kristín var jarðsett á Sel- fossi gat ég ekki verið viðstödd útför hennar. En sendi stutta ljóða- kveðju sem presturinn var beðinn um að flytja, en gerði ekki af ein- hveijum óskiljanlegum ástæðum, og harma ég að þannig skyldi fara. Og læt ég þessa ljóðakveðju fylgja hér fátæklegum minningabrotum: „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Valdimar Briem) Þórhildur K. Jónasdóttir frá VíðivöIIum í Fljótsdal. Vega HANDBÓKIN eftir Steindór Steindórsson Traust leiðsögn um 'land allt. Nákvæ'm vegakort með fróðleik um það sem á vegi verður. HAI ARNARixÖRLYGS ORN OG ár • SI'ÐUMÚLA 11 - SÍM! 84866 ORLYGUR bUMÍBÍ SPORTJAKKAR Höfum fengið í sölu hina þekktu sportjakka frá Vestur-þýska íyrirtækinu MsÍMSÉtssS f Fjölbreytt úrval allar stærðir verð frá kr. 5.390.- ÁLAFOSS-tófc« ; J FATADEILD ---------------- VESTURGÖTU 2. RVK, SÍMI 91-13404 - IÐAVELUR I4B KEFLAVlK SÍMI 92-12791 ISUZU GEMINI# er stolt feðra sinna - hannaður með tilliti til formfegurðar og margra ára endingar. í margendur- teknum rannsóknum hefur GEMINI reynst einn sterkbyggðasti og öruggasti smábíll gagnvart slysum og hvers kyns óhöppum. ISUZU GEMINI# býður uppá meira fnnanrými og þægindi en nokkur annar sambærilegur bíll. Þægíleg framsæti með margvíslegum stillímöguleikum - aftursæti sem má leggja niður til að auka farangursrými og rúmgóðri farangursgeymslu með víðri og aðgengilegri opnun. ISUZU GEMINI # er sannkaf laður kostagripur - ekki of lítill og ekki of stór, búinn þeim fylgihlutum sem fæstir sambæri- legir bílar státa af, svo sem 5 gíra eða sjálfskiptingu, aflstýri, útvarpi m/segulbandi, góðri hljóð- einangrun og traustum undirvagni. mm BÍLVANGUR Veldu þérGEMINI með framhjóladrifi, 3ja eöa 4ra dyra, með 1.31 ítra eða 1.51 ítra vél HOFÐABAKKA 9 SIMI 687300
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.