Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1989 41 Feimnismál eífir Steinar Guðmundsson Mér sárnar að þurfa að horfa upp á menn villast að óþörfu. Ef menn endilega vilja drekka þá þurfa þeir ekki að drekka svona illa. Það er hægt að drekka öðruv- ísi og endast lengur. Líka er hægt að lifa þessu fína lífi án þess að drekka, en að drekka blindandi í von um að verða hirtur upp og skutlað í meðferð er ósköp aumt. En hvað um það, það er eins og þetta mál málanna sé dæmt til að vera feimnismál. Smám saman hefi ég látið frá mér fara á prenti það sem ég taldi að helst gæti komið þeim að gagni sem vildu drekka þótt þeir kynnu það ekki og drukku þótt þeir gætu það ekki. Gluggana hefi ég líka reynt að opna fyrir aðstandendum, en þar reynist hreinskilnina oft vanta súrefni. Fyrsta bókin mín hét „íslenskir Vesalingar" og ætl- aði ég að selja hana til að hafa upp í prentunarkostnað þeirrar. næstu. En það fór í vaskinn. Titill- inn vakti spéhræðslu. Þó var þar aðeins sneitt að þeim vesalingum sem útbýttu pillunum, en ekki þeim sem átu þær. Þá hætti ég bókaútgáfunni og sneri mér að bæklingum, og þegar pésarnir og bleðlarnir voru komnir hátt á annað hundraðið varð ég að hætta framleiðslunni því þótt gleypt væri við lesefninu bæði inn- an og utan stofnana, og það jafn- vel líka í kleppsgeiranum, töldu of fáir sig þurfa að borga fyrir prentað mál þegar hægt var að fá heila afvötnun gratís og með- ferð í kaupbæti. En nú var ég kominm í þá klemmu að vera búinn að sanka það miklu að mér um drykkjuskap og alkóhólisma að ég mun hafa verið farinn að tala um þetta upp úr svefninum og vakna við. Þá skrifaði ég bókina „Furðuheimar Alkóhólismans" og styrktarfélag Sogns plataðist til að gefa hana út. Þeir áttuðu sig ekki á því þeir góðu drengir að ég var á öndverð- um meiði við þann aðal sem bæði hélt um töglin og hagldirnar í of- drykkjumálum okkar íslendinga því ég vildi ekki taka þátt í þeim skrípaleik að reyna að réttlæta drykkjuskap með því að bendla hann við sjúkdóma. Þetta varð til þess að í stað stuðningsins sem ég vænti gustaði andbyrinn á móti mér og styrktarfélagið sat uppi með tapið en ég með von- brigðin. A ýmsu hefur svo gengið, en siðasta uppátækið mitt er flokkur fimm bóka í sálmabókarbroti. Þijár fyrstu fóru í bókabúðir, en seldust ekki. Ég hefði átt að vita það fyrirfram að bók um of- drykkjuvarnir þýðir ekki að bjóða nema undir borðið því menn virð- ast ekki vilja láta það vitnast að þeir kaupi bók um svoleiðis. Það gæti sést til þeirra og þá væri hægt að halda ýmislegt. En úr því ég varð að gefa þess- ar bækur út sjálfur og sætta mig við að þær seldust ekki þá var ekki um annað að ræða en að reyna að selja þær sjálfur og í það stefni ég nú. En þar sem allar fimm bækurnar eru frekar ætlaðar til ígripa en skyndilesturs númer- aði ég þær og raðaði þeim snyrti- lega saman og kalla búntið FEIMNISMÁL. En til að sefa samviskuna er ég, þrátt fyrir allt, að ráðgera að hætta ekki við svo þúið, heldur senda þessu til viðbótar þijár kilj- ur á opinn markað og er sú síðasta hérna í tölvunni og á að heita „Gústi hætti“. En fyrst verð ég að lokka eitthvað upp í útgáfu- kostnaðinn með því að selja góð- viljuðum samborgurum feimnis- málapakkann. Kiljunum ætla ég svo að reyna að koma á markað í söluturnum því þá tel ég meiri líkur til þess að menn vakni óvart til þeirra eftir fyllirí, því feimni og sýndarmennska virka síður þegar þannig stendur á. Eftir allt staglið um byttur, bjór og brennivín skyldi maður ætla að einhvers staðar fyrirfinnist ein- hveijir sem teldu hinn óþekkta drykkjumann þess virði að eitt- hvað væri á sig leggjandi til að koma heilbrigðri fræðslu um eðli drykkjuskapar á framfæri. Að nálgast feimnismálapakkann minn gæti verið fyrsta skrefið. Síminn er 24036 og verðið svona rúmlega fyrir prentun og bandi. Og þá eru það hinir, sem bera ábyrgð á fróðleiksþörf fjöldans, eftirHákon Jóhannesson í fréttatilkynningu sem birtist í Morgunblaðinu 1. júní sl. var skýrt frá störfum aðalfundar Norræna stangaveiðisambandsins í Stokk- hólmi. í lok fréttatilkynningarinnar er sagt: „Næsti fundur í Norræna sport- veiðisambandinu verður haldinn í fyrsta sinn (leturbreyting mín) á íslandi á næsta ári.“ Hér virðist einhver misskilningur eða misminni hafa átt sér stað. Það hafa verið haldnir fjórir fundir í Norræna stangaveiðisambandinu hér á landi. Fyrsti fundurinn var haldinn þann 10. september 1967 á Hótel Borg, Reykjavík, annar 15. september 1973 í Norræna húsinu í Reykjavík, þriðji 6.-7. september 1980 á sama stað, en sá fjórði í Hótel Valhöll, Þingvöllum, 15. júní 1985. Fundurinn 10. september 1967 var reyndar þýðingarmikill og Steinar Guðmundsson „Smám saman hefí ég látíð frá mér fara á prentí það sem ég taldi að helst gæti komið þeim að gagni sem vildu drekka þótt þeir kynnu það ekki og drukku þótt þeir gætu það ekki.“ forráðamenn bókasafna og skips- bókapakka, þeir ættu að leggjast undir feld, því vilji þeir hafa safn sitt í takt við tilveruna þá mega þeir helst ekki sleppa svona mikil- vægum málaflokki, ekki síst með tilliti til framtíðarinnar, því ótrú- legt er að síðasti geirfuglinn sé floginn frá Sogni. Höfundur er áhugamaður um of- drykkjuvamir. „ Af ofangreindum ástæðum má þessi fyrsti fiindur, sem var haldinn hér á landi 10. septem- ber 1967 í Norræna stangaveiðisamband- inu, ekki falla í gleymsku.“ markverður að því leyti að þá voru hinar auknu laxveiðar í Norður- Atlantshafí teknar á dagskrá sam- kvæmt tilmælum okkar, sem þá vorum í stjórn Landssambands stangaveiðifélaga. Þar var sam- þykkt ályktun um bann við laxveiði á alþjóðahafsvæðum í N-Atlants- hafí. Ályktunin er m.a. markverð að því leyti að hún er, mér vitan- lega, fyrsta alþjóðlega ályktunin, sem samþykkt var um úthafsveiðar í N-Atlantshafí. Ályktunin var send öllum ríkisstjórnum Norðurlanda, svo og Norðurlandaráði. Nokkru síðar var málið tekið upp í Norður- landaráði. I greinargerð ráðsins er vísað til þessarar ályktunar svo og bréfa frá Landssambandi stanga- veiðifélaga, Norges Jeger- og Fisk- erforbund o.fl. Þetta mál var einnig til umræðu og ákvörðunar í báðum Norður-Atlantshafsfískveiðinefnd- unum. Fyrst í stað tóku íslensku fulltrúarnir ekki afstöðu til þessa máls. Kanadamenn fluttu snemma tillögu um takmörkun á laxveiði vestan við Grænland, en hún náði ekki fram að ganga. Af ofangreindum ástæðum má þessi fyrsti fundur, sem var haldinn hér á landi 10. september 1967 í Norræna stangaveiðisambandinu, ekki falla í gleymsku. Höfundur erfyrrv. formaður Landssambands stangaveiðifélaga og fyrrv. formaður Norræna stanga veiðisambandsins. Safinað handa Ijölltítluðum Fyrir skömmu söfnuðu börnin hér á myndinni 2.327 krónum til styrktar fjölfötluðum börnum. Þau eru, frá vinstri á myndinni: Írís Alda Helgadótt- ir, Sigríður Elsa Vilmundardóttir, Margrét Lilja Vilmundardóttir og Helgi Steinar Helgason. Norræna stanga- veiðisambandið - 15.675 VERÐ - 22.320 - 25.390 SSSS Gunnar Ásgeirsson hf. Suðuriandsbraut 16,108 Reykjavík- Sími 91-680 780 CAP G.Á. Pétursson hf. SláMimla maikdðurinn Nútíðinni Faxafeni 14, sími 68 55.80 AMERÍSKA GARÐSLÁTTUVÉLIN NÝ SENDING Frábær vinnuhestur í heimilissláttinn! 3,5 hestafla Briggs & Stratton mótor. 20 tommu hnífur. Ótrúlega gott verð vegna hagstæðra samninga við > verksmiðjuna! Aðeins kr. 14.900,- ÓDÝRASTA VÉLIN Á MARKAÐINUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.