Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 53
G8et ivtút ,at HUOACIUTMMI'í UIUAJaMUOHOM MORGUNBLaðÍÐ FIMMTUDAGÚR 15. JÚNÍ 1989 " Sð 53 Minning: Þórey Einarsdótt ir frá Skógarnesi Fædd 18. september 1888 Dáin 29. mars 1989 Hún elsku Þórey frænka er dá- in. Minningarnar streyma fram um þessa elskulegu konu. Hún var föðursystir mín og hafði verið í skjóli foreldra minna er hún eign- aðist dreng, Snorra Pál, og átti áfram heimilisfang hjá þeim þótt hún væri í vinnu annars staðar, einkum á Akureyri. Nú var hún komin í Kálfsskinn til að kveðja, því hún bjóst til ferðar til fundar við bamsföður sinn, Snorra Hall- dórsson nýútskrifaðan lækni. Þau giftu sig. 1. júlí 1923. Þetta var engin smáferð, sem hún átti fyrir hönd- um, fyrst með skipi til Reykjavíkur og síðan á hestum austur að Breiðabólsstað á Síðu í Vestur- Skaftafellssýslu, yfir fjölda óbrú- aðra fljóta. Þarna hafði hinn ungi lækni fengið veitingu fyrir emb- ætti. Dvöl hennar varð þó ekki lengi þar, því um haustið 1925 var hún aftur komin, þá með eins og hálfs ár gamlan dreng, Halldór. Snorri, eldri drengurinn varð eftir hjá föð- ur sínum. Ég man enn spenninginn eftir gestunum sem vom að koma. Bærinn var snyrtur svo sem föng voru til fyrir stórhátíð, en við börn- in fengum ekki að vita hverjir þetta vom fyrr en faðir minn, sem hafði sótt þau inn að Fagraskógi og fylgt þeim síðasta spölinn heim á hest- um, kom með þau. Svo kom hann í dymar með Þóreyju og hélt á þessum fallega dreng á handleggn- um. Hann var sem prins í augum okkar, svo fallega klæddur í dökk- um matrósafötum og hafði húfu með breiðum borða, sem á var letr- að með gullnum stöfum „Gullfoss". Húsakostur í Kálfsskinni á þessum ámm var baðstofa með þremur rúmum og afþiljað herbergi með tveimur rúmum (hjónahús). Við voram þá orðin fimm systkinin og tvö systkini pabba þar heima en unnu að nokkm annars staðar. Það þætti víst núna þröngt setinn bekk- urinn að bæta við konu og barni. En það var sannarlega gert með gleði og Halldór varð sem einn af systkinunum og Þórey sem önnur móðir. Þama voru þau til ársins 1929. Þórey var raunar á fömm um vet- urinn til að giftast seinni manni sínum, Jóni Kristjánssyni frá Hellu á Árskógsströnd. En það áfall varð á heimilinu að móðir mín lést af barnsföram frá sex börnum. Þá fannst Þóreyju sjálfsagt að fresta brottför sinni um marga mánuði, eða þar til Margrét Sveinbjöms- dóttir frá Hillum kom sem ráðs- kona um haustið og varð síðar stjúpa okkar systkinanna. Jón og Þórey giftust svo þann 20. desember 1929. Þau eignuðust þrjár dætur. Þær em: Svanhvít og Sóley sem eru tvíburar og Rósa Guðrún tveim árum yngri. Oft fengum við systkinin að skreppa til frænku og gista eina og eina nótt. Þórey var fyrst og síðast húsfreyja og móðir, sem best gerðist. Hún átti festu og skapstyrk en einkum er mér minn- isstæð þessi yndislega mildi og hlýja. Hún gaf sig alla fyrir fjöl- skylduna en krafðist lítils fyrir sjálfa sig. Hún átti einnig frábæra kímnigáfu og tilsvörin hennar Þó- reyjar glöddu margan. Það fylgdi henni þessi hljóðláta glaðværð, sem alltaf gaf en ekkert tók. Ætíð mun ég minnast hennar með djúpu þakklæti og svo er einn- ig um systkini mín. Guð blessi minningu hennar. Brynhildur Jónsdóttir frá Kálfsskinni. Föðursystir mín, Þórey Einars- dóttir, hélt upp á eitt hundrað ára afmæli sitt þann 18. september sl. Hún var þá enn skýr í hugsun og tali þrátt fyrir háan aldur og naut þess að fá heimsóknir af ættingjum og vinafólki. Þórey átti þá heimili sitt á Hjalteyri hjá dóttur sinni, Rósu Guðrúnu Jónsdóttur og tengdasyni Halldóri Brynjari Ragnarssyni. Hjá þeim átti hún heima allt frá því að seinni maður hennar Jón Kristjánsson lést árið 1971, og naut þar frábærrar um- mönnunar þeirrar ijölskyldu allt þar til yfir lauk. Þórey andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 29. mars sl. eftir stutta legu þar og var jarðsungin í Stærri- Árskógskirkju þann 8. apríl. Þórey þurfti ekki oft á sjúkra- hússvist að halda um ævina, en varð þó fyrir því óhappi oftar en einu sinni að beinbrotna og þurfti því eðlilega að leita eftir umönnun og aðhlynningu -á sjúkrahúsi en að öðm leyti var hún heilsuhraust og sjaldan rúmliggjandi. Varla er því hægt að segja að á henni sæist að snemma fór hún til vandalausra til að vinna fyrir sér og oft varð vinnudagurinn langur. Þá var ekki miðað við átta stunda vinnudag né ótal tæki til að létta störf og lífsbaráttu. Úthald og eðlislæg þrautseigja kom þá oft í góðar þarfir. Hún vann verk sín án háv- aða, af lítillæti og trámennsku. Þórey var fædd þann 18. sept- ember 1888 í Myrkárdal í Hörgárd- al, dóttir hjónanna Einars Jónsson- ar og Rósu Loftsdóttur. Var hún önnur í röð átta bama sem þau hjón eignuðust. Elst var Sigurlaug Guðrán, síðan næst Þóreyju var Helga Soffía, þá Jón, Steingrímur Eyfjörð, Guðrún, Anna María og yngstur var Stefán. Öll vom þau látin á undan Þóreyju. Ekki átti fjölskyldan því láni að fagna að búa lengi á sama stað, heldur hraktist frá einum bæ til annars og efnahagur eftir því. Það mun hafa verið á fardögum 1898 að ijölskyldan fluttist frá Hömmm við Akureyri að Hamri á Þelamörk. Síðla sumars það ár gerðist sá hörmulegi atburður að bæjarhús og fjós brann til kaldra kola. Þar fór það litla sem fjöl- skyldan átti og meðal annars brannu þar tvær kýr. Við þennan atburð var erfitt að halda saman bamahópnum og fór Þórey þá í fóstur til hjónanna í Lönguhlíð í Hörgárdal, Margrétar Stefáns- dottur og Lúðvíks Sigurðssonar og með þeim flutti hún til Akureyrar nokkru eftir fermingu. Þar var hún í vist hjá ýmsum aðilum og í margs konar vinnu og meðal annars vann hún á Sjúkrahúsinu á Akureyri um nokkurt skeið. Þar kynntist hún ungum læknanema, sem svo síðar varð eiginmaður hennar. Hún gift- ist árið 1923 Snorra Halldórssyni, sem þá var orðinn læknir að Breiðabólsstað á Síðu og flutti þangað til hans. Með honum eign- aðist hún tvo drengi, Snorra Pál lækni og prófessor við Háskóla íslands og Halldór, forstjóra. Þeir em báðir búsettir í Reykjavík. Ekki varð dvöl hennar löng þar austur frá á milli hinna straum- hörðu vatna, því þau slitu sam- vistum og hún flutti aftur norður, heim til átthaganna með yngri soninn og heim til Jóns bróður síns, sem þá var orðinn bóndi í Ytra- Kálfsskinni. Þar dvaldist hún með stórri flölskyldu í litlum húsakynn- um og sannast þar eflaust gamla spakmælið „Sá á nóg er nægja lætur“, því ekki mun íburður hafa verið í því heimilishaldi, þótt allt kæmist af. Þórey giftist seinni manni sínum, Jóni Kristjánssyni frá Hellu 1929. Hann stundaði sjóinn sem atvinnu, var eftirsóttur dugnaðar- maður, laginn og fiskinn. Þau byggðu sér hús á bakkanum á Litla-Árskógssandi, sem þau nefndu Skógames og vom ætíð kennd við það síðan. Þau eignuð- ust þijár dætur, tvíburana Sóleyju sem gift er Hilmari Magnússyni og Svanhvíti, sem er ógift en báð- ar eru þær búsettar á Akureyri og Rósu Guðrúnu, gifta Halldóri Brynjari Ragnarssyni á Hjalteyri. Bamaböm Þóreyjar era tuttugu og barnabarnabörnin orðin tuttugu og fjögur. Þórey undi vel hag sínum innan veggja heimilisins, var mikil húsmóðir og móðir bama sinna. Hún pijónaði nokkuð á pijónavél m.a. fyrir sjómenn, sem þurftu á skjólgóðum nærfatnaði að halda. Hún var afskaplega hógvær og notaleg í allri vegferð sinni, en þó svo þægilega gamansöm og orð- heppin að unun var á að hlusta. Hún var mikill dýravinur og reynd- ist vel þeim sem minna máttu sín. Ég minnist margra góðra stunda þegar ég fékk að heimsækja Þór- eyju. Hún tók svo vel á móti böm- um, virtist alltaf hafa nægan tíma til að sinna þeim og eins og aldrei væri nógu vel á móti þeim tekið. Hún var góður uppalandi og oft hefi ég óskað þess, er ég hugsa um dagvistunarmál barna lífsgæðakapphlaupsins í dag, að þeirra fóstrar gætu tileinkað sér hógværðina og hjartahlýjuna hennar Þóreyjar í Skógarnesi. Þótt lífshlaup hennar hafi ekki einkennst af stómm afrekum í at- hafna og uppbyggingarsögu þess- arar þjóðar, er hún ein af hinum hljóðlátu og farsælu þegnum, sem ekki máttu vamm sitt vita í dagleg- um störfum en átti þó dijúgan þátt í umbótum þjóðlífsins alla þessa öld. Með Þóreyju er gengin góð kona, sem eftir skilur einungis góðar minningar allra þeirra er til þekktu. Blessuð sé minning henn- ar. Sveinn Jónsson Kransar, krossar, kistu- skreytingar, samúðaiyendir og samúðarskreytingar. Sendum um allt land á opnunartíma Q, frá kl. 10-21 alla daga vikunnar. MIKLUBRAUT 68 o 13630 SIEMENS-gæð/ STÓRGLÆSILEG NÝ ÞVOTTAVÉL FRÁ SIEMENS! Enn á ný ryður Siemens brautina í þróun og hönnun heimilistækja. f þetta skiptið með nýrri þvottavél, sem slegið hefur í gegn og mun vafalaust verða öðrum þvottavélaframleið- endum fyrirmynd, því að hér er á ferðinni sannkölluð tímamótavél í hönnun og notkun tölvustýribúnaðar, sem býður upp á nýja og betri þvottaaðferð en áður hefur þekkst. Mikil fjölbreytni í þvottakerfum, þeytivinding í áföngum og þrír mismunandi vinduhraðar skapa nánast óendanlegt svigrúm fyrir allan þvott, sérhvert óhreinindastig hans og þann hámarkshita sem hann þolir. Sjálfvirkur magnskynjari skammtar vatn inn á vélina í samræmi við magn og gerð þvottar og það kerfi sem er í gangi og aðlagar þannig vatnsnotkunina sjálfkrafa því sem þvegið er. Sérþróuð þvottatromla með þremur áföstum vatns- hripum heldur vatninu á stöðugri hreyfingu og tryggir þannig jafnt gegnumstreymi á vatni um þvottinn. Þessi nýjung sér til þess að þvotturinn fær bestu hugsanlegu meðhöndlun. SIWAMAT PLUS 4200 uppfyllir allar ítrustu kröfur og óskir sem gerðar eru til þvottavéla nú á dögum. Hún er mjög þægileg í notkun með aðgengilegt, upplýst stjórnborð. ítarlegur leiðarvísir á íslensku og greinargóð tafla yfir öll möguleg þvottakerfi vélarinnar fylgja með. Þær miklu gæðakröfur sem gerðar voru við þróun hennar og framleiðslu tryggja auk þess auðvelt viðhald og langa endingu. Gæði á gæði ofan frá SiEMENS SMITH& NORLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.