Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR MíMTUOÁGWl lö. JÖNÍ 1888 KNATTSPYRNA / HEIMSMEISTARAKEPPNIN Kom ekki annað til greina en að dæma vítaspymu - sagði Ásgeir Sigurvinsson um atvikið þegar óbeina aukaspyrnan var dæmd „FYRST hann var að dæma fannst mér ekkert annað koma til greina en vítaspyrna. Brot inni íteig eru vfti, nema hindrun, og þetta var alls ekki hindrun — Austurríkis- maðurinn hefur sennilega ýtt aftan á bakið á mér,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson, við Morgunblaðið eftir leikinn. Hann komst einn inn í teig á 64. mínútu — brotið var á honum, en velski dómarinn dæmdi óbeina aukaspyrnu úti í miðjum teig. Austurríkismennirnir stilltu upp þéttum varnarvegg á markteignum og Asgeir fékk það hlutverk að skjóta. Knettinum var rennt til hans og þrumufleyg- ur hans með vinstri fæti smaug rétt framhjá markinu. En var ein- hver möguleiki á að skora fram- hjá þessum þykka vegg? „Já, það var möguleiki á því. Ef ég hefði hitt á rétta glufu,“ sagði Ásgeir. En hvað um leikinn? „Eg verð að segja að þeir komu greinilega hingað til að taka eitt stig. Þeir fengu ekkert færi í öllum leiknum og því var mjög svekkjandi fyrir okkur að hirða ekki tvö stig. Maður varð svekktari og svekkt- ari eftir því sem á leið. En það er svo sem gott að fá eitt stig og við höfum ekki sagt okkar síðasta orð í þessum riðli.“ Um næsta leik í riðlinum, sem er einmitt gegn Austurríkismönnum í Salz- burg í haust, sagði Ásgeir: „Við verðum að reyna að gera góða hluti þar. Fyrst það var mögulegt að ná þeim árangri sem náðist í Mosvku hlýtur það að vera hægt í Austurríki,“ sagði Ásgeir Sigur- vinsson. i _ Dómarinn skipaði Ásgeiri að setja á sig legghlífar í byrjun leiks, en hann er ekki vanur að leika með þær. „Það er víst í reglum að maður verði að leika með legg- hlífar í heimsmeistarakeppninni. Líka í Evrópukeppninni en í henni hef ég aldrei leikið með hlífar. Það er greinilega mismunandi Ásgeir kominn í gott færi í vítateig Austurríkismenn. Hann var felldur og ekkert annað kom til greina en að dæma vítaspyrnu, eins og hann sagði sjálf- hvernig menn fylgja þessu eftir,“ ur. Dómarinn dæmdi hins vegar hindrun — og því óbeina aukaspyrnu. sagði Ásgeir. Víti? Morgunblaðið/Júlíus „Löglegt mark“ - sagði Atli Eðvaldsson en þrumuskalli hans lenti markinu í fyrri hálfleik — en brot var dæmt á hann „VIÐ lékum mjög skynsamlega og fengum fimm góð mark- tækifæri, en Austurríkismenn ekki eitt einasta," sagði Atli Eðvaldsson, fyrirliði Islands. Markið sem ég skoraði og var dæmt af var fullkomlega lög- legt. Ég stökk upp og vann „tuðr- una“ án þess að brjóta á mér. Það er furðulegt að þessi enski dómari, sem er vanur hörðum leik í Bret- landi, skuli dæma markið af. Sama má segja um óbeinu aukaspyrnuna sem dæmd var á Ásgeir. Það var ekkert annað en víti þvi Ásgeir var skrefinu á undan er honum var hrint. Það er svo alltaf spurning hvað er brot og hvað er hindrun," sagði Atli sem var allt annað en ánægður með dómarann. „Þetta er allt á réttri leið hjá okkur og ekki öll nótt úti enn. Fyr- ir nokkrum árum vorum við að tapa svon leikjum á síðustu mínútunum en það gerist ekki lengur. Síðari leikurinn er eftir. Þeir eru ekki búnir að vinna okkur á úti- velli enn. Við erum svo litlir og ég veit að þeir koma til með að spila sóknarbolta í síðari leiknum. Við elskum að spila vamarleik og við látum þá bara koma,“ sagði Atli. ísland fékk átta horn- spyrnur — Austurríki þrjár Islenska liðið fékk 8 homspym- manna. Austurríki hafði vinning- voru fjórum sinnum dæmdir rang- ur á móti þremur Austurríkis- inn í innköstum 22 á móti 20. stæðir en Austurríkismenn þrisv- manna. 25 aukaspymur komu í íslenska liðið fékk 5 útspörk, en ar. hlut gestanna á móti 20 heima- það austurríska 10. íslendingar Morgunblaðið/Einar Falur Atli Eðvaldsson og Sigurður Jónsson í baráttunni í gær. Atli skoraði mark sem dæmt var af og Sigurður náði sér sérstaklega vel á strik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.