Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1989 Heimilislaus iþrótt efitir Jónas Egilsson Fijálsíþróttir eru ein vinsælasta íþróttagreinin sem stunduð er á ís- landi og líklega sú útbreiddasta í veröldinni. Bygging mannvirkja fyrir þessa íþróttagrein hefur setið á hak- anum og erum við a.m.k. 15-20 árum á eftir nágrannaþjóðum okkar. Nú er svo komið að ekki er til völlur á landinu sem uppfyllir lág- markskröfur Alþjóða fijálsíþrótta- sambandsins (IAAF) til keppni. Mal- arvellir voru fullnægjandi í eina tíð, en svo er ekki lengur. Jafnvel Færey- ingar hafa gert sér grein fyrir þróun- inni og vígja í sumar nýjan fijáls- íþróttavöll með gerviefni með átta hlaupabrautum. Við íslendingar höfum gjörsam- lega setið eftir í rásblokkunum, ef svo má að orði komast, hvað fijáls- íþróttaaðstöðu varðar. Mosfellingar ganga fremstir í að snúa þessari þróun við, en á næsta ári verður vígður þar nýr fijálsíþróttavöllur með gerviefni. Eg hef víða reynt að koma þeirri skoðun minni á framfæri, að fijáls- íþróttir hér á landi verði ekki sam- keppnisfær íþróttagrein, hvorki á alþjóðamælikvarða né í samanburði við aðrar íþróttagreinar hérlendis, fyrr en aðstæður verða sambærileg- ar. Ég óttast að aðstöðuleysi fæli ungt fólk frá íþróttinni og okkar keppnisfólk til útlanda til æfinga og keppni. Síðan 1967 hefur gerviefni rutt sér til rúms á fijálsíþróttavöllum í heiminum, en það ár var lagt gervi- efni á fijálsíþróttavöll San José State University í Kaliforníu í Banda- ríkjunum. Á Ól. ’68 í Mexíkó er síðan keppt fyrst á alþjóðlegu stórmóti með gerviefni. Reykjavíkurborg ræðst í lagningu gerviefnisbrautar seint á síðasta áratug. Sá völlur var bylting á aðstöðu okkar fijálsíþrótta- manna. En sá draumur entist skammt. Völlurinn var ekki nægilega vel lagður og hefur verið í lamasessi í mörg ár. Verður sú sorgarsaga ekki rakin frekar hér. Gildi íþrótta íþróttir skipa veglegan sess í hug- um fólks, ekki síður en tónlist og fagurbókmenntir. Mörg íjölmenn- ustu mannamót nú til dags eru ein- mitt íþróttakappleikir og ekki síst almenningshlaup. Flest okkar hafa átt sín uppáhaldsíþróttalið og íþróttamann. Sífellt fleiri stunda ýmiss konar íþróttir sér til heilsubót- ar. Með aukinni velmegun, innisetu og frítíma, eykst þörfin á líkams- hreyfingu. Við íslendingar höfum ekki verið eftirbátar annarra í þátt- töku í almenningsírþóttum. Er að- sókn okkar að sundstöðum og skíða- svæðum dæmi um það. Hlutverk höfiiðborgar Flestar stærri borgir leggja mikið kapp á að íþróttamannvirki séu sem veglegust og þær keppast um að halda alþjóðleg mót af öllu tagi. Slegist er um að fá að halda keppni eins og Ólympíuleika, heims- meistaramót, Evrópumeistaramót og riðlakeppnir. Má þar minna á „slag“ okkar við Svía um að fá að halda HM í handbolta. Öll erum við stolt yfir því að einvígi Fischers og Spasskys var haldið hérlendis. Hver man ekki eftir allri athyglinni vegna fundar Reagans og Gorbatsjovs í Höfða? Island komst í heimspressuna og ferðamannastraumurinn jókst í kjölfarið. Slíka athygli vilja allir fá. Alþjóðlegt íþróttamót kalíar á slíka athygli. Ér ríkisstjómin og borgarstjóm Reykjavíkur samþykktu á sl. ári að Jónas Egilsson „Hér á landi er veitt hlutfallslega minna Qármagn til uppbygg- ingar íþróttamann- virkja en hjá nokkru öðru ríki hins vestræna heims. Nú er mál til komið að gefa okkar bestu íþróttamönnum tækifæri til þess að stunda sína íþrótt hér á landi.“ Ieggja sameiginlega í byggingu nýrr- ar fþróttahallar í Reykjavík, þá gerðu viðkomandi ráðamenn sér fyllilega gréin fyrir því hversu mikil land- kynning það verður að halda hér heimsmeistarakeppnina í handbolta. Aðstaðan ekki boðleg Fijálsíþróttasamband íslands hef- ur ekki getað boðið erlendum kepp- endum til leiks hér á landi því aðstað- an er úrelt. Annaðhvort er um að ræða malarvelli eða ónýtan gervigra- svöll. Árið 1985 var C-riðill Evrópu- keppninnar haldinn í Reykjavík með undanþágu frá IAAF. Reyndar er svo komið að við íslendingar getum ekki tekið þátt í alþjóðlegu samstárfí, því það felst ekki bara í því að keppa erlendis, heldur líka bjóða erlendum þátttakendum til keppni hér heima. Grand Prix keppnin í fijálsíþrótt- um hefur staðið í nokkur ár. Úm er að ræða keðju fijálsíþróttamóta þar sem flestar fijálsíþróttastjörnur heimsins mæta. Árlega eru slík mót haldin í Osló, Stokkhólmi og Helsinki og með því að koma aðstöðunni hér- lendis í gott horf gætum við haldið slík mót. Fleiri alþjóðleg mót standa til boða, s.s. Norðurlandakeppni unglinga, fjölþrautakeppnir, kast- landskeppnir, en einungis ef aðstað- an væri boðleg. Flýja aðstöðuleysið Aðstaðan er reyndar svo léleg að flestir metnaðargjarnir íslenskir fijálsíþróttamenn hafa sett sér það markmið að komast til útlanda í skóla til þess að geta æft við boðlegar aðstæður. Slíkt kostar sitt fyrir þjóð- arbúið. Fjarvera okkar afreksmanna hefur slæm áhrif á uppbyggingar- starf fijálsíþróttafélaganna og gert öll mót hérlendis svipminni. Ríkisvaldið til trafala Er það von mín að með nýrri tekju- og verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, sem tekur gildi um áramót, að sveitarfélögin hefji stórá- tak í uppbyggingu fijáls- íþróttaaðstöðu hérlendis. Þá þurfa þau ekki lengur að bíða eftir sam- þykki og greiðslum frá ríkissjóði, sem annars á að greiða 50% byggingar- - kostnaðar íþróttamannvirkja til kennslunota á móti sveitarfélögun- um. Þessar greiðslur miðast einungis við einhveija lágmarksstærð íþrótta- húsa og ef sveitarfélögin vilja byggja stærri hús verða þau að leggja fé til þess sjálf. Sveitarfélögin fá þessar endurgreiðslur bæði seint og illa frá ríkinu í óverðbættum krónum. Áætlað er að greiðslur ríkisins nemi um 20% af heildarbyggingar- kostnaði íþróttahúsa, en það á þó að greiða 50% skv. lögum. Er því spurning hvort ríkið hafi ekki meiri tekjur, með söluskatti og öðrum gjöldum af vinnu og efni, heldur en það leggur í byggingu íþróttamannvirkja. Ríkið hefur, með öðrum orðum, dregið lappirnar í þessu samstarfí við sveitarfélögin. Því gegnir furðu að ráðherra haldi því fram að með því að færa þessi verkefni til sveitarfélaganna, að sam- dráttur verði í uppbyggingu íþrótta- mannvirkja. Sá hinn sami ætti að kynna sér þessi mál betur. Framtíð Laugardalsvallar Undirritaður átti sæti í sérstakri nefnd fyrir hönd Fijáisíþróttaráðs Reykjavíkur á síðasta ári, sem gerði tillögur um framtíðarfyrirkomulag fijálsíþróttaaðstöðu í Laugardal. Þessi nefnd var sett á laggirnar fyr- ir frumkvæði formanns íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, Júlíusar Hafstein borgarfulltrúa. í tillögum nefndarinnar var gert ráð fyrir að núverandi fijálsíþróttavelli yrði kom- ið í viðunandi horf. Þar er átt við að hann uppfylli lágmarkskröfur Al- þjóðafijálsíþróttasambandsins um aðbúnað og gæði. Þessi völlur yrði aðallega notaður til æfinga og fyrir minni móL Jafnframt því sem núverandi fijálsíþróttavöllur yrði lagfærður yrði gerviefni lagt á hlaupa- og atrennu- brautir á aðalleikvangi Laugardal- svallar. Hann yrði aðalleikvangur Reykjavíkurborgar, bæði fyrir úr- slitaleiki í knattspyrnu og stærri fijálsíþróttamót. Nýlega er lokið úttekt á ástandi vallarins og er vonandi ekki langt að bíða niðurstöðu um úrbætur. Von- andi hefjast framkvæmdir í kjölfarið. Það ætti að vera metnaðarmál for- ystumanna borgarinnar að hér sé fullkomin aðstaða til iðkunar fijáls- íþrótta. Einn völlur ekki nóg Einhver kynni að spyija hvort ekki dygði einn völlur. Slík spurning á fullan rétt á sér og skal reynt að svara henni hér. Núverandi fijálsí- þróttavöllur er frekar óaðlaðandi bæði fyrir keppendur og áhorfendur. Lega hans er frekar óhagstæð fyrir keppni, ekki var tekið tillit til ríkjandi vindátta þegar brautin var lögð. Vegna tíðra knattspymuleikja myndu fijálsíþróttaæfingar falla nið- ur þegar þeir fara fram. Slíkt er ekki boðlegt fyrir okkar íþróttamenn. Stærri fijálsíþróttamót kalla á sér- stakan upphitunarvöll við hlið keppnisvallar. Eins og gefur að skilja gengur ekki að hita upp, taka hraða- aukandi spretti, stört o.s.frv. á velli þar sem keppni er í fullum gangi. Landsbyggðin Fijálsíþróttastarfssemi á lands- byggðinni fer að langmestu leyti fram á grasvöllum þ.m.t. á Laugar- vatni þar sem íþróttakennaraskóli íslands er. Malarvellir með 400 metra hlaupabraut eru í Kópavogi, Hafnarfírði, Keflavík, á Selfossi, Egilsstöðum, Raufarhöfn, Húsavík, Akureyri, Blönduósi, Hvammstanga og í Stykkishólmi. Ástand þessara valla er mjög misjafnt og fer það eftir viðhaldi og áhuga á hveijum stað fyrir sig. Annars staðar þ.m.t. á Höfn og í Borgarnesi eru til styttri malarbrautir. Á öðrum stöðum þ.m.t. í Vík, á Klaustri, Eiðum, í Ásbyrgi, Lundi, Skagafirði og í Húnavatnssýslu eru tímabundnir grasvellir, þ.e. brautir eru markaðar á grasfleti. Nokkrir vellir með 400 m hring eru þó í byggingu. Tveir vellir verða teknir í notkun í sumar í Vestur- Skaftafellssýslu, annar í Pétursey en hinn á Klaustri. í Engihlíðarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu vinnur Úmf. Vorboðinn að gerð malarvallar. Þá eru Borgnesingar að Ijúka við bygg- ingu nýs vallar. Vonandi sýna yfir- völd þar þá fyrirhyggju að leggja gerviefni á völlinn. Til þess að ekki fari fyrir þeirri fjárfestingu eins og víða annars staðar; að völlurinn íjúki ekki út á Faxaflóa og verði ónothæf- ur á tveimur til þremur árum. Forystuleysi ÍSÍ Störf stjórnar Iþróttasambands íslands eru margvísleg og fjölbreytt, eins og skýrslur hennar gefa til kynna, þó mikið pláss fari í útlistun á gjöfum og utanferðum stjómar- manna. ÍSI á að vera málsvari íþróttahreyfingarinnar gagnvart ríkisvaldinu og beijast fyrir því að aðstaða til æfinga og kepgni sé full- nægjandi. En forysta ÍSÍ hefur brugðist í því hlutverki. Það sem áunnist hefur í aðstöðumálum er að þakka héraðssamböndunum eða fé- lögunum. Nú síðast sérsamböndum. EITT MERKI - ÓTAL GERÐIR Það fást yfir 20 gerðir af MAZDA 323, ein þeirra hentar þér örugglega. Til dæmis MAZDA 323 SUPER SPECIAL HATCHBACK: • Nýtt glæsilegt útlit. • Lúxusinnrétting, nóg pláss fyrir höfuð og hné. • 1.3 L eða 1.5 L vélar. • Fæst 5 gira eða sjálfskiptur. • Belti við öll sæti og dagljósa- búnaður. • Sérlega hagstætt verð. Athugið sérstaklega: Greióslukjör viA allra hæfi! Opið á lougardögum frá kl. 10-16 BILABORG HF. FOSSHÁLSI 1. S 68 12 99.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.