Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 58
58 MO^GU^BLAEtlÐ'FIM^lTUftAGUE ljf. JÚftí. 1989 U nau\Min U-M ... hættuleg í umferðinni. TM Reg U.S. Pat 0(1all rights reserved ® 1989 Los Angeles Times Syndicate Ég er búinn að segja það hundrað sinnum: Ekki rauðvín með fiski... HÖGISTI HREKKVlSI PlDSTHlú>§ Þessir hringdu .. . Óeðlileg verðmyndun? Húsmóðir hringdi: „Nú er talað um fijálsan inn- flutning á landbúnaðarafurðum og hversu mikla verðlækkun slíkt myndi hafa í för með sér. Ég hef búið erlendis og þar eru iand- búnaðarvörur miklu ódýrari og er þá næstum sama hvert af ná- grannalöndum okkar er miðað við. Spurningin er hvort íslenskur landbúnaður hlýtur alltaf að vera svona óhagkvæmur eða hvort verðmyndunin sé óeðleg. Hugsan- legt væri að gera tilraun með inn- flutning á t.d. smjöri og athuga hvemig landbúnaðurinn hér myndi standast samkeppnina. Hefur samkeppnina kannski skort og þrífast alls kyns milliliðir í skjóli einokunar?" Kvæði M.M. hringdi: Ég kann nokkrar hendinar úr kvæði sem mun sungið undir sálmalagi og langar til að vita deili á því. Það sem ég kann er svona: Ég vildi að sjórinn yrði að mjólk og undirdjúpin að skyri. Fjöll og dalir að floti og tólg... Læða Bröndótt læða með hvítan' kvið fór að heiman að hlíðarvegi í Kópavogi fyrir nokkru. Hún var með appelsínugult band um háls- inn. Þeir sem hafa orðið varir við kisu vinsamlegast hringi í síma 46331. Háir taxtar Karl Jóhannsson hringdi: „Ég vil taka undir orð Þorsteins Jakobssonar varðandi ummæli hans um lögfræðinga. Siðferði lögfræðinga virðist oft fýrir neðan allar hellur og mér fyndist fróð- legt að vita hvort siðfræði væri kennd í lagadeildinni. Innheimtu- taxtar þeirra og kostnaður eru hreint lýgilegir á stundum. Sem dæmi taka þeir sem samsvarar tveggja til þriggja daga launum verkamanns fyrir hálftíma vinnu við að skrifa staðlað rukkunar- bréf. Og mér fyndist vissulega tímabært að viðskiptaráðherra færi í saumana á því máli og fólki sé gert mögulegt að kvarta t.d. við verðlagsstjóra þegar því finnst lögmenn hafa brotið á sér.“ Hjálpsemi Edda Larsen hringdi: „Fyrir hönd okkar í sauma- klúbbnum Góurnar í Reykjavík vil ég koma á framfæri þakklaeti til bílstjórans á bifreiðinni Ö- 9084. Það hefur dregist hjá mér að koma þessu á framfæri en nú læt ég verða að því. Við vorum að koma úr klúbb frá einni sem býr í Keflavík um miðnætti mið- vikudaginn 24. maí. Þá lentum við í því að óþekkt hljóð kom í bílinn og stönsuðum við því strax fyrir utan veg. Voru blikljósin lát- in á og hendin út um gluggann og ekki leið á löngu þar til þessi elskulegi maður stansaði og leit á allt mikilvægt í bílnum. Hann vatt sér svo uppí og keyrði spotta og sagði svo að ég skyldi bara keyra rólega í bæinn því þetta væri ekkert svo alvarlegt að tjón gæti hlotist af. Og ekki nóg með það, óbeðinn lét hann mig fara fram úr sér og var á eftir okkur á 60 til 70 km hraða alla leið til Hafnarfjarðar. Ég veit að hann var að koma þreyttur úr vinnu og átti að mæta aftur daginn eft- ir og þykir okkur því ástæða til að koma þessu á framfæri því svona viðmóti mætir maður ekki oft. Elsku vinur þú gerðir mikið góðverk og gafst mikið af þér í þetta skipti og örugglega oftar. Hafðu svo þökk fyrir þetta og gangi þér allt í haginn um ókomna framtíð." Svört læða Svört læða, sem var kettlinga- full, fór að heiman frá sér að Bjargárstíg 6 fyrir nokkru. Hún var merkt með símanúmeri. Vin- samlegast hringið í síma 19366 ef hún hefur einhvers staðar kom- ið fram. Víkverji skrifar ,, • • -ÖPRU NAFNI:i~Alli LJÓn t' LAUFBReKKU".' " Víkverja hefur borizt eftirfar- andi bréf frá Ingólfi Hannes- syni, deildarstjóra íþróttadeildar RUV: „Um leið og ég þakka þér vin- samleg orð í okkar garð á íþrótta- deild Ríkisútvarpsins vil ég svara spumingu þeirri sem þú varpar fram í Morgunblaðinu (Víkveiji 8. júní sl.), sem var svohljóðandi: „Hvers vegna hætti RUV skyndi- lega við sína golfþætti skýringar- laust?“ Sýningar á golfþáttunum sl. vet- ur voru einungis í tilraunaskyni. Fyrirvarinn á því að panta þetta efni var skammur, vinnsla í lág- marki og kynningar og talsetningu þurfti að vinna ásamt fjölmörgum öðrum verkefnum á vegum deildar- innar á þessum tíma. Hins vegar urðu viðbrögð áhorfenda mjög já- kvæð og því hefur verið ákveðið að taka upp þráðinn að nýju í haust. Þegar er búið að ganga frá en vissulega verða þau ekki ný af nálinni þegar þau koma til sýningar hjá okkur. Golfáhugamenn, sem við höfum rætt við, telja að sú stað- reynd skipti ekki meginmáli, öllu mikilvægara sé að vandað verði val á mótum og umsjónarmönnum þátt- anna. I lokin vil ég minnast á draum okkar varðandi erlent golf, en hann er sá að sýna beint frá stórmóti í þessari ágætu íþrótt. Hugsanlega verður sá draumur að veruleika þegar næsta haust...“ Vafalaust fagna kylfingar þess- um tíðindum, en eins og Víkveiji benti á, gildir það sama um golf og annað efni, að því nýrra sem það er þeim mun betra. Ekki geng- ur betur að sýna gamalt golf en annað gamalt efni og því taka kylf- ingar fullan þátt í draumi Ingólfs um beinar útsendingar frá golf- mótum. Vonandi rætist hann sem allra fyrst. Enn berast Víkveija uppástung- ur að nafni á veizlusölum ríkis- ins í Rúgbrauðsgerðinni við Borg- artún. Lovísa Einarsdóttir, Aratúni 24, Garðabæ, vill nefna þá Ríkey. Telur Lovísa löngu tímabært að kasta Rúgbrausðgerðarnafninu fyr- ir róða og velja staðnum nafn við hæfi hins nýja hlutverks ... og gest- gjafans. XXX Inýlegum Degi er samtal við Atla Vigfússon, formann Æðarrækt- arfélags Eyjafjarðar og Skjálfanda. Þar segir Atli m.a.: „Æðarrækt er vaxandi búgrein og í því sam- bandi vil ég benda á að æðarfuglinn skapar jafnmikinn gjaldeyri fyrir þjóðarbúið og minkaskinnin. í Ijósi þessa teljum við að megi ýmislegt gera fyrir þessa búgrein. Þetta er viðurkennd búgrein sem borgar í opinbera sjóði eins og aðrar bú- P^ina1- -----
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.