Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 24
24_______________MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1989 Staðan og framtíðarhorfur í rekstri íslenskra fyrirtækja eftir Pál Kr. Pálsson Inngangur Miklar breytingar eiga sér nú stað í íslensku atvinnulífi. í kjölfar samdráttar sem hófst fyrrihluta árs 1988 og komið hefur m.a. fr'am í mikilli aukningu á ijölda gjaldþrota fyrirtækja, hafa menn í vaxandi mæli leitast við að beina augunum að rótum vandans.- Tilgangur þess- arar greinar er að vera innlegg í þá umræðu. Staðan -> Fram til þessa hefur staða íslenskra fyrirtækja einkennst af miklum sveiflum. Þessar sveiflur ráðast gjaman af aðstæðum á mörkuðum og gengisþróun. Staðan í dag er hins vegar óvenjuerfíð. Hinn mikli óstöðugleiki sem ríkt hefur í íslenskum efnahagsmálum á undanfömum árum veldur þar án efa mestu um, einkum mikii verðbólga. Þá er óhætt að fiillyrða að aðgerðir opinberra aðila hafa ekki miðað að því að auka svig- rúm atvinnulífsins til að laga sig að breyttum aðstæðum, né hafa aðgerðir fyrirtækjanna ein- kennst af langtímasjónarmiðum. Ýmislegt bendir til að fjölmörg fyrirtæki muni ekki ráða við sam- dráttinn af þeirri einföldu ástæðu að þau eiga ekkert eigið fé eftir. Það virðist horfíð í hítina. Góðu árin vom einkum notuð til að fjár- festa í húsnæði og vélum til aukinn- ar framleiðslu á óbreyttum vömm, of lítið var lagt í nýsköpun og mark- aðssókn. Þá hafa mörg fyrirtæki farið út á þá vafasömu braut að fjármagna versnandi rekstrarafkomu á síðustu tveimur til þremur ámm með lánum á einhveijum hæstu vöxtum innan OECD. Fjölmörg fyrirtæki í sam- keppnisiðnaði og útflutningi, sem eiga við vaxandi erlenda samkeppni að etja, hafa skert samkeppnisstöðu sína með þessum hætti. Því má gera ráð fyrir að verulegra breytinga sé enn að vænta í at- vinnulífinu, í formi gjaldþrota, samstarfs og samruna fyrir- tækja. í augnablikinu einkennist rekstrar- og samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja einkum af eftirtöldum þáttum: — Vaxandi skattheimta — Vaxandi verðbólga — Hátt gengi — Hár fjármagnskostnaður — Minnkandi kaupgeta — Minnkandi möguleikar á verðhækkunum afúrða — Minnkandi arðsemi — Minnkandi eigið fé Miðað við þessar aðstæður er vart við öðm að búast en áfram- haldandi taprekstri fjölda fyrir- tækja á árinu 1989, þrátt fyrir að stjórnendur og starfsmenn geri sitt besta. Almennt virðast fyrirtækin gera ráð fyrir svipuðu framleiðslu- magni í ár og á síðasta ári og stjóm- endur sjái yfírleitt lítið svigrúm til verðhækkana; á innanlandsmarkaði sem í útflutningi. Nýlegar efnahagsaðgerðir stjómvalda boða heldur enga grandvallarbreytingu og hvað önn- ur ytri skilyrði varðar virðist fátt benda til jákvæðrar þróunar. Fjöregg þess að fyrirtækin geti unnið sig út úr vandanum er því í verulegri hættu. Hér er átt við aðgerðir sem fyrirtækin hafa unnið að á sviði vöruþróun- ar og markaðssóknar. Slíkar að- gerðir em ákaflega kostnaðarsamar og tímafrekar og kreljast jafnvægis í efnahagslegu umhverfi, að svo miklu leyti sem við slíkt verður ráð- ið. Þá tekur nýsköpun yfirleitt lang- an tíma og skilar ekki varanlegum árangri strax. Við ríkjandi aðstæður og þá stefiiu sem tekin hefúr verið upp í efnahagsmálum er veruleg hætta á að mörg fyrirtæki verði að fresta verkeftium á sviði vöru- þróunar og markaðssóknar vegna uppsaftiaðra Qárhagslegra erfiðleika, aðgerða og aðgerða- leysis stjórnvalda á undanfornum mánuðum. Fyrirtækin hafa ein- faldlega ekki það fjármagn og þann styrk sem þarf til að keyra þessi verkefni áfram af nægilegum krafti. Fjöregg nýsköpunar, það eina sem getur bjargað okkur út úr þeim vanda sem við emm komin í, virðist þannig í hættu og það versta er að af því virðast stjóm- völd hafa litlar áhyggjur. Almennar aðgerðir stjórn- valda, er miða að því að bæta rekstrarskilyrði og auka sam- keppnishæfiiina, eru forsenda þess að fyrirtækin nái að vinna sig út úr vandanum. Aukin skött- un og mismunun fyrirtækja er ekki líkleg til að efla atvinnulífið. Aðgerðir stjómvalda em fálm- kenndar og bera vott um einstakt þekkingarleysi á gmndvallarat- riðum fyrirtækjareksturs. Útgangspunktur í efnahagsað- gerðum stjómvalda á að vera sú staða sem atvinnulífið er í á hveij- um tíma og aðgerðir eiga að miða að því að bæta þessa stöðu. Auk þess er mikilvægt að stjómvöld styðji fyrirtækin við að hrinda sér- hæfðum aðgerðum í framkvæmd er lúta að starfsemi fyrirtækjanna inn á við. Slíkt má bæði gera með beinum og óbeinum aðgerðum. Viðbrögð Því miður virðast mörg fyrirtæki hafa misst trúna á að unnt sé að snúa dæminu við. Þau bregðast ekki við með því að ráðast í fjár- hagslega endurskipulagningu og reyndar verður að segjast að mörg þeirra sem reyna þá leið fá einfald- lega ekki þá fyrirgreiðslu sem nauð- synleg er til að geta breytt stöð- unni. Það merkilega er hins vegar að þau fá næga fyrirgreiðslu til að halda lífi. Þannig virðist komið í veg fyrir að fyrirtæki sem eiga sér enga lífsvon hætti rekstri og það sem verra er, að fyrirtæki sem eiga sér góða lífsvon nái að vinna sig út úr vandanum og heíja nauðsyn- lega nýsköpun. Athyglivert er einnig að bankakerfið virðist í mörgum til- fellum ekki sýna nein viðbrögð, ekki er gengið að þeim fyrirtækj- um, sem komin eru í vonlausa stöðu, haldið er áfram að lána þeim í þeirri von að úr rætist og þau fyrirtæki sem eiga verulega vaxtarmöguleika fá ekki þá Ijár- hagslegu fyrirgreiðslu sem nauð- synleg er til að tækifærin nýtist. Áður en teknar em ákvarðanir um hvaða leiðir skuli farið við end- umppbyggingu fyrirtælqa er mikil- vægt að stjómendur þeirra geri sér grein fyrir hvaða möguleikar em á að auka framleiðnina með aðgerð- um inn á við og hvaða möguleika þau hafa á aukinni markaðshluU deild á heimamarkaði og/eða út- flutningi. I framtíðinni er ljóst að íslensk fyrirtæki þurfa að leggja vaxandi áherslu á að framleiða hágæða- vörur sem höfða til sérhæfðra kaupenda. Ólíkt er að við höfiim bolmagn til að keppa á ódýrari mörkuðum, því þar er samkeppn- in mjög hörð, einkum við þær þjóðir sem nú eru að iðnvæðast, auk þess sem sveiflur eru mun meiri á slíkum mörkuðum. Mikil- vægt er að þetta sé haft í huga við ákvörðun um aðgerðir 1 fyrir- tækjum. Leiðir Þrátt fyrir að staðan sé erfíð geta fyrirtækin ráðist í ýmsar að- gerðir til að bæta stöðuna. í grófum dráttum má segja að um fímm leið- ir sé að ræða: 1. Almennur samdráttur í starfseminni. Slíkt hefur í för með sér uppsagnir, óhagkvæmni í stærð á framleiðslulotum, auk þess sem það er almenn reynsla manna að fastur kostnaður lækkar ekki hlut- fallslega við slíkar aðgerðir. Ýmsir ókostir fylgja því þessari leið, sem unnt væri að forðast með auknu samstarfí við samrana. 2. Niðurskurður á kostnaði. Hér er átt við sparnað á öllum svið- um rekstrarins. Þessi leið miðar fyrst og fremst að því að spara innan fyrirtækisins en ekki eins og leið 1, að samdrætti í framleiðsl- unni. Kostir þessarar leiðar em fjöl- margir, en hún á að sjálfsögðu ein- ungis við þar sem menn sjá fram á litlar breytingar á markaði eða jafnvel aukna eftirspurn. 3. Samstarf fyrirtælq'a. Ljóst er að stórefla má samstarf fyrirtækja og er auðvelt að sjá að slíkt sam- starf gæti leitt til aukinnar hag- kvæmni við þróun, innkaup, dreif- ingu, markaðsstarfsemi og fjöl- marga aðra þætti í rekstrinum. 4. Samruni. Oft heyrist sagt að samstarf íslenskra fyrirtækja sé erfitt þar sem fyrirtækin era flest fremur smá og eignarhaldið á fárra höndum. Ef til vill er því skynsam- legra að horfa til hugsanlegs sam- rana fyrirtækja getur leitt til auk- innar hagkvæmni á flestum sviðum rekstrarins svo sem við þróun, framleiðslu, dreifingu, markaðs- starf, birgðahald, Stjómun o.s.frv. Sammni fyrirtækja er án efa sú leið sem fyrr eða síðar verður farin í mörgum fyrirtækjum og er nú þegar hafín í ríkum mæli. 5. Hlutaijáraukning núverandi og nýrra eigenda. Ljóst er að hvaða leið sem farin verður í hveiju einstöku tilviki skortir til- finnanlega fé 'inn í flest íslensk fyrirtæki. Það er því erfitt að sjá að ofangreindar aðgerðir einar og sér geti nægt til þess að skapa fyrirtækjunum þann rekstrar- grundvöll sem nauðsynlegur er ef þau eiga að lifa af og ná að „Bankarnir og sjóðirnir verða, sinna eigin hags- muna vegna, að koma í mjög vaxandi mæli inn í beina þátttöku í at- vinnurekstrinum þó tímabundið sé. Sam- kvæmt núgildandi lög- um er slíkt ekki heim- ilt, en það segir ekkert um hvort það sé skyn- samlegt eða ekki. Sé það skynsamlegt, eins og ég tel, á að sjálf- sögðu að breyta lögun- um en ekki sitja og horfa á erfiðleikana hrúgast upp.“ eflast að nýju. Ekki verður hjá því komist að bæta eiginflárstöðu fyrirtækjanna verulega. Hér koma fáar aðrar leiðir til greina en hlutaijárauknmg. Víðast er staða eigenda hins vegar slík að þeir munu vart geta staðið undir nauðsynlegri hlutaQáraukningu. Er því ljóst að nýir eigendur verða að koma til ef aðgerðir eiga að takast. Hér koma til greina innlendir og erlendir aðil- ar. Engin ein leið er betri en önnur. Hvaða leið er valin á að ráðast af stefnumótun hvers fyrirtækis. Við stefnumótunina kemur t.d. fram hver fjárþörfin er og hvort núver- andi eigendur ráða við að brúa bil- ið, hvort ákveðin tækifæri í rekstr- inum séu þess eðlis að auðvelt sé að fá nýja utanaðkomandi hluthafa inn í reksturinn, hvort sameining sé hentug vegna sparnaðar við vömþróun, markaðssókn og stjórn- un eða hvort samstarf sé nægilegt Hamrahlíðarkórinn syngur á stærstu kórtónlistarhátíð Svía Þjóðleg dagskrá á þjóðhátíðardaginn Hamrahlíðarkórinn heldur í dag utan til Svíþjóðar að syngja á „Lands og Skinnskattebergs körstamma"; kórhátíð dag- blaðsins Lands og bæjarins Skinnskattebergs. Þetta er fjöl- mennasta sumartónlistarhátíð, sem haldin er í Svíþjóð og hefúr gert smábæinn Skinnskatteberg þekktan í tónlistarheiminum. Einum kór frá hveiju Norður- landanna er boðið sérstaklega á hátiðina í ár og er Hamra- hlíðarkórinn, undir stjórn Þor- gerðar Ingólfsdóttur, þar á meðal. Einnig syngja hátt á annað hundrað sænskir kórar og sönghópar á hátíðinni, sem um 20.000 manns taka þátt í. Hún er nú haldin i áttunda sinn. „Við fengum boð um að koma á þessa hátíð síðastliðið haust,“ sagði Þorgerður Ingólfsdóttir, stjómandi Hamrahlíðarkórsins, í samtali við Morgunbiaðið. „Það kann að byggjast á því að þema hátíðarinnar í ár er kórtónlist Norðurlanda. Svíarnir bjóða einum kór frá hveiju Norðurlandanna, sem þeir telja þá að standi framar- lega, til þess að koma og kynna kórtónlist síns lands. Það em boðnir með okkur kórar, sem við getum varla borið okkur saman við; atvinnumannakórar eins og Útvarpskórinn í Stokkhólmi, Grex Vocalis frá Noregi og Jubilate- kórinn frá Helsinki.“ Þorgerður sagði að á hátíðinni bæri kórunum bæði að kynna og keniia öðram eigin tónlist. Þannig væri fyöldi námskeiða í gangi fyrir kórfólkið alla þrjá dagana sem hátíðin stendur. Framkvæmda- stjóri hennar hefði komið til Is- lands síðastliðinn vetur og hlustað á ýmis sýnishom af íslenzkri kór- tónlist hjá Hamrahlíðarkórnum. Nefnd á vegum hátíðarinnar hefði svo fjallað um það, hvað ætti að kenna á íslenzka námskeiðinu, og valið fímm verk, allt frá tvísöng til nútímakórtónsmíða. „Það verður stanzlaus kennsla í tvo daga undir minni stjóm, og kórinn verður til aðstoðar með því að vera á staðnum og syngja íslenzku verkin með kórfólkinu, sem hefur valið þetta námskeið. Það hefur þegar fengið nóturnar sendar og æft sig á verkunum. Og þau eiga að syngja verkin á íslenzku!" sagði Þorgerður. Hún sagðist myndu kenna fimm mis- munandi hópum, sem samtals teldu um 250 manns. „Við verðum með tvenna tón- leika á' 17. júní, og það verður sérstök áherzla lögð á íslenzku kynninguna á þjóðhátíðardegin- um. Við verðum með aðaltónleik- ana á laugardagskvöldinu, og von- umst til að geta lyft íslenzka fán- anum hátt,“ sagði Þorgerður. Hún sagði að kórinn syngi í þjóðbúning- um á sautjándanum, eins og reyndar oft annars. „Það er í sam- ræmi við að við höfum alltaf litið á það sem hlutverk okkar að kynna íslenzka tónlist - eins og forsetinn okkar segir; að láta rödd íslands heyrast.“ Á tónleikunum, sem em haldnir undir yfirskriftinni ís og eldur, verða flutt íslenzk verk frá ýmsum tímum. „Svíum til heiðurs flytjum við eitt sænskt verk, sem var sam- ið fyrir Hamrahlíðarkórinn fyrir allmörgum árum. Við flytjum líka verk sem voru frumflutt í vetur, þar á meðal verk eftir Atla Heimi Sveinsson, hluta af ballett Atla, Tímanum og vatninu, sem enn hefur ekki verið fluttur í heild. Eins erum við með önnur ný verk, sem ekki hafa heyrzt hér, en við framfluttum í Finnlandi fyrir skömmu. Þar má nefna íslenzk þjóðlög í raddsetningu Hafliða Hallgrímssonar og svo flytjum við stór verk eftir bæði Jón Nordal og Þorkel Sigurbjömsson," sagði Þorgerður. Hún sagðist vonast til að þessi verk myndu fljótlega heyrast hér heima, enda væri kórinn alltaf syngjandi, en sumarkomutónleik- ar, sem hann hefði ætlað að halda, hefðu fallið niður vegna verkfalls kennara. Þar sem kórinn væri tengdur skólastarfi hefði hann ekki fengið að halda tónleikana. Fjömtíu og einn kórfélagi fer til Svíþjóðar í þessa sautjándu ut- anferð Hamrahlíðarkórsins. „Það hafa verið stífar æfingar hjá okkur að undanförnu á hveiju einasta kvöldi. Áætlanir okkar um æfingar og tónleikahald röskuðust töluvert vegna þeirra tafa sem urðu á skólastarfi vegna verkfallsins,“ sagði Þorgerður. Hún sagði að um þriðjungur kórsins væra nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð, og einnig væri í kómum mikið af háskólafólki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.