Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDÁGUR '161 JÚNÍ 1989 Sorpurðun í Leirdal; Meirihluti bæjar- stjórnar felldi tillögu um sættir BÆJARFULLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins í bæjarsljórn Kópavogs hafa í tvígang flutt tillögu í bæjarráði og bæjarstjórn um að leitað verði til borgarstjómar Reykjavíkur um að Kópavogsbær fái aðgang að sorp- haugunum í Gufunesi þar til Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðisins b.s. taka til starfa, en meirihlutinn í bæjarráði og bæjarstjórn felldu tillög- una í bæði skiptin. Þá hefur verið lögð fram formleg fyrirspum um hvort Kópavogur muni greiða framlag sitt til byggðasamlagsins um sorpeyðingu, en að sögn Richards Björgvinssonar fulltrúa Sjálfstæðis- manna, hefur bæjarstjóri og meirihluti bæjarstjómar neita að svara fyrirspuminni. Richard segir það hart að ekki sé kannað hvort hægt er að ná sam- komulagi við Reykjavíkurborg um sorplosun, sérstaklega með tilliti til þess að „fómarkostnaður“, sem greiða þarf fyrir losun í Leirdal, það er rekstrarkostnaður að frádregnum kostnaði við gáma og urðun í Gufu- nesi, sé um 21,4 milljónir króna á ári fyrir Kópavogsbæ. Til þessa hef- ur bæjarfélagið greitt um 7 milljónir fyrir losun sorps í Gufunesi að við- bættum rúmum 2 milljónum fyrir gámaþjónustu. í greinargerð með tillög Sjálfstæð- ismanna, sem felld var í bæjarráði segir meðal annars, að það gæti ekki skaðað neinn að leita eftir því við Reykjavíkurborg að samningur um losun á sorpi yrði óbreyttur þar til sameiginleg sorpeyðing sveitarfé- laganna á svæðinu tekur til starfa, það ætti að minnsta kosti að vera tilraunarinnar virði. „Þó hægt sé að hugsa sér urðun sorps í Leirdal til skamms tíma sem algjöra neyðar- ráðstöfun ef leyfi fæst til þess hjá viðkomandi yfirvöldum, þá er í hæsta máta óheppilegt að opna nú nýja sorphauga á þessu svæði af mörgum ástæðum. í Leirdal er fyrirhuguð byggð innan ekki langs tíma og þetta svæði er einnig í of mikilli nálægð annarrar byggðar. Ljóst er að af- vötnun grunnvatns úr Leirdal fer mjög nálægt byggð bæði í Kópavogs- læk og til Garðabæjar. Einnig er óheppilegt að þurfa að koma upp böggunarstöð fyrir sorp í Kópavogs- dal fast við byggð eins og nú er rætt um. Ennfremur er augljóst að kostnaður Kópavogs af þessu verður mikill og varla réttlætanlegur til svo skamms tíma sem um er að ræða og á sama tíma þarf bæjarsjóður að leggja töluverða fjármuni í stofn- kostnað til Sorpeyðingar höfuðborg- arsvæðisins b.s., sem hann hefur skuldbundið sig til með aðild sinni að byggðasamlaginu." Fulltrúar meirihlutans Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags og Fram- sóknarflokks feldu samsvarandi til- lögu sem borin var upp í bæjarstjórn og lögðu fram eftirfarandi bókun: „Af hálfu bæjarstjórnar Kópavogs hefur það ætíð legið ljóst fyrir að urðun sorps frá Kopavogsbæ í Gufu- nesi væri vænlegasti kostur fyrir Kópavogsbæ. Það var hinsvegar borgarstjórinn í Reykjavík, sem ák- vað að samningurinn yrði ekki end- urnýjaður. Sú neitun bauð ekki upp á nýjan samning og teljum við því að það sé skylda bæjarstjórnar að leysa þann vanda, sem borgarstjór- inn í Reykjavík hefur skapað og greiðum atkvæði gegn tillögu Sjálf- stæðismanna." Bæjarstjóri og meirihluti bæjar- stjórnar hafa enn fremur neitað að svara formlegri fyrirspurn um hvort Kópavogsbær muni greiða framlag sitt til byggðasamlags um Sorpeyð- ingpi en samkvæmt upplýsingum full- trúa Sjálfstæðismanna hefur borist krafa um 5,4 milljon króna greiðslu til samlagsins. A íjárhagsáætlun bæjarins er hins vegar gert ráð fyrir rúmlega 1,3 milljónum. Matthías Johannessen og Pétur Jónasson flytja dagskrá sem bygg- ist á samspili ljóðs og gítars, föstudaginn 16. júní í Listasafni Sigurjóns Olafssonar. Matthías og Pétur í Listasafiii Signijóns Ljóðaklúbbur Almenna bóka- félagsins efnir til bókmennta- og tónlistardagskrár í Lista- safiii Sigurjóns Ólafssonar föstudaginn 16. júní nk. klukk- an 10 um kvöldið. Þar munu þeir Matthías Johannessen skáld og Pétur Jónasson gítar- leikari flytja dagskrá sem byggist á samspili Ijóðs og gítars. Meðal efnis er frumflutt verk eftir Atla Heimi: Veglaust haf, níu hugleiðingar um samnefnt ljóð eftir Matthías, auk þess sem leikn- ir verða þættir úr verkinu Til- brigði við jómfrú eftir Kjartan Ólafsson. Matthías Johannessen er ný- kominn frá Björgvin þar sem hann flutti ljóð sín á alþjóðlegu listahát- íðinni þar í borg. Hann er eitt af ágætustu skáldum okkar íslend- inga og hefur sent frá sér á ann- an tug ljóðabóka sem allar hafa notið verðskuldaðrar athygli. Pétur Jónasson er meðal bestu hljóðfæraleikara okkar. Hann kemur reglulega fram sem ein- leikari, kennir á námskeiðum og leikur í útvarp og sjónvarp, heima og erlendis. Það má því fullyrða að samleikur þeirra Matthíasar og Péturs verður athyglisverður og spennandi listviðburður. Dag- skráin verður hljóðrituð. (Fréttatilkynning frá Almenna bókafélaginu) Getum staðið við allt sem við auglýsum - segir Gunnar Bæringsson, framkvæmdastj óri Kreditkorta hf. „Við getum staðið við allt sem staðreynd að viðtökustaðir okkar við auglýsum, ef því er að skipta, eru fleiri, og það er það, sem bæði hvað varðar fjölda viðtöku- máli skiptir fyrir korthafann. Fyr- staða og annað,“ sagði Gunnar Bæringsson, framkvæmdastjóri Kreditkorta hf. í samtali við Morg- unblaðið um kæru Visa Islands á hendur fyrirtækinu vegna auglýs- inga þess í (jölmiðlum. „Það er Hans Morgunblaðið/Þorkell Christiansen á vinnustofunni með eitt verka sinna Hans Christiansen sýn- ir í Vestmannaeyj um HANS Christiansen, listmálari, opnar sýningu í Vestmannaeyjum á föstudaginn. Þar verða vatnslita- og pastelmyndir, unnar á tveimur siðustu árum. Spjallað var stutt- lega við Hans vegna sýningarinn- ar. „Ég mála myndir af fólki og hús- um, sjávarmyndir og náttúru- stemmningar. Náttúran hefur alltaf verið eftirlætis viðfangsefni mitt,“ segir Hans. Aðspurður segir hann að sýningin nú sé hin 19. í röðinni hjá sér, en hin fyrsta í Vestmannaeyj- um. Allar sýningarnar hafi verið hérlendis, enda sé hann íslenskur í húð og hár þrátt fyrir nafnið. Þegar Hans er spurður hvort hann lifi af list sinni hlær hann við og segist að minnsta kosti reyna. Sýning Hans Christiansen verður opnuð í Akogeshúsinu í Vestmanna- eyjum klukkan 17 á föstudaginn. Þann dag verður opið til 22 og um helgina frá klukkan 14 til 22. Eftir helgi verða myndirnar til sýnis frá klukkan 16 til 20, en sýningunni lýk- ur miðvikudaginn 22. júní. Allar myndirnar eru til sölu. ír korthafann skiptir það ekki máli hversu margir hafa kortið, heldur hvar hann getur notað það.“ Gunnar sagði að tölur Kreditkorta um móttökustaði væru fengnar úr ársskýrslu Mastercard. „Samkvæmt ársskýrslunni var Eurocard tekið á 7.151.000 stöðum um síðastliðin ára- mót en hjá Visa er kortið tekið á 6.600.000 stöðum, sem er tala tekin beint upp úr sjálfri kæru Visa. Því verður ekki á móti mælt. Það er lát- ið liggja að því í kærunni að tölurn- ar, sem við gefum upp í auglýsingum, séu ekki réttar vegna þess að þær komi ekki frá hlutlausum aðilum. Hins vegar birta bæði fyrirtækin töl- ur frá höfuðstöðvum sínum á sama hátt. Visa hefur látið að því liggja að Eurocard sé að búá til tölur um viðtökustaði greiðslukorta í Banda- ríkjunum," sagði Gunnar. „í árs- skýrslu Mastercard kemur fram að í árslok 1988 hafi til að viðtökustaðirn- ir séu 2.747.000. Það er þess vegna ekki rétt, að við séum að búa til töl- urnar og það hefur aldrei staðið til.“ Gunnar sagði að það væri ekkert, sem segði að ekki mætti nota sögnina að vísa í auglýsingum. þótt keppina- utinum kynni að sárna það. „Það eru margar auglýsingar, til dæmis gos- drykkjaauglýsingar, þar sem er vegið beint að keppinautunum. Við höfum hins vegar aldrei dregið Visa inn í okkar auglýsingar, öðru vísi en með þessu sagnorði," Gunnar segir að í kæru Visa sé taljð upp að Visa-bankar séu fleiri en bankar sem séu í skiptum við Eurocard, Visa bjóði upp á hrað- bankaþjónustu og ýmislegt fleira. „Þetta eru hlutir, sem við vissum allt- af um. Við hróflum ekkert við þessum staðreyndum. Við höfum sagt - og stöndum við það - að við erum með fleiri afgreiðslustaði,“ sagði Gunnar. Ein útvarpsauglýsing Kreditkorta fékk þá umsögn hjá siðanefnd SÍA að hún væri brot á siðareglum sam- bandsins. Þetta var auglýsing þar sem sagt var að sumt fólk væri áreið- anlegra en annað, það stæði alltaf í skilum og væri á allan hátt traust í viðskiptum. Þetta fólk þekktist á kortinu, sem það bæri, Eurocard. Siðanefndin taldi að gefið væri í skyn, að fólk sem ekki hefði þetta kort, væri markað gagnstæðum eiginleik- um. „Þetta var eina auglýsing af fimmtán, sem siðanefndin vildi ekki láta birta aftur,“ sagði Gunnar. „í sjálfu sér er það klárt að sumt fólk er áreiðanlegra en annað, og við stöndum við það að Eurocard ber vitni áreiðanleik þess, sem ber það. Um orðalagið á útvarpsauglýsingunni skal ég ekki fullyrða." Gunnar sagði að viðskiptavinir væru valdir eftir gaumgæfilega athugun á fjármála- ferli þeirra, og þeir sem ekki væru áreiðanlegir misstu kortið fljótt. Hann sagði að moldviðrið, sem búið væri að þyrla upp í kring um auglýsingar Kreditkorta, væri búið að gera fyrirtækinu meira gott en slæmt og hefði vakið meiri athygii á auglýsingunum en ella. „Það sem við höfum verið að benda á í okkar aug- lýsingum er að fólk getur átt á hættu að kortið þess sé ekki tekið, hvort sem það er Eurocard eða Visa eða eitthvað annað. Það er sama hvað hver segir, það getur komið fyrir að fólk getur ekki notað kortið sitt, þannig að það er vissara að eiga tvö kort.“ Gunnar sagði að sér þætti hæpið hjá Visa að gagnrýna fullyrðingar í auglýsingum Kreditkorta. „Sú full- yrðing þeirra að Visa sé allt sem þarf er fullyrðing sem ekki stenzt. Það hlýtur að þurfa eitthvað annað í lífinu en Visa. Ég gæti hvorki treyst mér til að lifa á Visa eða Eurocard einu saman.“ _____________________27 Hátíðar- samkoma í Hraftiseyri Hrafiiseyrarnefiid gengst fyrir hátíðarsamkomu á Hrafuseyri, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, 17. júní eins og mörg undanfarin ár. Hefst samkoman klukkan 2 með guðsþjónustu í minning- arkapellu Jóns Sigurðssonar og predikar séra Baldur Vilhelmsson prófastur, en séra Gunnar Hauks- son þjónar fyrir altari. Guðbjörg Leifsdóttir leikur á orgel og kór Þingeyrarkirkju syngur. Hátíðarræðu flytur Ingvar Gíslason fyrrverandi ráðherra. Jafnframt mun Margrét Bóas- dóttir syngja einsöng við undirleik Sigríðar Ragnarsdóttur. Auk þess munu hjónin Sigríður og Jónas Tómasson leika saman á flautu og orgel. Þj óðmálakönnun Félagsvísinda- stoftiunar: Mest andstaða við stjórnina á Reykjanesi STUÐNINGUR við ríkisstjórn- ina er meiri úti á landsbyggð- inni en á höfuðborgarsvæðinu. Mest andstaða er við ríkis- stjórnina á Reykjanesi, sam- kvæmt þjóðmálakönnun Fé- lagsvísindastofhunar sem gerð var fyrir Morgunblaðið í byijun júní. I könnuninni var spurt hvort svarendur væru frekar stuðnings- menn eða andstæðingar ríkis- stjórnarinnar. 20% Reykvíkinga og Reyknesinga sögðust vera stuðningsmenn stjómarinnar, en 30% svarenda úr öðrum lands- hlutum. 56% Reykvíkinga sögðust vera andstæðingar stjórnarinnar, 66% Reyknesinga og 45% lands- byggðarbúa. 24% Reykvíkinga var óviss í sinni afstöðu, 14% Reyknes- inga en 25% úr öðrum landshlut- um. í heild voru 26% karla í hópi svarenda stuðningsmenn stjórnar- innar en 22% kvenna. 56% karla voru andstæðingar stjómarinnar en 52% kvenna. 18% karla voru óvissir en 26% kvenna. Athugasemd vegna skrifa Sverris Her- mannssonar HÉR fer á eftir athugasemd fréttaritara Morgunblaðsins á Kirlqubæjarklaustri, Hönnu Hjartardóttur: í opnu bréfi til skólastjóra Kirkjubæjarskóla í Morgunblaðinu 13. júní gerir Sverrir Hermanns- son að umtalsefni að hans hafi ekki verið getið i ræðu skólastjóra á útskriftardegi fiskeldisfræðinga. Hið rétta er að hans var getið þar, eins og nokkurra annarra mætra manna, en fréttaritari birti ekki ræðuna í heild, heldur tók nokkra punkta og er því við hann að sakast, að Sverris var ekki getið í fréttinni. Til að leiðrétta þennan misskiln- ing verður ræðan í heild send Sverri Hermannssyni.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.