Morgunblaðið - 15.06.1989, Page 26

Morgunblaðið - 15.06.1989, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1989 Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ á þingi Alþj óðavinnumálastofiiunarinnar: Rangfærslur ríkis- stjórnar í tengsl- um við kæru ASI ÁSMUNDUR Stefánsson, forseti Alþýðusambands Islands, sagði í ræðu sinni á 76. þingi Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar (ILO) í Genf á mánudag, að niðurstaða sljórnarnefndar samtakanna í kærumáli ASI vegna bráðabirgða- laganna hefði greinilega markast af rangfærslum ríkisstjórnarinnar um svokallað samráð við samtök launafólks. Sagði hann ekki ólík- legt að frekar hefði verið lagður trúnaður á rangfærslur hennar „fyrir þá sök að sá stjórnmála- flokkur sem harðast hafði gagn- rýnt lagasetninguna þegar hún gekk yfir var orðinn þátttakandi í ríkisstjórn þegar ríkissfjómin gaf svar sitt. Stjórnamefndin komst að þeirri niðurstöðu að þjóðamauðsyn hafi borið til lagasetningarinnar, þó hún taki undir það sjónarmið Alþýðusam- bandsins að ítrekaðar lagasetningar í þessu skyni grafi undan trú launa- fólks á gildi aðildar að verkalýðs- félögum. Sérfræðinganefnd er nú með kærumálið til athugunar og lýsti Ásmundur yfir þeirri von sinni að hún sannreyndi að ríkisstjómin hefði farið með rangt mál. Það sé mjög brýnt að Alþjóðavinnumálastofnunin standi traustan vörð um samtakafrel- sið og geri með skýrum hætti tilkall til þess að ríkisstjórnir hvar sem er gangi hvorki á rétt einstaklinga eða samtaka þeirra. Forseti Alþýðusambandsins gerði ennfremur að umtalsefni þá sterku markaðshyggju sem einkennir mörg iðnvædd ríki, misskiptingu tekna þar og sterka tilhneigingu til niðurskurð- ar á félag;slegri þjónustu. Til að veija hagsmuni launafólks væri öflug verkalýðshreyfing nauðsynleg, en dregið hefði úr styrk hennar í fjöl- mörgum iðnríkjum, þar sem væri haldið uppi sterkum áróðri gegn henni. Suðureyri: Stórframkvæmdir hjá Hitaveitunni Suðureyn. Stórframkvæmdir eru að hefjast hjá Hitaveitu Suðureyrar og felast þær aðallega í tvöföldun dreifikerfisins þannig að hitunarkerfið verð- ur lokuð hringrás og aðgreinist því jarðhitavatnið frá kerfisvatninu. Reist verður kyndistöð í þorpinu og fer vatnið gegnum varmaskipta i stöðina. í kyndistöðinni verða dælur, rafskauta- og svartolíuketill til vara sem gerir það kleift að stjóma hitastigi eftir því sem heppi- legast þykir. Ríkissjóður hefur ábyrgst 60 milljóna króna lán til fram- kvæmdanna og var undirritað samkomulag Ríkissjóðs og hrepps- nefndar Suðureyrarhrepps um niðurfellingu skulda að upphæð 26 milljónir króna miðað við verðlag í dag. Einnig verður allur sölu- skattur felldur niður af stofiikostnaði. Ragnar Jörundsson sveitarstjóri segir, að byijað verði að reisa kyndi- stöðina í þorpinu. Þetta yrði falleg bygging og hún teiknuð þannig að hún falli inn í umhverfið . Bygging- in verður boðin út og hingað verða fengnir -menn til kjamaborunar í húsin. Reynt verður áð vinna þessar framkvæmdir eins mikið af heima- mönnum og hægt er. Nýja hitaveitulögnin, sem lögð verður fer að mestu í lóðir íbúanna. Ekki er vitað með vissu um ástand gömlu lagnanna en það kemur í ljós þegar þar að kemur. Reynt verður að forðast uppgröft á götum og gangstéttum og gefst íbúum kostur á að grafa sínar heimæðar sjálfir gegn ákveðnu gjaldi og sú tala verð- ur dregin frá áætlunartölunni sem er miðað við 50 þúsund á húseig- enda. Jafnframt þessu verður kalda- vatnsveitan tekin og endurbætt. Kalda vatnið verður hitað upp sem neysluvatn, hitað úr 4° uppí 65— 70° eftir því sem fólk vill. Kalda vatnið hefur verið til vandræða undanfarin ár og sum hús hafa verið algerlega kaldavatnslaus fram að þessu. Þetta ástand skapast að- allega í miklum leysingum, en ætl- unin er að leysa vandann með því að byggja lítið neðanjarðarskýli við aðalkaldavatnstankinn sem fyrir er. Þessar framkvæmdir kosta hugsan- lega á bilinu frá 500—700 þúsund kr. Þó nokkuð hefur verið rætt um möguleika á uppsetningu sundlaug- ar hér í þorpinu en hreppsnefnd á eftir að koma sér saman um þær framkvæmdir. Rætt er um sund- laugar sem framleiddar eru á Ítalíu. Þær eru settar saman úr málmein- ingum með áföstum dúk og eru því mjög hentugar í uppsetningu. Fram hafa komið tvær tillögur um sund- laug, önnur er 16,33 metrar og kostar um 5,5 milljónir króna, en hin sem er lögleg keppnislaug 24 metrar kostar um 8 milljónir. “ Það er mín skoðun að hitaveit- an eigi eftir að verða lyftistöng í þessu svartnætti sem hefur verið í kringum okkur varðandi stöðu at- vinnufyrirtækja á staðnum. Burtséð frá öllum hrakspám þá er mín von sú að þessi staður eigi eftir að lifa um ókomna framtíð og ég lít björt- um augum fram til þess tíma,“ sagði Ragnar Jörundsson sveitar- stjóri að lokum. - R. Schmidt. Morgainblaöið/Úlfar Ágústsson Tveir hópar flugu sama daginn með flugfélaginu Erni til Ólafsfiarðar. Sá fyrri undir stjórn Jóhanns T. Bjarnasonar framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, og sá seinni, sem hér sést að stærstum hluta í miðjum Ólafsfjarðarmúlanum ásamt Ellerti Skúlasyni verktaka og Birni Harðar- syni, staðarverkfræðingi vegargerðarinnar. Það var Björgvin Bjamason formaður FV sem hafði forystu fyrir þeim hópi. Tvennt var þama athyglisvert að sjá, holu eftir steinmnninn tijástofii sem jarðgangnamenn höfðu náð úr berginu þama á 800 metra dýpi, og mjór rauður bjarmi á bergstál- inu við enda gangnanna, en hann kemur frá leysigeisla lampa sem staðsettur er utarlega í göngun- um og vísar þráðbeina 3.130 metra leið undir fjallið. Jarðgangagerð: Yerður neysluvatn stóri vinningurinn? ísafirði. Sveitarsljórnarmenn af norð- anverðum VestQörðum Qöl- menntu að skoða jarðgöngin um ÓlafsQarðarmúla um síðustu helgi. Það var sljóm Fjórðungs- sambands Vestfirðinga sem stóð að ferðinni í tilefiii þess að nú hefúr jarðgangagerðin um Breiðadals- og Botnsheiði verið tekin inn á vegalög. Búið var að grafa rétt um helm- ingganganna, eða um 1.550 metra, þegar Vestfirðingarnir skoðuðu göngin. Góður undirbúningur varð með öðru til þess að vel hefur tek- ist að leggja göngin í góðu bergi svo lítið hefur þurft að fóðra jafn óðum. Mikið vatn rennur þó um göngin og er vatnsmagnið nú um 60 sekúndulítrar. Að sögn bæjar- stjórans á Ólafsfirði er unnið að undirbúningi samninga um nýtingu vatnsins sem neysluvatns fyrir Ólafsfirðinga. Það er Verktakafyr- irtækið Krafttak, sem er í eigu Norðmanna og Ellerts Skúlasonar verktaka úr Keflavík sem sér um jarðgangnagerðina. Að sögn Ell- erts Skúlasonar hefur verkið geng- ið vel og eru þeir nú komnir nokk- uð á undan áætlun. telur hann að í apríl á næsta ári verði sprengi- flokkurinn búinn að ljúka sínu verki og ekkert til fyrirstöðu af þeirra hálfu að byija að grafa fyrir vestan. Hann gat þess þó að undirbún- Eiríkur Finnur Greipsson á Flateyri bergir á bergvatninu 800 metram undir fjallsbrúnum Ólafsfjarðarmúla. ingur að jarðgöngum undir Hval- flörð væri kominn á nokkum skrið, og þar sem um mjög arðbæra fjár- festingu væri þar að ræða væri ekki ólíklegt að það yrði unnið jafn- hliða Vestfjarðagöngunum. Mikil bjartsýni var meðal vest- firsku sveitarstjómarmannanna um byggingu jarðganga vestra, en þeir telja flestir að það sé algjör forsenda áframhaldandi byggðar víðast þar. Þeir telja mjög mikil- vægt að framkvæmdum verði flýtt, en samkvæmt vegaáætlun á ekki að hefla framkvæmdir fyrr en 1992 og áætlað að þær taki um fimm ár. Neysluvatfísmál á ísafirði eru í miklum ólestri vegna mengunar og má því ætla að fáist umtalsvert vatnsmagn úr göngunum, sem opn- ast skammt frá uppistöðulóni vatnsveitu ísafjarðar í Tungudal muni geta haft umtalsverð áhrif á að málum yrði hraðað. Kostnaður víð gerð ganganna um Ólafsfjarð- armúla er um 640 milljónir á verð- .lagi í apríl á þessu ári, en sam- kvæmt því má ætla að jarðgöng undir Breiðadals- og Botnsheiði kosti um 1.500 milljónir, eða jafn- virði 2—3 skuttogara eins og einn sveitarstjómarmaðurinn orðaði það. Með þessum jarðgöngum yrðu tryggðar heilsárssamgöngur á norðanverðum Vestfjörðum, en þar búa nú um 7.000 manns. - Úlfar ísafjörður: Nýtt 140 lesta togskip sjósett SKIPASMÍÐASTÖÐ Marsel- Iíusar hf á ísafirði sjósetti nýtt togveiðiskip laugardaginn 3. júní síðastliðinn, daginn fyrir sjómannadaginn. Skipið er 140 brúttólestir og er smíðað fyrir Njörð hf í Sandgerði. Samningar um smíðina voru undirritaðir í janúar 1988 og hófst smíðin í júni það ár. Að sögn Sævars Birgissonar fram- kvæmdastjóra skipasmíðastöðvar- innar, verður skipið fullsmíðað í byijun ágúst næstkomandi. Samningsverðið nýsmíðinnar var 96 milljónir króna, en Sævar bjóst við að uppreiknað með öllum áföllnum verðhækkunum muni skipið kosta um 120 millj þegar smíðinni er lokið. Skipið er 25,99 metra langt og hefur 1.000 hestafla Cateipillar vél. Þetta skip er 56. nýsmíði skip- asmíðastöðvarinnar og 16. stál- skipið. Hönnun og teikningar voru unnar af Skipasmíðastöð Marsel- líusar í samvinnu við Skipahönnun hf. Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Nýtt togveiðiskip sjósett hjá Skipasmíðastöð Marsellíusar á ísafirði, kvöldið fyrir sjómanna- daginn á háflóðinu. Stýrishúsið er ekki komið á, þar sem ekki er nægilega hátt til lofts innan- dyra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.