Morgunblaðið - 15.06.1989, Síða 51

Morgunblaðið - 15.06.1989, Síða 51
 Minning: Van V. Height Sunnudaginn 30. apríl síðastlið- inn lést í Tampa, Flórída mágur okkar og góður vinur, Van V. Haight. Van dvaldist hér á vegum varnarliðsins fyrir 35 árum og kynntist þá verðandi eiginkonu Leiðrétting í minningargrein Péturs Péturs- sonar um Valdimar Jónsson stór- kaupmann hér í blaðinu í gær, brengluðust tvær málsgreinar. I fyrri málsgreininni er sagt frá börn- um Valdimars og konu hans. Sú málsgrein á að vera svohljóðandi: Valdimar og Dóra eignuðust fimm mannvænleg börn, sem hafa sannarlega erft hina miklu mann- kosti foreldra sinna. Þau eru: Sigríður, hjúkrunarfræðingur, gift Guðjóni Olafssyni, flugstjóra. Stein- unn María, skrifstofumaður, gift Ólafi R. Jónssyni, framkvæmda- stjóra. Sara Regína, kennari, gift Þórarni Magnússyni, bónda og kennara. Inga Aðalheiður, hjúkrun- arfræðingur, gift Ólafi Ö. Klemens- syni, hagfræðingi, og Guðjón Við- ar, viðskiptafræðingur, kvæntur Guðrúnu Sigurðardóttur, húsfreyju. Undir lok greinarinnar brenglað- ist önnur málsgrein. Á hún að hljóða svo: Við Valdimar byrjuðum að spila saman bridge fyrir meira en 40 árum. Sumir félaganna sem byrjuðu saman hafa horfið, en aðrir komið í þeirra stað. Oftast höfum við spil- að vikulega yfir vetrarmánuðina. Við, sem síðast höfum spilað sam- an, höfum gert það í nær 20 ár. Vð söknum sárt góðs og skemmti- legs félaga, sem alltaf hafði hnyttin orð á vörum. sinni og lifsförunauti, Steinunni Óskarsdóttur. Steinunn, sem alltaf er kölluð Stella, er dóttir Óskars Sæmunds- sonar heitins frá Eystri-Garðsauka í Rangárvallasýslu Oddssonar, langafa Davíðs Oddssonar borgar- stjóra og fyrri konu Óskars, Önnu, systur Odds Ólafssonar læknis og fyri’verandi alþingismanns, en hún lést ung að árum. Um ættir og uppruna Vans vitum við lítið enda ræddi hann þau mál sjaldan, en mannkostir hans báru því skýrt vitni að stofninn hefur verið góður. Van og Stella eignuðust tvo syni, en þeir eru Davíð Oddur, sem starfar sem tölvufræðingur í Tampa, og Daníel Óli, sem er við nám í læknisfræði. Van var ein- staklega góður heimilisfaðir og hlýr heim að sækja. Er okkur sér- staklega minnisstætt hve hann var ljúfur gagnvart börnum okkar. Fyrst er dóttir okkar Guðrún ásamt ömmu sinni, Ásgerði, síðari konu Óskars heitins, dvöldu hjá ijölskyldunni þegar þau bjuggu í Virginíu og síðar er við ásamt þremur yngstu börnunum okkar dvöldum hjá þeim í Tampa. í þau skipti sem við heimsóttum þau áttum við ógleymanlegar gleðistundir. Van hafði yndi af sportveiði og útiveru og nutum við þess með honum. Þegar hann og fjölskyldan heimsótti ísland var hápunktur ferðarinnar að komast í laxveiði. Van vann ávallt hjá hernum og hið síðari ár kenndi hann þar mótun og skreytingu leirmuna, sem veitti honum mikla ánægju. Nemendur hans urðu ijölmargir og mátu þeir hann mikils enda maðurinn félagslyndur með af- brigðum og áhugasamur um starf sitt. Hann hafði ríka kímnigáfu og stafaði ávallt einstök hlýja frá honum. Að Ieiðarlokum átti Van við erfið veikindi að stríða en þá sem jafnan áður naut han ástríkis sinnar heilsteyptu og sterku eigin- konu. Við ijölskyldan vottum Stellu og sonum þeirra innilega samúð og munum við ávallt minn- ast Vans með hlýhug og virðingu. Svava og Guðmundur Steindór Sendibílar BREYTTUR AFGREIÐSLUTÍMI Á FIMMTUDÖGUM Ákveðið hefur verið að leggja niður síðdegisafgreiðslu bankans á fimmtudögum. Frá og með 15. júní næstkomandi verður afgreiðslu- tími bankans sá sami á fimmtudögum og aðra virka daga, frá klukkan 915 til 1600. Ástæður þess eru fyrst og fremst þær að viðskiptavinir hafa lítið nýtt sér síðdegisafgreiðsluna en kostnaður við hana er mikill. Við vonum að þessi hagræðing í rekstri bankans valdi viðskiptavinum ekki óþægindum og munum, hér eftir sem hingað til, kappkosta að veita víðtæka og persónulega þjónustu á öllum sviðum bankaviðskipta. Viðskiptavinum, sem ekki geta nýtt sér hefðbundinn opnunar- tíma bankans, er bent á Greiðsluþjónustu Verslunarbankans og Hraðbankana. V/€RSLUNflRBflNKINN -vituuci vtteð pén ! Bankastræti 5, sími 27200 Grensásvegi 13, sími 84466 Laugavegi 172, sími 20120 Þarabakka 3, sími 74600 Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, sími 687200 Þverholti 6, Mosfellsbæ, sími 666080 Vatnsnesvegi 14, Keflavík, sími 92-15600 cD I < Q Gallar — Gallar íþrótta- og sportgallar á alla fjölskylduna. Krumpgallar, glansgallar, bómullargallar, regngallar. Skór - Skór Skórí númerum frá 18 til 50. Mikið úrval afbarnaskóm. Skórí sumarlitum, skórmeð riflás, uppháir skór, hlaupaskór, sumarskór, unglingaskór, alls konar skór. SPORTVÓRUVERSLUNIN gPúJQHíJ LAUGAVEGI 49 - SÍMI 12024 KRINGLUNNI4-SÍMI 680835

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.