Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 25
 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1989 ■ ■ ■ ■ 1 .. . . ; ■ 1 ; :" T/a 1 fi' — 'J : ) ' til þess að vinna sig út úr vandan- um. Þeir sem til þeklqa vita að í öllum greinum íslensks atvinnulífs má bæði finna vel og illa rekin fyrir- tæki. Þá gera menn sér einnig ljóst að lítið gagn er í því að veija stórfé til fjárhagslegra endurskipulagn- ingar og markaðsaðgerða ef fram- leiðslan er rekin með bullandi tapi, jafnvel svo miklu að söluandvirðið nægir vart fyrir breytilegum kostn- aði. í slíkum tilvikum skilar aukin sala einungis auknu tapi. Með þessu er átt við, að áður en menn taka ákvörðun um meiriháttar fjárhagslega endur- skipulagningu fyrirtækja er mik- ilvægt að skoða hvaða leiðir eru færar til að auka framleiðnina við sjálfa verðmætasköpunina, þ.e. í framleiðslunni eða við þjón- ustusköpunina. Einnig þurfa menn að gera sér grein fyrir að það kann að vera skammgóður vermir að veija mikl- um fjármunum til að auka sölu á núverandi afurðum á núverandi mörkuðum. Afurðir sem eru á síðasta skeiði líftíma síns koma vart til með að standa undir þeirri arðsemi sem þörf er á. I framhaldi af þessu er rétt að árétta að mikilvægast er að styðja við bakið á þeim fyrirtækj- um sem eru vel rekin því þar er án efa að fínna mesta möguleika til að auka framleiðnina með aðgerðum á sviði tæknimála og sfjórnunar. Þá eru þessi fyrir- tæki líklegust til að ná árangri við nýsköpun og markaðssókn. Þessa dagana er fjárhagsleg end- urskipulagning fyrirtækja í brenni- depli. í því sambandi er mikið rætt um skuldbreytingar og minnkun á greiðslubyrði vegna þess erfiða ástands sem nú ríkir. Mikilvægt er að menn geri sér grein fyrir því að of miklar skuldbreytingar geta ver- ið jafn hættulegar og engar skuld- breytingar. Á meðan fjármagn er jafn dýrt og raun ber vitni leiða of miklar skuldbreytingar til þess að arðsemiskrafan verður að hækka til lengri tíma litið. Erfítt er að sjá að fyrir liggi auðveldar leiðir til að auka arðsemina án þess að leggja út í nokkurn kostnað, því framleiðn- iaukning sem er forsenda aukinnar arðsemi krefst alla jafna einhverra ijárfestinga. Það er því ljóst að verulega áhætta yrði tekin í mörg- ,um fyrirtækjum með því að fram- kvæma meiriháttar skuldbreytingar og ráðast í enn meiri fjárfestingu til að geta aukið arðsemina eins og nauðsynlegt væri. Með þessu er verið að segja, að eina leiðin út úr vanda fjöl- margra fyrirtælqa er að draga úr greiðslubyrði þeirra vegna fjármagnskostnaðar og afborg- ana lána. Slíkt verður einungs gert með tvennum hætti, annað hvort með gjaldþroti og endur- reisn eða með hlutafjáraukningu. Slík hlutaQáraukning getur kom- ið til með tvennum hætti, annars vegar að kröfhhafar breyti hluta af kröfum sinum í hlutafé og hins vegar með innkomu nýs hluta- §ár. Það á ekki að stýra þessari þróun með stjórnvaldsákvörðunum eða inngripum af hálfu opinberra aðila eins og nú á sér stað. Slíkt mun einungs auka erfiðleikana þegar til lengdar lætur. Það á að hvetja og styðja þau fyrirtæki sem hafa vilja, getu og markaðslega og tæknilega möguleika á að ráða við erfíðleik- ana. Hvers þarf að spyrja? Áður en einstök fyrirtæki taka ákvarðanir um framtíð sína er nauðsynlegt að menn svari eftir- töldum spurningum: — Hvers vegna á að halda áfram rekstri fyrirtækisins? — Hver er stefna fyrirtækisins? — Hvaða vörur verður að þróa fyrir hvaða markaði ef fyrirtækið á að lifa og vaxa? — Hvað kostar nauðsynleg vöru- þróun og markaðssókn? — Hvernig er ætlunin að tryggja samkeppnishæfni framleiðslunnar í framtíðinni? — Hvernig á að fjármagna nauð- synlegar aðgerðir? Lokaorð Af framansögðu má draga þá ályktun að mestu máli skiptir fyrir framtíð íslensks atvinnulífs að fyrir- tækin sjálf leitist við að aðlaga sig breyttum aðstæðum á markaði og að stjórnvöld leitist við að skapa atvinnulífinu eðlileg starfsskilyrði. Þá er mikilvægt að iyrirtækin njóti aukins aðgangs að áhættufjár- magni til nýsköpunar. Bankar og sjóðir hafa vissu- lega nokkra sérstöðu við þá end- urreisn íslensks atvinnulífs sem nú verður að hefjast. Þessir aðil- ar eiga geysilegra hagsmuna að gæta. Oftast eru þeir stærstu kröfuhafamir í þau fyrirtæki sem eiga við flárhagslega erfiðleika að stríða. Maður spyr sig oft að því hvort þessir aðilar leggi ekki of mikið upp úr efhahagsreikn- ingum fyrirtækja og gleymi að meta hið eiginlega andvirði þeirra sem felst jú í rekstrinum sjálfum og þar einna helst i hæfiii stjórnenda og starfsfólks til að nýta með þekkingu sinni þá möguleika sem tækni fyrirtækis- ins og markaðir bjóða upp á. Það vekur oft furðu manns að fylgjast með hvemig bankar og sjóðir virðast nær einungis leggja áherslu á skammtímahagsmuni sína; að trygg veð séu fyrir kröfum þeirra. Þessir aðilar hvetja jafnvel fyrirtæki til að fara í nauðungar- samninga við almenna kröfuhafa en gefa sjálfir ekkert eftir. Þegar upp verður staðið er hætta á að í hópi „almennra kröfuhafa“ verði flest fyrirtæki í landinu og þá er hætt við að hrikti verulega í stoðum banka- og sjóðakerfísins. Þegar þannig verður búið að tappa blóðinu af sjúklingnum er lítil von til þess að hann nái sér þó hann sé krafta- lega byggður. Hvers virði eru kröf- ur í verksmiðjuhúsi og vélar í fýrir- tækjum sem rekstrarlega eru farin á hausinn. Bankarnir og sjóðimir verða, sinna eigin hagsmuna vegna, að koma i mjög vaxandi mæli inn í beina þátttöku í atvinnurekstrin- um þó timabundið sé. Samkvæmt núgildandi lögum er slíkt ekki heimilt, en það segir ekkert um hvort það sé skynsamlegt eða ekki. Sé það skynsamlegt, eins og ég tel, á að sjálfsögðu að breyta lögunum en ekki sitja og horfa á erfiðleikana hrúgast upp. Bankar og sjóðir eiga í raun ekki um neitt annað að velja en mun virkari afskipti af atvinnu- rekstrinum ef þeir ætla að sjá peningana sína aftur. Hlutverk sljórnvalda í þessu verkefni á að vera að skapa starfsskilyrðin en viðhafa sem minnsta beina íhlutun. Sem dæmi má nefha breytingar á skattalög- um sem gera fjárfestingar í hlutabréfum og arðgreiðslur jafii réttháar öðrum sparnaði og það sem mikilvægast er, sparnað í sjálfum ríkisrekstrinum, því þar má spara mikið. Að lokum er rétt að minna á að til að árangur náist verða fyrirtæk- in sjálf að hafa forgang um málið og ákveða hvaða aðgerðir skuli ráð- ist í. Það er fyrst og fremst hlut- verk stjómenda fyrirtækjanna að útbúa raunsæjar stefnumótunar- áætlanir og skilgreina vel þær að- gerðir sem eru líklegar til að skila fyrirtækinu út úr vandanum. Ann- ars er hætt við að lausnin á vandan- um verði vandfundin. Höfundur er forstjóri Jðntækni- stofnunar tslands. Hamrahlíðarkórinn á æfingu fyrir Svíþjóðarferðina á miðvikudagskvöldið. Hamrahlíðarkórinn hefur ný- Hufvudstadsbladet fékk kórinn þá lega lokið við upptöku sjónvarps- umsögn að hann hefði sungið af þáttar fyrir sjónvarpsstöðvar á lífi og sál og sýnt „geislandi ná- Norðurlöndum, sem tekinn var upp . kvæmni, óaðfinnanlegan tærleika í Listasafni íslands. Þá kom kórinn og þróttmikið tónsvið,“ eins og fyrir skömmu úr tónleikaferð til gagnrýnandinn Lena von Bons- Finnlands, þar sem hann fékk dorff orðar það. Hún bætir því við minn:... gnfla. dáma. .1 stArhlaðinii... að ..fallegir bióðbúningar. Stolt QH eðlileg framkoma og augljós vilji kórsins til að ná sambandi við áheyrendur" hafi valdið því að áheyrendur tóku honum opnum örmum. Norrænir atvinnukórar, sem sungu við sama tækifæri, fengu hins vegar lakari dóma hjá finnskn gagnrvnendunum. TODMOBILE ATHYGLISVERÐASTA HLJÓMSVEIT LANDSINS BANDALÖG ER SAFNPLATA SUMARSINS. INNIHALDUR 14 SUMARSMELLI Þ.Á.M. "STELPUROKK” MEÐ TODMOBILE ÚTGÁFA 20. JÚNÍ. PANTAÐU STRAX f í PÓSTKRÖFU! SIMAR 11620 OG 18670 SMC. TOPP ▼ GÆÐI SLÁTTUORF - HEKKKLIPPUR Garösnyrtitæki frá Skil eru byggð samkvæmt ströngustu öryggis- og neytendakröfum, viöurkennd af Rafmagnseftirliti ríkisins. SPÁÐU í VERÐIÐ! S T E I N A R f'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.