Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 35
08GI ivnjl .31 flUOAGUTMMn QlOAjaVIUDHOM MÓRGUNBIIÁÐIÐ PIMKíTUDÁGUR T5TJÚNÍ" 1989 Sigurður Helgason, forsljóri Flugleiða: Höfiim mestar áhyggjur af óþægindum farþega „ÞAÐ ER verið að undirbúa að vélamar fljúgi til Parísar og þar verði skipt um hverfilblöðin í hreyflunum,“ sagði Sigurður Helgason forstjóri Plugleiða í samtali við Morgunblaðið síðdegis í gær. Hann var spurður hvers væri að vænta varðandi notkun Boeing 737-400 flugvéla félagsins, Aldísar og Eydísar, en FLUGLEIÐIR verða nú fyrir því öðru sinni að flugbann er sett á vélar fyrirtækisins. Vorið 1979 var DC-10 breiðþota fé- lagsins kyrrsett í framhaldi af því að hreyfill brotnaði af þotu af því tagi i flugtaki frá flugvell- inum í Chicago í lok maí ’79. Flugieiðir höfðu aðeins verið með DC-10 þotuna í rekstri í tæpa fimm mánuði er hún og systurvélar hennar voru settar í flugbann, sem stóð í margar vik- ur. Stöðvunin átti sér stað á mesta þær vom kyrrsettar í fyrrinótt vegna galla sem fúndist hafa í hverfilblöðum hreyfla sams kon- ar flugvéla í Bretlandi. „Þessir hlutir em til, þannig að þetta ætti þá ekki að taka allt of lang- an tíma.“ Þessi niðurstaða þótti líklegust, en eftir var að fá stað- festingu bandarískra og fran- skra flugmálayfirvalda og fram- annatíma og olli félaginu miklum erfiðleikum. Tók það Flugleiðir mörg ár að vinna sig út úr því tjóni, sem af stöðvuninni hlaust. Boeing-verksmiðjurnar gáfu eigendum 737-400 þotna með CFM56-3C hreyflum fyrirmæli um að stöðva notkun þeirra í fyrradag og sagði talsmaður fyrir- tækisins það vera í fyrsta sinn í sögunni sem fyrirtækið setur þot- ur í flugbann. Um er að ræða 33 þotur, fjórar í Bandaríkjunum en 29 í Evrópu og Asíu. leiðenda flugvélanna, að sögn Sigurðar. Verði þetta niðurstað- an, munu hreyflarnir verða afl- minni, eða eins og em í Boeing 737-300 þotunum. „Það sem við höfum mestar áhyggjur af í augnablikinu eru þau óþægindi sem þetta veldur far- þegum okkar og það er verið að gera allt tii þess að draga úr þeim óþægindum," sagði Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða í sam- tali við Morgunblaðið síðdegis í gær. „Við erum að breyta áætlun- um okkar og reyna að fá önnur félög til að fljúga fyrir okkur. Síðan höfum við verið í mjög nánu sam- bandi við bandarísk, bresk, frönsk og íslensk flugmálayfirvöld, einnig Boeing verksmiðjurnar og hreyfla- verksmiðjumar. Yfirmaður tækni- deildar okkar hefur verið undan- farna daga á skrifstofu hreyfil- framleiðendanna í París og fylgst náið með öllu sem er að gerast þar,“ sagði Sigurður. Hann segir Flugleiðir vissulega verða fyrir tjóni vegna kyrrsetning- ar flugvélanna, hins vegar sé ekki enn hægt að meta það til fyár. Lögmenn Flugleiða hafa til athug- unar hvort ástæða er til að krefja framleiðendur um skaðabætur vegna kyrrsetningar flugvélanna og kostnaðar við skoðun hreyfla þeirra. Engir gallar hafa komið í ljós á hreyflum Flugleiðavélanna. „Við töldum, í samráði við Flugmála- stjórn, að ekki væri ráðlegt að fljúga vélunum á meðan þessi rann- sókn færi fram,“ sagði Sigurður. Hann kvaðst ekki telja ástæðu til að óttast álitshnekki af þessum sökum. „Þetta eru það góðir hreyfl- ar og mikil reynsla fengin á þá. Það virðist vera sem orsökin sé sú að önnur blöð eru í þessari sérstöku tegund heldur en öðmm. Eftir sem áður höfum við fyllstu trú á þessum vélum og þessum mótomm. Við DC-10 þota Flugleiða var kyrrsett vorið 1979. Flugleiðir fengu vélina í janúar 1979 og seldu hana innan árs. Annað flugbannið sem bitnar á Flugleiðum Morgunblaðið/Þorkell Vinstri hreyfill Eydísar. Myndin var tekin á flugvelli Boeing- verksmiðjanna í Seattle. eigum þriðju vélina í pöntun og við ákvörðun um hvort við kaupum höfum ekki gert neinar breytingar flórðu vélina sem við eigum kaup- á því og í haust munum við taka rétt á,“ sagði Sigurður Helgason. Röskun á flugi Flugleiða: Fjórar leiguvélar í dag RÖSKUN varð á millilandaflugi Flugleiða í gær vegna kyrrsetn- ingar flugvéla félagsins, Aldís- ar og Eydísar og bilunar í tveimur öðrum vélum. Að sögn Einars Sigurðssonar, blaðafúll- trúa fyrirtækisins, gera Flug- leiðamenn sér vonir um að mestur hluti millilandaflugsins í dag verði á áætlun. Þó væri \jóst, að seinkun yrði á morgun- flugi til Lúxemborgar og einnig væri óljóst hvort flug til Kaup- mannahafnar yrði á áætlun. í máli Einars kom fram, að ekki væri búist við teljandi röskun á öðrum leiðum í dag. Það væri þó undir því komið, að ekki kæmi til smábilana eða tafa af öðrum orsökum. Flugleiðir tóku eina flugvél á leigu í gær og að sögn Einars Sigurðssonar bætast þrjár leigu- vélar við í dag. Lokaðir fjallvegir Fiskverð á uppboðsmörkuðum 14. júní. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 61,50 40,00 57,89 18,407 1.065.641 Þorskur(smár) 29,00 29,00 29,00 0,237 6.859 Ýsa 70,00 59,00 67,79 4,835 329.785 Karfi 36,00 33,00 33,20 0,643 21.361 Ufsi 33,00 28,00 30,68 1,128 34.610 Steinbítur 41,00 37,00 38,02 0,216 8.243 Langa 34,00 34,00 34,00 0,405 13.771 Lúða 205,00 53,50 75,60 5,536 418.504 Koli 50,00 35,00 38,08 4,124 157.033 Keila 12,00 12,00 12,00 0,117 1.398 Skötuselur 143,00 119,00 131,86 0,948 125.004 Samtals 60,04 36,677 2.202.219 I dag verða meðal annars seld 20 tonn af þorski, 7 tonn af ufsa, 6 til 10 tonn af kola og óákveðið magn af ýsu, karfa og fleiri tegundum úr Sigluvík Sl og bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 61,00 55,00 58,24 20,557 1.197.154 Þorskur(smár) 15,00 15,00 15,00 0,022 330 Ýsa 71,00 59,00 65,71 33,797 2.220.797 Karfi 23,00 27,00 29,31 7,632 223.682 Ufsi 34,00 15,00 31,96 8,251 263.681 Ufsi(umál) 15,00 15,00 15,00 0,113 1.695 Steinbítur 22,00 22,00 22,00 0,197 4.334 Langa 30,00 30,00 30,00 0,208 6.240 Blálanga 30,00 30,00 30,00 0,483 14.490 Lúða(milli) 175,00 175,00 175,00 0,095 16.625 Lúða(smá) 200,00 165,00 184,25 0,100 18.425 Grálúða 32,00 32,00 32,00 0,370 11.840 Sólkoli 43,00 43,00 43,00 1,855 79.765 Skarkoli 50,00 13,00 39,82 0,392 15.608 Keila 16,00 16,00 16,00 0,129 2.064 Rauðmagi 57,00 55,00 55,00 0,050 2.750 Samtals 54,86 74,631 4.094.378 Selt var m.a. úr Freyju RE og Hoffelli SU. I dag verða m.a. seld 35 tonn af grálúöu, 40 tonn af þorski, 10 tonn af ýsu og 25 tonn af ufsa úr Breka VE, Ásgeiri RE, frá Stöðvarfirði og fleirum. FISKMARKAÐUR SUÐURIMESJA hf. Þorskur 60,00 56,00 58,03 8,776 509.281 Ýsa 85,00 62,00 77,30 0,500 38.650 Karfi 27,00 15,00 22,73 0,239 5.433 Ufsi 37,50 24,00 31,76 1,330 42.245 Steinbítur 26,00 10,00 23,36 0,352 8.222 Langa 30,50 28,50 29,77 0,255 7.591 Lúða 225,00 70,00 135,86 0,279 37.905 Grálúða 52,00 52,00 52,00 1,360 70.720 Samtals 55,18 13,333 735.754 Selt var aðall. úr færabátum. í dag verða m.a. seld 30 kör af ýsu, 3 kör af þorski, 1 kar af steinbít og 2 kör af karfa úr Þuríði Halldórsdóttur GK, 15 kör af ufsa o.fl. úr Eldeyjar-Boða GK og 25 tonn aðallega af ýsu, úr Eini GK. Selt úrfærabátum. Vegagerð ríkisins og Náttúruverndarráð hafa sent frá sér upplýsingar um hvaða svæði á hálendinu eru lokuð allri umferð vegna snjóa og/eða aurbleytu. Upplýsingarnar, sem miðast við stöðuna í dag, eru færðar inn á meðfylgjandi kort Morgunblaðsins. Vegir á skyggðu svæðunum eru lokaðir allri umferð þar til annað verður auglýst. Vegagerðin og Náttúru- verndarráð gefa vikulega út upplýsingar um ástand fjallvega og senda til yfir hundrað aðila, víðsvegar um landið, meðal annars ferðaskrifstofa, bílaleiga, söluskála og fjölmiðla, með ósk um að þeim verði komið á framfæri við ferðafólk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.