Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 16
* •- r IH-JL -MQmm •.Uili Til vamar luriðanum eftir Evald Sæmund- sen ogPálMagnússon í útvarpsþætti Ríkisútvarpsins „Hér og nú“ þann 18. febrúar síðastliðinn var ijallað um áætlanir um hækkun stíflugarðs við Brúa í Laxá í S-Þing. í viðtölum við land- eigendur á svæðinu kom fram að einn liður í þessum áætlunum var sá að skapa frekari skilyrði til laxa- gengdar í efri hluta Laxá. Tekur þetta bæði til þess að laxaseiði kom- ist ósködduð fram hjá stíflunni á leið til sjávar og til hins að gera fiskveg greiðari fyrir göngufisk sem sækir á hrygningarslóðir. Ekki komu fram í þættinum neinar áhyggjur af því hvaða áhrif laxa- gengd upp fyrir stíflu hefði á Iífríki svæðisins. í áratugi hefur viðgengist hér á landi eftirlitslítil tilraunastarfsemi með fiutninga fiskistofna milli Prólaðu Græðandi varasalvi lllBíffiflMMiiiil'liíilil'JMillilá'itLB: Heilsuval, Laugavegi 92. S: 626275 og 11275 Léttur vatnsheldur regnfatnaður, FIS vindgallar og stígvél á alla fjölskylduna. Landvinnugallar Sjóvinnugallar SENDUM UM ALLT LAND mmmmmfflmmmmmmmmm Grandagarðl 2, sfmi 28855, 101 Rvík. „ Að okkar mati er það draumsýn að hægt sé að hleypa nýrri dýra- tegund inn á svæðið án þess að raska því nátt- úrulega lífríki sem fyrir er. Það er því brýnt að menn rasi ekki um ráð fram í þessu eíhi.“ vatnakerfa. Hefur hér einkum verið um að ræða sleppingar á laxaseið- um í góðar laxveiðiár til þess að gera þær betri og tilraunir til laxa- ræktar í ám þar sem lítill eða eng- inn lax var fyrir. Lítið liggur fyrir af tölulegum staðreyndum um áhrif slíkra tilrauna. Engu að síður þótti sérstök ástæða til þess á síðasta ári að setja reglugerð „um flutning og sleppingar laxfiska og varnir gegn físksjúkdómum og blöndun laxastofna“. Fram til þessa hafa menn þó haft litla áhyggjur af því hvaða til- raunir til laxaræktunar kunni að hafa á þá silungastofna sem fyrir eru í viðkomandi vatnakerfi, þ.a.l. hafa fáar rannsóknir verið gerðar á slíkum áhrifum. Á hinn bóginn eru til ófáar sögur af því hvernig slíkar tilraunir hafa mistekist þann- ig að lax nær sér ekki á strik og silungastofnum hrakar. Einnig þekkja margir frásagnir af þvi hvernig lax tekur yfir þegar honum er hleypt inn á ný svæði og urriði sem fyrir er hverfur að mestu eða öllu leyti. Má í því sambandi benda á frásögn Rafns Hafnfjörðs af Selá í Vopnafirði. Það er ekki ljóst hvort tilraunir af þessu tagi brjóta í bága við ofangreinda reglugerð þar sem hún fjallar lítið um sambýli ólíkra tegunda laxfiska. Mývatns- og Laxársvæðið er ein- stakt í röð náttúrufyrirbæra í heim- inum. Slík er sérstaða þess að ástæða þótti til að setja sérstök lög um verndun þess (Lög um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyj- arsýslu nr. 36/1974) og reglugerð um framkvæmd þeirra var svo sett 1987. Þessi sérstaða tekur ekki aðeins til jarðfræðilegra fyrirbæra og flóru, heldur einnig til ijölskrúð- ugs dýralífs og mikillar náttúrufeg- urðar. Urriðastofninn í Laxá er órofa hluti af þessari heild. Laxá skiptist landfræðilega í tvö aðgreind svæði. Aðgreiningin felst í mjög skörpum hæðarmun við Lax- árgljúfur (sjá skýringarmynd). Þessi aðgreining felur m.a. það í sér að lax hefur ekki komist upp fyrir Brúa. Vitað er um talsverðan útlitsmun á urriða niðri í Aðaldal annars vegar og uppi við Mývatn hins vegar. Nýlega rannsóknir á erfðafræðilegum eiginleikum urriðastofnsins í Laxá benda til náttúrusögulegrar aðgreiningar á urriðastofnum fyrir ofan og neðan gljúfur. Annars staðar á landinu eru forn- ir og einstæðir stofnar í hættu svo sem urriðastofninn í Veiðivötnum sem stendur höllum fæti vegna blöndunar af mannavöldum. Urrið- inn í Laxá fyrir ofan stíflu verður því að teljast dýrategund, sem miklu skiptir frá náttúrufræðilegu sjónarmiði að ekki sé raskað. Landeigendur við Laxá og Mý- vatn geta verið stoltir af ferli sínum í náttúruverndarmálum og ekki er nokkur vafi á því að afstaða land- eigenda í Laxárdeilunni markaði þáttaskil í sögu náttúruverndar á Islandi. Sveiflur á yfirborði Mývatns voru til dæmis taldar hafa óhagstæð áhrif á lífríki þessa svæðis og einn- ig var stíflan við Miðkvísl talin hindra aðgang urriðans að Mý- vatni. Þess vegna varð hún að hverfa. Áhyggjur af viðgangi urriðastofnsins í efri hluta Laxár eru því ekki nýjar af nálinni. Þá hefur skynsamleg nýting á urriða- stofninum með takmörkunum á veiðitíma, stangafjölda og veiðiað- ferðum lengi þótt til fyrirmyndar. En hvað gerist ef laxi er hleypt á efra svæðið? í-Mv' ' /'í J I é | m 111 , ■ : ísgssf''' Leitið til okkar: SMITH &NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 Evald Sæmundsen Urriðastofninn í Laxá er hluti af flóknu lífkerfi, þar sem hver þáttur er öðrum háður. Einn þáttur í vistfræðilegu jafnvægi urriða- stofnsins er stöðug og skynsamleg nýting hans með veiði eins og áður hefur verið getið. Annar þáttur í jafnvægi stofnsins er sá, að lífríki svæðisins framleiði þá fæðu sem urriðaseiðin þurfa á að halda til þess að dafna. Meginfæða urriða- seiða eru mýlifrur og mýpúpur. Framboð þessarar fæðu er að sjálf- sögðu takmörkunum háð. Fjöldi einstaklinga í urriðastofninum og sú meðalþyngd sem þeir geta náð takmarkast af því æti sem fyrir hendi er hveiju sinni. Fæða laxa- seiða er sú sama og urriðaseiða. Þegar urriðaseiði og laxaseiði alast upp á sama svæði verður því óhjá- kvæmilega samkeppni um fæðu milli tegundanna. Það gefur auga- leið að sama lirfan verður ekki étin tvisvar. í straumhörðum og vatnsmiklum ám eins og Laxá hafa laxaseiðin allar forsendur til þess að verða yfirsterkari í samkeppninni um fæðu, þar sem þau eru straumlínu- lagaðri í vexti og hafa stærri eyr- ugga en urriðaseiðin. Með sam- keppninni um fæðu er einnig tekist á um búsvæði, þar sem laxinn helg- ar sér þau svæði árinnar sem eru straumharðari, dýpri og lengra frá bakka. Af þessu hlýtur að leiða að færri urriðaseiði komast upp og/eða meðalþyngd einstaklinganna í stofninum verður minni. í þessu sambandi má benda á rafveiðar Karlströms við Helluvaðseyjar á efra svæði Laxár 1971 og 1972, en þá hafði laxaseiðum verið sleppt í ána. Á hundrað fermetra svæði reyndist hlutfallslegur fjöldi seiða vera 56% laxaseiði og 44% urriða- seiði. Þau laxaseiði sem þarna lifðu á árunum 1971—72 munu trúlega hafa tortímst í túrbínum Laxár- virkjunar á leið sinni til sjávar og því ekki nýst til þes að viðhalda stofninum. Með þeim framkvæmd- um sem nú eru fyrirhugaðar ætti sá þröskuldur að vera úr sögunni og hrygningargöngur laxins á efra svæðið því greiðar. Með tilliti til þess sem áður er sagt um sam- í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRN8RAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.