Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 60
em r/ín. ,r.r ínioAcnrrwuiN HTTTCWinVŒaAifmuoHOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JUNI 1989 KORFUKNATTLEIKUR / NBA DetroK Pistons NBA meistari! Vann L.A. Lakers 105:97 DETROIT Pistons vann fjórða leikinn í röð gegn Los Angeles Lakers ífyrrinótt, er liðinu tókst loks að komast yf ir í j fjórða leikhluta og sigra , ,97:105. Þar með sigraði Detro- itliðið stórglæsilega í úrslita- keppni NBA deildarinnar, í fyrsta sinn í sögu félagsins. Er orðið langt um liðið síðan lið hefur komist í gegnum úrslita- keppni án þess aðtapa leik. Leikmönnum Detroit liðsins gekk ekki sem best framan af, og eins og í öðrum og þriðja leikn- um voru þeir undir í fyrstu tveimur leikhlutunum, en mestur var mun- urinn 16 stig Lakers í vil. Það var svo ekki fyrr en eftir að fjórði leik- hlutinn hófst, sem Detroit Pistons tókst að jafna metin og komast yfir. Það var varamaðurinn James .***- Bdvards sem kom Pistons yfir í fjórða leikhlutanum með þriggja stiga körfu, sem breytti stöðunni í 86:89 fyrir Detroit liðið og Isiah Thomas fylgdi því eftir með þremur mikilvægum körfum. Þar með var munurinn orðinn það mikill að er- fitt var fyrir heimaliðið, sem lék án Ervins „Magic“ Johnson og Byr- on Scotts, að jafna metin, þrátt fyrir að James Worthy setti per- sónulegt met í stigaskorun, en hann gerði 40 stig í leiknum. i Eftir leikinn var Joe Dumars, hjá Detroit Pistons, útnefndur dýrmæt- asti leikmaður úrslitakeppninnar, en í leiknum í fyrrinótt gerði hann 23 stig. Gamla kempan Kareem Abdul- Jabbar, sem orðinn er 42 ára, lék sinn síðasta leik á 20 ára keppnis- ferli í NBA deildinni, en honum var fagnað gífurlega þegar hann yfir- gaf völlinn þegar 19 sekúndur voru eftir af leiknum. ÍÞRÚMR FOLK ■ JÚGÓSLA VAR unnu Norð- menn 2:1 í leik þeirra í 5. riðli undankeppni HM í Ósló í gær- kvöldi. Júgóslavar komust yfir 1:0 í fyrri hálfleik með marki Dragan Stojkovic og á lokamínútunum skoraði Zlatko Vujovic annað mark. Norðmenn klóruðu í bak- kann með marki Jan Aage Fjoert- oft í lokin.Júgóslavar hafa nú átta stig eftir 5 leiki í riðlinum en Norð- menn eru með fjögur. Norðmenn misstu þama af dýrmætu tækifæri á að ná Júgóslövum að stigum. ■ DANIR sigmðu Svía 6:0 í opnunarleik móts þriggja þjóða, sem nú fer fram í Danmörku. Lars Elstrup skoraði tvö mörk, og ^þeir Flemming Povlsen, Henrik Andersen, Jan Bartram og Mic- hael Laudrup eitt hver. B LUZERN, lið Sigurðar Grét- arssonar, tapaði síðasta leik sínum í svissnesku deildarkeppninni í gær á meðan Sigurður lék með íslenzka landsliðinu á Laugardals- vellinum. Luzem tapaði 1:0 fyrir Wettingen en leikurinn skipti engu máli þar sem liðið hafði þegar tryggt sér svissneska meistaratitilinn eins og kunnugt er. Michael Laudrup. ■ ULI Stíelike, fyrrum lands- liðsmaður Vestur-Þjóðveija í knattspyrnu hefur tekið til við þjálf- un svissneska landsliðisins í stað þess að bíða fram til 1. júlí eins og samningur hans gerir ráð fyrir. Stielike tekur við af Paul Wolfis- b'erg og átti upphaflega að aðstoða hann fram að næstu mánaðarmót- um. Wolfisberg baðst hins vegar lausnar í kjölfar 0:1 ósigurs gegn Tékkóslóvakíu í síðustu viku. Sá ósigur batt enda á vonir Svisslend- inga um að komast í úrslitakeppn- ina á Ítalíu 1990. MHVÖT sigraði Eflingu 6:1 í D- riðli 4. deildar í gærkvöldi. Axel Rúnar Guðmundsson skoraði fjög- ur mörk fyrir Hvöt, Hermann Arason eitt og Orri Baldursson eitt. Mark Eflingar kom á síðustu mínútu leiksins. — afburða íþróttaskór! KNATTSPYRNA / HEIMSMEISTARAKEPPNIN Morgunblaðið/RAX Þversláarskot Sigurðar Grétarssonar. Hér sést vel hvernig Sigurður, sem er lengst til vinstri, hefur þrumað knettinum og hann er í þann veginn að smella í þverslánni. Hvað sögðu þeir? Gunnar Gíslason „Það var mjög gaman að spila þennan leik og það var svipuð stemmning í liðinu og í Moskvu. Við höfum aldrei fengið eins mörg marktækifæri í einum leik og það var aðeins spurning um millimetra að við næðum að skora. Leikurinn sýnir að við getum þetta ef barátt- an er góð. Þetta er allt á réttri leið og við verðum að halda þessum kjarna, gera litlar breytingar. Það er ótrúlega stemmning í þessu liði. Ég held að þetta sé einn besti leik- ur okkur á heimavelli í mörg ár. “ -Gunnar varð að fara útaf vegna meiðsla á 63. mínútu. Hvað segir hann um meiðslin? „Ég fékk hressilegt spark í hægri ökklann og þorði því ekki að vera lengur inná. Taldi betra að fá frískan leikmann inná.“ Sigurður Jónsson „Leikurinn var mjög góður að okkar hálfu og við fengum okkar tækifæri sem við því miður nýttum ekki og því fór sem fór. Við vissum fyrir leikinn að þeir myndu vera varkárir. Við spiluðum okkar bolta sem er alltaf að lagast og verða agaðari með hveijum leik. Það þýð- ir ekki að reyna að spila sóknar- bolta því þá tökum við óþarfa áhættu. Skipulagður várnarleikur og barátta er okkar sterkasta vopn.“ Um síðari leikinn í Austurríki sagði Sigurður: „Ég er óhræddur við leikinn úti og hann leggst vel í mig.“ Sigurður Grétarsson „Það var agalegt að ná ekki að ■ LEIKURINN í gær var sýnd- ur beint í sjónvarpi í Tyrklandi. Þá var honum útvarpað og sjón- varpað beint til Austurríkis. ■ LARS Ake Björk, eftirlits- maður FIFA á leiknum, átti að koma til landsins á þriðjudag kl. 16. Vegna seinkunar á flugi til landsins kom hann ekki fyrr en kl. 03.30 aðfaranógg miðvikudagsins. ■ DÓMARA TRÍÓIÐ frá Wa- les, sem átti að koma frá London, kl. 16 á þriðjudag, kom ekki fyrr en rétt fyrir miðnætti á þriðjudags- kvöldi. ■ „NJÓSNARAR“ frá A- Þýskalandi, Tyrklandi og Sov- étríkjunum voru mættir til leiksins. skora eitt mark, sérstaklega eftir sendinguna frá Ólafi í síðari hálf- leik,“ sagði Sigurður Grétarsson sem átti einnig skot í slá. „Leikurinn var mjög vel spilaður og slæmt að fá ekki bæði stigin. Það þýðir þó ekkert að gráta það því þessi leikur er búinn. Nú er bara að hugsa um næsta leik og gera enn betur.“ Ólafur Þórðarson: „Óheppni er það eina sem hægt er að segja um þennan leik. Það var ekkert annað en klaufaskapur að nýta ekki eitthvað af þessum færum sem við fengum,“ sagði Ól- afur Þórðarson. „Þá hefði auðvitað átt að dæma víti en ekki óbeina aukaspyrnu þeg- ar Ásgeir komst inn fyrir, úr því verið var að flauta á þetta á annað borð. Dómarinn var bara ekki nógu kjarkaður til þess, og kannski það megi segja það sama um atvikið þegar ég var felldur inni í teignum nokkru síðar.“ Um frammistöðu sína í leiknum sagði Ólafur að hann hefði verið frekar þungur í fyrri hálfleiknum en fundið sig mun betur í þeim seinni. Guðmundur Torfason „Það er ekki hægt annað en að vera svakalega svekktur með úrslit þessa leiks; við fengum 4-5 dauða- færi á meðan þeir fengu ekki eitt einasta færi, og það segir sína sögu,“ sagði Guðmundur Torfason eftir leikinn. Um atvikið sem átti sér undir lok leiksins, þegar Guðmundur skallaði að marki utan úr teig og Russ bjarg- aði á síðustu stundu, sagði hann að markmaðurinn hefði hoppað upp með sér og kýlt hann í kinnina í leiðinni. „Þá fékk ég einnig hnéð í bakið, þannig að það hefði mátt dæma á hann, en eins og allir vita er mark- maðurinn friðhelgari en aðrir inni í teignum." Viðar Þorkelsson Viðar kom inn á um miðbik síðari hálfleiks í stað Gunnars Gíslasonar, og sagði hann að mjög gaman hefði verið að fá tækifæri til að taka þátt í leiknum. „Ég fann mig strax ágætlega í leiknum, og þegar baráttan og stemningin er svona góð í liðinu þá er skemmtilegt að vera með. Það var bara súrt í broti að krækja ekki í bæði stigin,“ sagði Viðar. Ellert B. Schram formaður KSÍ: „Stig er stig, en auðvitað erum við vonsviknir að hafa ekki unnið. Vörnin var góð, skipulagið var gott og baráttan. Ég er ánægður eftir atvikum þrátt fyrir að við næðum ekki að vinna. Við eigum enn mögu- leika í riðlinum." Arnór Guðjohnsen: „Þetta var mjög góður leikur — sérstaklega fannst mér gaman í síðari hálfleiknum. Það var agalegt að vinna þetta ekki því við höfum ekki fengið svona mörg góð færi í landsleik í langan tíma,“ sagði Ar- nór Guðjohnsen, landsliðsmaður, í búningsklefa landsliðsins á eftir. Hann er nýkominn úr uppskurði vegna meiðsla og var því iila fjarri góðu gamni. „Austurríkismenn voru mjög heppnir að ná í stig,“ sagði Arnór ennfremur. Árangur Helds SIEGFRIED Held, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hefur náð góðum árangri með landsliðið í undankeppni EM 1988 og HM 1990. Evrópukeppnin: 8 2 2 4 4:14 6 37.5% Heimsmeistarakeppnin: 5 0 4 1 3: 5 3 40% Árangurinn er samtals: 13 2 6 5 7:19 9 38.4% ■Árangurinn hefur verið verið ágætur á heimavelli, eða 50%. Evrópukeppnin: 4 1 2 1 3: 8 4 50% Heimsmeistarakeppnin: 2 0 2 0 1: 1 2 50% Árangur er samtals: 6 1 4 1 4: 9 50% Siegfried Held.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.