Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 22
MORGUNBÍÍÁDIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1989 22 Til að vera með Glímuför til Þýzkalands fyrir 60 árum eftirDavíð * Olafsson Utanfarir íþróttamanna nú á dögum eru að langmestu leyti keppnisferðir, þar sem andstæð- ingarnir eru frá þjóðum, sem eru allt upp í þúsund sinnum stærri en sú litla þjóð, sem stendur á bak við okkar menn. Samt er það svo, að kröfur eru gerðar til þess, að okkar menn komist á verðlauna- pall með hinum stóru og vei þeim, sem fer til keppni utanlands með slíkar vonir á bakinu, sem búið er að segja frá í fjölmiðlum, og kem- ur heim án gulls, silfurs eða brons. Fyrir 60 árum höfðu íslendingar að vísu farið til keppni á Ólympíu- leikunum án vona um verðlaun „bara til að vera með“ og höfðu árangurslaust reynt að fá íslenzka glímu viðurkennda sem keppnis- grein, en þar hefðu þeir helzt get- að vonast eftir að fá verðlaun. Utanferðir íslenzkra íþróttamanna á þessum árum og lengi vel, voru nær eingöngu sýningarferðir og varð á glíman gjaman fyrir valinu. Árið 1929 voru einmitt farnar tvær slíkar ferðir til Þýzkalands. Sú fyrri var farin í júní til Kiel í sambandi við Kielarvikuna, sem haldin var ár hvert og hafði svo verið frá því fyrir aldamót. Þeir útlendingar, sem þangað komu vora aðallega frá Norðurlöndum, sem liggja landfræðilega næst og þangað vora menningar- og við- skiptatengslin sterkust. Hin glímuferðin hófst í Kiel en þangað var farið um stór land- svæði um allt norðanvert Þýzka- land og miðsvæðis. Af sérstöku tilefni er ætlunin að segja hér frá þessari ferð. Á sl. hausti barst mér bréf frá Dr. Gerald P.R. Martin, ritstjóra „Islandberichte", sem er tímarit Islandsvinafélagsins í Hamborg. Hafði hann þá fengið bréf frá þýzkri konu frú Reginu Dinse og fylgdi því mynd af þessum glímu- hóp og er myndin tekin á tröppum Háskólans í Kiel. Fylgir myndin þessari grein. Man konan, sem mun vera komin fast að níræðu, vel eftir glímuheimsókninni og langar nú að vita hvort einhveijir þeirra, sem á myndinni eru séu enn á lífi, sem hún gengur raunar út frá vegna þess hversu lífslíkur ís- lendinga era taldar langar. Sú getgáta reyndist rétt því enn munu 8 glímumannanna vera á lífi. Það var fróðlegt að vita, að enn skyldi vera til fólk úti í Þýskalandi, sem myndi vel eftir þessari glímuferð og mér fannst því ástæða að rifja nokkuð upp ferðina, til fróðleiks. um sumarið og komið á marga staði. Svo var auðvitað vinnutap þátttakendanna í tvo mánuði, sem þeir urðu að mestu að bera sjálfir og var það sjálfsagt ekki auðvelt á þeim tíma. Myndarlegur prentað- ur bæklingur með dagskrá var gefinn út. Þar vora greind nöfn allra þátttakenda í ferðinni, mynd af styttu Ingólfs Arnarsonar, eftir Einar Jónsson, þjóðsöngurinn, stutt yfirlit yfir jarðfræði landsins, sögu þjóðarinnar og atvinnuvegi og loks er sagt frá glímunni, sögu hennar og hinum ýmsu brögðum og myndir birtar til skýringar. Lagt var upp í ferðina með Gullfossi frá Reykjavík 26. ágúst, til Kaupmannahafnar, með við- komu í Leith, eins og venja var. Haldið var beint áfram frá Kaup- mannahöfn til Kiel með jámbraut- arlest og komið þangað 2. septem- ber. Þar hófst svo sýningarferðin. Á myndinni, era þeir 15 glímu- menn, sem hófu ferðina, ásamt glímustjóranum, Jóni Þorsteins- syni, íþróttakennara, fararstjóran- um Ludvig Guðmundssyni, form- anni Glímufélagsins Ármanns, Jens Guðbjömssyni, dr. Reinhard Prinz, leiðsögumanni í Þýzkalands- ferðinni og Áma Óla blaðamanni Morgunblaðsins, sem fylgdist með hópnum mikinn hluta ferðarinnar. Alls vora því tuttugu manns í hópnum. Það var þýzka fimleikasam- bandið (Deutsche Tumenschaft), sem bauð til þessarar ferðar, Davíð Ólafsson æskuna að sýningunum. Á þessari fyrstu sýningu vora einnig ungar stúlkur, sem sýndu dans og sungu. Flestar vora sýningamar með svip- uðu sniði, oft með einhverri þátt- töku heimafólks, fimleikasýning- um, danssýningum og söng o.fl. Samkvæmt hinni prentuðu dag- skrá var fyrst fánahylling, en þá flutti fararstjórinn ávarp og þar á eftir var sunginn þjóðsöngurinn pg fararstjórinn flutti erindi um ísland. Þá var hlé og þar á eftir tók við glímusýningin. Fyrst var fimleikasýning til undirbúnings glímunni, þá sýning og útskýring á glímubrögðunum, glímusýning og þar á eftir bændaglíma. Glímu- mennimir sungu þjóðsönginn og stundum einnig „Öxar við ána“ og þótti stundum nokkuð erfitt eink- þar fagurra, gamalla bygginga m.a. kirkjur og í einni þeirra, Maríukirkjunni hlustuðu ferða- langarnir á orgeltónleika og voru síðan í kvöldverði í „Schifferhaus", sem er gamait hús frá Hansatí- munum, en Lubeck var ein helzt þeirra borga. Þar minntust þeir að hafa hitt Jón Leifs, tónskáld, en hann dvaldi langdvölum í Þýzk- alandi við nám og starf. í Rostcok, á strönd Eysrasaltsins nokkuð austar en Lúbeck var næsta sýning og vora áhorfendur um 700. Þar flutti dr. Prinz ræðu um ísland. Haldið var svo áfram austur ströndina til Stettin og alla leið til Danzig og Marienburg og haldnar sýningar. Á var í Zoppot, sem er baðstaður skammt frá Dansig og þar haldin sýning við mjög góðar móttökur í alla staði. Þar gafst ferðalöngunum líka tækifæri til að fá sér bað í Eystrasaltinu því enn, um miðjan september, var sjórinn nógu heitur. Hinn 18. september var svo komið til Berlínar, höfuðborgarinn- ar. Þar var haldin sýning á íþrótta- velli, en það urðu mönnum von- brigði, að áhorfendur voru heldur fáir, en þar á meðal vora nokkrir Islendingar, sem vora þar við nám eða dvöldu um hríð. En margt var að skoða í höfuðborginni og það notuðu menn sér. Þar var m.a. Þýzki fímleikaskólinn (Deutsehe Tumschule) skoðaður og yfírleitt var það svo, að hópurinn fkk að skoða íþróttamannvirki í mörgum þeirra borga, þar sem þeir sýndu og þótti það áhugavert. Þá var farið í Haus Vaterland, sem var Hópur glímumanna frá Gllmufélaglnu Ármanni haustið 1929, ásmt fararstjóra og fylgdarmönnum og blaðamanni, á tröppunum fyrir framan Háskólann í Kiel. Talið frá vinstri, fremri röð: Óskar Þ. Þórðarson, Ragnar Kristinsson, Óskar Þórðarson, Lúðvíg Guðmundsson, fararstjóri, Reinhard Prinz, leiðsögumaður, Jón Þorsteinsson, íþróttakennari, Konráð Gíslason og Jón Guðmann Jóns- son. Aftari röð: Árni Óla, blaðamaður, Stefán Jónsson, Friðrik Jesson, Jens Guðbjörnsson, formað- ur Glímufélagsins Ármanns, Georg Þorsteinsson, Viggó Natanaelsson, Sigurður Thorarensen, Valdi- mar Kristinsson, Þorsteinn Einarsson, Þorsteinn Kristjánsson, Jörgen Þorbergsson og Helgi Kristj- ánsson. Mér tókst að ná í tvo þeirra, sem vora með í ferðinni, Þorstein Ein- arsson, fyrram íþróttafulltrúa og dr. Óskar Þ. Þórðarson, fyrram yfírlækni. Þorsteinn lét mig hafa nöfnin á öllum þeim, sem era á myndinni og Óskar gat með hjálp dagbókar sinnar frá ferðinni auð- veldlega rifjað upp helztu atburði ferðarinnar og báðir gátu þeir auk þess sagt ýmislegt frá ferðinni. Er það, sem hér er sagt að mestu byggt á þessum frásögnum. Vel má þó vera að eitthvað hafí skolast til hjá mér en vonandi ekkert, sem máli skiptir, og bið ég þá velvirð- ingar á því. Mikill undirbúningur var undir svona ferð, sem átti að standa í tvo mánuði og ekki var það sízt fjárhagsvandamál, sem við var að glíma því enda þótt kostnaður af ferðinni um Þýzkaland væri að mestu borinn af Þýzka fimleika- sambandinu þurfti Glímufélagið Ármann að kosta undirbúninginn, sjóferðirnar o.fl. Til að safna fé upp í þennan kostnað var m.a. farin glímusýningarferð um landið skipulagði hana og útvegaði gist- ingu og uppihald, mest á einka- heimilum. Áf þeirra hálfu var dr. Prinz leiðsögumaður með hópnum, eins og áður segir. Hann var ómet- anlegur bæði sem leiðsögumaður og félagi. Hann var þá skólastjóri í Bielefeld, hafði verið oft á íslandi og dvalið þar um lengri tíma sem ungur maður, ferðast mikið um landið og þekkti það vel bæði í byggð og óbyggð. M.a. hafði hann farið með Þórbergi Þórðarsyni norður Vonarskarð. Hann talaði íslenzku. Dr. Prinz var raunvera- legur upphafsmaður þessarar ferð- ar, en hafði fengið Þýzka fimleika- sambandið til liðs við sig, en auk þess fékk hann þýzku íslands- vinafélögin, þar sem þau vora starfandi, til að taka á móti flokkn- um og greiða fyrir þeim á margví- slegan hátt. Sýningarferðin hófst svo í Kiel með sýningu í stórri íþróttahöll, Nord-Óstseehalle og vora áhorf- endur þá aðallega börn og ungling- ar, um 2.000 manns, og yfirleitt var það svo, að reynt var að laða um þegar sungið var hljóðfæra- laust. Oftast var það bænda- glíman, sem vakti mesta athygli áhorfenda. Önnur sýning var í Kiel daginn eftir og vora áhorfend- ur þá 1.500. Ungar meyjar sýndu þar einnig dans. Á meðan dvalist var í Kiel var farið í skoðunarferð- ir um borgina og umhverfi hennar og þá m.a. skoðuð stærsta skip- asmíðastöðin við fjörðinn. Sýnt var á fleiri stöðum í Schleswig-Hol- stein og síðan haldið til Hamborg- ar. Þar var haldin sýning fyrir 1.400 áhorfendur, borgin skoðuð og farið í óperuna, og hefur það sjálfsagt verið í fyrsta sinn, sem flestir úr hópnum áttu þess kost að fara í söngleikahús. Sáu þeir óperana Vopnasmiðinn eftir Lorz- ing. Áuðvitað þurftu þeir líka að skoða hið fræga skemmtihverfí borgarinnar, St. Pauli. Frá Hamborg var haldið í aust- urátt og hófst nú mikil hringferð og alltaf ferðast með jámbrautar- lestum. í Lúbeck var haldin næsta sýning en hún var ekki vel sótt. Hins vegar var margt að skoða þá frægur skemmtistaður almenn- ings, með margvíslegum sýning- um. Þá var haldið norður á bóginn, til Hannover og haldin sýning fyr- ir 800 manns í stóra sýningar- húsi, en sá ljóður var á því, að gólfið í salnum var úr steini og því ekki vel heppilegt fyrir glímu. 24. september var komið til heima- borgar dr. Prinz, Bielefeld og hald- in sýning fyrir skólaæskuna. Þar var og heimsóttur skóli Reginu Dinse, konunnar, sem áður var getið. í þessari borg hitti hópurinn tvo íslendinga, Bjöm Franzson og Þorstein Jósepsson, sem munu hafa verið þar við nám. Slógust þeir í för með hópnum og þegar fararstjórinn þurfti seinna í ferð- inni að bregða sér til Berlínar, ein- hverra erinda, tók sá fyrrnefndi að sér fararstjómina á meðan. önnur sýning var haldin í Bielefeld en síðan fór hópurinn í ferðalag á slóðir Sigurðar Fáfnisbana, en ein- mitt í þessu héraði vora heimkynni Niflunganna. Þótti sjálfsagt að sýna Islendingunum þetta land í ljósi þess, sem varðveizt hefur um sögu þeirra í Eddukviðum. Nú var haldið til Jena og þar tók á móti hópnum dr. Diederich, eigandi samnefnds forlags, sem hafði gefið út íslendingasögurnar og ýmislegt um fornbókmenntirnir. Þar tók borgarstjórinn á móti hópnum og haldin var sýning, en í sambandi við hana voru sýnd sérstaklega glímubrögð og var sú sýning kvikmynduð. Þá var haldið til Leipzig, Dresden og Núrnberg og haldnar sýningar þar og var sýningin í Dresden sérstaklega vel sótt, eða um 1.300 manns og í Núrnberg vora sýningarnar tvær. Fór nú að líða á seinni hluta ferðarinnar, enda komið fram í október og komið í vestustu hérað landsins. Haldin var sýning í Tri- er, sem er talin elsta borg Þýska- Iands, frá dögum Rómveija og þar eru merkar minjar frá tímum þeirra. Var þar tekið hátíðlega á móti flokknum með Iúðrablæstri og fannst mönnum sú heimsókn einna eftirminnilegust. Þar var skoðað vínsafn eitt merkilegt, enda liggur borgin í miklu vinræktar- héraði, efst i Móseldalnum. Þaðan var skroppið í ferð til Verdun i Frakklandi, skoðaðar vígstöðvar heimsstyijaldarinnar fyrri og Dauðadalurinn, þar sem er að sjá yfir óendanlegar breiður af hvítum krossum á leiðum fallinna her- manna, en í orastunni um Verdun féll um ein milljón manna. Hafði sú sjón mikil áhrif á menn. Sýning var haldin í Bonn og fleiri borgum við og nálægt Rín, en síðasta sýningin var í Elberfeld, skammt frá Dússeldorf, 20. októ- ber, og var þá þessari heimsókn glímuflokksins til Þýskalands lok- ið. Haldnar höfðu verið 29 glímu- sýningar í 25 borgum og sýningar- ferðin hafði tekið 45 daga. Um tölu áhorfenda er ekki vitað með vissu, en þeir hafa vafalaust verið nokkuð á annan tug þúsunda. Móttökumar höfðu verið með ágætum og þátttakendur séð margt skemmtilegt og fagurt í ferðinni, heimsótt og sýnt í litlum og stórum borgum, jafnvel þorp- um, skoðað stór mannvirki og gamlar sögufrægar byggingar allt frá tímum Rómveija, notið gest- risni heimamanna og kynnst mörgu fólki. Ýmsir erfiðleikar urðu þó á leið þeirra sem alltaf var þó hægt að leysa, en einnig hentu óhöpp. Til dæmis varð einn glímu- mannanna, Friðrik Jesson, fyrir því að öklabrotna á sýningu í Magdeburg og varð að yfirgefa hópinn og halda heim, en þá var ferðin meira en hálfnuð. Þegar nokkrir úr hópnum voru að skoða sig um í Sankt Pauli í Hamborg, komust þeir í hann krappan. Þar settu nokkrir dónar á svið atvik, sem þeir notuðu sem átyllu til að ráðast á íslendingana utan við einn skemmtistaðinn. íslendingarnir reyndu ekki að renna af hólmi, en snera saman bökum og tóku á móti. Sumir þeirra vora afburða sterkir, aðrir kettir liðugir, svo þeir gátu veitt árásarmönnunum kröftugt viðnám. Með þeim var íslendingur, staddur í Hamborg, Gunnar Guðjónsson, þá þegar orð- inn veraldarvanur og sá hvað gera þurfti. Hann hljóp á næstu lög- reglustöð sem var skammt undan og að vörmu spori komu lögreglu- menn, en þegar dónamir sáu lag- anna verði, áttu þeir fótum fjör að launa og höfðu ekki komið fram áformi sínu, sem ugglaust var að ræna hópinn. Hefur glíman vafa- laust komið sér vel í þessum átök- um. Að lokinni sýningarferðinni hélt flokkurinn heim á leið yfir London og Leith. í Leith var stigið á skips- fjöl, en áður var haldin glímusýn- ing fyrir skoska blaðamenn og var það síðasta sýningin á þessu langa ferðalagi. Til Reykjavíkur kom svo Gullfoss með glímukappana 27. október og höfðu þeir þá verið 63 daga á ferðinni. Minntust þeir þessarar ferðar ætíð með mikilli ánægju. Höfiwdur er fyrrum seðlabanka- stjári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.