Morgunblaðið - 15.06.1989, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 15.06.1989, Qupperneq 14
514 C MOTQUNBJADIDFIMM WQAG jJQ /15?, JÚyÚ ^89 Á ferð og flugi með Jóhannesi Páli páfa JÓHANNES Páll páfi II brá út af venju sinni síðasta kvöldið í Norð- urlandaferð sinni og borðaði kvöldverð með fylgdarliði sínu úr Vatíkaninu í húsakynnnum Birgittu-systra í Stokkhólmi. Það lá vel á honum og hann tók undir með föruneytinu þegar ein systranna tók fram gitar og spilaði og söng. Navarro-Vals, talsmaður páfa, sagði þetta sýna að hans heilagleiki væri ánægður með Norðurlanda- ferðina og sérstaklega daginn í Uppsölum. „Hópurinn lék á als oddi og Casaroli kardínáli spurði hvar vinir mínir, fréttamennimir, væm. Hinn heilagi faðir var með okkur fram eftir kvöldi. Hann bauð ekki góða nótt fyrr en klukkan tíu.“ Fréttamennimir fimmtíu voru landi. Þar voru ráðamenn þjóðar- að skemmta sér annars staðar í innar famir að spjalla við frétta- borginni og flestir vöktu eitthvað iengur fram eftir en páfinn. Páfa- hirðin gisti öll hjá Birgittu-systrum í Svíþjóð en annars bjó páfi í húsa- kynnum kirkjunnar — í biskupa- stofum í Noregi, Finnlandi og á íslandi og hjá nuntiusi, sendiherra páfa, í Kaupmannahöfn — hirðin var á fyrsta flokks hótelum. Frétta- mönnum var komið fyrir á stórum, góðum hótelum í hæfilegri fjarlægð frá þjónum kirkjunnar. Þeir fengu fá sem engin tækifæri til að sjá arftaka Péturs postula nema þegar hann söng messur eða tók þátt í samkirkjulegum bænastundum. Fulltrúar fjölmiðlanna þrettán á Norðurlöndum, sem vom í ferð- inni, fengu reyndar að spytja páfa fáeinna spuminga áður en hann heimsótti lönd þeirra en síðan ekki söguna meir. Jóhannes Páll II kvaddi ekki einu sinni áður en hann flaug með þyrlu frá Ciampino- flugvelli í Róm heim í Vatíkanið síðdegis á laugardag. Taugatitringnr í kringum nægjusaman mann Hann var líklega þreyttur. Páfi er 69 ára gamall og hafði flogið alls 11.986 km á samanlagt 25 tímum og 25 mínútum á aðeins 10 dögum og heimsótt 10 staði í 5 þjóðlöndum. Hann naut góðrar þjónustu og umönnunar í allri ferð- inni en það er þreytandi að flytja 38 ávörp og ræður, sjá sífellt ný andlit og þurfa að heilsa og hlýða á fjölda fólks. Fréttamennimir héldu í vonina um að hann birtist óvænt í aftasta farrými vélar Alit- alia-flugfélagsins. Lars Rooth, sænskur starfsmaður Vatíkanút- varpsins, var búinn að fara fram í og kveðja. Hans heilagleiki hafði hneppt páfahempunni frá niður á bringu og slappaði af. — Mig gmnar að hann hafí líka verið bú- inn að fá sér Campari-sóda og vínglas með matnum. Flugþjónarn- ir hlupu nefnilega allt í einu upp til handa og fóta þegar þeir vom að bera fréttamönnum drykki af því að sá sem vann fremst í vélinni bað um flösku af Campari og sóda- vatni. Sami taugatitringurinn greip um sig og þegar talsmaðurinn lét norrænu fréttamennina vita að þeir ættu að hitta páfa núna! Þá varð að bregðast strax við og troð- ast fram hjá kollegunum sem kusu iðulega að standa í gangvegi vélar- innar. Það mátti ekki láta hans heilagleika bíða eitt andartak. Spennan og allt tilstandið í kringum páfann virðast í hróplegri mótsögn við einstaklinginn sem gegnir embættinu nú. Hann vill frið og ró, er nægjusamur og djúp- hugull og virkar eins og hann sé upphafinn. I upphafi ferðar fengu frétta- mennimir að ganga inn í Alitalia- vélina að framanverðu og sjá að- búnað páfa. Fjögur fremstu sætin voru frátekin fyrir hann einan og öðm megin gangvegarins stóð lit- skrúðug blómaskreyting á borði. Ég ímyndaði mér að hann sæti þeim megin, en hafði rangt fyrir mér. Hann sat auðvitað þar sem hann gat séð móttöku- og kveðju- sveitirnar á áfangastöðunum. Þær stóðu í formlegri röð þegar vélin renndi í og úr hlaði. Nema á ís- menn áður en vélin mjakaðist af stað, eins og páfi væri löngu flog- inn sína leið. Jóhannes Páll II hefur væntan- lega kunnað að meta hversu Flug- leiðir lögðu sig fram um að gera honum til hæfis þegar hann flaug með flugfélaginu frá Tromsö til Keflavíkur. Hann hafði sérsmíðað hjólaborð með bleikum dúk fyrir framan sig og ísaumaða servíettu til að halla höfðinu að á stólbak- inu. Jón Sigurðsson yfírmatreiðslu- maður hafði útbúið hádegisverð fyrir hann og tveir flugþjónar sáu um að hann vanhagaði ekki um neitt. En páfi vildi fyrst og fremst frið og nartaði bara í matinn. Hann hefði varla veitt því athygli þótt dúkinn, borðið og servíettuna hefði vantað. Betri þjónusta í lofti en á iandi Flugleiðir gerðu líka vel við fylgdarliðið. Það var vel veitt með matnum, sem var humar og soðinn lax, og strax fyrir flugtak var boð- ið upp á kampavín og ávaxtasafa eins og hver viidi. Stemningin í vélinni var því ágæt og ekki síðri frammi í hjá páfahirðinni en aftur í hjá fréttamönnunum. Hinir síðar- nefndu voru hins vegar ekki jafn ánægðir með þjónustuna sem þeir fengu þegar þeir þurftu að fara að vinna á íslandi. Það fórst fyrir að afhenda þeim skírteini í tæka tíð svo að þeir kæmust hindrunar- laust að fréttamannastúkunni á Þingvöllum. Nokkurt þóf varð því við innganginn að afgirtu svæði á Efri völlum. Lögreglan var föst fyrir en gaf sig þegar fulltrúi ut- anríkisráðuneytisins áttaði sig á mistökunum. En þá voru nokkrir blaðamenn þegar orðnir reiðir og búnir að lýsa því yfir að þeir æt- luðu sko ekkert _að skrifa um heim- sókn páfa til íslands. Þar næst komu vandræðin með fréttamið- stöðina í Valhöll í ljós. Fyrst var sagt að engar rútur ækju þangað en það reyndist vera misskilningur. Kona frá TT-fréttastofunni í Svíþjóð lagði af stað fótgangandi en var stöðvuð af lögreglunni og send aftur í fréttastúkuna. Hún mátti ekki fara út fyrir afgirta Jóhannes Páll II um borð í Alitalia-vélinni við upphaf fyrstu Norðurlandaferðar páfa í sögunni. svæðið. Hún ákvað þá að taka rútu en sagan endurtók sig. Rútan var stöðvuð og konan send til baka. Hún varð bálreið og hneyksluð en komst að lokum í miðstöðina í fylgd með starfsmanni ráðuneytisins. Henni tókst að senda frétt en kol- legi hennar frá DPA í Vestur- Þýskalandi var ekki jafn heppinn. Hann komst reyndar árekstralaust í Valhöll en gat ekki hringt af því að starfsfólk Pósts og síma tók ekki við venjulegri greiðslu; frétta- mennirnir áttu að hafa síma- greiðslukort eða hringja kollekt. Sá þýski hafði ekki slíkt kort og það má ekki hringja kollekt til hei- malands hans. Hann varð fokvond- ur. — Hann hefði betur setið heima á Sögu, horft á guðsþjónustuna í sjónvarpinu og hringt fréttina vandræðalaust úr hótelherberginu. Það kom nefnilega á daginn þegar erlendu fréttamennimir borguðu reikningana á sunnudagsmorgun að símtölvukerfi hótelsins var í ólagi og allir höfðu hringt ókeypis. „Verst að ég vissi þetta ekki fyr- ir,“ sagði fréttaritari Aftonbladets sænska. „Ég hefði þá talað miklu lengur við konuna mína í Róm og hringt í bróður minn í Miami.“ Útflutningsráð bauð frétta- mönnum í síld og saltfisk kvöldið sem þeir voru í Reykjavík. Salt- fískurinn mæltist vel fyrir en fréttaritari Reuters sá eftir að hafa þegið útvatnaðan fisk í loftþéttum umbúðum að gjöf. Pokinn rifnaði í ferðatöskunni hans og hann varð að hella heilli ilmvatnsflösku í tösk- una til að fela lyktina. Linda Pét- ursdóttir fegurðardrottning tróð upp við kvöldverðinn. Flestum þótti hún falleg en ekki sérlega góður ræðumaður. „Aumingja stúlkan," sagði einn. „Hún var látin lesa texta sem hún hafði auðheyrilga engan áhuga á. Það hefði verið gáfulegra að láta hana bara brosa.“ Danir voru þeir einu sem buðu fréttamönnum ekki upp á neitt en Norðmenn voru mestu höfðingjam- ir. í Osló var veittur grillaður og grafinn lax úti í lítilli eyju og í Tromsö var kalt sjávarréttaborð og síðan farið í miðnæturveiðiferð á báti úti á firði. Það var bjart sem að degi klukkan þijú að nóttu og veiðin gekk vel. Fiskurinn var soð- inn og borðaður glænýr um borð á leiðinni í land. Finnar efndu til Heimsókn páfa vakti athygli í og Baldur Sveinbjörnsson voru Tromsö sem annars staðar. íslensku námsmennirnir Gísli Gíslason meðal þeirra sem hlýddu á kvöldbæn hans þar. kvöldverðar við komuna frá íslandi en flestir voru of þreyttir til að þiggja boðið. Svíar reiddu fram hlaðborð og buðu skoðunarferð í Ráðhúsinu. Gestrisnin var vel met- in en skilar sér varla í landkynning- argreinum. Fréttamennirnir höfðu nóg með að skrifa um páfann þótt flestir kvörtuðu undan litlum áhuga á Norðurlandaferð hans í skugga atburðanna í Kína og andláts Kho- meinis. Ólíkleg hugmynd varð að veruleika Jóhannes Páll páfi II fer víða. Undirbúningur að Asíuferð í haust stendur sem hæst og ferðadagskrá hans er fullbökuð tæp tvö ár fram í tímann. Nýjasta heimsóknarboðið er til Kúbu. Norðurlandaferðin var merkileg vegna þess að hún var fyrsta heimsókn hans til kristinna þjóða þar sem Lúters-trúarmenn eru í yfirgnæfandi meirihluta. Sam- kirkjuleg málefni settu því sterkan svip á ferðina. Biskupamir í Dan- mörku urðu sér til skammar með því að leyfa leiðtoga 870 milljóna kristinna manna ekki að tala í dóm- kirkjunni í Hróarskeldu sem upp- haflega var reist sem kaþólsk kirkja. Páfínn sýndi lítillæti sitt og auðmýkt með því að sækja bæna- stund þeirra og þeir bættu gráu ofan á svart með því að lesa síðar yfir honum harðorða ræðu um deilumál trúfélaganna. Hann hlýddi alvarlegur og íhugull á orð Kaupmannahafnarbiskups en það var flestum ljóst að þetta var hvorki staður né stund til að þræta um trúmál. Gestgjafar halda yfirleitt nærgætnar ræður yfir gestum sínum; deilumál eru rædd á öðrum vettvangi. Erkibiskupinn í Svíþjóð fór ekki í grafgötur um að hann óskaði þess að trúfélögin færðust nær hvert öðru og samkirkjulega hreyfingin bæri árangur þegar hann-ávarpaði páfa í dómkirkjunni í Uppsölum. En hann var kurteis og bænastundin var hin hátíðleg- asta. Kvenprestur sat næstur hans heilagleika í kómum í Uppsölum og það var áberandi í ferðinni hversu oft konur Iásu úr ritning- unni við samkirkjulegu guðsþjón- usturnar. Navarro-Vals sagði á leiðinni til Rómar að páfa hefði þótt ferðin til ■ Norðurlandanna afar ólíkleg þegar hana bar fyrst á góma. „En nú hefur hann stigið þetta stóra skref. Það er beint framhald af öðru Vatíkanþinginu sem lauk 1965. Það tók yfir 20 ár að stíga það en hver hefði trúað því að Rómarbisk- up ætti eftir að fara í hirðisheim- sókn til Norðurlanda og vera tekið svo innilega?" Móttökurnar voru alls staðar góðar þótt mannfjöldinn sem fagn- aði páfa væri ekki alltaf mikill. Nokkur þúsund manns voru þó saman komin á stórtorginu í Tromsö, 670 km fyrir norðan heimsskautsbaug, þegar hann las kvöldbæn. 250 íbúar bæjarins eru kaþólskir. Ung kona á torginu sagði að flestir væru komnir til að sjá páfann en ekki til að heyra boðskap hans: „Það koma ekki margir frægir gestir til Tromsö." Páfinn hitti þjóðarleiðtoga allra Norðurlandanna sem leiðtogi Páfa- garðs. Konungsfjölskyldurnar tóku honum sérstaklega vel. Sænsku konungshjónin voru viðstödd bænastundina í Uppsölum. Margr- ét Danadrottning og Hinrik prins fylgdu honum út í dómkirkjuna í Hróarskeldu og páfi var kynntur fyrir þeim. Ólafur Noregskonungur brá út af venju sinni og steig með Jóhannesi Páli II út á hallarsvalirn- ar og veifaði mannfjöldanum sem hafði safnast saman til að sjá hans heilagleika og konung. Fólkið hélt ró sinni en veifaði á móti. Kaþólsk kona geislaði af gleði og hélt á lofti peningaveski með myndum af ættingjum sínum í Asíu svo að þeir gætu notið stundarinnar með henni. Þetta var stór stund í lífi hennar. Hún hafði séð trúarleið- toga sinn. Lúters-trúarmenn eiga sér engan slíkan. Þeir litu öðrum augum á páfaheimsóknina en hinir fámennu kaþólsku söfnuðir sem arftaki Péturs postula gerði sér ferð til að hitta á Norðurlondum. TEXTI OG MYNDIR: Anna Bjarnadóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.