Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FTMMTUDÁGUR 15; JUNÍ 1989 Sovétríkin: Sprenging í klórgeymi Moskvu. Reuter. SJÖTÍU manns voru fluttir á sjúkrahús, vegna gruns um eitrun eftir að klórgeymir sprakk í Khabarovsk, í austur- hluta Sovétríkjanna, á þriðju- dag. Við sprenginguna fóru 800 kg af eitri út í andrúms- loftið. Þeir sem urðu fyrir eitr- uninni höfðu fiestir dvalist á baðströnd við ána Amur. í hópi þeirra voru mörg börn. 27 manns eru enn á sjúkra- húsi, þar af eru fyórir illa haldnir að sögn sovésku frétta- stofunnar TASS. Bretland: Thatcher lýsir yfir stuðningi við Lawson Lundúnum. Reuter. MARGARET Thatcher, for- sætisráðherra Bretlands, reyndi á þriðjudag að styrkja stöðu breska pundsins og binda enda á vangaveltur í fjöl- miðlum um að ágreiningur væri á milli hennar og Nigels Lawsons fjármálaráðherra í efnahagsmálum. „Ég styð ijármálaráðherrann í einu og öllu og er mjög stolt af hon- um,“ sagði Thatcher á breska þinginu, þar sem hún sat við hlið Lawsons. Gengi pundsins féll á þriðjudag og hefur það ekki verið jafn lágt gagnvart vestur-þýska markinu í 15 mánuði. Lawson fjármálaráð- herra hefur hækkað vexti við- skiptabanka um hartnær helming undanfarna tólf mán- uði og er það liður í tilraunum hans til að draga úr verðbólgu og þenslu. Hagfræðingar hafa haldið því fram að ráðherrana greini á um orsakir verðbólg- unnar og áhöld séu um hver ráði í raun ferðinni í efnahags- málum. Haftiarverka- menn í verk- falli Lundúnum. Reuter. YFIR þriðjungur breskra hafn- arverkamanna hafa verið í verkfalli frá því á fimmtudag til að mótmæla því að stjórn- völd hyggjast afnema ævi- ráðningu þeirra. Verkfallið náði upphaflega til 13 borga en hafnarverkamenn í fjórum þeirra hafa samþykkt að hefja störf að nýju. Dómstóll úr- skurðaði fyrir viku að verk- fallið væri ólöglegt og því hvöttu verkalýðsleiðtogar fé- lagsmenn til að mæta til vinnu. Þing fímm ara- baríkja sett Alsír. Reuter. SAMEIGINLEGT þing fimm norður-afrískra ríkja var sett í fyrsta sinn á laugardaginn í Alsír. Þingið er liður í aðgerð- um ríkjanna til að mynda sam- eiginlegan markað og búa sig undir innri markað Evrópu- bandalagsins 1992. Ríkin fimm eru Alsír, Líbýa, Máret- anía, Marokkó og Túnis og í þeim búa 62 milljónir manna. Reuter Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti, í ræðustól í Guildhall í London. Reagan lýsti yfir stuðningi sínum með kinversku þjóðinni sem tiann sagði að hefði kynnst anda lýðræðisins. Ronald Reagan í Bretlandi; Bretadrottning heiðrar forsetann fyrrverandi sJ London. Reuter. ELISABET Bretadrottning sæmdi Ronald Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, stórkrossi Bath-orðunnar við hátíðlega athöfrí í Buckingham-höll í gær. Fátítt er að útlendingum sé sýndur þessi heiður en orðan rekur uppruna sinn til þess er enskir kon- ungar tilnefiidu riddara við hirðir sínar og vísar nafii hennar til þess að þeir fóru í bað fyrir hina hátíðlegu athöfrí. Orðan veitir Reagan ekki rétt til að setja titilinn Sir við skímarnafrí sitt þar sem hann er ekki breskur þegn. Forsetinn fyrrverandi og eigin- kona hans, Nancy, eru í fjögurra daga einkaheimsókn í Bretlandi og á þriðjudag flutti Reagan sína fyrstu ræðu á erlendri grund frá því að hann lét af embætti. Reag- an beitti sér ákaft fyrir nánum samskiptum Breta og Bandaríkja- manna í alþjóðamálum meðan hann sat á forsetastóli og var náið samstarf milli hans og Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands. í ræðu í Guildhall í London á þriðjudag vék Reagan að ógnartí- ðindunum frá Kína og sagði að lýðræðisþrá þjóðarinnar yrði ekki kæfð með ofbeldi. „Hugsjónum verður ekki fargað. Skriðdrekum verður ekki ekið yfir vonina. Lýð- ræðisþrá einnar þjóðar verður ekki slökkt með vélbyssuskothríð," sagði Reagan. Þá minntist hann fjögurra leið- togafunda sem hann átti með Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtoga. Hann hvatti vestræn ríki til að hafa vara á sér í samskiptum við austantjaldsþjóðir og vitnaði í rússneskt orðatiltæki; „Doveijaj, no proveijaj“ — „Treystið, en sannreynið". Reagan-hjónin eru væntanleg til Parísar í dag, fimmtudag, þar sem forsetinn fyrrverandi tekur við heiðursnafnbót við Frönsku akademíuná í siðfræði og stjórn- málavísindum. BIACKSlDECKER’ I HINUM SMÆRRI HEIMILISTÆKJ UM Hitablásarar. Stoivaway ferðasett. Kaffive'lar. Peytarar. Borgarljós hafa nú fengið umboð fyrir Black & Decker heimilistæki Hið heimsþckkta fyrirtæki Black & Decker Heimilstækjaúrvalið frá Black & Dcckcr framleiðir fleira en borvélar! Á undanförn- er fjölbreytt, allt frá rafknúnum dósaopnur- um árum hefur fyrirtækið sífellt vcrið að um til öflugra handryksuga. Borgarljós hf. auka t'ramleiðslu sína á tækjum til heimilis- eru stolt af því að bjóða nú á íslandi þessi nota. Black & Deckcr hafa yfirburðar mark- vönduðu tæki, frá framlciðanda, sem unnið aðshlutdeild í heiminum á tækjum eins og hefur sér óbilandi traust í hugum (slendinga t.a.m. þráðlausum handryksugum. á undanförnum áratugum. Umboðsaðilar: Rafþjónusta Sigurdórs, SkagabrautB, Akranesi / Radlóvinnustotan Kaupangi v/Mýrarveg, Akureyri / Einar Stefánsson, Brekkuhvammi 12, Búðardal / Verslunin Ósbær, Pverbraut 1, Blónduósi, Guðni E. Hallgrlmsson, Grundargötu 42, Grundarfirði / Grlmur og Árni, Túngötu 1, Husavfk / R. Ó. Rafbúð, Hafnargötu 52, Keflavlk / Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Hvammstanga / Húsið, Aðalgötu 63, Stykkishólmi / Árvirkinn hf., Eyrarvegi 29, Selfossi / Rás, Raftækjaverslun, Selvogsbraut 4, Þorlákshöfn / Glóey hf., Ármúla 19 / Peran, Ármúla 32, / Ljðs og raftæki, Strandgötu 39, Hafnarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.