Morgunblaðið - 15.06.1989, Síða 29

Morgunblaðið - 15.06.1989, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FTMMTUDÁGUR 15; JUNÍ 1989 Sovétríkin: Sprenging í klórgeymi Moskvu. Reuter. SJÖTÍU manns voru fluttir á sjúkrahús, vegna gruns um eitrun eftir að klórgeymir sprakk í Khabarovsk, í austur- hluta Sovétríkjanna, á þriðju- dag. Við sprenginguna fóru 800 kg af eitri út í andrúms- loftið. Þeir sem urðu fyrir eitr- uninni höfðu fiestir dvalist á baðströnd við ána Amur. í hópi þeirra voru mörg börn. 27 manns eru enn á sjúkra- húsi, þar af eru fyórir illa haldnir að sögn sovésku frétta- stofunnar TASS. Bretland: Thatcher lýsir yfir stuðningi við Lawson Lundúnum. Reuter. MARGARET Thatcher, for- sætisráðherra Bretlands, reyndi á þriðjudag að styrkja stöðu breska pundsins og binda enda á vangaveltur í fjöl- miðlum um að ágreiningur væri á milli hennar og Nigels Lawsons fjármálaráðherra í efnahagsmálum. „Ég styð ijármálaráðherrann í einu og öllu og er mjög stolt af hon- um,“ sagði Thatcher á breska þinginu, þar sem hún sat við hlið Lawsons. Gengi pundsins féll á þriðjudag og hefur það ekki verið jafn lágt gagnvart vestur-þýska markinu í 15 mánuði. Lawson fjármálaráð- herra hefur hækkað vexti við- skiptabanka um hartnær helming undanfarna tólf mán- uði og er það liður í tilraunum hans til að draga úr verðbólgu og þenslu. Hagfræðingar hafa haldið því fram að ráðherrana greini á um orsakir verðbólg- unnar og áhöld séu um hver ráði í raun ferðinni í efnahags- málum. Haftiarverka- menn í verk- falli Lundúnum. Reuter. YFIR þriðjungur breskra hafn- arverkamanna hafa verið í verkfalli frá því á fimmtudag til að mótmæla því að stjórn- völd hyggjast afnema ævi- ráðningu þeirra. Verkfallið náði upphaflega til 13 borga en hafnarverkamenn í fjórum þeirra hafa samþykkt að hefja störf að nýju. Dómstóll úr- skurðaði fyrir viku að verk- fallið væri ólöglegt og því hvöttu verkalýðsleiðtogar fé- lagsmenn til að mæta til vinnu. Þing fímm ara- baríkja sett Alsír. Reuter. SAMEIGINLEGT þing fimm norður-afrískra ríkja var sett í fyrsta sinn á laugardaginn í Alsír. Þingið er liður í aðgerð- um ríkjanna til að mynda sam- eiginlegan markað og búa sig undir innri markað Evrópu- bandalagsins 1992. Ríkin fimm eru Alsír, Líbýa, Máret- anía, Marokkó og Túnis og í þeim búa 62 milljónir manna. Reuter Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti, í ræðustól í Guildhall í London. Reagan lýsti yfir stuðningi sínum með kinversku þjóðinni sem tiann sagði að hefði kynnst anda lýðræðisins. Ronald Reagan í Bretlandi; Bretadrottning heiðrar forsetann fyrrverandi sJ London. Reuter. ELISABET Bretadrottning sæmdi Ronald Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, stórkrossi Bath-orðunnar við hátíðlega athöfrí í Buckingham-höll í gær. Fátítt er að útlendingum sé sýndur þessi heiður en orðan rekur uppruna sinn til þess er enskir kon- ungar tilnefiidu riddara við hirðir sínar og vísar nafii hennar til þess að þeir fóru í bað fyrir hina hátíðlegu athöfrí. Orðan veitir Reagan ekki rétt til að setja titilinn Sir við skímarnafrí sitt þar sem hann er ekki breskur þegn. Forsetinn fyrrverandi og eigin- kona hans, Nancy, eru í fjögurra daga einkaheimsókn í Bretlandi og á þriðjudag flutti Reagan sína fyrstu ræðu á erlendri grund frá því að hann lét af embætti. Reag- an beitti sér ákaft fyrir nánum samskiptum Breta og Bandaríkja- manna í alþjóðamálum meðan hann sat á forsetastóli og var náið samstarf milli hans og Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands. í ræðu í Guildhall í London á þriðjudag vék Reagan að ógnartí- ðindunum frá Kína og sagði að lýðræðisþrá þjóðarinnar yrði ekki kæfð með ofbeldi. „Hugsjónum verður ekki fargað. Skriðdrekum verður ekki ekið yfir vonina. Lýð- ræðisþrá einnar þjóðar verður ekki slökkt með vélbyssuskothríð," sagði Reagan. Þá minntist hann fjögurra leið- togafunda sem hann átti með Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtoga. Hann hvatti vestræn ríki til að hafa vara á sér í samskiptum við austantjaldsþjóðir og vitnaði í rússneskt orðatiltæki; „Doveijaj, no proveijaj“ — „Treystið, en sannreynið". Reagan-hjónin eru væntanleg til Parísar í dag, fimmtudag, þar sem forsetinn fyrrverandi tekur við heiðursnafnbót við Frönsku akademíuná í siðfræði og stjórn- málavísindum. BIACKSlDECKER’ I HINUM SMÆRRI HEIMILISTÆKJ UM Hitablásarar. Stoivaway ferðasett. Kaffive'lar. Peytarar. Borgarljós hafa nú fengið umboð fyrir Black & Decker heimilistæki Hið heimsþckkta fyrirtæki Black & Decker Heimilstækjaúrvalið frá Black & Dcckcr framleiðir fleira en borvélar! Á undanförn- er fjölbreytt, allt frá rafknúnum dósaopnur- um árum hefur fyrirtækið sífellt vcrið að um til öflugra handryksuga. Borgarljós hf. auka t'ramleiðslu sína á tækjum til heimilis- eru stolt af því að bjóða nú á íslandi þessi nota. Black & Deckcr hafa yfirburðar mark- vönduðu tæki, frá framlciðanda, sem unnið aðshlutdeild í heiminum á tækjum eins og hefur sér óbilandi traust í hugum (slendinga t.a.m. þráðlausum handryksugum. á undanförnum áratugum. Umboðsaðilar: Rafþjónusta Sigurdórs, SkagabrautB, Akranesi / Radlóvinnustotan Kaupangi v/Mýrarveg, Akureyri / Einar Stefánsson, Brekkuhvammi 12, Búðardal / Verslunin Ósbær, Pverbraut 1, Blónduósi, Guðni E. Hallgrlmsson, Grundargötu 42, Grundarfirði / Grlmur og Árni, Túngötu 1, Husavfk / R. Ó. Rafbúð, Hafnargötu 52, Keflavlk / Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Hvammstanga / Húsið, Aðalgötu 63, Stykkishólmi / Árvirkinn hf., Eyrarvegi 29, Selfossi / Rás, Raftækjaverslun, Selvogsbraut 4, Þorlákshöfn / Glóey hf., Ármúla 19 / Peran, Ármúla 32, / Ljðs og raftæki, Strandgötu 39, Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.