Morgunblaðið - 15.06.1989, Síða 40

Morgunblaðið - 15.06.1989, Síða 40
MORfiUNBLAÐiÐ JFIMMTUD^GUp ,]U|4I 19§9 í ÞINGHLÉI Ríkissjóður ómagi á umferðinni Umferðarskattar 20.115 m.kr. 1989-1992 Samkvæmt langtímaáætlun um vegagerð hér á landi, sem gildi tók 1985, vóru útgjöld til vegamála miðuð við 2,4% af þjóð- arframleiðslu. Þetta hlutfall hef- ur aldrei náðst. Vantar mjög mikið á það hin síðari árin. Það var 1,5% 1985, 1,3% 1986, 1,07% 1987, 1,18% 1988 og er áætlað l, 16% 1989. í ár er þar ofan í kaupið gert ráð fyrir því að 682 m.kr. af benzíngjaldi og þungaskatti gangi fram hjá vegaframkvæmd- um — í rikissjóð. I Samkvæmt vegaáætlun 1989- 1992 skal vetja til vegamála 3.533 m. kr. 1989, 5.250 m.kr. 1990, 5.370 m.kr. 1991 og 5.500 m.kr. 1991, samtals langleiðina í tuttugu milljarða króna. Þessi fjárhæð er öll tekin í umferðarsköttum [benzíngjaldi og þungaskatti] en er í engu beint framlag ríkissjóðs. Þvert á móti tekur ríkissjóður til sín 682 m.kr. af umferðarsköttum líðandi árs. Ráðstöfun þessa fjár 1989 er sem hér segir: 1) Stjóm og undir- búningur 208 m.kr., 2) Viðhald þjóðvega 1.385 m.kr., 3) Til nýrra þjóðvega 1.470 m.kr., 4) Til brúar- gerða 95 m.kr. 5) Til fjallvega 30 m.kr., 6) Til sýsluvega 140 m.kr., 7) Til vega í kaupstöðum og kaupt- únum 190 m.kr., 8) Til tilrauna 15 m.kr. Allar eru þessar tölur þó háðar því að niðurskurðarhnífur stjóm- valda fari fram hjá garði þeirra. II Sem fyrr segir mælir langtíma- áætlun fyrir um að vegafé sam- svari 2,4% af þjóðarframleiðslu — frá og með árinu 1985. Tvisvar hefur útreikningi þjóðar- framleiðslu verið breytt frá því þessi áætlun var gerð. Upphaflegi grunnurinn er sagður 86,7% af núverandi grunni. Samkvæmt því er rétt að telja hlutfall vegamála af þjóðarframleiðslu, eins og það var „ákvarðað“ í Iangtímaáætlun, 2,08%. Það hlutfalla hefur heldur aldrei náðst. Og næst ekki samkvæmt vegaáætlun 1989-1992. III Samkvæmt greinargerð með nýrri vegaáætlun vóru bílar í landinu snemma árs 1989 142.628 talsins, þar af 128.916 fólksbifreið- ir, eða 512 á hverja 1.000 íbúa. Bílaeign er hvergi í veröldinni hlut- fallslega meiri nema í Bandaríkjun- Um. Mælt í bílaeign erum við ein ríkasta þjóð heims. Sama verður ekki sagt ef ríkidæmið er mælt í meðalgæðum vega okkar, þótt góð- vegir lengist dijúgt ár hvert. Áætlaður innflutningur er 8.500 bílar 1989, 9.000 bíiar 1990, 11.500 1991 og 12.000 1992. Ekki verður þó um hreina viðbót að ræða, sem þessu nemur, enda úr- eldast bílar fljótt, ekki sízt á slæm- um vegum. Áætluð bifreiðaeign 1992 er 155.000 ökutæki. IV í greinargerð með vegaáætlun segir: „Tekjur af benzíni eru háðar ljölda benzínbifreiða og meðal- neyzlu á bíl svo og upphæð benzín- gjalds hveiju sinni. Gert er ráð fyrir, að heimild til hækkunar benzíngjalds verði nýtt til fulls hveiju sinni og oftar en einu sinni á ári ef þörf krefur. Benzíngjald á meðalverðlagi 1989 er talið verða 17,40 kr./l.“ Meðaleyðsla á bifreið var yfir l. 300 lítrar 1988. í tekjuáætlun næstu ára er reiknað með 1.295 1 meðaleyðslu. Samkvæmt henni hyggst ríkissjóður ná inn í verði benzíns eftirtöldum fjárhæðum: 1989 2.930 m.kr., 1990 3.780 m. kr, 1991 3.900 m.kr. og 1992 4.030 m.kr., — eða 14.640 m.kr. á íjórum árum. Þar að auki eru áætlaðar tekjur af þungaskatti bifreiða 1.065 m.kr. 1989, 1.470 m.kr. 1990, 1.470 m.kr. 1991 og 1.470 m.kr. 1992, eða samtals 5.475 m.kr. Ótaldir eru skattar í verði bif- reiða sem og söluskattur í verði ökutækja og eldsneytis. Dálagleg skattheimta atama! V Vegagerð ríkisins fær ekki önn- ur framlög 1989 en „markaðir tek- STEFÁN FRIÐBJARNARSON Nýtt bensínverö 01.06.89, flutnlngs]öfnun 2,0% -Dreifingarkostna&ur —Innkaupaverb (cif-ver&) justofnar" standa til, þ.e. benzí- ngjald og þungaskattur. Og reynd- ar tæplega það. Samkvæmt fjár- lögum 1989 er gert ráð fyrir að 682. m.kr. af þessum tekjustofnum renni beint í ríkissjóð, til viðbótar söluskatti sem umferðin ber. Þann- ig er ríkissjóður í vissum skilningi orðinn ómagi á umferðinni (Vega- gerðinni) en ekki öfugt. í nefndaráliti fulltrúa stjórnar- andstöðuflokka í fjárveitinganefnd segir orðrétt um þetta efni: „Þessu mótmælum við fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna og lýs- um þeirri skoðun okkar að verkefni í vegagerð á íslandi séu svo brýn og þýðingarmikil að nausynlegt sé að Vegagerðin haldi öllum sínum lögboðnu tekjustofnum." Það er út af fyrir sig satt og rétt. Samt hefði ekki verið goðgá að lækka umferðarskatta, sem nemur ætluðum „feng“ ríkissjóðs, þ.e. um 682 m.kr. Það hefði verið hænufet til réttrar áttar og vottur viðleitni til að standa við brotabrot af heitum stjórnvalda um verðlags- aðhald þá kjarasamningar vóru gerðir. Markaöar tekjur til vegamála samtais: 1989-92 (upphæ&ir f milljónum kr.) 5.250 5.370 5.500 Bensíngjald 4.030 3.995 +220 frá fyrra érl 3.900 3.780 2.930 Þungaskattur, árgjald 265 340 340 ■—r——i— •89 '90 '91 '92 Þungaskattur, km-gjald 1.130 1.130 800. -t——r -j 682 mlll]ónlr fær&ar I rlkissjóö 1989 '90 ‘91 '92 '89 '90 'Ol '92 1989 1990 1991 1992 Að hugsa á íslensku eftirSigríði Sigmundsdóttur Við sem erum fædd á árunum 1920—30 fáum stundum að heyra að við séum ekki samkeppnisfær í ýmsu, sem unga fólkið hefur próf í. Já, margt er til í því og þó. Mörg okkar báru gæfu til þess að njóta samvista við aldamótakynslóðina og af henni lærðum við margt, sem því miður finnst ekki á nútíma námsskrám. Það var kannski auð- veldara á vissan hátt að vera kenn- ari fyrir 50 árum, námsskráin ekki eins flókin og í dag, en ég held að við nemendur, sem þá sátum á skólabekk, höfum orðið að treysta meira á mátt okkar, engin tölva né annað, sem í dag er ómissandi. En vantreysta kennara var nokkuð sem ég skyldi ekki gera á mínu heimili. Foreldrar þeirra tíma treystu á að við lærðum í skólanum. Tilefni þessarar greinar er hlust- un mín á vissan þátt í útvarpi. Fréttamaður þakkaði viðmælanda fyrir góð svör og sá svaraði að bragði: „Gjörðu svo vel." Ég var svo sem búin að heyra þessa kveðju þennan daginn. Tvær elskulegar símastúlkur á opinberum stöðum, er ég þurfti að hafa samband við, kvöddu mig með: „Gjörðu svo vel.“ En það sem fékk mig til þess að taka mér smáhvíld frá vinnu minni, var staða viðmælanda þess sem kvaddi með: „Gjörðu svo vel.“ Hann var skólastjóri. (Þátturinn var ekki um skólamál.) Hugurinn reikaði 50 ár aftur í tímann og svo áheyrn minni að samtali tveggja erlendra ferða- manna. Gamli skólastjórinn minn, hún frk. Svava, reyndi af öllum mætti að venja mig af dönskuslett- um, sagði að fyrst yrði ég að læra mitt eigið mál, þá skaðaði þessi ávani mig ekki eins. Fyrir tveimur áwmi % ■> m;h»i i«*i mfti nf mér 5 klst. flug. Tveir erlendir ferðamenn sátu mér við hlið, þeir höfðu dvalið í Reykjavík í 3 daga. Þeir virtust heldur betur hissa á ymsu, sem þeir höfðu heyrt og séð. Mest furðuðu þeir sig á menningu og málakunnáttu íslendinga. Nú varð stolt mitt sem íslendings svefninum yfirsterkara og fór ég að hlusta á tal þeirra. Málakunn- átta starfsfólks í móttöku á því hóteli er þeir gistu var þeim undr- unarefni, þýska, franska, enska, og Norðurlandamálin. Jú, þetta gat allt passað. Ég vissi, vegna vinnu minnar, að úrvalslið hafði verið á vakt þessa 3 daga. Þegar ég talaði við flugfreyju heyrðu þeir að ég var íslensk og nú báðu þeir mig að tala við sig um stund. Ég var því miður ekki rétti málsvarinn, en reyndi samt mitt besta. Að ég nefni þetta atvik í háloftunum er tilsvar annars þeirra.: „Þið hljótið að bera mikla virðingu fyrir tungu ykkar og menningu." Já, ^að gerði minn gamli skóla- stjóri. íslenskan var henni svo kær að á hana mátti ekki sletta dönsku. Megi öll okkar forréttindi, sem við njótum til menntunar, ekki koma í „ Af áratuga kynnum mínum af skólafólki á mínum vinnustöðum er ég persónulega viss um að þrátt fyrir ýmsar nútímaslettur í daglegu málfari vill það varð- veita móðurmál sitt.“ veg fyrir að við hugsum á íslensku. Unga fólkinu nú er vorkunn, þótt það sletti hér og þar í öllu þessu fjölmiðlafári, en kennarar og þeirra yfirmenn verða að hugsa á íslensku. Þeir hafa undirgengist þá ábyrgð að viðhalda íslenskri menningu og tungu. Þeir sem þær greinar kenna. Af áratuga kynnum mínum af skólafólki á mínum vinnustöðum er ég persónulega viss um að þrátt fyrir ýmsar nútímaslettur í daglegu málfari vill það varðveita móðurmál sitt, en það er ekki bara kennar- ans, heldur okkar sem eldri eru að veita því gott fordæmi. Höfundur er stnrfsmnður á hóteli. Agóðinn til Styrktarfélags lamaðra og fatlaða Þessir ungu sveinar hér á myndinni, þeir Kristinn Haukur Guðnason, Arnar Guðnason og Friðgeir Már Alfreðsson héldu nýlega hlutaveltu og létu þeir ágóðann, krónur 365,- renna til Styrktarfélags lamaðra og fatl- —......-.. ... . '88 1 hewwwí--------'maxrmmnr^ Til styrktar Rauða krossi íslands Þessar hressu hnátur hér á myndinni héldu nýlega hlutaveltu og fór ágóð- inn, 2.301 kr. í Hjálparsjóð Rauða kross íslands. Þær eru, frá vinstri á myndinni: Jóhanna, Ásdís og Dagmar. Ágóðinn til Rauða krossins Þessi fríði hópur barna, þau Guðrún Þóra, Petra Björk, Stefania, Lovísa Dagmar og Rúnar Gauti, hélt fyrir skömmu hlutaveltu og létu þau ágóð- ann, 2000 krónur renna í Hjálparsjóð Rauða krossins. Saftiað í Hjálparsjóð Rauða krossins Þessar ungu stúlkur hér á myndinni söfnuðu nýlega fimm hundruð krónum í Hjálparsjóð Rauða krossins. Þær heita Vigdís Ósk Helgadóttir, Helga Rún HpltrarlntHr nir bnmmi Ámlatsdnttir.-------- -.........

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.