Morgunblaðið - 15.06.1989, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 15.06.1989, Qupperneq 42
3] Electrolux Ryksugu- tilboð Z-239 1150 WÖTT D-740 ELECTROIMIK Z-165 750 WÖTT Aðeins 1 .500 kr. út og eftirstöðvar til allt að 6 mánaða. Vörumarkaðurinnhf. Kringlunni - sími 685440 Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins: Stjórnin fari frá — kosn- ingar eins fljótt og hægt er Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt á fundi miðstjórnar Sjálf- stæðisflokksins 13. júní síðastlið- inn: Miðstjóm Sjálfstæðisflokksins lýs- ir yfir eindreginni andstöðu við stefnu núverandi ríkisstjómar. Þessi stefna hefur leitt til þess að ófremd- arástand hefur nú skapast í íslensku þjóðfélagi. Stefna ríkisstjómarinnar hefur beðið skipbrot og hún stendur ráðþrota frammi fyrir afleiðingum þess. Hún er rúin trausti almennings. Tímabilið frá því ríkisstjóm vinstri flokkanna var mynduð sl. haust hef- ur einkennst af miklum óstöðugleika í stjómmálum og óvissu um fram- vindu mála á öllum sviðum þjóðlífs- ins. Við slíkar aðstæður er ekki unnt að búa áfram. Ríkisstjórnin hefur augljóslega ekki burði til að takast á við þau miklu verkefni í efnahags- og atvinnumálum sem við blasa og krefjast skjótrar úrlausnar. Enn síður hefur hún styrk til að móta stefnu íslendinga í samskiptum og viðskiptum við aðrar þjóðir á tíma mikils umróts og breytinga á al- þjóðavettvangi. Um síðastliðin áramót bentu tals- menn Sjálfstæðisflokksins á að það hlyti að leiða til ófamaðar þegar ríkisstjomin sjálf hefði forystu um verðhækkanir og legði sjö milljarða króna í nýjum skattaálögum á al- menning og atvinnufyrirtæki í landinu á sama tíma og kaupgjald var bundið með lögum. Það er nú komið á daginn að þessar aðvaranir voru réttar og stefna ríkisstjómar- innar hefur Ieitt til vaxandi verð- bólgu, atvinnuleysis, minni kaup- máttar og meiri erfiðleika í atvinnu- rekstri en áður var við að glíma. Við gerð kjarasamninga gaf ríkis- stjómin fyrirheit um kaupmátt og verðlagsmál sem augljóst var að hún ætlaði að svíkja. Fyrirheit sem gefin voru atvinnuvegunum gengu þvert á loforð gagnvart launþegum. Ríkis- stjórnin hefur því svikið bæði launa- fólkið og atvinnufyrirtækin. Það eru þessar aðstæður sem kall- að hafa fram réttláta reiði almenn- ings í kröftugustu andmælum gegn ríkisstjórn sem komið hafa fram um langan tíma. Ríkisstjórnin gaf fyrirheit um hallalaus fjárlög eftir sjö milljarða króna skattahækkun. Þrátt fyrir þetta stefnir nú í margra milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs og nýtt íslandsmet í skuldasöfnun er- lendis. Þannig hrannast vandamálin upp og bíða úrlausnar næstu ríkis- stjórnar. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ítrekar að snúa þarf af braut vinstri stefnunnar og leggur í því sambandi áherslu á eftirfarandi atriði: * Rekstrarskilyrði útflutning- og samkeppnisgreina verði bætt með almennum aðgerðum. í því sambandi leggur miðstjórnin m.a. áherslu á aðgerðir í skattamálum til að bæta eiginfjárstöðu íslenskra atvinnufyrir- tækja. * Millifærslu- og íhlutunarsjóðir ríki- stjórnarinnar verði þegar í stað lagð- ir niður. Minnt er á tillögur þing- flokks sjálfstæðismanna um hlutverk Byggðastoftiunar varðandi uppbygg- ingu atvinnulífs á landsbyggðinni. Ný sókn í atvinnumálum verður að byggjast á því að fyrirtækin geti skilað hagnaði til að standa undir bættum lífskjörum. * Gerð verði áætlun um sparnað og skipulagsbreytingar í ríkisrekstri. Byrjaö verði á endurskipulagninu Stjórnarráðsins með uppruna ráðu- neyta. Með markvissum langtímaað- gerðum af því tagi má skapa raun- hæf skilyrði fyrir því að draga úr skattheimtu. * Óhjákvæmilegt er að afnema þeg- ar í stað þá óréttlátu eignaskatts- hækkun er ríkisstjórnin ákvað sl. vetur og leggst með mestum þunga á einstaklinga, einkum ekkjur og ekkla. * Verð á brýnustu nauðsynjum heimilanna er allt of hátt. Miðstjórn- in ítrekar fyrri tillögur Sjálfstæðis- flokksins um leiðir til þess að lækka verð á matvælum. * Skuldasöfnun þjóðarinnar erlendis verði stöðvuð og efnahagslegt sjálf- stæði hennar treyst með jöfnuði í viðskiptum við útlönd og fjármála- stefnu sem treystir á ráðdeild og sparnað heima fyrir. Núverandi ríkisstjórn hefur tekið hagsmuni ríkissjóðs fram yfir hag heimila og þarfir atvinnuvega. Frá þeirri stefnu þarf að snúa. Um þessar mundir minnist Sjálf- stæðisflokkurinn þess að 60 ár eru liðin frá stofnun hans. Á þessum tímamótum ítreka sjálfstæðismenn því grundvallarstefnumið Sjálfstæð- isflokksins. Þeir minna á að þjóðinni hefur jafnan famast best þegar framfarasókn hefur verið byggð á traustum undirstöðum víðsýnnar og þjóðlegar umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir aug- um. Afsagnarbréf oddvíta Skagastrandar Adolf J. Berndsen sagði af sér starfi oddvita í hreppsnefiid Höfðahrepps, Skagaströnd, 5. júní síðastliðinn. Þann dag sendi hann frá sér efiirfarandi bréf til íbúa Skagastrandar, þar sem Sjálfstæð- isflokkurinn fékk 42% atkvæða i sveitarstjórnarkosningunum 1986. „Það tilkynnist hér með formlega að ég hefí ákveðið að segja af mér starfi oddvita í Hreppsnefnd Höfða- hrepps frá og með 5. júní 1989. Greinargerð Svo sem kunnugt er var gert sam- komulag milli Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisflokks eftir sveitastjómar- kosningar 1978, 1982 og 1986 um kjör oddvita ofl. — Samstarf þessara flokka hefur lengst af gengið mjög vel uns núverandi fulltrúi Alþýðu- flokks, Axel Hallgrímsson, batt endi á þetta samstarf á sl. ári og gekk til liðs við fulltrúa Alþýðubandalags og Framsóknarflokks í sveitarstjórn Höfðahrepps, þrátt fyrir áður gert samkomulag flokkanna eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Þrátt fyrir framangreinda breyt- ingu ákvað ég að gegna starfi odd- vita áfram og sjá til hvernig mál þróuðust og kvað félagsmálaráðu- neytið upp úrskurð um að mér væri ekki skylt að víkja úr starfi oddvita og gæti þess vegna gegnt starfí mínu til loka kjörtímabilsins. Fljótlega kom í ljós að núverandi meirihluti reyndi allt hvað hann gat að gera mér eins erfitt fyrir og nokk- ur kostur var. Á þetta bæði við um störf mín innan sveitarstjórnar sem og út á við sem kjörins foiystumanns Höfðahrepps. Núverandi meirihluti hefur þannig reynt að útiloka mig frá því að geta lagt málefnum sveitarfélagsins það lið sem mér hefur sem oddvita verið skylt og hugur minn stefnt til. Þetta hefur núverandi meirihluti gert með því að grípa fram fyrir hendur mínar í ákveðnum málum og á þann hátt reynt að gera mig ómerk- an orða minna og gjörða. Jafnframt hefur meirihlutinn nú nýlega samþykkt bókanir og tillögur á fundi hreppsnefndar sem takmarka svo eðlilegar athafnir og gjörðir odd- vita að lengur verður ekki við svo búið. Lýsi ég fullri ábyrgð á hendur þeim þremur fulltrúum sem standa að afgreiðslu mála á svo óábyrgan hátt. Þegar ástand mála er orðið eins og það er í dag í hreppsnefnd Höfða- hrepps þá tel ég rétt að víkja sæti. Eðlileg starfsskilyrði oddvita eru ekki lengur fyrir hendi. Eg hefi nú starfað í hreppsnefnd Höfðahrepps í 25 ár og þar af gegnt starfi oddvita í 11 ár. Á þessum tíma hef ég lagt mig fram um að vinna málefnum Skagstrendinga allt það gagn er ég hefi getað. Ég hefi leitað við að vinna af krafti og metnaði fyrir hönd byggðarlagsins og kapp- kostað að reisn þess og vöxtur yrði sem mestur. Það er að lokum einlæg von mín að íbúum Skagastrandar og byggð- arlaginu sjálfu farnist vel í framtíð- inni og áframhald verði á þeirri upp- byggingu sem unnið hefur verið svo markvisst að undanfarin mörg ár.“ Borðum meiri ost Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Vel er hægt að taka undir slag- orð þeirra Osta- og smjörsölu- manna sem hér birtast í fyrirsögn, enda ostur afar góður matur og hollur þar að auki. Osta- og smjör- salan gefur reglulegá út bæklinga með uppskriftum úr eigin eldhúsi og eru þeir til fyrirmyndar að öllu leyti. Bæklingunum er dreift í verslanir og eru ekki lengi að ganga út, og því ekki öllum auðfengnir. Ostauppskriftirnar sem hér fylgja með koma úr annarri átt en geta vonandi orðið einhveijum að liði eigi að síður. Osta-bollur 250 g rifinn ostur, 3 eggjahvítur, salt og pipar, rasp eða brauðmylsna. Eggjahvíturnar eru stífþreyttar, ostinum blandað saman við ásamt kryddi. Gerðar eru bollur sem velt er upp úr raspi eða brauðmylsnur brúnaðar á pönnu og fitan látin síga vel af á pappír áður en þær eru bomar fram. Grænmetissalat borið með. Osta-eggj akaka 2-3 soðnar kartöflur, Ostabollur 1 laukur, 50-100 g soðið eða steikt kjöt, 1 rauð paprika, 4 egg, 3 msk vatn, 1 dl rifinn ostur, graslaukur eða steinselja. Kartöflur, laukur, paprika og kjöt skorið smátt og brugðið í smjör á pönnu, síðan sett í ofnfast fat. Eggjum og vatni hrært saman og hellt yfir það sem í fatinu er, krydd- að og síðan er rifnum ostinum stráð yfir jafnt. Fatið sett í ofninn og bakað þar til osturinn er bráðinn. Graslauk síðan stráð yfir um leið og borið er fram. Ætlað fyrir 2-3. Osta-grænmetisréttur 500 g grænmeti soðið til hálfs. Tegundum er hægt að hagræða eftir þörfum, t.d. blómkálsgreinar, Ostaeggjakaka púrrusneiðar, sellerí, stöngull eða rót. Grænmetið sett í smurt ofnfast fat (alls ekki fullsoðið) og yfir er sett sósa búin til á eftirfarandi hátt. Sósa: 2 msk. smjör eða smjörh'ki, 2 msk. hveiti, 3 dl vökvi, grænmetissoð og mjólk, 4 dl rifinn ostur. krydd. Þetta er venjulegur uppbakaður jafningur að ostinum viðbættum. Sósunni hellt yfír grænmetið og bakað í ofni í ca. 20 mín. við 200°C. Ætlað fyrir 3-4. I Heimilishorni 24. maí sl. var meinleg villa. Standa átti á siðustu og verstu „dýrtíðar“- tímum (ekki dýrðar, eins og mis- prentað var).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.