Morgunblaðið - 15.06.1989, Síða 31

Morgunblaðið - 15.06.1989, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1989 31 Forsetí bandaríska herráðsins í Moskvu: Hefiir efasemdir um meinta vamarstefiiu Moskvu. Reuter. FORSETI bandaríska herráðsins, William Crowe flotaforingi, lét í Ijós mjög ákveðnar efasemdir um þær fullyrðingar Sovétstjórnar- innar að hún hefði tekið upp nýja hernaðarsteftiu, sem einungis byggðist á vörnum. Um leið skoraði hann á Kremlveija að sýna hug sinn í verki með því að minnka hernaðarútgjöld enn meira en gert hefúr verið. Crowe sagði eftir heimsókn til kjamorkueldflaugastöðvar og her- flugvallar skammt utan við Moskvu, að þrátt fyrir að niðurskurður hem- aðarútgjalda Sovétríkjanna væru skref í rétta átt, væm áhrif hans „aðeins minniháttar á herstyrk Sovétríkjanna“. „Þegar ég met hvort hernaðar- stefna er frekar til varnar eða til sóknar met ég heildarstyrk viðkom- andi ríkis og þann sóknarþunga, sem hægt er að beita,“ sagði Crowe þegar hann svaraði spurningum í Voroshflov herráðsskólanum. „Eigi ég við ofurefli að etja get ég ekki annað en ályktað sem svo að um árásarstefnu sé að ræða. Einföld samlagning og frádráttur á hernaðarmætti yðar leiðir óhjá- kvæmilega til þeirrar niðurstöðu, að ef Atlantshafsbandalaginu er alvara með að veija Evr- ópu . . . getur bandalagið ekki fómað lykilvopnakerfum okkar — þá helst flugher okkar og svæðis- bundnum kjarnorkuvopnum — án umhugsunar." Crowe var á hinn bóginn bjart- sýnn á þíðuna í samskiptum risa- veldanna og lagði áherslu á þá trú sína, að leiðin fram á við fælist í samningum um gagnkvæma af- vopnun frekar en einhliða fmm- kvæði. „Jafnvel þó svo að [umsamin afvopnun] sé smá í sniðum er með ólíkindum hvaða áhrif hún getur haft,“ sagði Crowe. „Hún myndi ryðja brautina fyrir stórstígari skref í afvopnunarátt í framtíðinni. Bruggun og og neysla öls bönnuð í Kenýa Nairobi. Reuter. DANIEL Arap Moi, forseti Kenýa, bannaði um síðustu helgi landsmönnum að drekka og brugga bjór og lýsti því yfir að hann hefði ekki áhuga á því að rikja yfir þjóð fyllirafta. í Kenýa er bannað að framleiða brennd vín og þar hefur áður ver- ið reynt að setja höft á sölu bjórs. „Frá og með 10. júní verður braggun og neysla bjórs að leggj- ast niður,“ sagði Moi í útvarpsá- varpi. Hann greindi ekki frá því með hvaða hætti bjórbanninu yrði framfylgt. Reuter George Bush Bandaríkjaforseti undir stýri á bíl sem brennir etanóli í stað bensins. því yfir á fundi samtakanna að hafin væri „hálfgerð tilbeiðsla fyrir skað- lausum og hreinum orkugjöfum". Þá hafa fulltrúar OPEC í aðalbækistöðv- um samtakanna í Vín mælst til þess að gerð verði tafarlaust könnun á því að hve miklu leyti ótti almenn- ings við mengun af völdum olíunotk- unar muni hafa áhrif á framleiðslu- áætlanir OPEC-ríkjanna á næsta áratug. Eftirspum eftir olíu OPEC-ríkj- anna er fyrst nú farin að nálgast fyrra horf en snemma á áttunda ára- tugnum dró mjög úr henni vegna gífurlegar verðhækkunar árið 1973 og aftur ’79. Fyrir rúmum áratug seldu OPEC-ríkin 30 milljónir olíu- fata á dag en nú nemur salan aðeins 21 milljón fata. Mikil sundmng ríkir innan sam- takanna sem 13 ríki eiga aðild að. Á síðasta fundi þeirra settu fulltrúar Kúvæt og Sameinuðu furstadæm- anna fram kröfur um stærri fram- leiðslukvóta sér til handa. Samkomu- lag náðist ekki um þær kröfur. Þessi ríki drógu sig þá út úr kvótakerfí OPEC-samtakanna og heimsmark- aðsverð á olíu lækkaði samstundis. Ekki bætir úr skák fyrir afkomu OPEC-ríkjanna að Iranar og írakar reisa nú olíuiðnað sinn úr rústum Persaflóastríðsins en báðar þjóðir skortir sárlega fjármagn til að rétta við efnahaginn. Fá Grænlendingar kanadíska rækju? Kaupmannahöfh. Frá N.J.Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. Kanadískir útgerðarmenn hafa farið fram á það við grænlensku landsstjórnina, að þeir fái að landa í Grænlandi rækju, sem ekki er unnt að vinna um borð í kanadísku verksmiðjuskipunum. Er hér um að ræða 10-15.000 rækjutonn á ári. William Crowe Landsstjómarmaðurinn Kaj Egede segir, að grænlensku verk- smiðjurnar geti sem hægast tekið við þessu magni mestan hluta árs og hann telur, að ábótin geti bætt reksturinn og arðsemina. Er þetta mál nú til athugunar og einnig beiðni frá kanadíska lyfjafyrirtæk- inu D-PACK, sem vill fá Græn- lendinga til samstarfs um lýsi- svinnslu úr selspiki. Hyggst fyrir- tækið nota lýsið, sem verður í hylkjum, sem meðal við of mikilli blóðfitu og hefur landsstjórninni verið boðið einkaleyfi á sölunni á evrópskum markaði. D-PACK mun hins vegar annast söluna í Kanada og Bandarílq'unum. SIMÁíMNIRIRA PANASONIC Fyrir heimilið og vinmistaðinn KX-T 2135 BE — Takkasími mcð sjálfvirku vali — 28 minni — Inn- byggður hátalari og hljóðnemi — Handfrjáls notkun — Skjár sem sýnir klukku, valið númer, tímalengd símtals — Elti—hringing (ef símanúmer er á tali hringir síminn sjálfkrafa í næsta valið númer) — Hægt að geyma við- mælanda — Endurvalstakki fyrir síðasta númer — Styrkstillir í’yrir hljóð — Púlsval, tónval — Veggfesting KX-T 2342 E — Takkasími með sjálfvirku vali og innbyggðum hátalara og hljóðnema — Handfrjáls notkun — 20 minni---6 minni fyrir beint útval — Endurvalstakki fyrir síðasta númer — Hægt að geyma viðmælanda — Tónval, púlsval — Veggfesting KX-T 2386 BE — Takkasími með símsvara — Sjálfvirkt val — Innbyggður hljóðnemi og hátalari — 12 minni — 3 minni fyrir beint útval — Hvert móttekið skilaboð í allt að 150 sek. — Ljós í takkaborði — Tónval, púlsval — Veggfesting. HEKLAHF Laugavegi 170-174 Sími 695500 STORUTSAI í A-HÚSINU,2. H» OPIÐ FRÁ KL.12-18.30. LAUGARD. FRÁ KL.10-14. S:11981 £

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.