Morgunblaðið - 15.06.1989, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 15.06.1989, Qupperneq 36
36 J t ÍWHi ; I ,/rj[ ;;.vy MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUÐAGUR 15. JUNI 1989 Ljósmyndasýningar Minjasafhs og Laxdalshúss: Svipmyndir úr sögu Akureyrar TVÆR sýningar á Ijósmyndum úr eigu Minjasafnsins verða í Laxdals- húsi í sumar. Önnur er sýning á mannamyndum úr safiii Hallgríms Einarsonar og í tengslum við hana er leitað aðstoðar við að þekkja fólk á myndunum. Hin sýningin ber yfirskriftina Akureyri — svipmyndir úr sögu bæjar. Með hjálp gamalla ljósmynda, uppdrátta og teikninga er leitast við að skýra í máli og myndum hvernig Akureyri óx frá því að vera verslunarstaður einokunarkaupmanna í það að verða nútíma bær. Minjasafnið hóf sumarstarfsemi sína 1. júní síðastliðinn og er það opið alla daga vikunnar frá kl. 13.30 til 17.00 fram til 15. september. Safnið er byggðasafn Eyfirðinga, stofnað árið 1962 og hefur það frá upphafi verið til húsa að Aðalstræti 58. Þar eru varðveittir munir sem lýsa daglegu lífi fólks í sveit og bæ á fyrri tímum. í safninu er gott úr- val handverkfæra, bæði frá iðnaðar- mönnum í bænum og einnig frá sveitaheimilum, talsvert af íslenskum listiðnaði, útskurði, vefnaði og út- saumi. í ljósmyndadeild Minjasafnsins eru varðveitt söfn akureyskra ljósmynd- ara, en þeirra stærst er safn Hallgríms Einarssonar og sona, sem afkomendur hans hafa afhent til varðveislu. Ljósmyndimar á sýning- unni er flestar teknar af Önnu Schiöth og Hallgrími Einarssyni, en þau störfuðu bæði sem ljósmyndarar á Akureyri. Anna lærði ljósmyndun í Kaupmannahöfn og árið 1879 setti hún upp fyrstu ljósmyndastofuna á Akureyri. Stofan var rekin undir nafni eiginmanns hennar, Henriks Schiöth, og myndimar merktar hon- um, en vitað er að Anna tók myndim- ar. Hallgrímur lærði einnig ljós- myndagerð í Kaupmannahöfn og starfaði hann fyrstu árin á Seyðis- firði, en kom til Akureyrar árið 1904 og rak ljósmyndastofu um fjögurra áratuga skeið. Myndir Önnu og Hallgríms em ómetanlegar heimildir um bæinn og Ma hans frá því um 1880 og fram yfir seinni heimsstyij- öld. Sýningamar í Laxdalshúsi eru opnar frá kl. 14.00-17.00 alla daga vikunnar og á þeim tíma verða á boðstólum kaffiveitingar. Málverkasýning í Gamla Lundi GUNNAR S. Siguijónsson frístundamálari heldur mál- verkasýningu í Gamla Lundi á Akureyri dagana 16.-18. júní. Sýningin verður opnuð kl. 14 föstudaginn 16. júní og verður opin sýningardagana frá kl. 14-22. Gunnar hélt einkasýningu á Sauðárkróki árið 1985, en auk þess hefur hann sýnt í nokkur skipti með frístundamálurum á Akureyri. Myndimar eru unnar í olíu og akr- il. Sýning Gunnars er sölusýning. Morgunblaðið/Rúnar Þór Gunnar S. Siguijónsson, frístundamálari Morgunblaðið/Rúnar Þór Séra Pétur Þórarinsson og kona hans, Ingibjörg Siglaugsdóttir, á Mörðuvöllum í Hörgárdal. Séra Pétur hefiir verið kjörinn sóknarprestur í Glerárprestakalli og segist hann hlakka til að takast á við þau verkefiii sem bíða hans á nýjum starfsvettvangi. Séra Pétur Þórarinsson nýkjörinn prestur í Glerárprestakalli: Hlakka til að takast á við þau verkefiii sem bíða mín „ÉG GERÐI mér strax grein fyrir því að þarna er um eitt stærsta prestakall á landinu að ræða. Þetta er ungt prestakall og hefur verið í mikilli þróun. Það er mikið og gott safiiaðarstarf í kringum Glerár- kirkju og safiiaðarvitund mikil. Ég hlakka til að takast á við þau verkefiii sem bíða min á nýjum starfsvettvangi,“ sagði séra Pétur Þórarinsson sem kjörinn var sóknarprestur í Glerárprestakalli á kjörmannafiindi í fyrrakvöld. Glerárprestakallið saman stendur af tveimur sóknum, Lögmannshlíðarsókn og Miðgarðasókn í Grímsey og eru sóknarbörnin hátt á sjötta þúsund. Séra Pétur Þórarinsson lauk hrifningu," segir Pétur. Hann seg- guðfræðiprófi frá Háskóla íslands árið 1976 og vígðist þá strax að Hálsprestakalli í Þingeyjarpróf- astsdæmi, en þar var hann starf- andi prestur til júlíloka árið 1982, er hann varð prestur að Möðmvöll- um í Hörgárdal hvar hann hefur starfað síðan. Pétur er Akureyringur, uppalinn í þeirri sókn sem hann nú fer að starfa í. „Ég framdi mín fyrstu messuglöp einmitt í Lögmannshlíð- arkirkju þriggja ára gamall er ég hóf að tóna með prestinum við litla ist þekkja vel til starfa kirkjukórs Glerárkirkju og organistinn, Jó- hann Baldvinsson, var samstarfs- maður hans í sumarbúðunum að Vestmannsvatni. Minna segist hann þekkja til Miðgarðasóknar, en segir það hæpna mælistiku sem kirkjan leggi varðandi kirlgulega þjónustii, þar sem ekki er lögð áhersla á einstaklinginn heldur fjöldann í sókninni. „Ég vil gjaman stuðla að því að Grímseyingar fái aukna þjónustu, en veit að það er erfitt, það hafa forverar mínir, þeir séra Pálmi Matthíasson og séra Pétur Sigurgeirsson sagt mér.“ Pétur segir senn skilið við Möðmvelli eftir sjö ára starf. „Þeg- ar sólin skín og allt skartar sínu fegursta, þá spyr maður sig hvers vegna maður sé að fara. En ég tel hollt að færa sig til í starfi. Það sem tengt hefur mig sveitinni er búskapurinn, en vegna þrenginga í landbúnaði hafði ég ákveðið að hætta búskap í haust,“ sagði Pét- ur. Kona hans, Ingibjörg Siglaugs- dóttir hjúkrunarfræðingur, starfar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri og þar stundar elsti sonur þeirra einnig nám, auk þess sem annar sonur þeirra æfir þar fót- bolta með KA. „Þannig að við emm með annan fótinn á Akureyri. Vissulega fömm við héðan með söknuði, en það er stutt að fara í heimsóknir til vina hér í sókninni." Stýrimannseftii útskrifiið á Dalvík Dalvík. í VOR útskrífuðust 33 nemendur af stýrimannadeild við Dalvíkur- skóla, 14 nemendur með 1. stigs stýrimannsréttindi og 19 nemend- ur með 2. stig, en það veitir ftill fiskimannsréttindi. Þetta er í ann- að skipti sem nemendur útskrifast með fiskimannspróf frá skólanum og er hann einn þriggja skóla hér á landi sem bjóða upp á þetta nám. Stýrimannafræðsla hófst við skólann árið 1981, en þá hófst kennsla til 1. stigs. Árið 1987 fékk skólinn heimild til að bæta öðm ári við og gátu nemendur þá lokið full- gildu fiskimannsprófi frá skólanum. Nemendum hefur fjölgað síðustu ár og hafa þeir komið víða að af Norður- landi, en við skólann er nú heimavist þar sem nemendur geta fengið húsa- skjól. Nú á þessu skólaári hófst í fyrsta sinn kennsla á fískvinnslubraut við skólann. Á næsta ári verður boðið upp á fyrsta og annað ár, en stefnt er að því að skólinn útskrifi fiskiðn- aðarmenn og tekur það nám tvö og hálft ár. Gert er ráð fyrir að tengja þetta nám sem mest atvinnufyrir- tækjum á staðnum og er áformað að verkleg kennsla fari fram í frysti- húsi Kaupfélags Eyfirðinga á Dalvík. Verkfall kennara hafði ekki áhrif á kennslu í skólanum í vor þar sem allir kennarar em í KÍ. Prófum var því hægt að ljúka með eðlilegum hætti. Námsárangur nemenda var góður og stóðust allir próf. Á 1. stigi hlutu 4 nemendur ágætiseinkunn og 11 nemendur fyrstu einkunn. Hæstu einkunn hlaut Valgarður Jökulsson frá Blönduósi með 9,20. Á 2. stigi hlutu 3 nemendur ágætiseinkunn og 5 fyrstu einkunn. Þrír r.emendur urðu hæstir og jafnir, Guðmundur Auðmundsson Akureyri, Ólafur Ingi Þórðarson, Sauðaneshreppi, og Quentin Bates frá Skagaströnd, með meðaleinkunnina 9,0. Við útskriftina fluttu ávörp Jón Þórðarson deildarstjóri sjávarútvegs- deildar Háskólans á Akureyri, Kristj- án Þór Júlíusson bæjarstjóri á Dalvík og Valdimar Bragason fram- kvæmdastjóri Utgerðarfélags Dalvíkinga. Formaður Utvegs- mannafélags Norðurlands, Sverrir Leósson, afhenti nemendum viður- kenningar fyrir námsárangur, Guð- mundur Steingrímsson fram- kvæmdastjóri Skipstjórafélags Norð- urlands afhenti viðukenningar fyrir bestan námsárangur í siglingafræð- um og Friðrik Friðriksson sparisjóðs- stjóri afhenti viðurkenningar fyrir námsárangur í íslensku. Fréttaritari. Morgunblaðið/Rúnar Þór Rósa Guðmundsdóttir. Asútgáfan í metabókina „METNAÐUR minn er að gefa út góðar og ódýrar bækur á góðu máli,“ sagði Rósa Guðmundsdótt- ir, framkvæmdastjóri hjá Ásútgáf- unni á Akureyri. í dag, fimmtu- dag, eru timamót hjá útgáfiinni, en þá kemur út bók sem gefin er út samtímis í 18 löndum í heimin- um á jafhmörgum tungumálum. Þetta er bókin „A reason for being“ eftir Penny Jordan, sem í íslenskri þýðingu ber nafnið Heim- koman. Tilefni þess að bókin er gef- in út samtímis í 18 löndum er 40 ára afmæli bókaútgáfunnar Harlequ- inn Enterprises, en við þá útgáfu hefur Ásútgáfan skipt frá því hún var stofnuð. Morgunblaðið/Trausti Þorsteinsson Frá útskrift stýrimannadeildar Dalvíkurskóla. íslandsmótid Hörpudeild - Þórsvöllur kl, 20 föstudag
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.