Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.06.1989, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ 1989 Eggert Jóhannesson, vélstjóri - Minning Fæddur 1. febrúar 1912 Dáinn 7. júní 1989 Ég man eftir Eggert frænda svo lengi sem ég man eftir sjálfri mér. Hann var hluti af mínum innsta frændgarði sem átti mikil og náin samskipti við foreldra mína og bemskuheimili. Faðir minn, Tryggvi Guðmunds- son frá Grímshúsum í Aðaldal, og Eggert voru bræðrasynir. Móðir Eggerts var heilsuveil kona og gekk raunar aldrei heil til skógar eftir fæðingu einkasonarins. Vegna þessa dvaldi Eggert hluta bernsku sinnar hjá frændfólkinu í Grímshús- um. Með Eggert og Grímshúsa- bræðrum ríkti sannkallað bræðra- þel og kom aldursmunur þar ekki að sök, en Eggert var sjö árum yngri en yngsti bróðirinn, Axel. Þegar Eggert kom fyrst suður til Reykjavíkur, þá sautján ára gam- all, dvaldi hann hjá föður mínum, sem þá var enn ókvæntur, og starf- aði á Kleppsspítalabúinu, en faðir minn var þá nýlega orðinn bústjóri þar. Eggert hóf iðnnám þrem árum síðar og tók hann þá húsnæði á leigu með Axel föðurbróður mínum og bjuggu þeir frændur saman nokkur ár. Eggert var tíður gestur hjá föður mínum eftir að hann flutti þaðan og segja má að eftir að for- eldrar mínir gengu í hjónaband hafi heimili þeirra verið hans annað heimili á námsárum hans. Árið 1947 flutti Eggert suður til Reykjavíkur með íjölskyldu sína eftir nokkurra ára veru á Húsavík eins og síðar verður vikið að. Fljót- lega eftir það keyptu þau hjónin lítið hús að Langholtsvegi 55 og bjuggu þar í níu ár þar til þau fluttu að Skeiðarvogi 87 þar sem heimili þeirra hefur verið síðan. Foreldrar mínir bjuggu í Lang- holti og urðu því fjölskyldumar nágrannar. Samgangur var mikill milli heimilanna og vinskapur og hjálpsemi gagnkvæm. Móðir mín, sem var hjúkrunar- kona, rétti hjálparhönd þegar veik- indi herjuðu á og mörg voru handar- vikin hans Eggerts í Langholti. Þetta samband breyttist ekki eftir að faðir minn dó. Vinskapur móður minnar og þeirra hjóna entist út ævi hennar. Eggert Jóhannesson fæddist í Skógargerði við Húsavík 1. febrúar 1912. Foreldrar hans voru hjónin Guðný Eggertsdóttir smiðs á Húsavík Kristjánssonar og konu hans Guðrúnar Eiríksdóttur frá Gvendarstöðum í Kinn, og Jóhannes Guðnason frá Grímshúsum, lengst af smiður á Húsavík, Jónssonar og konu hans Sigurveigar Guðmunds- dóttur frá Sílalæk. Eggert gekk í Laugaskóla í Reykjadal og lauk þar námi. Iðn- nám stundaði hann í Reykjavík og var hann þá lærlingur í Landssmiðj- unni. Einnig lauk hann prófi frá Vélskólanum og rafmagnsdeild og brautskráðist sem vélstjóri árið 1940. Eftir að námi lauk lá leiðin á sjóinn. Eggert réðst til Ríkisskipa sem vélstjóri en innan fárra ára fór hann að kenna veikinda sem áttu eftir að setja spor á líf hans. Heils- an leyfði því ekki langan sjómanns- feril. En það var víðar þörf fyrir greindan og vel menntaðan vél- stjóra sem einnig var hagur vel. Eggert varð um tíma verksmiðju- stjóri síldarverksmiðjunnar á Húsavík, en síldin er duttlungafull skepna sem átti það til að bregðast með öllu og fékk Eggert að kenna á því eins og fleiri. Hann fluttist suður til Reykjavíkur árið 1947 og þar bjó hann og starfaði eftir það. Hann var verksmiðjustjóri á Kletti um árabil en starfið var erilsamt ábyrgðarstarf og heilsuleysi Egg- erts ágerðist. Hann varð því að skipta um starf. Hann vann um tíma að hönnun og uppsetningu kynditækja hjá Olíuverslun íslands og síðan sem vélgæslumaður á Landspítalanum. Árið 1942 kvæntist Eggert eftir- t Eiginmaður minn, JÓN MARKÚSSON, Laufvangi 16, Hafnarfirði, lést í Landspítalanum 13. júní. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Kjartanía Vilhjálmsdóttir. t Móðir okkar og systir, tengdamóðir og amma, MÁLFRÍÐUR EINARSDÓTTIR, Hólmgarði 62, lést í Landspítalanum föstudaginn 9. júní. Jarðarför verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 16. júní kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Kristín Elfa Bragadóttir, Haraldur Snær Sæmundsson, Þórarinn Helgi Sæmundsson, Jón Ólafsson, Stefán Þór Jónsson, Guðlaug Einarsdóttir. t Sonur minn, MAGNÚS BRYNJÓLFUR MAGNÚSSON, verður jarðsettur frá Garðakirkju 16. júní kl. 15.00. Lilja Sighvatsdóttir. t Útför mannsins míns, föður, tengdaföður og afa, EGGERTS JÓHANNESSONAR Skeiðarvogi 87, ferfram í dag, fimmtudaginn 15. júní, kl. 15.00frá Langholtskirkju. Sigurborg Sigurðardóttir, Sigríður Björg Eggertsdóttir, Guðmundur Geir Jónsson, Jón Eggert Guðmundsson, Jóhannes Geir Guðmundsson, Björgvin Guðmundsson. lifandi konu sinni, Sigurborgu Sig- urðardóttur úr Reykjavík, en hún á ættir sínar að rekja austur í Ámes- sýslu og vestur í Flatey á Breiða- firði. Dóttir þeirra er Sigríður Björg, hárgreiðslukona og húsmóðir í Hafnarfirði. Maður hennar er Guð- mundur Geir Jónsson rafmagns- tæknifræðingur og eiga þau þrjá syni, Jón Eggert, Jóhannes Geir og Björgvin. Heimili þeirra Sigurborg- ar og Eggerts hefur löngum verið fjölmennara en hér hefur verið tal- ið. Jóhannes faðir Eggerts flutti til þeirra hjóna er þau bjuggu á Húsavík, en hann hafði þá verið ekkill í nokkur ár. Jóhannes átti síðar heimili sitt hjá þeim eftir það, eða í sautján ár. Foreldrar Sigur- borgar áttu einnig sitt seinasta skjól á heimili þeirra. Líf Eggerts frænda míns hefur ekki veirð án áfalla og á stundum nokkuð þungbært. Veikindi móður- innar hafa án efa haft áhrif á dreng- inn ungan og sjálfur horfðist hann í augu við erfiðan sjúkdóm í blóma lífsins þegar flestir horfa björtum augum fram á veginn. Hann missti annað nýrað á besta aldri og í kjöl- farið fylgdu fleiri sjúkdómar. Þrekið var því stundum takmark- að en hann nýtti það svo sem kost- ur var og vann stundum meira en heilsan leyfði. En Eggert stóð aldrei einn. Sigurborg var kletturinn í lífi hans og í frændliði þeirra hjóna beggja áttu þau hauka í homi. Eg myndi aldrei lýsa Eggert frænda mínum sem léttum í lund en líf hans var samt enginn sam- felldur táradalur. Þar mátti einnig finna bjartar hliðar. Eggert kunni vel að gleðjast með glöðum á góðri stundu. Á yngri árum hafði Eggert tölu- verðan áhuga á félagsmálum og lagði þar hönd á plóg. Hann var Kveðjuorð: ^ Snorri Asgeirsson, rafverktaki Fæddur 15. júlí 1926 Dáinn 4. maí 1989 Fregnin um fráfall Snorra vinar okkar kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, núna þegar bytjað var að vora eftir langan og strangan vetur. Á þessu áttum við ekki von, enda höfðu mörg okkar hitt hann daginn áður eða starfað með honum eins og vanalega. Svona verða skilin oft snögg milli lífs og dauða, án viðvöranar og einstaklingurinn sjálfur hefur engin ráð um, þegar kallið berst. Þegar sú stund rennur upp, að vinur fellur óvænt frá hvarflar hug- urinn ósjálfrátt tilbaka og ég fór að rifja upp þá tíma þegar ég fyrst kynntist Snorra. Ég man Snorra fyrst í byrjun fimmta áratugarins, þegar hávaxinn, myndarlegur, ung- ur maður stóð inni á gólfi hjá okkur í Verksmiðjunni Vífílfelli, reiðubú- inn til að takast á við sitt fyrsta verk hjá okkur. Þannig kom hann okkur öllum fyrir sjónir í byijun og hann gaf af sér sérstaklega góðan þokka. Það varð ekki hjá því komist t SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR frá Staðafelli, Vestmannaeyjum, búsett á (rabakka 2, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 16.júníkl. 10.30. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓHANN SVERRIR JÓHANNSSON, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 16. júníkl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans er bent á Byggingarsjóð heimilis aldraðra í Grindavík. Sæunn Kristjánsdóttir, Þorvaldur Kristján Sverrisson, Helga Eysteinsdóttir, Baldur Jóhann Þorvaldsson, Sverrir Kristján Þorvaldsson. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður, tengdaföður og afa, SVERRIS MAGNÚSSONAR, Hlíðargerði 24. Guðrún Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkirtil allra, sem veittu okkur huggun og styrk við andlát JÓHANNS LÁRUSAR JÓHANNESSONAR, Silfrastöðum. Einnig þökkum við þá virðingu og ástúð sem minningu hans hef- ur verið sýnd. Friður guðs veri með ykkur. Helga Kristjánsdóttir, Jóhannes Jóhannsson, Lilja Hannesdóttir, Helga Fanney Jóhannesdóttir, Andrés Bertelsen, Hrefna Jóhannesdóttir, Birgir Bertelssen. félagshyggjumaður og róttækur í stjómmálaskoðunum. Hann var einn af stofnendum Völsunga á Húsavík og á námsár- unum starfaði hann í félagsskap iðnnema og sat þar í stjórn. Eggert hafði yndi af söng og sjálfur söng hann um tíma í Karlakór Verka- manna. Skærasti sólargeislinn í lífi Egg- erts hefur án efa verið fjölskylda hans. Eiginkonan, dóttirin og síðar fjölskylda hennar og þá sérstaklega afastrákarnir þrír. Jón Eggert, elsti dóttursonurinn, hefur nú í vetur dvalið hjá afa sínum og ömmu og sótt þaðan nám í Háskólann. Þessi samvera hefur verið þeim öllum mikils virði, en Eggert hefur legið rúmfastur síðan í haust og að mestu leyti heima fram undir það allra síðasta. Þær era orðnar margar sjúkra- húsvistirnar hans Eggerts. Hann þráði hins vegar mest að fá að vera heima. Ég veit að Sigurborg er nú að leiðarlokum afar þakklát fyrir að geta gert honum það fært. Sein- asta spítalalegan hans Eggerts var aðeins tveir dagar. Elsku Sigurborg og Didda, Geir og strákarnir þrír. Ég votta ykkur og aðstandendum öllum mína dýpstu samúð í sorg ykkar og sökn- uði. Jónína Þórey Tryggvadóttir að hann eignaðist strax marga vini meðal starfsmanna fyrirtækisins, vegna sinnar einstæðu ljúfmennsku og fyrir þá góðu kosti, sem hann hafði til að bera. Orðum hans mátti alltaf treysta og jafnframt fundum við út, að þeg- ar upp var staðið voru verk hans óaðfinnanleg og samviskusamlega frágengin í hvívetna. Þessir kostir urðu meðal annars þess valdandi að hann öðlaðist smám saman virð- ingu og vináttu allra starfsmanna fyrirtækisins á öllum tímum. Snorri bar mikinn og hlýjan hug til Vífilfells hf. allt til dauðadags. Hann var ávallt reiðubúinn að rétta okkur hjálparhönd, hvemig sem á stóð, á nóttu sem degi. Mér varð fljótt ljóst að Vífilfell var orðinn hans fremsti og hjartfólgnasti við- skiptavinur og þótti mér mjög vænt um það. Þau tengsl sem komin vora á þá styrktust síðar meir og meir er árin liðu fram. Þegar Snorri var til moldar borinn vissum við í Vífilfelli að við höfðum misst mikinn og góðan vin. Fyrir hönd okkar allra vil ég votta Kristj- önu Heiðberg Guðmundsdóttur, eft- irlifandi konu hans, okkar bestu samúð og hlýhug. Þau hjónin vora afar samhent, stóðu saman í blíðu og stríðu og vegna þess að kostir þeirra fóra saman litu þau lífið sömu augum. Þama var tilkomin mikil og hrein ást sem gerði þeim lífið farsælla og gerði þau hjónin betur úr garði til þess að sjá um fjöl- skyldu sína og framtíð hennar. Snorri var ættaður frá Krossnesi, Ámeshreppi, Strandasýslu, sonur Ásgeirs Guðmundssonar, bónda og Valgerðar Jónsdóttur frá Tröllat- ungu í Steingrímsfirði. Árið 1943 flytur ijölskyldan til Akraness, er Snorri var 16 ára. Tveimur áram seinna missir hann móður sína, sem hann unni mjög. Fljótlega eftir það flyst hann úr foreldrahúsum og hef- ur nám í rafvirkjun hjá Sveini Guð- mundssyni, rafvirkjameistara á Akranesi. Hann fær sveinspróf 1949 og tekur jafnframt vélstjórapróf sem kom honum að góðum notum síðar. 1971 lést faðir hans. Snorri kynnist konu sinni, Krist- jönu vorið 1950, dóttur Önnu Liiju Steinþórsdóttur frá Héðinsfirði og Guðmundar Guðmundssonar, kaup- manns í Hafnarfirði. Þau eignast tvö syni, þá Björgvin Gylfa, mynd- höggvara, og Ásgeir Val, hjúkr- unarfræðing. Árið 1956 setjast þau að í Reykjavík þar sem Snorri byij- ar sjálfstæðan atvinnurekstur frá 1959 til dauðadags. Þau flytja í eig- in íbúð í Kópavogi árið 1965. Áður hafði hann unnið störf í Höfðakaup- stað, sem rafveitustjóri, síðan á Akranesi og Eyrarbakka. Með hinstu kveðju, hlýhug og virðingu okkar, sem störfum hjá Verksmiðjunni Vífilfelli hf. Pétur Bjömsson og starfsfólk Vífilfells hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.