Morgunblaðið - 15.06.1989, Side 16

Morgunblaðið - 15.06.1989, Side 16
* •- r IH-JL -MQmm •.Uili Til vamar luriðanum eftir Evald Sæmund- sen ogPálMagnússon í útvarpsþætti Ríkisútvarpsins „Hér og nú“ þann 18. febrúar síðastliðinn var ijallað um áætlanir um hækkun stíflugarðs við Brúa í Laxá í S-Þing. í viðtölum við land- eigendur á svæðinu kom fram að einn liður í þessum áætlunum var sá að skapa frekari skilyrði til laxa- gengdar í efri hluta Laxá. Tekur þetta bæði til þess að laxaseiði kom- ist ósködduð fram hjá stíflunni á leið til sjávar og til hins að gera fiskveg greiðari fyrir göngufisk sem sækir á hrygningarslóðir. Ekki komu fram í þættinum neinar áhyggjur af því hvaða áhrif laxa- gengd upp fyrir stíflu hefði á Iífríki svæðisins. í áratugi hefur viðgengist hér á landi eftirlitslítil tilraunastarfsemi með fiutninga fiskistofna milli Prólaðu Græðandi varasalvi lllBíffiflMMiiiil'liíilil'JMillilá'itLB: Heilsuval, Laugavegi 92. S: 626275 og 11275 Léttur vatnsheldur regnfatnaður, FIS vindgallar og stígvél á alla fjölskylduna. Landvinnugallar Sjóvinnugallar SENDUM UM ALLT LAND mmmmmfflmmmmmmmmm Grandagarðl 2, sfmi 28855, 101 Rvík. „ Að okkar mati er það draumsýn að hægt sé að hleypa nýrri dýra- tegund inn á svæðið án þess að raska því nátt- úrulega lífríki sem fyrir er. Það er því brýnt að menn rasi ekki um ráð fram í þessu eíhi.“ vatnakerfa. Hefur hér einkum verið um að ræða sleppingar á laxaseið- um í góðar laxveiðiár til þess að gera þær betri og tilraunir til laxa- ræktar í ám þar sem lítill eða eng- inn lax var fyrir. Lítið liggur fyrir af tölulegum staðreyndum um áhrif slíkra tilrauna. Engu að síður þótti sérstök ástæða til þess á síðasta ári að setja reglugerð „um flutning og sleppingar laxfiska og varnir gegn físksjúkdómum og blöndun laxastofna“. Fram til þessa hafa menn þó haft litla áhyggjur af því hvaða til- raunir til laxaræktunar kunni að hafa á þá silungastofna sem fyrir eru í viðkomandi vatnakerfi, þ.a.l. hafa fáar rannsóknir verið gerðar á slíkum áhrifum. Á hinn bóginn eru til ófáar sögur af því hvernig slíkar tilraunir hafa mistekist þann- ig að lax nær sér ekki á strik og silungastofnum hrakar. Einnig þekkja margir frásagnir af þvi hvernig lax tekur yfir þegar honum er hleypt inn á ný svæði og urriði sem fyrir er hverfur að mestu eða öllu leyti. Má í því sambandi benda á frásögn Rafns Hafnfjörðs af Selá í Vopnafirði. Það er ekki ljóst hvort tilraunir af þessu tagi brjóta í bága við ofangreinda reglugerð þar sem hún fjallar lítið um sambýli ólíkra tegunda laxfiska. Mývatns- og Laxársvæðið er ein- stakt í röð náttúrufyrirbæra í heim- inum. Slík er sérstaða þess að ástæða þótti til að setja sérstök lög um verndun þess (Lög um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyj- arsýslu nr. 36/1974) og reglugerð um framkvæmd þeirra var svo sett 1987. Þessi sérstaða tekur ekki aðeins til jarðfræðilegra fyrirbæra og flóru, heldur einnig til ijölskrúð- ugs dýralífs og mikillar náttúrufeg- urðar. Urriðastofninn í Laxá er órofa hluti af þessari heild. Laxá skiptist landfræðilega í tvö aðgreind svæði. Aðgreiningin felst í mjög skörpum hæðarmun við Lax- árgljúfur (sjá skýringarmynd). Þessi aðgreining felur m.a. það í sér að lax hefur ekki komist upp fyrir Brúa. Vitað er um talsverðan útlitsmun á urriða niðri í Aðaldal annars vegar og uppi við Mývatn hins vegar. Nýlega rannsóknir á erfðafræðilegum eiginleikum urriðastofnsins í Laxá benda til náttúrusögulegrar aðgreiningar á urriðastofnum fyrir ofan og neðan gljúfur. Annars staðar á landinu eru forn- ir og einstæðir stofnar í hættu svo sem urriðastofninn í Veiðivötnum sem stendur höllum fæti vegna blöndunar af mannavöldum. Urrið- inn í Laxá fyrir ofan stíflu verður því að teljast dýrategund, sem miklu skiptir frá náttúrufræðilegu sjónarmiði að ekki sé raskað. Landeigendur við Laxá og Mý- vatn geta verið stoltir af ferli sínum í náttúruverndarmálum og ekki er nokkur vafi á því að afstaða land- eigenda í Laxárdeilunni markaði þáttaskil í sögu náttúruverndar á Islandi. Sveiflur á yfirborði Mývatns voru til dæmis taldar hafa óhagstæð áhrif á lífríki þessa svæðis og einn- ig var stíflan við Miðkvísl talin hindra aðgang urriðans að Mý- vatni. Þess vegna varð hún að hverfa. Áhyggjur af viðgangi urriðastofnsins í efri hluta Laxár eru því ekki nýjar af nálinni. Þá hefur skynsamleg nýting á urriða- stofninum með takmörkunum á veiðitíma, stangafjölda og veiðiað- ferðum lengi þótt til fyrirmyndar. En hvað gerist ef laxi er hleypt á efra svæðið? í-Mv' ' /'í J I é | m 111 , ■ : ísgssf''' Leitið til okkar: SMITH &NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 Evald Sæmundsen Urriðastofninn í Laxá er hluti af flóknu lífkerfi, þar sem hver þáttur er öðrum háður. Einn þáttur í vistfræðilegu jafnvægi urriða- stofnsins er stöðug og skynsamleg nýting hans með veiði eins og áður hefur verið getið. Annar þáttur í jafnvægi stofnsins er sá, að lífríki svæðisins framleiði þá fæðu sem urriðaseiðin þurfa á að halda til þess að dafna. Meginfæða urriða- seiða eru mýlifrur og mýpúpur. Framboð þessarar fæðu er að sjálf- sögðu takmörkunum háð. Fjöldi einstaklinga í urriðastofninum og sú meðalþyngd sem þeir geta náð takmarkast af því æti sem fyrir hendi er hveiju sinni. Fæða laxa- seiða er sú sama og urriðaseiða. Þegar urriðaseiði og laxaseiði alast upp á sama svæði verður því óhjá- kvæmilega samkeppni um fæðu milli tegundanna. Það gefur auga- leið að sama lirfan verður ekki étin tvisvar. í straumhörðum og vatnsmiklum ám eins og Laxá hafa laxaseiðin allar forsendur til þess að verða yfirsterkari í samkeppninni um fæðu, þar sem þau eru straumlínu- lagaðri í vexti og hafa stærri eyr- ugga en urriðaseiðin. Með sam- keppninni um fæðu er einnig tekist á um búsvæði, þar sem laxinn helg- ar sér þau svæði árinnar sem eru straumharðari, dýpri og lengra frá bakka. Af þessu hlýtur að leiða að færri urriðaseiði komast upp og/eða meðalþyngd einstaklinganna í stofninum verður minni. í þessu sambandi má benda á rafveiðar Karlströms við Helluvaðseyjar á efra svæði Laxár 1971 og 1972, en þá hafði laxaseiðum verið sleppt í ána. Á hundrað fermetra svæði reyndist hlutfallslegur fjöldi seiða vera 56% laxaseiði og 44% urriða- seiði. Þau laxaseiði sem þarna lifðu á árunum 1971—72 munu trúlega hafa tortímst í túrbínum Laxár- virkjunar á leið sinni til sjávar og því ekki nýst til þes að viðhalda stofninum. Með þeim framkvæmd- um sem nú eru fyrirhugaðar ætti sá þröskuldur að vera úr sögunni og hrygningargöngur laxins á efra svæðið því greiðar. Með tilliti til þess sem áður er sagt um sam- í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRN8RAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.