Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1989
B
Fiðla og semball
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Ann Wallström og Helga Ingólfs-
dóttir fluttu á sjöttu tónleikunum í
Skálholti þrjár samleikssónötur eftir
J.S. Bach, þriðju, fjórðu og sjöttu
af þeim sex sónötum er Bach samdi
fyrir fiðlu og sembal, líklega á árun-
__________Tónlist_____________
Jón Ásgeirsson
Tónafómin, sem J.S. Bach
samdi og gaf út eftir vel heppnaða
heimsókn sína til hirðar Friðriks
mikla, er merkilegt verk þó það
sé ekki sambærilegt við List fúg-
unnar (Die Kunst der Fuge). Frið-
rik skenkti Bach stef til að leika
með af fingrum fram en talið er
að þriggja radda fúgan, sem tóna-
fórnin hefst á, sé að stofni til end-
urritun Bachs á því sem hann
spann upp úr sér. Sex radda fúg-
an, samin eftir á, er eins konar
hylling, mikilfengíegur tónbálkur
og sannkallað meistaraverk. Stef
Friðriks mikla birtist í 14 gerðum
en í 11. gerð, fjögurra radda kan-
on (Canon a 4), er lagferlið, í 3.
og 4. takti:, tónskipunarlega eins
og hið undarlega niðurjag auka-
stefsins í 8. sinfóníu Beethovens,
nánar tiltekið í 42. og 3. takti,
fyrsta þáttar. Þetta stefbrot sker
sig úr tónmáli sinfóníunnar og
gæti verið þarna vegna áhuga
Beethovens á canonsmíði og
reyndar kontrapunkti yfirleitt, er
ágerðist með aldrinum og heyra
má í síðari'verkum hans.
Fyrsta fúgan í Tónafóminni er
nefnd „ricercare", sem er uppr-
unalega nafnið á tónverkum þar
sem fengist er við flókna samsetn-
ingu radda (fjölröddun), margví-
slegar útfærslur stefja, spegil-
myndir, rangsælis tónskipan, leng-
ingar, styttingar, skaranir og kan-
onrithátt í ýmsum tónskipunum.
Fúgan er afsprengi þessa lær-
dómsleiks með tóna og þar var
Bach heima, svo vel, að hann lék
sér að því að „músisera" rétt eins
samanrekið form verksins skipti
ekki máli.
Fyrsta fúgan og sömuleiðis 6
radda fúgan, var leikin á sembal
og mörkuðu upphaf og niðurlag
fimmtu tónleikanna í Skálholti um
síðustu helgi. Raddskipanin sex
radda fúgunnar er á þann veg frá
hendi Bachs, að líklega hefur hann
ætlast til að sá kafli væri að
minnsta kosti leikinn á sex hljóð-
færi, þó það sé hvergi tilgreint.
Þrátt fyrir það er mögulegt að
leika verkið á sembal og það gerði
Helga Ingólfsdóttir með glæsi-
brag. Kanonarnir voru leiknir af
Ann Wallström og Lilju Hjalta-
dóttur er léku á barokkfiðlur, Kol-
beini Bjarnasyni á barokkflautu
Ólöfu Sesselju Óskarsdóttur á
gömbu og Helgu Ingólfsdóttur á
sembal. Tríósónatan var sérlega
falleg í flutningi Ann Wallströms
og Kolbeins Bjamasonar en „cont-
inue“ leikurinn var í höndum Óla-
far og Helgu, sem hafa náð að
æfa með sér sérlega gott samspil.
Tríósónatan er sá hluti þessa
verks sem oftast er leikinn og hin
ágætasta tónsmíð. Kanónamir em
hins vegar ekki margbrotnari að
gerð en mörg slík verk, sem snill-
ingar eins og Palestrína og marg-
ir aðrir snjallir tónsmiðir, er uppi
voru á 15. og 16. öld, sömdu.
Bach er einn þeirra síðustu sem
hafði þessa kunnáttu fullkomlega
á valdi sínu, enda má segja að
allar tónsmíðar hans séu geir-
negldar með þessari tækni. Það
sem gefur tónlist Bachs gildi,
um 1717-23 er hann starfaði við hirð-
ina í Cöthen.
Tónleikamir hófust í þeirri sjöttu,
sem er í G-dúr en framhaldið var sú
fjórða, í c-moll, og lauk tónleikunum
með E-dúr sónötunni sem er sú þriðja
í röðinni. Ann Wallström er stúderuð
í barokktónlist, svo sem bæði mátti
heyra í tóntaki hennar og útfærslu
umfram þá tækni er var honum
svo handtöm, er hið músikalska
innihald verkanna og þar streymir
fram af ókleyfum hamrinum tær
fjallalækurinn, er gefur gróandan-
um líf, svalar þorsta vegmóðra og
niðar þeim huggun, er dvelja hjá
um stund. Þannig mun Bach kveða
mönnum, gefist þeim að komast í
hlé, undan skarkala nútímans.
á því litla flúri sem Bach tilgreinir í
þessum verkum.
Þær breytingar sem urðu á gerð
hljóðfæra á 18. og 19. öld, svo og
leiktækni, túlkun, tónmáli og við-
horfum manna til listsköpunar,
leiddu til þess að mikið af barokktón-
list féll í gleymsku. Þegar tekið var
til við að endurflytja þessa gleymdu
tónlist á síðustu áratugum 19. aldar,
var það gert samkvæmt þeim flutn-
ingsvenjum sem á höfðu verið teknar
upp og' það er svo ekki fyrr en á 20.
öldinni að tónlistarmenn fara að hug-
leiða með hvaða hætti barokk, og
þaðan af eldri tónlist, var leikin,
bæði hvað snertir leikmáta og gerð
hljóðfæra.
Það sem veldur deilum er t.d. að
tónlist eftir Bach hljómar svo dæma-
laust vel á nútíma hljóðfæri, en það
er hins vegar rétt, að sé reynt að
líkja eftir gömlum leikmáta, næst
sérkennilegur „sjarmi" sem ekki er
að hafa í nútímauppfærslum. Hvort
tónverk skuli uppfært sem næst því
eins og tónskáldið líklega heyrði það,
eða tóntísku hvers tíma er deilumál
sem trúlega næði einnig til poppút-
færslna á gamalli tónlist. Þannig
yrði steininum velt á ýmsar hliðar
og engin niðurstaða fengist. Það sem
hins vegar skiptir máli, er að flutn-
ingurinn sé góður og skilað sé til
hlustenda þeim tónhugmyndum er
tónskáldið ritaði, svo þar standa hlið
við hlið þeir sem leika á gömul eða
hefðbundin hljóðfæri samtímans og
þeir sem gera tilraunir með nýja tón-
gjafa.
Leikur Ann Wallström og Helgu
Ingólfsdóttur var bestur í tveimur
fyrstu sónötunum en síðan var pins
og „fiðlan" yrði þreytt, því það vant-
aði flugið í E-dúr sónötunni, sem er
leikandi og létt tónsmíð. Fjórða són-
atan, í c-moll er ekta Bach og þar
var leikur Önnu og Helgu kraftmik-
ill og góður. í fyrstu sónötunni, G-
dúr, er einn kaflinn sembalsóló sem
Helga lék frábærlega vel. Eins og
fyrr segir er Ann Wallström vel að
sér í því sem menn kalla barokk-
tækni og var leikur hennar nákvæm-
lega útfærður samkvæmt þeim hug-
myndum og mjög vel samstilltur við
hljóm sembalsins og því fullkomið
jafnræði í samleik þessara lista-
manna,_
Þingeyjarsýslur:
Útlit fyr-
ir dræma
berjasprettu
Húsavík.
ÚTLIT fyrir berjasprettu á
þessu sumri er slæmt víðast
hvar í Þingeyjarsýslum.
Eitt af bestu betjalöndum
sýslunnar er í Auðbjargarstað-
alandi. í samtali við fréttarit-
ara sagði Bjami bóndi á Auð-
bjargarstöðum: „Framan af
sumri leit vel út með berja-
sprettu, mikið var af sætu-
koppum en í byijun júlí komu
nokkrar frostnætur í röð og
við það féllu sætukoppamir
af lynginu. Til era blettir þar
sem skjól er af skógarkjarri
og þar sem eitthvað kann að
fást en þeir era fáir.“
- Fréttaritari
HEIMSMYND
ÁGÚST 1989 / KR. 417
ÍSLENSK FEGURÐ
0G ÚTFLUTNINGUR
wxtnm.-. t «ai«öartreUHi(i8!if 1 loiu vtadi. Unglni *i
■*%M Jða Nta.íáétw, íuwt tytnmMi L
Hslmtí.ÍM Ofl **»f9'*“ |
HEBMTiy
SUMARI6 I
,.M WKV. MAÐURII.N Á Íí
V|B VAIMTÖKU SiÖURUAIft
HÖGASWAR
JUAHCAW.BS
SfliiARHOiUlÉGW
VtRHDADUR VMHUSTAOUg
R8IISIHS
ÆTTARVELDI
6. JOHNSON & KAABER
eftir Guðjón Friðriksson
BÓHEMAR A 6. ÁRATUG
PÁFINN SEM
VAR MTRTUR
KONAN JACKIE
GAKKTU HÆGT UM
GLEÐINNAR DYR
Ung kona
handtekin tvisvar
sama kvöidið
ViBHORF
efnahagsmAl
UNDARLEG
ÖRLAGASAGA
ELFU GÍSLADÓTTUR
AGUSTBLAÐIÐ KOMIÐ ÚT!
Fjölbreyttara, efnismeira og stærra en nokkurt annað íslenskt tímarit
- tímarit í sérflokki
Tónafórnin eftir Bach