Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1989
Islensk stúlka fána-
beri á hersýningu
ÍSLENSK stúlka tekur um þessar mundir þátt í stórri hersýn-
ingu í Lundúnum fyrir íslands hönd. Sýningin er haldin i tilefhi
40 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins. Stúlkan, Auðna Hödd
Jónatansdóttir, er 15 ára gömul. Sýnt er í Earl’s Court sýningar-
höllinni í Lundúnum og taka þúsundir hermanna frá aðildarlönd-
um Atlantshafsbandalagsins þátt í sýningunni.
Auðna Hödd var spurð hvemig
stæði á því að hún tæki þátt í
hersýningu sem þessari. „Her-
sýningin er haldin í tilefni 40 ára
afmælis Atlantshafsbandalags-
ins,“ sagði Auðna Hödd. „Þar
sem enginn her er á Islandi var
ákveðið að fulltrúi okkar skyldi
bera íslenska fánann og skarta
þjóðbúningi. Þess var óskað að
ég tæki þetta að mér og ég varð
við því.“ Auðna Hödd hefur búið
í sendiráðsb'ústaðnum í Londen
frá áramótum en þar er hún
ásamt fjölskyldu sinni.
Að sögn Auðnu Haddar er
bæði skemmtilegt og erfitt að
taka þátt í sýningunni. „í raun
er þetta margbrotin skrautsýn-
ing. Hún hófst í síðustu viku og
stendur í 3 vikur. Við sýnum einu
sinni til tvisvar á dag, 6 daga
vikunnar. Hver sýning stendur í
3 tíma og ég þarf auðvitað að
halda rétt á fánanum allan
tímann,“ sagði Auðna Hödd.
„Það er helst hitinn sem hefur
angrað mig vegna þess að ég er
klædd upphlut."
Aðsókn að sýningunni er mjög
góð og segír Auðna Hödd um 25
þúsund manns koma dag hvem.
„Játvarður prins var meðal sýn-
ingargesta fyrir stuttu," sagði
Auðna Hödd. „Ég var kynnt fyr-
ir honum þar sem ég er eini ís-
lendingurinn héma. Strákamir
sem ég sýni með eru mjög vin-
gjarnlegir og hjálplegir en ég er
ein af fáum stúlkum sem taka
þátt í þessari sýningu. Reyndar
era hinar stelpurnar allar her-
menn,“ sagði Auðna Hödd að
lokum.
Auðna Hödd Jónatansdóttir ber íslenska fánann á stórri hersýn-
ingu í Earl’s Court í Lundúnum. Sýningin er haldin í tilefhi 40
ára afmælis Atlantshafsbandalagsins á þessu ári.
Reykjavíkur-
borg kaupir
Broadway
UNDIRRITAÐUR hefur verið
samningur með fyrirvara um sam-
þykki borgarráðs um að
Reykjavíkurborg kaupi skemmti-
staðinn Broadway í Breiðholti.
Að sögn Davíðs Oddssonar borgar-
stjóra, hyggst borgin reka staðinn
sem áfengislausan skemmtistað fyrir
unglinga í Reykjavík. „Það hefur
lengi verið talað um að koma þyrfti
upp skemmtistað fyrir unglinga í
miðbænum en ég held að flestir telji
það hagstæðara að hann sé þarna í
námunda við stærstu hverfí borgar-
innar, þar sem unglingarnir eru fjöl-
mennastir. Þá hefur vantað aðstöðu
fyrir unglinga, til dæmis í Selja-
hverfí, og mun staðurinn létta nokk-
uð þar á, þar til félagsmiðstöð verður
reist í hverfinu eftir nokkur ár,“ sagði
Davíð. Eftir að Tónabæ var breytt í
félagsmiðstöð, þar sem ekki þótti
hagstætt að reka skemmtistað í
miðju íbúðarhverfí, hefur enginn
áfengislaus skemmtistaður verið til
fyrir unglinga í Reykjavík.
Jafnframt er hugmyndin að nýta
Broadway í þágu eldri borgara og
til ráðstefnuhalds á vegum borgar-
innar og annarra. í ágúst verður
opnuð ný skiptistöð strætisvagna í
Mjóddinni með bættum samgöngum
við önnur hverfí borgarinnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, fór í ískönnunarflug í gær og
sýnir kortið hvar ísjaðarinn liggur.
Mikill ís undan Vestfiörðum:
Togslóðir lokað-
ar vegna hafíss
HAFÍS liggur um 25 sjómílur
norður af Straumnesi, Kðgri og
Horni. Þyrla Landhelgisgæslunn-
ar, TF-SYN, fór í ískönnunarflug
í gær. Á Deildargrunni lá ístunga
út frá meginísnum í átt að ísafjarð-
ardjúpi og var næst landi um 15
sjómílur norðvestur frá Deild.
Eitthvað var um staka jaka og
gisnar ísdreifar á Hornbanka,
Reykjaflarðarál, Húnaflóaál og
nyrst á Sporðagrunni.
„Hér er mikill ís. Við komum að
honum um 25 sjómílur norður af
Straumnesi. Segja má að aðaltog-
slóðin hafi verið lokuð um skeið
vegna hafíss, alla leið frá Víkurál
og austur í Þverál," sagði Guðbjartur
Asgeirsson, skipstjóri á Guðbjörginni
ÍS, í samtali við Morgunblaðið í
gær, en þá var skipið á veiðum á
Halamiðum. Guðbjartur segist hafa
verið á grálúðuveiðum að undan-
fömu, en hafí nú skipt yfír á físki-
troll til reynslu. Fleiri skip voru ekki
á sömu slóðum og Guðbjörgin f gær.
Guðbjartur segist hvergi banginn við
að hætta sér inn í ísinn á meðan
veðrið héldist stillt. Hann færi sér
vissulega rólega, keyrði á innan við
Qöguwa'míhra' ferú.-------------
Að sögn Þórs Jakobssonar, deild-
arstjóra hafísrannsóknadeildar er
ísröndin 24-25 sjómílur næst landi,
einstaka ístungur þó nær. Siglinga-
leiðir væru víðast opnar, en Þór vildi
vara sjófarendur við stökum jökum.
Miðað við árstíma, er þetta óvenju-
legt ástand. Hinsvegar fer fsinn held-
ur bráðnandi.
Samúel Jóhannsson prentari -
Eyjafjörður:
Eínstaka bændur
ljúka fyrri slætti
Gras sprettur úr sér og hey hrekjast vestanlands
HEYSKAPUR heftir gengið vel á norðan- og austanverðu landinu í
sumar og hafa einstaka bændur í Eyjafirði lokið fyrri slætti. Um
helgina tókst bændum á Suðurlandi að hirða eitthvað, en á vestan-
verðu landinu eru hey að hrekjast.
Heyskapur hefur gengið prýðis-
vel í innanverðum Eyjafirði að sögn
Ólafs Vagnssonar ráðunautar hjá
Búnaðarsambandi Eyjafjarðar.
Margir eru langt komnir og ein-
staka bændur hafa lokið fyrri
slætti. Ekki taldi Ólafur að hey
væra mikil, grasspretta hefði verið
léleg vegna þurrka. Heyskapur er
skemmra á veg kominn út með
fírði, þar er sláttur þó víða að byrja.
Jón Vilmundarson ráðunautur
hjá Búnaðarsambandi Suðurlands
sagði að flestir bændur væra byij-
aðir, en skammt á veg komnir.
Gróður hefði verið seinn að taka
við sér og það væri fyrst núna sem
sláttur gæti almennt hafíst. Taldi
hann að heyskapur væri nú um það
bil hálfum mánuði á eftir miðað við
meðalár. Óþurrkar hafa hrjáð Sunn-
lendinga en margir náðu einhverju
þurrheyi í hlöðu um helgina. Þeir
sem verka vothey era lengra komn-
ir.
í Borgarfírði er víða farið að slá,
en lítið hefur tekist að þurrka, að
sögn Þorsteins Þorvarðarsonar
ráðunautar hjá Búnaðarsambandi
Borgarfjarðar. Sagði hann að hey
væra að hrekjast og mætti búast
við að eitthvað eyðilegðist vegna
ótfðar. Taldi Þorsteinn að gras
væri sums staðar úr sér sprottið.
Þeir sem eiga rúlluvélar hafa getað
stundað heyskapinn nokkurn veg-
inn óháð veðri.
Heyskapur gengur vel á Austur-
landi enda hefur veðrið verið til
þess, að sögn Þorsteins Bergssonar
ráðunautar hjá Búnaðarsambandi
Austurlands. Lengst era bændur
syðst á búnaðarsambandssvæðinu
komnir en bændur nyrst á svæðinu
era rétt að hefja slátt. Á Austur-
landi, eins og víðar, er rúllubagga-
verkunin mikið í tísku og sagði
Þorsteinn að margir bændur hefðu
hug á að kaupa sér tæki til hennar.
Morgnnblaðið selt
í 50.382 eintökum
Á TÍMABILINU mars, apríl og maí á þessu ári seldust að meðaltali
50.382 eintök af Morgunblaðinu á dag. Á þriggja mánaða tímabili,
desember 1988 til febrúar 1989, seldist Morgunblaðið í 50.130 eintök-
um að meðaltali á dag en 50.382 eintökum á tímabilinu mars til mai
eða 252 fleiri eintökum. Trúnaðarmaður upplagseftirlits Verslunar-
ráðs íslands staðfestir þessar sölutölur eftir að hafa sannreynt þær
í samræmi við reglur eftirlitsins.
Í fréttatilkynningu frá Verslun-
arráði íslands kemur fram eftirfar-
Samúel Jóhanns-
son prentari látínn
SAMÚEL Jóhannsson prentari
lést í Landspítalanum síðastlið-
inn laugardag, 83 ára að aldri.
Samúel fæddist í Reykj’avík 19.
september árið 1905, sonur hjón-
anna Jóhanns Á. Jóhannssonar og
Jónínu B. Jónsdóttur. Hann hóf
nám í prentiðn f prentsmiðjunni
Acta 20. október árið 1920 og vann
þar að námi loknu fram til ársins
1928. Það ár réðst hann til ísafold-
arprentsmiðju og vann-þar að-setn-
ingu Morgunblaðsins og síðar í
prentsmiðju blaðsins frá því hún var
stofnuð og þar til hann lét af störf-
um árið 1976. Hann vann því við
prentun Morgunblaðsins í 48 ár.
Samúel átti sæti í stjórn Hins
íslenzka prentarafélags í fjögur ár,
frá árinu 1934 til 1938.
Samúel kvæntist árið T930,
Alettu Soffíu Knútsdóttur Mjátveit
frá Noregi er lést árið 1982. Þau
eignuðust þrjú börn.
andi: „Morgunblaðið er nú eina
dagblaðið sem notar sér þessa þjón-
ustu, en hún stendur öllum dag-
blöðunum til boða. Tilgangur eftir-
litsins er að marka heilbrigðan
grundvöll fyrir viðskiptasamkeppni
dagblaðanna og notkun auglýsenda
á þessum fjömiðlum.
Upplýsingar frá upplagseftirliti
dagblaða era sendar út á þriggja
mánaða fresti til fjölmargra aðila,
sem fréttir og þjónustutilkynningar.
Jafnframt er svarað daglega inn-
lendum og erlendum fyrirspurnum
um upplag dagblaða annars vegar
og annarra blaða og tímarita hins
vegar. En fjögur tímarit og tvö
vikublöð nota sér þessa þjónustu
um þessar mundir, í aðskildu eftir-
liti með upplagi tímarita og viku-
blaða, þar með byggða- og lands-
.málablaða semKoma.reglulegá út.“.