Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JUU 1989 Eden ævi minnar Skammt frá Sauðafelli í Döl- um, þar sem Jón biskup Arason var handtekinn sumarið 1550, er jörðin Fremri-Hundadalur. Þar búa um þessar mundir Ólaf- ur Ragnarsson og kona hans SnæbjörgBjartmarsdóttir. Snæ- björg skrifaði í vetur fréttaannál í Dalablaðið, þar sem hún greindi frá ýmsum atburðum í lífi fólksins í Suðurdölum í Dala- sýslu. Ég heimsótti þessa konu um daginn. Snæbjörg er aðflutt í Dalina. Ættuð frá Ejjafirði og Þingeyjarsýslum en alin upp að Mælifelli í Skagafirði. Þar var faðir hennar, Bjarmar Kristjáns- son, prestur frá árinu 1946 til ársins 1968. Eg var ársgömul þegar við flutt- um að Mælifelli," segir Snæ- björg. „Þar fæddust fímm. yngri systkini mín. Við, þau Qögur elstu, erum fædd á fimm árum og því á nokkuð svipuðum aldri. Við lékum okkur mikið saman og ég man að það þótti stundum erfitt að tosa okkur inn á kvöldin, við vorum svo önnum kafin við búskap okkar og útgerðarstörf. Pabbi hafði gert stíflu í lækinn sem þá rann milli kirkju og bæjar. Þar myndaðist svolítið uppistöðulón þar sem við höfðum höfn og rákum bátaútgerð langt fram á kvöld þegar vel viðr- aði. Það var reyndar alltaf gott veður í þá daga. Sumarkvöldin í Skagafirði eru mér sérlega minnis- stæð, sóiarlagið er svo fallegt þar og Mælifellshnjúkurinn engu líkur í kvöldsólinni. Þegar ég hugsa til hans þá detta mér oft í hug Ijóðlín- ur Þóris Bergssonar rithöfundar sem einnig ólst upp á Mælifelli: í skjóli þinna hlíða var Eden ævi minnar hin unaðslega bemska er hvergi skugga veit. í dularfullu nágrenni dýrðarmyndar þinn- ar ég djásn og undur bamslegrar ímyndunar leit. A Mælifelli er kirkjugarður en aldrei man ég til þess að við værum myrkfælin. Jarðarfarir og erfi- drykkjur voru hluti af tilveru okk- ar. Ein jarðarför er mér þó mjög minnisstæð. Þegar ég var eitthvað innan við tíu ára aldur þá dó ung- 'bam í sveitinni og það var jarðað á Mælifelli. Ég sótti mjög fast að fá að vera viðstödd. Mér var sagt að ég væri alltof ung, en ég lét mig ekki. Mér fannst að ég ætti að vera viðstödd. Það var verið að jarða bam og mér rann blóðið til skyldunnar, ég var sjálf bam. Mér fannst að það þyrfti að vera barn viðstatt þegar bam var jarðað. Ég gleymi aldrei hversu sorgleg þessi athöfn var. Ég tók barnaskólapróf frá Stein- staðaskóla, pabbi var kennari þar með preststörfunum. Mér þótti mjög gaman í skólanum. Einhvern tíma var pabbi veikur og ég átti að vera heima á meðan, það voru erfíðleikar á að koma mér í skólann. En ég vildi heldur ganga en vera heima, þó töluvert langt væri að fara. Mér fannst ég ekki vera lengi úteftir, þá bar hugurinn mig hálfa leið, en ég man hvað ég var hræði- lega lengi heim, líklega hef ég slór- að svona lengi. Eftir bamaskólann fór ég í Gagnfræðaskólann á Sauðárkróki og lauk landsprófí þaðan. Skömmu síðar fór ég til Bandaríkjanna sem skiptinemi, til smábæjar sem heitir Goodland og er í Kansas. Ég var mjög heppin með fjölskyldu, ég hef samband við hana enn. Gömlu hjón- in „foreldrar mínir" buðu mér í gullbrúðkaupið sitt fyrir tveimur árum og þá hafði ég ekki komið til Goodland síðan ég fór þaðan 18 ára gömul. Yngsta dóttir þeirra af Qórum var ein eftir heima þegar ég var hjá þeim skiptinemi. Við urðum miklar vinkonur. Ég hafði aldrei komið til útlanda þegar ég fór til Kansas, mér þótti landslagið afar frábrugðið því sem ég átti að venjast, allar þessar sléttur og loftslagið líka mikið ólíkt. Mér leiddist aldrei úti, ekki einu sinni á jólunum. Venjulega var það mamman í fjölskyldunni sem skrif- aði mér en það var hins vegar gamli maðurinn sem bauð mér út í gull- brúðkaupið. Mér brá þegar ég sá utanáskriftina á bréfinu, hélt að nú hefði eitthvað komið fyrir. En þá vildi hann bara bjóða mér án þess að kona hans vissi. Ég fór svo út og kom á gullbrúðkaupsdaginn, henni algerlega að óvörum. Það var mjög gaman. Ýmislegt hafði breyst en fólkið var í grundvallaratriðum eins, mér fannst strax eins og ég hefði bara kvatt það í gær. Þau voru hins vegar flutt og hætt með hveitiræktina sem þau stunduðu þegar ég var hjá þeim. Það var auðvitað mikil breyting. Ég gekk í skóla veturinn sem ég var þar ytra og lauk þar prófi úr efsta bekk í „Highschool". Ég var mjög feimin á þessum árum, ég held að ég hefði skemmt mér enn betur ef ég hefði ekki verið þannig gerð. Ég fann til þess hvað bandarískir krakkar voru miklu opnari og fijálslegri en ég og krakkamir sem ég þekkti heima í Skagafirði. Feimnin fór þó töluvert af mér í Bandaríkjadvölinni og ég leit allt umhverfi mitt öðrum augum þegar ég kom heim aftur. Þegar ég kom til íslands aftur fór ég að vinna á veturna suður í Reykjavík en var heima á Mæli- felli á sumrin að hjálpa til við hey- skapinn. Ég hlakkaði alltaf til á vorin að komast heim í sveitina mína, ég er alger sveitamanneskja í mér. Foreldrar mínir fluttu frá Mælifelli árið 1968. Þá varð faðir minn prestur að Laugalandi í Eyja- fírði. Ég var áfram á Mælifelli ásamt eiginmanni mínum sem þá var, Gunnari Thorsteinssyni. Við giftum okkur árið 1967. Hann var að sunnan, sonur Sigríðar og Ax- Snæbjörg skömmu eftir að hún kom frá Bandaríkjunum. els Thorsteinssonar, þess kunna útvarpsmanns. Axel var einn af bestu mönnum sem ég hef kynnst. Við Gunnar kynntumst fyrir norð- an, hann var mikill hestamaður og vann við tamningar hjá Sveini á Varmalæk. Ég var 23 ára þegar eldri dóttir okkar Gunnars fæddist, og fljótlega fæddist okkur önnur dóttir. Við bjuggum á Mælifelli eins og fyrr sagði, þar var símstöð sem ég hafði á minni könnu. Bömin og símstöðin bundu mig talsvert svo ég komst ekki mikið af bæ. Gunn- ar lifði hins vegar og hrærðist í hestamennskunni en var lítt gefinn fyrir heimilishald og búskap. Allt slíkt lenti að mestu á mér. Við fjar- lægðumst því fljótlega hvort annað og hjónaband okkar stóð völtum fótum. Við vildum samt gjaman reyna að halda saman og ákváðum að flytja vestur í Dali, að Svarf- hóli þar sem Gunnar fékk vinnu sem tamningamaður. Við komum hingað í Dalina árið 1972. En það fór nú samt svo að við slitum sam- vistum. Gunnar hélt uppteknum hætti og helgaði hestunum mest allan sinn tíma. Ég kynntist hins vegar Ólafi Ragnarssyni sem þá bjó samt bróður sínum og móður hér í Fremri-Hundadal. Þessari togstreitu lyktaði með því að við Ólafur fórum að búa saman hér í Hundadal. Ég var svo heppin að dætrum mínum og Ólafí féll mæta vel að skipta saman og hefur hann reynst þeim sem besti faðir og aldr- ei sýnt þeim annað viðmót en þeim tveimur bömum sem við höfum svo eignast saman. • Líf mitt með Ólafí hefur þó ekki alltaf verið neinn dans á rósum. Sem bam kynntist ég aldrei óreglu af neinu tagi ég hafði ekki einu sinni heyrt talað illa um fólk, hvað þá annað. Það var okkur systkinun- um talsvert áfall að verða fullorðin og kynnast því hvemig heimurinn er. Við höfðum aldrei þekkt nema góðu hliðar lífsins í uppvextinum. En nú var ég orðin fullorðin mann- eskja og þurfti að takast á við ýmsa erfíðleika. Fljótlega varð mér ljóst að það var annað að umgang- ast drukkna menn á mannamótum eða búa við drykkjuskap. Fyrri maður minn hafði gaman af að fá sér í staupinu en hann átti ekki í neinum vandræðum með að tak- marka sína drykkju. Ólafur og bróðir hans Gísli, sem bjó hér ásamt okkur ámm saman, áttu hins vegar báðir í erfíðleikum með að hemja sig í þessum efnum. Það kom því oft fyrir að hér var drukkið meira en góðu hófí gegndi. Ég og tengda- móðir mín sinntum útiverkunum þegar drykkjufýsnin greip karl- mennina. Ég reyndi að gæta þess að halda bömunum eins mikið utan við þetta og föng vom á. Fyrir kom að ég greip til þess ráðs að tjalda í hvammi niður við á og vera þar með krakkana meðan vandræðin gengu yfír. Þá höfðum við prímus með okkur, elduðum okkur mat hjá taldinu og sváfum svo af nóttina. Þrátt fyrir þá annmarka sem óreglan var átti líf mitt þó sínar björtu hliðar. Ég var á ýmsan hátt ánægð. Ég hafði alltaf ætlað mér að verða bóndakona. Þegar ég var lítil ætlaði ég að giftast hesta- manni og bónda. Gunnar var hesta- maður en enginn bóndi, Ólafur er hins vegar bóndi en ekki eins mik- ill hestamaður. Sumt í þessari til- vem minni í Dölunum var því í takt við það sem ég hafði hugsað mér. Ég misreiknaði mig heldur ekki á manngildi Ólafs, hann hefur alltaf verið mér og börnunum góð- ur. Hann umber eitt og annað í mínu fari sem ekki allir hefðu kannski gert. Hann hefur aldrei rexað í mér eins og háttur er sumra manna. Hann umbar sem sagt mína galla og ég reyndi í lengstu lög að umbera galla hans. Hins vegar varð þessi drykkjuskapur til þess að ég einangraði mig meira en góðu hófí gegndi. Ég gekk inn í það mynstur diykkjumannskon- unnar að reyna að hylma yfir með manninum sínum. Ég reyndi að leyna- umhverfíð því hvemig ástandið var. Þess vegna fór ég sjaldan á mannamót og kynntist fáum. Ég hef líka alltaf verið frem- ur lengi að kynnast svo þetta kom einsog af sjálfu sér. Þetta voru hins vegar mikil viðbrigði frá því sem ég hafði vanist í Skagafirðin- um. Það er alltaf talsverður gesta- gangur á prestsetrum og ég þekkti auðvitað alla í sveitinni minni. Nú var ég hér allt í einu, öllum ókunn, og hafði engan á að treysta nema sjálfa mig þegar illa gekk. Smám saman kynntist ég þó góðu fólki á tveimur bæjum í nágrenninu og þau kynni voru mér afar mikils- verð. Foreldrar mínir höfðu grun um hvemig högum mínum var háttað en mér til mikils léttis létu þau mig um mín mál. Vegna þeirr- ar afstöðu þeirra óx ég að þroska. Þar kom að mér ofbauð óreglan og taldi mig ekki geta, barnanna vegna, verið lengur í Hundadal. Ég flutti þá norður á Akureyri með bömin, það var árið 1980. Eg fékk mér vinnu þar nyrðra og komst svo langt að kaupa mér íbúð í verka- mannabústöðum. Það framtak varð til þess að auka sjálfsvirðingu mína og þess þurfti ég mjög með um þær mundir. A Akureyri kynntist ég svo starfsemi A1 Anon samtak- anna. Sú viðkynning hefur orðið mér til mikillar hjálpar. Ég fór að sækja fundi fyrir aðstandendur drykkjufólks. Fyrst þótti mér reyndar sem ég hefði lítið þarna að gera. En smám saman fór ég að fínna að það semþarna fór fram átti erindi til mín. Ég fór að geta unnið úr mínum málum. Eftir tveggja ára dvöl ákvað ég að snúa aftur til Ólafs. Gísli bróðir hans hafði þá farið í meðferð vegna drykkjunnar og Ólafur hafði minnkað sína drykkju mikið. Ég gerði mér grein fyrir að ég sakn- aði Ólafs og sveitalífsins og okkur kom saman um að reyna aftur. Eitt sinn var búið í hér í Fremri- Hundadal eitt hinna stærstu í hreppnum. En smám saman seig á ógæfuhliðina í þeim efnum og hér var fátt fé einmitt þau ár sem not- uð voru sem viðmiðunarár þegar kvótinn var ákveðinn. Ærgildi þau sem Fremri-Hundadal voru úthlut- uð samkvæmt kvótastefnu yfír- valda í landbúnaðarmálum voru talsvert undir þeim 440 ærgildum Snæbjörg Bjartmarsdóttir sem reiknast sem vísitölubú. Fyrst var okkur úthlutað 260 ærgildum en fengum svo viðbót og höfum nú 310. Af þessum búskap er ekki hægt að lifa. Við hefðum kannski getað það ef við hefðum ekki ráð- ist í að byggja árið 1985. Gamla húsið var þá örðið algerlega ónýtt en við vildum vera hér áfram svo það var ekki um annað að gera en að byggja. Við byggðum nokkuð stórt því við vorum mörg hér á þeim tíma. Síðan hefur margt breyst. Tengdamóðir mín flutti suð- ur til dóttur sinnar og var þar þang- að til hún lést í vetur, Gísli mágur minn er látinn, elsta dóttir mín komin til Frakklands í nám og sú næstelsta er í námi lika. Við erum því fjögur héma núna. Þessar byggingarframkvæmdir hafa orðið okkur dýrar. Lífið geng- ur út á að borga af öllum lánunum sem á húsinu hvíla og aldrei er hægt að gera neitt annað. Það virð- ist nánast ógerningur að ljúka við húsið. Við erum enn með gömul teppi, sem aðrir voru hættir að nota, á gólfunum og vantar hurðir, innréttingar og ýmislegt fleira. Það á líka eftir að ganga frá fyrir utan húsið, til þess þarf að fá stórvirkar vélar og það kostar sitt. Vegna þessara íjárhagsaðstæðna fór ég að vinna utan heimilis. Atvinnu- ástand er heldur bágt hér í Dala- sýslu svo ég var heppin að fá vinnu á dvalarheimilinu á Fellsenda, sem er rekið af Ríkisspítölum. Þar vinn ég við að þrífa og hiynna að fólki. Ég hafði aldrei unnið við neitt slíkt áður og fyrsta daginn var ég aldeil- is örmagna. En allt venst, líka það að vera með fólki sem af ýmsum örsökum hefur misst andlega heilsu sína. Ég geng oft til vinnu minnar, það er um 20 til 30 mínútna gang- ur. Ég vinn á ýmsum tímum því þama eru vaktir allan sólarhring- inn. Það er mjög lærdómsríkt að sinna sjúku fólki, það verður til þess að maður kann betur að meta það sem gott er í lífi manns. Þetta starf mitt hefur líka breytt miklu í félagslegu lífi mínu. Þarna hafa unnið konur frá flestum heimilum í sveitinni og nú hef ég kynnst mörgum þeirra. Ég hef líka nýlega gengið í kvenfélagið og er í sauma- klúbb, sem ég aldrei fékk mig til að taka þátt í á árunum áður en ég fór norður. Við erum meira að segja farnar að hittast að staðaldri konumar í öllum hreppunum hér í kring. Við hittumst í félagsheimil- inu, vinnum að hannyrðum og fáum okkur kaffisopa saman. Allt þetta hefur gefið lífið mínu aukið gildi. En það sem best er þó, er, að óreglan hér á heimilinu hef- ur minnkað til mikilla muna. Nú er ekki dmkkið hér meira en gerist á allflestum heimilum þessa lands. Að öllu samanlögðu er ég því ánægð með. lífið og tilveruna og kvíði engu nema þeirri stund þegar öll bömin mín em farin að heiman. Ég hef gmn um að þau umskipti séu konum oft erfíð. Ég get ekki annað sagt en ég kunni vel við mig hér í Dölunum en þó mér líki hér vel verður Skagafjörður samt alltaf sveitin mín.“ Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Snæbjörg ásamt eiginmanni sínum, Ólafi Ragnarssyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.