Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1989 Margir með kvef í júmmánuði Þrálát magakveisa þjakar bæjarbúa HÁTT í hundrað manns máttu búa við kvef og hálsbólgu í sólríkasta júnímánuði til fjölda ára, að því er fram kemur í skýrslu um smitsjúkdóma. Þeir voru alls 193 sem skráðir voru með kvef eða hálsbólgu í . síðasta mánuði og 53 voru skráðir með inflúensu. Þá voru 17 með streptokokkahálsbólgu í júnímán- uði síðastliðnum. Langvinn magakveisa hefur þjakað Akureyringa allt frá því í fyrrahaust og í síðasta mánuði skráðu læknar á Heilsugæslustöð- inni 74 magaveika einstaklinga. Sóldýrkendur í Sundlaug Akureyrar. Ferðamenn þyrpast á Norðurlandið: Morgunblaðið/KGA Met slegin á tjaldstæðum Fleiri ferðamenn en flugur í Mývatnssveit FERÐAMENN þyrptust til Norðurlands um helgina og á þeim fjald- stæðum þar sem Morgunblaðið kannaði málið voru sett met hvað varðar fjiilda tjalda. Ferðamannastraumurinn fór rólega af stað í sumarbyrjun, en er nú kominn á fúllt skrið og voru tjaldstæðaverð- ir sammála um að hámarkinu hefði verið náð um síðustu helgi. í Ásbyrgi voru yfir 300 manns á stæðisins um helgina. Þá voru einn- laugardagskvöldið og að sögn land- varðar þar hafa ekki svo margir verið þar saman komnir í fjölmörg ár. Meðal annars voru á ferðinni starfsmenn Hitaveitu Akureyrar og þá komu einnig þrír erlendir ferða- mannahópar í Ásbyrgi. Á tjaldstæðinu á Akureyri var einnig slegið met um helgina, en þar var skráður 391 gestur á laug- ardagskvöld. Um helgina voru ríflega eitt þúsund gestir á tjald- stæðinu. Tjaldstæðavörður sagði að mikið hefði verið um fólk af Suður- og Austurlandi, en íslendingar voru í miklum meirihluta gesta tjald- ig nokkuð margir Þjóðverjar á ferð- inni sem stöldruðu við á tjaldstæð- inu. Á tjaldstæðinu við Reylq'ahlíð í Mývatnssveit voru um 270 tjöld, að sögn Friðriks Dags Arnarsonar landvarðar. Friðrik sagðist giska á að því til viðbótar hefðu um 60 tjöld verið á tjaldstæði hjá Eldey og nærri 100 á tjaldstæðinu hjá Skútu- stöðum. Friðrik sagði að þarna væri um met að ræða, en á laugar- dagskvöldið og sunnudagsmorgun var einnig sett met hvað varðar tjöld sem reist eru ólöglega víðs vegar um sveitina. Mývatnssveit er nátt- úruverndarsvæði og þar er ekki heimilt að tjalda nema á merktum tjaldstæðum, en engu að síður voru um 20 tjöld víðs vegar um sveitina á laugardagskvöld og á sunnudags- morgun. Þá rákust eftirlitsmenn á 8 tjöld á ferð sinni um sveitina á sunnudagskvöld, meirihluti þeirra var í eigu útlendinga eða 7, en á laugardagskvöld var nokkuð jöfn skipting á milli íslendinga og út- lendinga. Friðrik sagði að hvarvetna þar sem komið er inn í sveitina væru skilti þar sem skýrum stöfum stæði að hvergi mætti tjalda annars stað- ar en á merktum tjaldsvæðum, en þó væru ætíð einhverjir sem bæru því við að hafa ekki vitað af því. Þá sagði hann einnig erfitt að koma í veg fyrir að fólk færi út af merkt- um gönguslóðum við Skútu- staðagíga og Dimmuborgir. Landið væri þar mjög viðkvæmt og væru komnar djúpar slóðir víða við Skútustaðagíga eftir fólk sem farið hefði út fyrir merkta göngustíga. „Um daginn sáum við þýska ellilíf- eyrisþega vinda sér undir kaðlagirð- ingarnar við stígana, það var alveg ótrúlegt,“ sagði Friðrik. Hann sagði að ferðamenn væru fjölmargir í Mývatnssveit og á vin- sælum stöðum sæist vart í landið fyrir fólki. „Ferðamennimir em talsvert miklu fleiri en flugurnar." Sjávarútvegsdeild: Fimmtán umsóknir komnar FIMMTÁN umsóknir hafaborist um nám við sjávarútvegsdeild við Háskólann á Akureyri, en umsóknarfrestur rann út á fostudag í síðustu viku. Jón Þórðarson forstöðumaður deildarinnar sagði undirtektir góð- ar, en einungis hefði verið auglýst eftir stúdentum í tveimur litlum auglýsingum. Hann sagðist vita til þess að fleiri umsóknir væru á leiðinni og einnig hefðu nokkrir sett sig í samband við skrifstofu skólans og lýst yfir áhuga sínum á að stunda námið, en gætu ekki sent inn umsóknir þar sem þeir væru á sjó. Jón sagði að umsækjendur væru úr öllum landshlutum og dreifingin væri nokkuð jöfn yfir landið. „Ég á von á að langflestir þeirra sem sóttu um fái inngöngu,“ sagði Jón. Garðyrkjufélag Akureyrar: Viðurkenningar fyrir garða GARÐYRKJUFÉLAG Akureyrar veitti á laugardag árlegar viður- kenningar til einstaklinga og fyrirtækja fyrir snyrtilegar lóðir í bænum. Viðurkenningarnar voru veittar í Eyrarlandsstofú í Lysti- garði, en á sunnudag var þeim sem áhuga höfðu boðið að skoða garðana. Að þessu sinni hlutu viðurkenn- ingu þau Jakobína Á. Magnúsdóttir og Garðar B. Ólafsson fyrir garð sinn á Eyralandsvegi 27. Um garð- inn segir í áliti dómnefndar, að garðurinn sé gamall, sígildur og vel við haldið. Áberandi snyrtilegur og vel hirtur og sérstaka athygli veki bjarmasóley sem klifrar um veggi ' hússins. . Þprgerður Guðlaugsdóttir og Halldór Jórisson fengu viðurkenn- ingu fyrir garð sinn á Flötusíðu 3, nýlegán en fullfrágenginn garð þar sem einfaldleiki og smekkvísi ráða ríkjum, eins og segir í áliti dóm- nefndar. Þar segir einnig að garður- inn sé einstaklega vel hirtur enda þannig gerður að hann er auðveldur í umhirðu og við nánari skoðun veki plöntuval athygli. Þrír garðar hlutu endurviður- kenningu, Lyngholt 17, garður Hermanns Jónssonar og Helgu Hilmarsdóttur, Langahlíð 16, garð- ur Stellu Sigurgeirsdóttur og Tryggva Gunnarssonar, og Kringlu- mýri 35, garður Kolfínnu Sig- tryggsdóttur. og Símonar Inga Gunnarssonar. Þá fékk Akureyrarbær_ viður- kenningu fyrir umhverfi íþrótta- hallarinnar við Þórunnarstræti, en um það segir, að sérstakt samspil gróðurs og húss veki athygli þannig að það hefji hvort annað upp. Að- koma að húsinu er einkar aðlaðandi og greinilegt að starfsmenn hússins leggi metnað sinn í að halda um- hverfi hússins snyrtilegu, segir um Iþróttahöllina. Plasteinangrun hf. á Óseyri 3 fékk viðurkenningu fyrirtækis að þessu sinni og um það segir: Iðnað- arfyrirtæki þar sem gengið hefur verið frá athafnasvæði á einfaldan hátt. Umgengni umhverfis fyrir- tækið er til fyrirmyndar. Kaupangur, verslunar og þjón- ustumiðstöð við Mýrarveg fékk einnig viðurkenningu og segir í umsögn dómnefndar að umhirða lóðarinnar sé til fyrirmyndar og stuðli að góðri umgengni almenn- ings um svæðið. Sérstaklega hafi verið hugsað um umferð gangandi fólks. Morgunblaðið/KGA Sr. Pétur settur í embætti Séra Pétur Þórarinsson var settur í embætti sóknarprests í Glerár- prestakalli og fór athöfnin fram í Glerárkirlq'u á sunnudag. Það var sr. Birgir Snæbjörnsson prófastur í Eyjagarðarprófastsdæmi sem setti sr. Pétur í embætti. Við athöfnina söng kirkju kór Glerár- kirkju meðal annars sálminn í bljúgri bæn, eftir sr. Pétur. Að athöfninni Iokinni var boðið til kaffisamsætis í kirlg'unni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.