Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 47
MQBPUNPIAÐIÐ ÞRIÐJUPAGUR lB.,JÚjJ lð^9 , 47 Minninff: Þorsteinn Pálsson vélvirkjameistari Fæddur4. júní 1916 Dáinn 10. júlí 1989 Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) í dag er til moldar borinn elsku- legur mágur minn, Þorsteinn G. Pálsson, vélvirkjameistari, sem fæddist hér í Reykjavík, 4. júní 1916, og því rétt 73ja ára þegar kallið kom svo óvænt. Við erum aldrei viðbúin og finnst stundum að það komi heldur fljótt. En eng- inn má sköpum renna. Þetta er lög- málið sem allir verða að lúta. Foreldrar hans voru þau heiðurs- hjón Elín Guðrún Þorsteinsdóttir og Páll Níelsson, mótoristi. Ekki er það ætlun mín að rekja ættir og æviferil Steina míns, eins og ég kallaði hann í daglegu tali, til þess er ég ekki fær eða nógu kunnug svo vel fari. Ég ætla heldur með þessum fátæklegu iínum, að flytja honum mína hinstu kveðju og hjart- ans þakkir fyrir löng og góð kynni í gegnum árin. Einnig vil ég þakka honum alla þá hjálp og velvild sem hann auðsýndi mér, ekki síst eftir að kraftar mínir fóru að þverra. Það var sjálfsagt að vitja mín og vita hvemig mér liði. Það var fast- ur liður að sækja mig hvert einasta aðfangadagskvöld jóla og njóta kvöldsins með fjöiskyldunni. Nema þessi síðustu jól, er ég varð sökum veikinda að dvelja á Reykjalundi, þá lét hann svo ummælt að honum fyndist þau eitthvað öðmvísi en önnur jól af því að Ellu vantaði í hópinn. Hann var boðinn og búinn til að rétta mér hjálparhönd hver- nær sem hann kom því við. Fyrir þetta allt færi ég honum kærar þakkir. Kynni okkar Steina hófust fyrir rúmum 50 árum þegar hann giftist Ingibjörgu systur minni og má segja að eftir það hafi leiðir okkar legið daglega saman. Ekki síst eftir að þau fluttu til mín í Skipasund 4 með sitt fyrsta barn, telpu um 7 ára aldur. Þar bjuggu þau um ára- bil og þar fæddust þeim 3 elskuleg börn til viðbótar. Mér hefur alltaf fundist þessi 4 börn þeirra vera sólargeislarnir í lífi mínu og mikil upplifun að fá að njóta frumbernsku og æskuára þeirra, svo og í námi og starfi. Þeirra elst er Elín Guð- rún, húsmóðir, fædd 16. febrúar 1940. Næstur er Páll Níels, læknir, fæddur 16. maí 1949. Þar næst Guðlaugur Þór, rafsuðumaður, fæddur 25. september 1950 og síðast Þóra G. Dal, auglýsinga- teiknari, fædd 7. ágúst 1955. Það eru svo ótal margar minning- ar sem leita á hugann, þær verða ekki allar skráðar í fáeinum línum en geymdar í hjörtum okkar um horfinn vin sem við söknum öll. Ég bið Guð að styrkja Ingibjörgu systur mína, börn hennar og þeirra ijölskyldur, og gefa þeim styrk og kraft á þessari sorgarstundu. Einn- Eiríkur Ólafsson sjó maður - Minning Fæddur 23. nóvember 1919 Dáinn 10. júlí 1989 Tengdafaðir okkar lést 10. júlí síðastliðinn. Lát hans bar mjög brátt að og kom sem reiðarslag þar sem hann hafði ekki kennt sér neins meins, hafði hraustlegt yfirbragð og geislaði af lífsvilja. Hann var sonur hjónanna Ingibjargar Eiríks- dóttur og Ólafs 'Jónssonar, gjald- kera hjá Kveldúlfi, sem bjuggu í Grænumýri á Seltjarnarnesi og ólst hann þar upp ásamt systkinum sínum. Hann lauk prófi frá Verslunar- skóla íslands og síðar loftskeyta- prófi og var loftskeytamaður á skip- um, bæði fiskiskipum og kaupskip- um, nær óslitið frá 1946 til ársins 1971, en þá fór hann í land og starf- aði við skrifstofustörf hjá Eimskipa- félagi íslands. Hann kvæntist Rannveigu Axelsdóttur árið 1947, þau slitu síðar samvistir eftir margra ára búskap og eftir að öll börnin voru komin á legg. Tengdafaðir okkar var á margan hátt sérstæður maður, nákvæmur og reglusamur í allri umgengni. Hann var mikill tungumálamaður og mjög áhugasamur um landsmál og alþjóðamál, þannig að segja má að hans nánasta umhverfi hafí ver- ið allur heimurinn, einnig ef litið er til þess að hann hafði mikla ánægju af að ferðast og kynnast öðrum þjóðum. Á yngri árum stund- aði hann íþróttir og hafði hann alla tíð yndi af að fylgjast með íþróttum, sérstaklega knattspymu. Árið 1986 lét hann af störfum og gerðist „lög- legt gamalmenni" að eigin sögn. Þá fengum við tengdadæturnar að kynnast því hve hjálpsamur hann gat verið. Hann var alltaf boðinn og búinn að taka við heimilishaldi okkar tengdadætranna ef á þurfti að halda. Hann tók við heimilunum, sá um öll þau ótal atriði sem einu heimili fylgja eins og besta húsmóð- ir eða í þessu tilfelli eins og besti afi. Hans viðkvæði var, að hann gerði þetta til að kynnast barna- börnunum betur og barnabörnin kunnu svo sannarlega að meta hann og nærveru hans. Við þökkum sam- fýlgdina, megi Guð blessa hann og minningu' hans. Stefanía, Bryndís og Elsa Það kom okkur mjög á óvart er við fréttum andlát afa okkar Eiríks Ólafssonar þann 10. júlí síðastlið- inn. Langar okkur barnabörnin að minnast hans í fáeinum orðum. Afi var gamall sjómaður og var nú loksins sestur í helgan stein og farinn að sinna sínum áhugamálum sem voru m.a. knattspyrna, ferða- lög, útivist og veiðimennska. Mörg minnumst við með hlýju veiðitúranna með afa, en þá var sá gamli í essinu sínu. Er komið var að sækja hann árla morguns í veiði- túra, brást aldrei að afi stæði á útidyratröppunum með fluguhatt- inn, vöðlurnar og veiðigræjurnar og brosti til okkar. Yfirleitt veiddist vel í soðið þann daginn og var það skemmtun hin besta. Afi var duglegur að passa barna- börnin og tók hann að sér heimilin þegar foreldrar okkar fóru til út- landa. Þar kynntumst við afa okkar vel og sáum þá hve nákvæmur og reglusamur hann var, hvorki þrif) né eldamennska vöfðust fyrir afa og minnti hann þá stundum á gaml- an butler. Hann fýlgdist vel með okkur barnabörnunum og spurði okkur alltaf hvernig okkur gengi að rækja námið eða hvað við hygðumst gera um sumarið. Á hveijum degi fór afi í laugarn- ar og í langa göngutúra um bæinn þveran og endilangan. Hann var mjög hress og vel á sig kominn og þess vegna kom það okkur í opna skjöldu er kallið kom, en hann varð bráðkvaddur á knattspyrnuleik í Laugardal. Við minnumst hans með söknuði og þökkum fyrir þær stundir er við áttum með afa. Þig faðmar hvíldin, vinur vors og Ijóða, er vetur hljóður tjaldar þína gröf, er vinimir ei annað eiga að bjóða, en aðeins þögul tár að hinstu gjöf. Sá innri friður lýsti á þínum leiðum, svo ljóma mildum brá á gröf og hel, öll dimma hvarf í himinbjarma heiðum, og hjartað fann, að öllu er stjómað vel. Þó oss þú hverfir, vinur vors og ljóða, og vetrarheiðið signi þína gröf, þér lýsir enn hið fagra, göfga og góða, sem geislum alltaf sló á dauðans höf. (Höf. Ingibjörg Benediktsd.) Guð blessi afa okkar. Barnabörnin Blómastofa FHÓfinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. ig votta ég systkinum hans og fjöl- skyldum þeirra, samúð mína. Ég kveð svo vin og tengdabróð- ur, ég bið Guð að blessa hann og taka í sinn náðarfaðm. Nú er hann vonandi búinn að hitta vinina hinum megin, sem hafa beðið hans og þar hafi orðið fagnaðarfundir. Blessuð sé minning hans. Elín Þóra Guðlaugsdóttir Mig langar til að minnast föður míns, Þorsteins Pálssonar, í örfáum orðum, er lést 10. júlí sl. Þar sem ég veit að hann hefði ekki viljað neina lofræðu um sig, og síst af öllu að hann yrði syrgður, ætla ég að riija upp nokkur atriði, sem lýsa því hvernig maður hann var. Þess vegna segi ég við móður mína, systkini og aðra aðstandendur, syrgið ekki, heldur minnist góðu stundanna. Hann var mikili húmoristi, og létti oft andrúmsloftið, bæði heima og á vinnustöðum, þar sem hann var vel látinn og þekktur undir nafninu Steini Páls. En samt al- vörumaður, hugsaði meira en hann sagði. Er ég hugsa til liðins tíma, koma margar minningar upp í hugann, en einkum tvær, sem lýsa vel hans innri manni. Eg mun aldrei gleyma aðfanga- dagskvöldinu, þegar ég var átta ára gömul, og hafði fengið margar gjaf- ir, þar á meðal tvær bækur eins, þá bað hann mig um að gefa aðra bókina telpu, sem hann vissi að myndi fáar jólagjafir fá. Vona ég að hún hafí haft ánægju af. En skærast lýsa þau orð er hann sagði við mig fyrir ellefu árum, er hann kom og hughreysti mig. Ég var þá eitthvað svartsýn á framtíð- ina, og lét það í ljós. Þá brosti hann og sagði: „Vertu róleg vina, sólin á eftir að skína á ný.“ I þessum orð- um mun hann ætíð lifa í mínum huga. Því kveð ég ekki, við munum sjást aftur. Ég flyt honum kærar þakkir fyrir allt frá barnabörnum og barnabarnabörnum. Ellý Birting afinælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Iteykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafh- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta til- vitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, FANNEYJAR EYJÓLFSDÓTTUR frá Brúsastöðum, Hafnarfirði, sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks St. Jósefsspítala í Hafnar- firði fyrir góða umönnun. Jón Sigurðsson, Sæunn Jónsdóttir, Jóhann Skarphéðinsson, Gréta Jónsdóttir, Gunnar Konráðsson, Sigurður L. Jónsson, Klara Sigurgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för og heiðraða minningu ástkærs eiginmanns míns, föður okk- ar, tengdafööur og afa, GERHARDS OLSEN flugvélstjóra, Seiðakvisl 4, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki gjörgæsludeildar Borg- arspítalans. Hulda Sæmundsdóttir Olsen, Reynir Olsen, Olafía Árnadóttir, Ingi Olsen, Þóra Lind Nielsen, Gunnar Olsen, Theodóra Þórðardóttir, Snorri Olsen, Hrafnhildur Haraldsdóttir og barnabörn. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts MAGNÚSAR SVEINBJÖRNSSONAR, Hjallavegi 62, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við færa fyrrverandi vinnuveitendum hans hjá Nathan & Olsen h/f. Ingveldur Guðmundsdóttir, Guðlaug Magnúsdóttir, Jón H. Borgarsson, Helga Magnúsdóttir, Árni Vilhjálmsson, Sævar Björnsson, Guðmundur Magnússon, Guðrún Ármannsdóttir, Sveinbjörn Magnússon, Anna S. Mikaelsdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir, Baldur Alfreðsson, Margrét Rósa Magnúsdóttir,Geirfinnur G. Svavarsson, Magnús Magnússon, Þórdís Þorgilsdóttir, EirikurThorarensen, María Magnúsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.