Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 46
46
MÓMjÍélÍAÐIÐ I-RIÐJUDAGÚK
Mæðffur kvaddar:
Ásta Jóna Ragnars-
dóttir - HannaMaría
Ásgeirsdóttir
Ásta Jóna
Fædd 24. maí 1963
Dáin 9. júlí 1989
Hanna María
Fædd 30. maí 1984
Dáin 9. júlí 1989
Mamma, það varð slys uppi á
Sprengisandi og Ásta Jóna og dótt-
ir hennar dóu.“
Með þessum orðum var tekið á
móti mér þegar ég kom heim í há-
deginu þriðjudaginn 11. júlí si. Mín
fyrstu viðbrögð voru vantrú. Þetta
gat ekki verið satt. Ásta og Ásgeir
alvön fjailaferðum, á vel útbúnum
bíl og einstaklega gætin. En því
miður, sannleikurinn er bitur og
söknuðurinn sár.
Það er erfitt að sjá á eftir vini
og félaga sem maður hefur átt í
fjölda ára. Ásta var bara fímm ára
þegar ég sá hana fyrst, lítill fjör-
kálfur sem aldrei var til friðs. En
á bak við grallaraspóann var heil-
steyptur persónuleiki, sem öllum
vildi vel.
Þeim eiginleika Ástu verður best
lýst með smádæmi. Síðastliðinn
vetur lést móðir mín eftir erfíð veik-
indi. Um kvöldið var bankað hjá
mér. Þar var Ásta komin með kon-
fekt og kók til að reyna að hressa
mig upp.
Söknuður vinanna er sár en sorg
ættingjanna, sem sjá á eftir ástvin-
um sínum, óbærileg. Þó að nú syrti
að, vil ég tileinka þeim orðin sem
voru á síðasta jólakortinu mínu frá
Ástu Jónu: Snúðu augliti þínu alltaf
að sólarbjarmanum, þá munu
skuggamir falla að baki þér.
Megi algóður guð veita ykkur
öllum styrk og sálarþrek.
Áslaug Magnúsdóttir
Fyrir hönd starfsfólks Dags og
Dagsprents langar mig að minnast
vinkonu okkar og vinnufélaga, Ástu
Jónu Ragnarsdóttur, í örfáum orð-
um. Fyrir mér megna orð ekki að
tjá allar þær tilfínningar sem bærst
hafa eftir að ljóst var hvaða harm-
leikur hafði átt sér stað. Þetta er
sárt, óbærilega sárt, fyrir alla þá
sem kynntust þessari indælu stúlku.
Ég kynntist Ástu Jónu er ég hóf
störf á Degi haustið 1986 og rifjað-
ist þá fljótlega upp að hún var
frænka mín. Höfðum við síðan
lúmskt gaman af því að stríða hvort
öðru með þsssum skyldleika við
ýmsar aðstæður sem komu upp í
vinnunni. Gamansemin var ein-
kennandi fyrir Ástu Jónu og ég
efast um að ég hafi kynnst skap-
betri og geðþekkari stúlku. Hún
brosti, hló, söng og trallaði í vinn-
unni, tók erfiðum verkefnum með
einstöku jafnaðargeði og lét ekki
streitu eftirmiðdagsins hafa áhrif á
sig. Hún smitaði út frá sér og það
var ómetanlegt að vinna við hlið
Ástu Jónu þegar streitan og hraðinn
voru þrúgandi. Hún veitti manni
styrk, feykti burt áhyggjum og fyr-
ir það vil ég þakka. Fyrir hennar
hlýja viðmót viljum við öll þakka.
Ásta Jóna er okkur öllum minnis-
stæð í leik og starfi fyrir góða skap-
ið og geislandi kátínuna. í huga
mér eru ofarlega þær stundir sem
við áttum saman í kaffítímunum.
Hún hafði fengið mikinn áhuga á
skák og síðustu vikurnar tefldum
við oft snarpar skákir, okkur til
óblandinnar ánægju, enda tafl-
mennskan fjörleg. Hún beið lægri
hlut en litlu munaði á stundum. Því
miður er skák lífsins óvægnari leik-
ur og í slíku manntafli getur enginn
séð_ úrslitin fyrir.
Ásta Jóna er dáin. Dóttir hennar
er dáin. Stórt skarð hefur verið
höggvið í hamingjusama íjölskyldu.
Elsku Ásgeir, Guð veiti þér styrk.
Af öllu hjarta biðjum við Guð að
veita foreldrum og öðrum ættingj-
um styrk á þessari sorgarstundu.
Það er erfítt að sætta sig við það
sem maður fær ekki breytt. Van-
mátturinn er gífurlegur.
Við þökkum elsku Ástu Jónu
fyrir allt.
F.h. starfsfólks Dags og Dags-
prents, Stefán Sæmundsson.
„Dauðinn er sólarupprás,
uppstigning geislandi sólar úr djúpi Iífsins."
(Ragnhildur Ófeigsdóttir)
Margt kemur upp í hugann þegar
við minnumst með fátæklegum orð-
um elskulegrar og ljúfrar mann-
eskju sem Ástu Jónu Ragnarsdótt-
ur.
Ánægjustundir með henni voru
margar en dauðinn sem grípur
óvænt í taumana verður okkur lif-
endum illskiljanleg gáta.
Ásta Jóna var mikill persónuleiki
og hugur hennar beindist að til-
gangi lífsins, ódauðleika sálarinnar
og að leitun þekkingar á kjarna
siimar eigin tilveru.
Trú hennar var einlæg og hennar
leiðarljós.
Lítil stúlka, Hanna María fylgir
nú móður sinni til hins eilífa ljóss,
þar sem friður Guðs og kærleikur
umvefur þær.
„Sál bamsins var lítið blátt blóm
sem bærðist fyrir blænum
á íslenskri heiði
miðnætursólin kyssti dðgg þess
sál þess rós
sem óx í garði móður sinnar
hvitar hendur hlúðu að henni
tár móðurinnar
vökvuðu hana
bros móðurinnar
var sólin.
(Ragnhildur Ófeigsdóttir)
Að leiðarlokum kveðjum við Ástu
Jónu og litlu dóttur hennar með
söknuði og biðjum algóðan Guð um
að veita ástvinum hennar, sem
misst hafa svo mikið, styrk til að
horfa fram á við.
Elsku Ásgeir, góði vinur,
„Snúðu augliti þínu alltaf
að sólarbjarmanum,
þá munu skuggarnir falla
að baki þér."
(Indverskt orðtak)
Freyja og Baldur,
Unnur Huld og Þórður.
Það er sárt að frétta andlát svo
ungra manneskja sem eiga svo
margt ógert, en þeim mæðgum
Hönnu Maríu og Ástu kynntumst
við er Hanna María kom til okkar
á Iðavöll aðeins 2ja ára gömul og
kvaddi okkur síðast föstudaginn
sem við fórum í sumarfrí, þann 7.
júlí sl.
Hún skilur eftir sig góðar minn-
ingar um rólega stelpu, sjálfstæða
og örugga, sem lét umhverfið ekki
hafa truflandi áhrif á sig.
Hanna María hafði alltaf nóg
fyrir stafni, átti ætíð nóga félaga
og eignaðist mjög góðar vinkonur
sem við vitum að ásamt okkur
sakna hennar mikið.
Hún mun áfram eiga sitt sæti í
huga okkar, við erum þakklátar
fyrir þær stundir sem við áttum
með henni.
Kæri Ásgeir, við vottum þér og
öðrum aðstandendum dýpstu samúð
okkar.
Starfsfólk á leikskólanum
Iðavelli.
í dag, þriðjudag, fer fram hér í
Reykjavík útför Ingimagns Eiríks-
sonar bifreiðarstjóra. Hann lést
7. júlí. Á það ska) bent að síðastlið-
inn fimmtudag 13. júlí birtust um
hann kveðjuorð hér í blaðinu.
t
Konan mín,
AÐALHEIÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR,
Hamrahlíð 23,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans 6. júli. Jarðarförin hefur farið
fram í kyrrþey.
Sveinn Guðjónsson.
t
Móðir mín,
ÞÓRDÍS EINARSDÓTTIR
frá ísafirðl,
lést í Sunnuhlíð 16. júlí.
Fyrir hönd systkina minna og annarra aðstandenda,
Guðrún Viggósdóttir.
t
Maðurinn minn og faðir okkar,
HARALDURÞÓRÐARSON,
Hólmgarði 8,
lést 1 5. júlí.
Rannveig Björnsdóttir
og börn.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SVAVA ÞÓRARINSDÓTTIR,
lést á heimili okkar að Dalbraut 23 í Reykjavík þann 17. júlí.
Valgeir G. Sveinsson,
Ólafía Eva Valgeirsdóttir, Þórarinn G. Valgeirsson,
Sveinn Valgeirsson, Ásdis Sigurðardóttir,
Guðlaug Valgeirsdóttir, Stefán Andrésson
og barnabörn.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURJÓN HALLBJÖRNSSON
símvirkjameistari,
Sörlaskjóli 82,
lést í Landspítalanum að morgni 15. júlí.
Halldóra Guðný Sigurjónsdóttir, Baldur Karlsson,
Erna Sigurjónsdóttir, Guðmundur Konráð Arnmundss
Berglind Baldursdóttir,
Marfa Guðmundsdóttir,
Sigríður Baldursdóttir,
Jessica Ásdis Brigham,
t
Systir mín,
GUÐRIÐUR ERLA MAGNÚSDÓTTIR SHETTY
lyfjafræðingur,
lést á sjúkrahúsi í Rockville, Maryland, Bandaríkjunum, 10. júlí.
Bálför hefur farið fram. Útför hennar verður í Fossvogskirkju föstu-
daginn 28. júlí kl. 15.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Sverrir Magnússon.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SAMÚEL JÓHANNSSON
prentari
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 20. júlí
kl. 13.30.
Lilly Alvhilda Samúelsdóttir, Margeir Pétur Jóhannsson,
Karl Jóhann Samúelsson, Berit Ingibjörg Samúelsson,
Anna María Samúelsdóttir, Garðar Olafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÓLAFUR M. ÓLAFSSON
fyrrum menntaskólakennari,
Grundariandi 8,
sem lést 7. júlí, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudag-
inn 19. júlí kl. 13.30.
Anna Hansen,
Guðrún Birna Ólafsdóttir, Kristinn H. Grétarsson,
Ólafur Magnús Ólafsson
og barnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
INGIMAGN EIRÍKSSON
bifreiðastjóri,
Meistaravöllum 7,
sem lést 7. júlí, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag,
þriðjudaginn 18. júlí kl. 13.30.
Þuríður Jónsdóttir,
Jón Bergmann Ingimagnsson, Þórdís Karlsdóttir,
Guðrún Erla Ingimagnsdóttir, Valdimar Stefánsson,
Eiríkur Ingimagnsson, Sigriður Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.