Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1989 23 Eru þeir að fá 'ann -? m Gljúfiirá lífleg „ÞAÐ hefur verið nokkuð líflegt í Gljúfuránni, fyrir viku síðan voru komnir 50 laxar úr ánni og þó ég hafi ekki nýrri tölur heyrði ég utan að mér fyrir skömmu að menn hefðu séð fisk um alla ána og það töluvert af honum," sagði Friðrik D. Stefánsson framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur í gær. Best hefur veiðin þó verið í ósnum. Líf í Stóru Laxá Stóra Laxá hefur ekki gefið marga laxa það sem af er sumri, en áin hefur iðulega verið hrikalega mikil og skoluð. Þó hafa nokkrir fiskar verið dregnir á neðri svæð- unum og fyrir skömmu gerðist það, að nokkrir Fransmenn fóru á efsta svæðið, gersamlega ókunnug- ir svæðinu, en létu sig samt ekki muna um að ná fjórum stórlöxum, 12 til 18 punda fiskum. Friðrik hjá SVFR sagði í samtali við Morgun- blaðið, að mikið væri óselt á það svæði og gæti hugsast að menn væru að leita langt yfir skammt, „eitthvað er að hafa þama úr því að ókunnugir menn fá svona fal- lega veiði,“ sagði Friðrik. Jöfii og góð veiði í Þverá/Kjarrá „Þetta hefur gengið vel upp á síðkastið og ekki fyrirsjáanlegt að það dragi úr því. Raunar er með ólíkindum hve áin hefur skilað af laxi miðað við hversu illa vertíðin bytjaði og hve rýrar göngur hafa verið á Hvítársvæðinu. Það eru komnir milli 720 og 730 laxar á land og er skiptingin á milli ár- hlutanna nokkuð jöfn,“ sagði Jón Ólafsson einn leigutaka Þverár/Kj- arrár í samtali við Morgunblaðið í gær. Dræmt í Dölum Þær upplýsingar fengust í veiði- húsinu að Þrándargili við Laxá í Dölum í gær, að rétt rúmir 200 laxar væru komnir á land. Lax væri að fínna um alla á, en hann væri ófús að taka agn. Erlendir menn eru við veiðar og þeir höfðu einungis fengið 6 laxa fyrsta sólar- hringinn. Meðalþunginn var þó góður, því tveir fiskanna vógu 14 pund hvor og hinir vom allir væn- ir. Mikill iax er í sjónum og er að hringsóla við ósinn á aðfallinu. A næstu dögum má reikna með því að hann hellist inn í ána, því skil- yrðin em góð. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Laxá í Kjós leiðir hjörðina eins og í fyrra, en þar hafa veiðst um 900 laxar, sem er þó tals- vert lakara en í fyrra. Þessir voru að reyna í nyrðri Kvísla- fossinum fyrir skömmu. Lélegt í Laxá í Þing. „Þetta gengur afleitlega og ef fram heldur sem horfir fer sumar- veiðin ekki umfram 600 laxa“, sagði Þórður Pétursson veiðivörður og leiðsögumaður við Laxá í Aðald- al í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði um það bil 260 laxa vera komna á land og margir fæm úr ánni með öngulinn í rassin- um. Það marggerist þessa dagana að önnur eða báðar stangirnar fyr- ir neðan Æðarfossa fá engan lax og á þessum tíma sumars er það með ólíkindum. Þórður missti einn í 20-punda flokknum á svæði 7 í gærmorgun. Það markverðasta við það var, að laxinn var grútleginn. Miðá ekki dauð Fregnir herma að Miðá í Dölum hafi gefið nokkurn afla, fyrir um viku síðan vom komnir 12 laxar á land og eitthvað hefur bæst við það. Þetta er gott, því Miðá er ein af þessum síðsumarsám. Þá er bleikja farin að veiðast sem endra- nær. Heyrst hefur að Krossá á Skarðsströnd, sem Stangaveiðifé- -lag Keflavíkur hefur á leigu, hafi einnig byrjað vel. Menn sem veiddu þar fyrir skömmu fengu þijá væna laxa og sáu talsvert af fiski. gg Krabbameinsbókin komin út Fyrsta eintak Krabbameinsbókarinnar var aflient forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, en hún er verndari Krabbameinsfélagsins. Viðstaddir voru Jóhannes Tómasson, ritstjóri bókarinnar, og Almar Grímsson formaður félagsins. „Krabbameinsbókin" heitir ný bók sem Krabbameinsfélag ís- lands hefiir gefið út og hefiir að geyma margháttaðan fróðleik um krabbamein. Bókin er skrifuð af læknum, öðrum sérfræðingum og leikmönnum og hefur verið reynt að safiia margvíslegum gagnlegum upplýsingum fyrir sjúklinga og vandamenn þeirra. Frumkvæði að samantekt þessar- ar bókar átti Óskar heitinn Kjart- ansson gullsmiður en hann féll frá áður en verkinu lauk. Bókin er 108 blaðsíður og fjalla fyrstu kaflarnir um ýmis almenn atriði varðandi krabbamein og með- ferð þess. Þá eru fjórar frásagnir um reynslu krabbameinssjúklinga og síðan koma tíu kafiar um nokk- ur algengustu krabbamein karla og kvenna. Eru þeir kaflar skrifaðir af læknum. í lokin eru kaflar um aðstoð og þjónustu sem hægt er að leita eftir. Hugmyndin með þessari bók Krabbameinsfélagsins er að lesend- ur geti þar fundið upplýsingar um krabbamein, fái ábendingar um þjónustu fyrir krabbameinssjúkl- inga og að hún verði til að efla baráttugleði allra sem segja þurfa krabbameini stríð á hendur. Krabbamein hefur oft verið tal- inn dauðadómur en með framförum í læknavísindum á síðustu árum má segja að svo sé ekki lengur. Krabbamein er sjúkdómur en ekki dauðadómur. í bókinni kemur fram í samtölum við sjúklinga, að nauð- synlegt sé að vera bjartsýnn og halda í vonina um lækningu. Bar- áttugleði ætti að vera kjörorð krabbameinssjúklinga og aðstand- enda hans. Nokkrir velunnarar Krabba- meinsfélagsins hafa stutt útgáfuna árhagslega, m.a. fjölskylda skars Kjartanssonar. Prentsmiðj- an Oddi hf. annaðist alla prent- vinnslu bókarinnar. Krabbameins- bókin verður til sölu í bókaverslun- um og apótekum. (Fréttatilkynning) Hallgrímskirkja: Þýskir tónlistar- menn á tónleikum Hallgrímskirkja í Reykjavík Vestur-þýsk feðgin koma fram á tónleikum í Hallgrímskirkju miðvikudagskvöldið 19. júlí, sem hefjast kl. 20.30. Það eru þau Gabriele og Herwig Maurer frá Lambrecht í Vestur- Þýskalandi sem fram koma á tón- leikunum. Hún leikur á fiðlu og hann á orgel. Leikin verða verk eftir Johann Sebastian Bach, Max Reger og fleiri. Herwig er orgelleikari við Klaust- urkirkjuna í Lambrecht,. sem er í suðurhluta Þýskalands en þar eru meðal annars haldnir margir orgel- tónleikar á hveiju sumri. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. (Fréttatilkynning) Afinæli frönsku byltingarinnar: Ævintýri líkast -segir Albert Guðmundsson, sendiherra „Hátíðarhöldin voru ævintýri líkust," sagði Albert Guðmunds- son, sendiherra íslands i Frakkl- andi, í samtali við Morgunblaðið en hann var viðstaddur hátíðar- höld vegna 200 ára afinælis frönsku byltingarinnar 14. júlí sl. Albert kvaðst vart eiga orð til að lýsa stórglæsilegri sýningu er þúsundir manna gengu fylktu liði niður Champs Elysees breið- götuna að kvöldi þjóðhátíðar- dagsins. íslenski sendiherrann sat ásamt öðrum fulltrúum er- lendra ríkja í sérstakri áhorf- endastúku við Champs Elysees. Að sögn Alberts Guðmundssonar voru hátíðarhöldin sérstaklega vel heppnuð enda vel skipulögð. „Mið- borg Parísar var lokuð fyrir umferð í nokkra daga en slíkt hefði auðvit- að ekki gengið nema fyrir velvilja borgarbúa og með almennri þátt- töku þeirra í hátíðarhöldunum," sagði Albert. „Ég held að Frakkar séu flestir mjög ánægðir með hátíð- arhöld vegna byltingarafmælisins, þó er alltaf einn og einn sem segir ofgert en þeir eru í miklum minni- hluta.“ Ný happaþrenna: Milljón í vinning Miðinn á 100 kr. HAPPDRÆTTI Háskóla ís- lands hefiir sett á markaðinn nýja tegund af happaþrenn- um. Hver miði kostar hundr- að krónur og eru vinningar tvöfalt hærri en áður. Hæsti vinningur er því ein milljón króna. Áfram verða til sölu happaþrennur á 50 krónur. Frá því Happdrætti Háskól- ans hóf sölu á happaþrennum í mars 1987 hafa meira en 25 milljónir miða selst, að því er segir í fréttatilkynningu frá happdrættinu. Heildarfjöldi vinninga er yfir 4 milljónir og nema greiddir vinningar um 630 milljónum króna. Stjörnutískan auglýsir Opnunartilboó veróur í dag í nýja húsnæóinu okkar á Snorrabraut 22. Mikil verólækkun er á Laugavegi 84 vegna flutninga. Stjörnutískan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.