Morgunblaðið - 18.07.1989, Page 53

Morgunblaðið - 18.07.1989, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1989 53 Oréttmæt loggjof í upprunalegt horf Til Velvakanda. Ég var að lesa viðtalið við Dr. Magdi Yacoub, hjartaskurðlækninn sem græddi hjörtu í íslensku dreng- ina tvo. í framhaldi af því langar mig til að segja mína skoðun á þessu máli þar sem við þiggjum líffæri frá öðrum þjóðum en gefum ekki líffæri á móti. Ég fékk i Englandi fyrir mörgum árum svokallað gjafakort (Donor Card) þar sem ég lýsi því yfir að ef ég myndi lenda í slysi og deyja svo- kölluðum heiladauða þá gef ég öll nothæf líffæri úr likama mínum. Ég hef nefnilega alltaf haldið að ég réði mínum líkama sjálf hvað þetta snert- ir. Svo kemst ég að því að það eru íslensk lög sem banna að líffæri séu nýtt úr heiladauðum líkama. Ég tel að þessi lög séu tímaskekkja og er kominn tími til að þeim verði breytt. Við ættum að skammast okkar, þeg- ar við ætlumst til að aðrar þjóðir gefi okkur líffæri úr sér, en við erum of þröngsýn og afturhaldssöm til að bjóða sama. Ég skora hér með á þing- menn að taka þetta mál fyrir sem fyrst svo fleiri sjúkum verði bjargað, íslendingum sem öðrum. Margrét Ólafsdóttir Tií Velvakanda. Við Reykvíkingar, flestir, erum orðnir yfir okkur þreyttir á ástand- inu í Austurstræti og tökum heils hugar undir greinarkorn er birst hafa í dálki þínum og biðjum um að þau verði endurbirt. Nu birtast þær fréttir að fyrir- hugað sé að bygga glerskála í Aust- urstræti, ein tilraun enn. Það eina sem getur bjargað Aust- urstræti er að færa það aftur í uppmnalegt horf, þ.e. að það verði ekki lengurgöngugata, heldur akst- ursgata, þá losnum við bæði við tuminn og gijótgarðinn og væntan- lega allan óþverrann er fylgir nú- verandi ástandi. Ég skora á alla umhverfisunn- andi konur og menn að láta málið til sín taka. 5152-3372 Gámaút- flutning’ur Kæri Velvakandi. Ég vil mótmæla svokölluðum gámaútflutningi á físki. Þessi út- flutningur stuðlar aðeins að auknu atvinnuleysi og minni gjaldeyris- tekjum. Þá vil ég mótmæla því harðlega að loðdýrabændur fái tvo milljarða króna á silfurfati. Ef þessi bú bera sig ekki á einfaldlega að leyfa þeim að fara á hausinn. Svona fjáraustur á ekki rétt á sér þegar almenningur á varla til hnífs og skeiðar. Skattgreiðandi Foreldrar verða að sjá um að börn leiki sér ekki úti á götu. Þeim hættir til að gleyma sér, og taka ekki eftir bílum sem koma. Hveljum börnin til að leika sér þar sem engin hætta er á slíku. YS/SÆÆk Verð til að taka eftir: Bússur frú kr. 2.300.- Vöðlur fró kr. 3.080.- Regngollor kr. 3.888.- OPIB LAUGARDACA FRA KL. 10-13 SPORT| MARKAÐURINN SKIPHOLTI 50C, SÍMI 31290 (Nýja húsið gcgnt Tónabíói) GORI88 Einstakt litaúrval! GORI 88 • er olíuleysanleg viðarvörn. • Lekur ekki, slettist ekki og er auóveld í meðförum. • Auðveldar viðhald, því hún gefur jafna yfirborðs- á ferð og jafnt slit. • Hrindir frá sér vætu/er vatnsfælin. Viðarlitir cru gegnsæir, skerpa fínlegt æðamynstur og yfirborðsáterð vióarins. Ö/GORI /viðarvörn Járn & skip Víkurbraut - 230 Keflavík - Sími 15405

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.