Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 28
28 MORGTJNBLAÐn)' ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1989
lifi
- . • : ; - MORGUNBLAOiÐ- t>R!ÐJUDAGUR 18. JÚLÍ I98& ■ ;
mrmirn
29
—
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst IngiJónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið.
Oryggi og
flugumferð
Sakadómur Reykjavíkur
felldi nýlega dóm yfir
flugstjóra flugvélarinnnar
TF-FLI, Boeing 727-200, og
flugumferðarstjóra, vegna
þess að þeir sýndu ekki
„nægilega aðgæslu við
brottför flugvélarinnar frá
Keflavíkurflugvelli áleiðis til
Glasgow, þannig að mjög
litlu munaði að flugvélin
rækist á flugvélina TF-FLB,
Doug DC-8-63, með 258
manns innanborðs,“ að
morgni fimmtudagsins 6.
september 1984, eins og
segir í endurritun dómsins.
Flugstjórinn á Boeing-flug-
vélinni, þar sem farþegar
voru 145 manns, og flugum-
ferðarstjórinn voru báðir
dæmdir í skilorðsbundið
fangelsi til sjö mánaða. Það
voru því 403 einstaklingar í
lífshættu, vegna þessa at-
viks, að áliti dómsins. Áfrýj-
un mun þó væntanleg.
í endurriti dómsins segir
að flugstjóri FI-614 hafi til-
kynnt „flugumferðaratvik
(„almost a near-miss“) 25
mílur frá fjölstefnuvita
Keflavíkurflugvallar og hafi
flugvél farið gegnum fluglag
FI-614“. Þá er greint frá
vitnisburði Magnúsar
Norðdal, flugstjóra FI-614,
o g segir meðal annars:
„Magnús Norðdal flugstjóri
FI-614 taldi að FI-232 hefði
komið eins og upp undan
vinstri væng, nánar tiltekið
fyrir framan neftrjónu
vinstra megin og hreyfil nr.
2, um það bil 200 fet í burtu
að hans mati eftir á. Þarna
hefði verið meiri en lítil
hætta á ferðum. Hefði hann
ekki séð tvær stórar flugvél-
ar svo nærri á 38 ára flug-
mannsferli.“
Hallgrímur Jónsson, að-
stoðarflugmaður Magnúsar
Norðdal, hafði svipaða sögu
að segja og í endurriti dóms:
ins segir meðal annars: „í
skýrslu til rannsóknarnefnd-
ar Flugmálasljómar taldi
hann [Hallgrímur Jónsson],
að FI-232 hefði komið undan
skrokki FI-614 og hreyfli nr.
2. Hann hefði séð hana út-
undan sér fyrir framan
glugga flugstjórans, hans
megin. Hefði hann ekki séð
flugvél svona nálægt á flugi.
Síðan sagði hann: „Hliðarað-
skilnaður var ekki nægur til
þess að koma í veg fyrir
árekstur." Giskaði hann á
að 2-300 fet hefðu verið
milli flugvélanna. Mikil
bylgja hefði komið af henni
þegar hún flaug framhjá í
bröttu klifri og á miklum
hraða.“
Morgunblaðinu þykir
ástæða til að vekja athygli
á þessum dómi, sem kemst
að þeirri niðurstöðu að
árekstrarhætta hafi verið
fyrir hendi og 403 farþegar
og áhafnir beggja flugvél-
anna hafí verið í lífshættu.
Það var tvímælalaust rétt
að vísa þessu máli í dóm og
fá úr því skorið hvað gerðist
þótt ekki væri til annars en
koma í veg fyrir að atvik sem
þetta endurtaki sig. í for-
sendu dómsins kemur fram
að flugstjóri Boeing-þotunn-
ar hafi rifist við flugum-
ferðarstjórann meðan þetta
gerðist. Það er með ólíkind-
um að þvílíkt og annað eins
geti átt sér stað, svo mikil-
vægt sem það er að íslend-
ingar geti treyst þeim sem
að flugi starfa. Farþegar
leggja líf sitt í hendur þeirra
og eru fullvissir um að flug-
þjónusta hér sé eins og best
verður á kosið. En af dómi
Sakadóms er ljóst að flug-
menn og flugumferðarstjór-
ar þurfa að hafa hitann í
haldinu eins og annað fólk
og nauðsynlegt er að fylgj-
ast með störfum þeirra.
Island er úr alfaraleið
miðað við önnur lönd þar
sem kvartað er yfir þrengsl-
um í loftinu og flugvélar
taka á loft og lenda á mínútu
fresti. Það hlýtur að vera
nóg loftrými yfir íslandi fyr-
ir tvær þotur sem hefja sig
til flugs um svipað leyti og
halda til útlanda eldsnemma
að morgni og algerlega
ástæðulaust að stofna lífi
farþega og áhafna í hættu,
eins og Iýst er í fyrrnefndum
dómi.
Þórðarsonar um heimasveit sína.
Torfhildur Hólm Torfadóttir ávafp-
aði forsetann fyrir hönd heima-
fólks. Frú Vigdís gróðursetti birki-
hríslur utan við félagsheimilið og
skoðaði blómjurtir með börnum úr
sveitinni.
Tertugnótt í Suðursveit
Konur úr kvenfélaginu Ósk í
Suðursveit höfðu skreytt kaffiborð
í fánalitunum, bakað tertur og
brauðmeti, sem gestir gerðu sér
gott af. Raunar sáu kvenfélagskon-
ur í hverri sveit fyrir því að gestir
færu ekki svangir úr samkomuhús-
um í sýslunni um helgina.
Gerður var stuttur stans í Al-
mannaskarði og útsýnið skoðað
þegar ekið var úr Suðursveit yfir i
Lón síðdegis á laugardag. I Lóns-
sveit var komið í Stafafellskirkju
sem fyrst segir af í Sturlungu. Sig-
urlaug Árnadóttir í Hraunkoti rakti
sögu kirkjunnar, en þar var hún
organisti í hálfa öld. í kirkjugarðin-
um voi-u sett niður birkitré og því
næst haldið að Reyðará, heimili
Þorsteins Geirssonar oddvita og
Vigdísar Guðbrandsdóttur konu
hans. Þar var forsetanum færður
mikill steinhnullungur og gestum
boðið upp á döðlur, osta og mjöð
úr mysu og ávaxtasafa.
Bjartsýni fyrir börnin
í landinu
Frá Reyðará ók bílalest forsetans
sem leið lá á Höfn í Hornafirði.
Kvöldverður í boði sýslunefndar
hófst að Hótel Höfn eftir stundar-
langa hvíld. Um sjötíu gestir
snæddu humar, nautakjöt og ferska
ávexti. í veislunni voru haldnar
ræður til heiðurs forsetanum og
henni fært héraðsritið Skaftfelling-
ur í skinnbandi. Frú Vigdís þakkaði
móttökurnar og nefndi meðal ann-
ars í ræðu sinni að sér virtust Aust-
ur-Skaftfellingar bjartsýnismenn.
Brýnt væri að rækta þann eiginleika
með börnunum í landinu.
Síðari dagur heimsóknarinnar
hófst með skoðunarferð í Skógey
undir leiðsögn Sveins Runólfssonar
landgræðslustjóra. Eitt af stærstu
landgræðslusvæðum landsins eru í
Skógey og forsetinn hreifst mjög
af því sem áunnist hafði. Að sögn
Sveins Runólfssonar voru garðar
hlaðnir við Hornafjarðarfljót til að
bægja vatni frá söndunum, þar sem
grædd hefur verið upp um 1.400
hektara sandeyðimörk og sandfok
stöðvað. Sveinn sagði að þarna
væri 4.000 hektara svæði girt af
og friðað.
Haldið var á Skálafellsjökul um
miðjan sunnudagsmorgun í glamp-
andi sólskini. Snjóbíll flutti frú
Vigdísi og fylgdarlið hennar inn í
Birnudal, þar sem staðnæmst var
í tæplega 1.300 metra hæð. Þaðan
sást niður til Steinavatna og á haf
út svo grillti í Hrollaugseyjar. Þeg-
ar ljósmyndarar báðu forsetann að
stilla sér upp með snjóbreiðurnar í
baksýn hafði hún á orði að nú væri
hún alein uppi á jökli eins og Ólaf-
ur Kárason Ljósvíkingur. Menn
voru rétt að slíðra myndavélarnar
þegar forsetinn settist á vélsleða
og þeysti af stað. Frú Vigdís ók
sleðanum um jökulinn í um stundar-
fjórðung og fleiri leiðangursmenn
stigu á sleða áður en farið var á
Miðfellsegg til hádegisverðar.
Jökulkaldir sjávarréttir
þúsund metrum ofan
sjávarmáls
Þar beið kalt sjávarréttaborð í
orðsins fyllstu merkingu; krásum
frá Hótel Höfn hafði verið komið
fyrir á borði úr snjó. Borðið prýddi
ísklumpur úr Jökulsárlóni sem
höggvinn hafði verið til svo þar
mótaði fyrir þjóðfánanum. „Nú er
gaman að lifa,“ sagði frú Vigdís
sposk þegar hún virti fyrir sér hlað-
borðið jökulkalda með humri og
rækjum.
Af jöklinum var ekið í Hauka-
fell. Þar mynduðu skátar fánaborg
til heiðurs forsetanum og ungir
Mýramenn aðstoðuðu við gróður-
setningu birkitijáa. Svava Krist-
björg Guðmundsdóttir, fulltrúi bæj-
arstjórnar á Höfn, afhenti við þetta
tækifæri Skógræktarfélagi Áust-
ur-Skaftfellinga milljón króna
gjafabréf. Við gjöfinni tók Ásgrím-
ur Halldórsson, fráfarandi formað-
ur skógræktarfélagsins, og er það
ætlað til að rækta skóg og útbúa
útivistarsvæði á Haukafelli. Tjald
hafði verið reist í túninu og kvenfé-
lagskonur buðu upp á þjóðlegar
veitingar.
Farið var í Bjarnaneskirkju þegar
líða tók á síðdegið. Þar var forset-
inn viðstödd stutta helgistund og
henni gefinn steinn sem tekinn var
úr silfurbergsnámu í Hoffellsdal
árið 1914. Að svo búnu var ekið
til Hafnar þar sem efnt var til
kaffisamsætis í kveðjuskyni. Við-
staddir voru fulltrúar vinabæja af
Norðurlöndum auk heimafólks. For-
seti bæjarstjórnar, Sturlaugur Þor-
steinsson, ávarpaði Vigdísi og
sagði: „Við viljum Vigdís að þú vit-
ir að hér átt þú líka heima."
Lúra í veganesti
Að lokinni skoðunarferð um Höfn
og gróðursetningu við Hafnarbraut
var haldið á flugvöllinn í Horna-
firði. Þar kvaddi sýslunefnd Aust-
ur-Skaftafellsýslu frú Vigdísi og
fylgdarlið hennar. I veganesti var
hertum skarkola eða lúru gaukað
að forsetanum, en hún hafði í ræðu
vitnað til Ferðabókar Eggerts og
Bjarna þar sem segir að Austur-
Skaftfellingar eti lúru.
Heimsókn forseta íslands lauk
undir hálf níu á sunnudagskvöld.
Austur-Skaftfellingar höfðu heilsað
upp á forsetann og leyst út með
gjöfum og góðum orðum. Gestimir
úr Reykjavík áttu að baki tvo daga
fulla af sól og fjöllum.
Texti: Þórunn Þórsdóttir
Útsýnið skoðað
úr Birnudal á
Skálafellsjökli.
Þaðan sést nið-
ur að Steina-
vötnum og á haf
út í Hrollaugs-
eyjar.
Frú Vigdís gróðursetti birkiplöntur í sveitum Austur-Skaftfellinga ásamt börnum sem sannarlega ætluðu að gæta trjánna þegar forsetinn
væri farinn til Bessastaða. Hér er hún í hópi ungra Suðursveitunga.
Vigdís Finnbogadóttir heimsótti Austur-Skaftfellinga:
Sneri til Bessastaða með
lúru, steina og trafakefli
FORSETI Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, heilsaði upp á fólk,
gróðursetti birkitré og ók vélsleða á Skálafellsjökli þegar hún fór í
opinbera heimsókn í Austur-Skaftafellssýslu um liðna helgi. Fátt
eitt er þó talið því að forsetinn fór víða og Skaftfellingar flykktust
á samkomur sem haldnar voru henni til heiðurs. Blíðskaparveður
og hlýindi voru eystra og haft á orði að sérstaklega væri bjart yfir
Vigdísi. Þar sem ský hafði dregið fyrir sólu létti jafiian til þegar
bílalest forseta renndi í hlað.
arkonu forseta.
Eftir að sýslunefnd hafði heilsað
gestunum við flugvöllinn á Fagur-
hólsmýri var ekið að félagsheimili
Öræfinga í Hofgarði. Forsetabif-
reiðinni fylgdu meðal annars tveir
lögreglubflar og jeppi með birki-
Frú Vigdís kom til Austur-
Skaftafellssýslu með vél Flugmála-
stjórnar árdegis á laugardag. í för
með henni voru Komelíus Sig-
mundsson forsetaritari og kona
hans Inga Hersteinsdóttir, auk
Kristínar Sigurbjömsdóttur, fýlgd-
plöntur, sem forsetinn gróðursetti
í hveijum hreppi.
Við Hofgarð fékk frú Vigdís að-
stoð barna úr Öræfum við að gróð-
ursetja þijú birkitré tileinkuð stúlk-
um, drengjum og ófæddum börnum
í sveitinni. Að svo búnu heilsaði hún
upp á Öræfinga í kaffisamsæti í
félagsheimilinu og þáði að gjöf
trafakefli, útskorið af Halldóri Sig-
urðssyni í Miðhúsum.
Óvæntur glaðningxir fyrir
tjaldgesti í Skaftafelli
Skaftafell var næst heimsótt og
fyrst farið að Lambhaga í fylgd
Stefáns Benediktssonar þjóðgarðs-
varðar. Óvenju margir tjaldgestir
voru í Skaftafelli um helgina,
ríflega þúsund, og sagði gamall
Skaftfellingur að hann myndi vart
annað eins. Nokkrir erlendir ferða-
menn, sem staddir vom nærri þegar
frú Vigdís kom til hádegisverðar í
þjónustumiðstöðina, kváðust harla
ánægðir með að hafa séð forsetann,
þetta væri óvæntur glaðningur.
Hópur Þjóðveija sem fýlgdist
grannt með framvindu mála var
sammála um að þar færi „eine sehr
sympatische Frau“ — sérdeilis geð-
þekk kona.
Úr Skaftafelli var ekið að Jökuls-
árlóni á Breiðamerkursandi þar sem
farið var í bátsferð innan um ísjak-
ana. Á leið í vatnadrekann Jökul
gaf Vigdís sig snöggvast á tal við
nokkra franska ferðalanga, en
slangur af fólki var statt við lónið.
Að Hrollaugsstöðum í Suðursveit
var frú Vigdísi gefin bók Þórbergs
Siglt um Jök-
ulsárlón á
Breiðamerk-
ursandi í sól og
blíðu síðastlið-
inn laugardag.
ískalt sjávarréttaborð beið forseta og föruneytis á Skálafellsjökli í hádeginu á sunnudag.
Snorri Sturluson og Kjartan Bjarnason á Sóleyju ÍS.
Suðureyri
Mokfiskiríhjá
handfærabátum
Suðureyri.
UM LEIÐ og trillumar skríða inn flörðinn með fuglagerið á eftir
sér bregða margir sér niður á höfii til að forvitnast um aflabrögð
og sýna sig og sjá aðra. Eitt kyrrlátt júlíkvöld voru margir á höfh-.
inni enda bátarnir allir að tínast inn. Við löndunarkranann var þétt-
ur hópur af körlum sem spurðu sjómennina um fiskerí og vom flest-
ir trillukarlarnir ánægðir með afrakstur dagsins.
Aflinn var frá 800 upp í 1.700
kíló eftir 12 tíma sjóferð. Sá afla-
hæsti var Snorri Sturluson á Sól-
eyju ÍS og með honum var Kjartan
Bjarnason, nýráðinn háseti, aðeins
17 ára gamall. Sóley var með 1.700
kg eftir daginn sem verður að telj-
ast mjög gott fiskerí. Snorri sagði
að það hefði verið gott veður og
fiskurinn stór og mikið af honum.
Fleiri bátar fengu yfir tonnið.
Einn þeirra var Kristján Ibsen ÍS
en hann var með 1.100 kg. Bergi
G. ÍS og Tvistur voru með um 800
kg frá kl. 10 um morguninn. Mis-
jafnt er hvað menn sækja langt út
á miðin. Margir voru á 16 mílunum
en sumir voru lengra úti, eða á
20:27 mílum.
í samtali við Karl Óskarsson,
löndunarstjóra hjá Kögurási hf.,
kom fram að afli hefði yfirleitt ver-
ið góður þegar bátar hefðu komist
á sjó. Annars hefur verið ótíð, nú
fyrripart júlímánaðar, en nú virðist
þetta vera að lagast.
Það var mokfiskirí síðustu vikuna
í júní, en þá voru bátarnir að landa
2-3 tonnum eftir tveggja daga úti-
legu og er það góður afli. Fiskurinn
hefur verið góður og meðalþyngd á
fisk er frá 2-3 kílóum. Uppistaðan
er að sjálfsögðu þorskur en ufsi og
ýsa sjást einnig í aflanum.
Hér í Kögurási hf. starfa 20
manns og alls landa 15 bátar hjá
fyrirtækinu. Allur aflinn er fullunn-
inn í frystingu og eru afköst um
10 tonn á dag.
Sigurvon ÍS 500 er farin á drag-
nótaveiðar en hún hefur legið í
höfn vegna bilana. Einn bátur er
farinn að róa á línu og beita menn
smokkfisk, síld og kúfisk í bland á
línuna.
- R.Schmidt
Þorsteinn Guðbjörnsson á Berta G ÍS. Morgunbiaðíð/Róbert Schmidt