Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1989
HÚSNÆÐISSTOFNUN
ROBIN BORG
Hjá pabba og
mömmu í sumar
Enn er ekki séð lyrir endann á deilum Jannike Björling og Bjöms
Borgs um yfirráðarétt yfir syni þeirra, Robin. Skötuhjúin komu sér
þó saman um að Robin væri hjá mömmu sinni í júní, en pabba sínum
í júlí. Jannike hefúr lýst því yfir að hún haldi enn í vonina um að
þau Björn taki saman aftur. Myndin er tekin fyrr í sumar þegar þau
mæðgin, Jannike og Robin, bmgðu sér á ströndina.
Gróðursetningarferð
Það var mikið um að vera við
skála starfsmanna Húsnæðis-
stofnunar við Gíslholtsvatn í Holt-
um laugardaginn 10. júní þegar
starfsmenn stofnunarinnar komu
þangað í gróðursetningarferð.
Fjöldi plantna var gróðursettur og
á eftir var haldin heljarmikil grill-
veisla.
Um það bil þijátíu manns, böm
og fullorðnir, tóku þátt í gróður-
setningarferðinni.
Lára Vigfusdóttir fyrir framan
skála starfsmanna Húsnæðis-
stofhunar við Gíslholtsvatn.
Morgunblaðið/Jóhann F. Guðmundsson
Friður II á siglingu í Hafnarfjarðarh öfn.
SIGLINGAR
A seglskótu frá Nýfundna-
landi til Islands
Morgunblaðið/Ami Sæberg
Jón Kr. Gunnarsson, Jennifer Lund og John Longhill um borð í
seglskútunni Friði II í HafnarQarðarhöfh.
John Longhill sigldi fyrir stuttu
ásamt Jennifer Lund og Jóni
Kr. Gunnarssyni á seglskútunni
Friði II frá Nýfundnalandi til ís-
lands. John Longhill rekur ættir
sínar til íslands, eins og nafn skú-
tunnar ber með sér, og er frændi
Jóns Kr. Gunnarssonar. Friður II
sigldi frá St. Anthony á Ný-
fundnalandi 2. júlí síðastliðinn og
á ellefta degi sigldi skútan inn í
Hafnarfjarðarhöfn. Þar biðu fjar-
skyldir ættingjar Johns á hafnar-
bakkanum en þetta er \ fyrsta
skipti sem hann kemur til Islands.
Að sögn Jóns Kr. Gunnarssonar
gekk ferðin vel og var vindátt
hagstæð alla leið. Jón er gamall
sjómaður en hefur ekki siglt þessa
leið áður. John Longhill hefur átt
skútuna í 8 ár. Hann hefur siglt
á henni í Karabíska hafinu og
fyrir ströndum Nýja Englands.
John býr í Greenville í Norður
Karólínu ríki í Bandaríkjunum.
Hann kenndi við East Carolina
háskólann en lét af störfum fyrir
ári síðan. John kvaðst ætla að
eyða tveimur vikum á íslandi en
ætlar svo að sigla sömu leið til
baka.
Með nöfnunum John og Joni í
ferðinni var Jennifer Lund frá
Atlanta í Georgíuríki í Banda-
ríkjunum. Jennifer hefur ekki siglt
þessa leið áður, frekar en þeir
félagar. Aðspurð sagði hún ferð-
ina mjög skemmtilega lífsreynslu,
sérstaklega hefði verið gaman að
fylgjast með hvölum á leiðinni.