Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 12
h.2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1989 í fílabeinstumi fé- lagshyggjunnar eftir Halldór Blöndal Steingrímur Hermannsson hefur sagt, að hann hafi verið í fílabeins- turni, þegar ríkisstjómin var mynd- uð. Ég get vel ímyndað mér, að þar uppi sýnist margt auðvelt, sem vefst fyrir á jörðu niðri. Að minnsta kosti hefur lítið orðið úr þeirri endursköp- un atvinnulífsins, sem heitið var við stjórnarskiptin. Þá átti að aga menn í sjávarútvegi og knýja þá til sparn- aðar, m.a. með því að skrá gengið of hátt, þannig að óþörf fyrirtæki og illa rekin yrðu tekin til gjald- þrotaskipta. Það var opinbert mark- mið ríkisstjórnarinnar að halda fyr- irtælqum í þeirri spennitreyju, að yfirvinna yrði helst ekki unnin og yfirborganir heyrðu sögunni til. A hinn bóginn þótti nauðsynlegt að þyngja skatta. Þannig voru stuðn- ingsmenn ríkisstjórnarinnar á Al- þingi önnum kafnir við það á jóla- föstu að taka til baka margvíslegar umbætur í skatta- og atvinnumál- um, sem okkur Sjálfstæðismönnum hafði tekist að knýja fram undir forystu Þorsteins Pálssonar. En þessi draumsýn ofan úr fíla- beinstuminum breyttist í martröð á jörðu niðri. Nýja atvinnumálastefn- an hrandi eins og spilaborg. Rekst- ur fyrirtækja hélt áfram að þyngj- ast og lífskjör versnuðu. Atvinnu- leysi færðist í vöxt. Þótt skrýtið sé hefur þessi þróun valdið því, að ýmsir líta atvinnuleysi öðram aug- um en áður og virðast ekki skynja þann persónulega harmleik, sem því fylgir oft á tíðum. Það er eitt að reikna atvinnuleysistölur á blaði og annað að verða fyrir barðinu á því. Ríkisstjórnin hefur reynt að skjóta sér undan vandanum með því að færa tii ijármuni í þjóðfélag- inu. Þannig er Atvinnutryggingar- sjóði útflutningsgreina ætlað að hjálpa fyrirtækjum, sem ekki hafa staðist þá áraun, sem stjómarstefn- unni fylgir. Og þegar það hefur ekki dugað kemur Hlutabréfasjóður til skjalanna. Og svo er aftur farið í Atvinnutryggingarsjóð útflutn- ingsgreina. Auðvitað getur þetta ekki gengið nema skamma hríð. Auðvitað getur íslenska velferðar- þjóðfélagið ekki staðist nema vel rekin fyrirtæki í sjávarútvegi skili góðum hagnaði. Hvað þýðir viðunandi? Þegar kjarasamningarnir vora gerðir í vor lofaði ríkisstjórnin því með meira, að sjávarútvegurinn fengi „viðunandi" stöðu á samn- ingstímanum. Ég leyfi mér að skilja orðið „viðunandi" svo í þessu sam- hengi, að það merki, að vel rekið fyrirtæki í sjávarútvegi skili góðum hagnaði. Til þess hljótum við að ætlast, þar sem engin önnur at- vinnugrein hefur skilað jafnmikilli arðsemi frá ári til árs eins og ein- mitt sjávarútvegurinn. Þó linnir ekki fullyrðingum um að offjárfest- ing í sjávarútvegi sé meiri en í öðr- um atvinnugreinum. Þessar fullyrð- ingar eiga upþrana sinn í fílabeins- turnum skriffinnskunnar sunnan fjalla. Þar sem ég treysti ekki bréflega loforði ríkisstjómarinnar um, að hún myndi gera ráðstafanir til að staða sjávarútvegsins yrði viðun- andi á samningstímanum spurði ég forsætisráðherra hvemig hann hygðist efna loforðið: Ætlaði hann að reyna að sjá til þess, að sam- keppnisstaða sjávarútvegs yrði við- unandi allan samningstímann? Eða hugsaði hann sér, að hún yrði viðun- andi einhvem tíma í haust eða dag- stund aðeins einhvern tíma á samn- ingstímabilinu, — t.d. þegar flest skip væra búin að veiða upp í kvót- ann? Ég hafði satt að segja vonast til, að forsætisráðherra eða þá í hinu fallinu sjávarútvegsráðherra gæfu einhver svör um það, hvernig þeir hygðust standa við fyrirheit sín við sjávarútveginn. En við spurn- ingum mínum fékkst ekkert svar. Aðeins svartamyrkur eða Aust- íjarðaþoka. Þó kom fram, að ráð- herrarnir töldu BSRB-samningana, sem þeir sjálfir gerðu, verðbólgu- samninga, sem atvinnuvegimir gætu ekki risið undir. Og forsætis- ráðherra tæpti á því, að gengið héldi áfram að falla til áramóta. Vinstri menn eru við völd Ríkisstjórnin er „vinstri stjóm“, þótt ráðherrarnir og Stefán Val- geirsson kalli hana „félagshyggju- syórn“. Þeir vissu, að íslendingum Halldór Blöndal „En þessi draumsýn of- an úr fílabeinsturninum breyttist í martröð á jörðu niðri. Nýja at- vinnumálastefhan hrundi eins og spila- borg. Rekstur fyrir- tækja hélt áfram að þyngjast og lífskjör versnuðu.“ hefur aldrei fallið við vinstri stjórn- ir, en nú bendir flest til að þeim falli enn verr við félagshyggju- stjórnir. Jónarnir í ríkisstjórninni segja, að það sé gott, af því að ís- lendingar þurfi á óvinsælum ríkis- stjórnum að halda. íslendinga skorti sjálfsgagnrýni Jónanna. Óvinsældir ríkisstjórnarinnar era sérdeilis eftirtektarverðar í ljósi þess, að allir fjölmiðlar standa gal- opnir fyrir henni. Ráðherrarnir era að verða heimilisplága þar sem mikið er horft á sjónvarp. Og ef maður spyr fjölmiðlamann: „Af hveiju svona mikið og svona oft?“ er viðkvæðið jafnan hið sama: „Það sem ráðherra segir er frétt, en það sem aðrir segja er ekki eins mikil frétt.“ í sumum trúarbrögðum er því beinlínis slegið föstu að áhang- endur þeirra skuli styðja yfirvöldin á hveijum tíma og halda frið við ríkisstjórnina. Þetta er að verða mikil trúarsetning í fjölmiðlafræði nútímans hér á Islandi. Dr. Hannes Hólmsteinn Giss- urarson skrifaði athyglisverða grein í DV sl. mánudag sem bar heitið „Sjálfstæðisflokkurinn og fjöl- miðlarnir". Þar segir m.a.: „Fásinna væri að ætlast til þess af DV og Morgunblaðinu að þau yrðu dygg fiokksblöð. Skyldur þeirra era við kaupendur, ekki Sjálfstæðisflokk- inn. Það er fagnaðarefni að þau eru ekki á neinum flokksklafa. í stað þess að nöldra ættu sjálfstæðis- menn að notfæra sér að þessi blöð eru þeim opin eins og öðram.“ Ég tel nauðsynlegt að draga þessi ummæli lektorsins fram. Eg tek undir, að það er siðlaust, að ríkis- stjórn, sem klifar á því daginn út og daginn inn, að nauðsynlegt sé að sýna sparnað og aðhald í ríkis- rekstrinum, skuli halda úti fjórum dagblöðum, — fjórum flokksmál- gögnum, — að verulegu leyti á ríkis- ins kostnað. Það er hvorki hollt fýrir viðkomandi blaðamenn né stjórnmálamenn. Ég rakst á gott dæmi um þetta nú í Pressunni. Þar er þráfaldlega gefið í skyn, að Hannes Jónsson sendiherra hafi lekið trúnaðarapplýsingum, sem hafi átt að koma honum vel en ut- anríkisráðherra illa. Það þarf ekki að taka fram, að Pressan er flokks- málgagn Alþýðuflokksins og ut- anríkisráðherra formaður Alþýðu- flokksins, en Hannes Jónsson sendi- herra er-ekki fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi eystra. Grunnskólinn í Stykkishólmi. Stykkishólmur: Tvær framhaldsdeildir við grunnskólann Stykkishólmi. Menntamálaráðuneytið hefir samþykkt að næsta vetur verði tvær framhaldsdeildir við Grunnskólann í Stykkishólmi. Er almennur fógnuður bæjarbúa yfir þessum merka áfanga. Nú þegar liggja fyrir um 40 umsóknir um skólavist þannig að hver deild hefir 20 nemendur og fleiri umsóknir eru í augsýn og því ekki annað sýnt en Jiessar deildir verði með glæ A vorönn vora 20 nemendur í framhaldsdeild hér og þegar önnur bætist nú við skapar það foreldrum mikil útgjöld að geta haft ungling- ana heima í námi. Því það er ekki íjarri lagi að nám í Reykjavík kosti 250 þúsund kr. á nemanda. Frá haustinu 1976 hefir verið framhaldsdeild hér við skólann og gefist vel. Það era ekki allir sem gera sér næga grein fyrir mikil- vægi þessa fyrir ungt fólk hér, ekki aðeins í félagslegu og faglegu tilliti, heldur einnig fjárhagslegu. Frá 1976 hafa um 200 nemendur verið hér í skólanum í fullu fram- haldsnámi. Nú er aðstaða til skólahalds í Stykkishólmi óvenjulega góð. Skól- inn er í nýju og rúmgóðu húsnæði og það er ekki langt í að hin glæsi- lega íþróttamiðstöð komist í gagn- ið. Nægur kennslukraftur er einnig fyrir hendi og í könnun, sem ný- lega var gerð meðal nemenda á fyrsta ári, kom fram að 16 nem- endur, sem nú era í framhalds- deild, munu stunda námið hér heima á næsta vetri verði þess kostur. Lúðvíg Halldórsson skólastjóri, sem hefir ásamt bæjarstjóra beitt sér mjög fyrir þessum áfanga í skólamálum Stykkishólms, var mjög ánægður þegar fréttaritari hitti hann að máli. Þetta er stórt skref, sagði hann, og mesta gleðin hversu foreldrar era'ánægðir með þetta og styðja af heilum hug. Það er ekki lítils virði að bæði nemend- ur og foreldrar standa með okkur í þessu. Og vel kemur til mála að bjóða nágrönnum okkar til sam- starfs um þessa framhaldsdeild, sagði skólastjóri, sem býr sig nú undir ásamt kennaraliði að í haust megi þessi áfangi byija með glæsi- brag. - Árni Helgi Hálfdanarson: Þorsteinn og Jóhann Sebastían Vini mínum Þorsteini Gylfasyni hefur einatt verið upp sigað við sakleysingjann mig. Éinkum ber hann mér á brýn grimmilegt hatur á mönnum og málefnum. Hér um árið hélt hann því fram í Morgun- blaðinu að ég hataði Jóhann heit- inn Sebastían Bach meira en aðra menn lífs og liðna. Og núna á dögunum kallar hann svo í sama blaði, að ég hati og fyrirlíti stærð- fræði af miklum móði, og kveðst vitna þar í einkabréf. Nú er mér reyndar ekki ljóst, hvers vegna ég ætti að hata þessi tvö fyrirbæri. Hví skyldi mér vera í nöp við Jóhann þennan, þó að ég hafi kallað hann leiðinlegan formalista, en dýrki hins vegar Loðvík blessaðan Beethoven af alefli? Það er satt, að mér þykir meira koma til listdansara en akróbata, hversu fimlega sem þeir síðar nefndu ólmast upp um alla veggi. Eins hefur bjarminn af sálarkviku Beethovehs heillað mig meir en formtiktúrur Bachs, sem opinbera mér fátt annað en krumsprang þeirra sjálfra kring- um sjálfar sig. Þó vantar ekki að tilgerðin standi þar á blístri af yfirlæti, svo að oftar en ekki eru verkin vandflutt, enda sérstakt eftirlæti tónlistarflytjenda. Þegar ég heyri verk eftir Bach, finnst mér ég vera að hlusta á hugvitsamlega ortan sonnettu- sveig, þar sem Dante-rímaðar tersínur spinna sig upp úr átt- hendum af Petrarca-gerð og slöngva sér inn í hveija brag- þrautina af annarri með listilegum tilburðum. En efnið í þessu meist- ara-víravirki jafngildir skilagrein fyrir því, hvernig Bergsætt og Skútustaðaætt flækjast saman í Bólstaðahlíðarættinni. Og satt að segja finnst mér sem skáldlegra viðfang hæfði betur þvílíkum til- þrifum í formi. Spænska skáldið Lope de Vega orti á sínum tíma mjög haglega gerða sonnettu, sem að efni til er lýsing á því, hvernig sonnetta skuli ort, svo að öllum kröfum formsins sé fullnægt. Þetta ljóð hefði Jóhann okkar Sebastían getað ort. En góðskáld um víða veröld hafa fyrr og síðar ort vandlega formuð Ijóð, svo hrífandi að efni, að við lestur þeirra getur formið gleymzt, svo ísmeygilega sem það þó fylgir efninu fram. Slík skáld minna mig stundum á Beethoven, en aldrei á Jóhann sáluga. Þorsteinn segir að Bach sé að minnsta kosti stundum svo fjörug- ur, að sig langi til að dansa eftir hans nótum. Ekki er mér, Ijóst hvaða húlahopp Þorsteinn vilí iðka með Sebastían sem undirleikara, en þeir væru vísir til að koma sér saman um að kalla það listdans. Hafi ég nokkurn tíma hatað lifandi vera, þá var það brokk- gengur klárskratti, sem ég var samtíða í barnæsku. Ég þurfti iðulega að ríða þessari skepnu, sem var svo níðhöst á brokkinu, að mig verkjar í gjörvallan skrokkinn þegar ég hugsa til þess. Og það er segin saga, að Jóhann Sebastían minnir mig á þetta brokkdýr, þegar hann tekur til við dansmúsíkina handa Þorsteini. Rétt mun það vera, að ég hafi einhvern tíma stungið upp á því við Jóhann Sebastían, að hann sneri sér heldur að stærðfræði og legði dansmúsík þeirra Þorsteins á hilluna. En þarflaust var að álykta af því, að -ég hataði og fyrirliti stærðfræði. Það er nú öðra nær; ég ber hyldjúpa virð- ingu fyrir stærðfræði, enda þekki ég allt of lítið til hennar til þess að geta fyrirlitið hana. Hins vegar hef ég andmælt við Þorstein þeirri firra, að stærðfræði sé kölluð list- grein, þó að hún sé stórmerkileg á sína vísu. Mig minnir ég hafi einhvern tíma á góðri stund hald- ið að Þorsteini þeirri kenningu, að stærðfræði og list væra pólar mannlegrar snilli, því stærðfræði væri aðferð til að hugsa út fyrir skilning sinn, en list væri aðferð til að skilja út fyrir hugsun sína. í þessu líkri tóntegund höfum við Þorsteinn stundum skrifazt á, og má hver sem er taka það svo hátíðlega sem hæfa þykir, þegar Þorsteinn finnur upp á að flíka því í blöðunum. Leiðrétting firá Morgunblaðinu Með greininni Hversu langt?, sem birtist í síðasta sunnudags- blaði Morgunblaðsins, féll niður nafn höfundar, sem er Helgi Hálf- danarson. Því miður lenti í grein- inni prentvilla af versta tagi, auð- fúsugestir fyrir aufusugestir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.