Morgunblaðið - 18.07.1989, Side 1
64 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
160. tbl. 77. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 18. JULI 1989
Prentsmiðja Morgunblaðsins
„Nýr heimur í sjónmáli
U
Reuter
Árangursríkri heimsókn George Bush Bandaríkjaforseta til Evrópu lauk í gær í Hollandi. Hér sjást Beatr-
ix drottning og eiginmaður hennar Claus von Amsberg bjóða forsetann velkominn á Schiphol-flugvelli í
Amsterdam. í ræðu sem Busþ hélt i gær fjallaði hann um árangur heimsókna sinna til Ungverjalands og
Póllands og nýafstaðinn leiðtogafund sjö helstu iðnríkja heims. Hann hét því að stuðla að frekari umbótum
í Austur-Evrópu með því að bæta samskiptin við Sovétmenn og lýsti því yfir að „nýr heimur" væri í sjónmáli.
Sjá „Hvetja til alþjóðlegra ...“ á bls. 26.
Verkfall kolanámu-
manna í Síberíu
breiðist út til Ukraínu
Moskvu. Reuter.
VERKFALL sovéskra kolanámumanna eru nú orðið alvarlegasta vinnu-
deila landsins frá því JVfíkhaíl Gorbatsjbv komst til valda árið 1985.
Sovéskir fjölniiðlar greindu frá því í gær að verkfoll í næststærstu
kolanámum landsins í Síberíu hefðu breiðst út til Úkraínu þar sem
mestu kolanámur Sovétríkjanna eru. Samtímis eiga sovésk yfírvöld við
átök Georgíumanna og Abkhaza að stríða í borginni Sukhumi við
Svartahaf þar sem 14 manns létust um helgina. Deilur Azera og Arm-
ena um héraðið Nagorno-Karabak hafa einnig blossað upp að nýju.
Um það bil 100.000 námuverka-
menn í Kuzbass-kolanámunum í
Síberíu hafa verið í verkfalli í viku.
Upphaflega kröfðust verkfallsmenn
betri fæðu og annarrar neysluvöru
og - bættrar félagslegrar þjónustu.
Nú eru kröfurnar orðnar meiri eins
og t.d. að ágóði af námagreftrinum
verði eftir í héraðinu, mengunarvarn-
ir bættar og dregið úr afskiptum
stjórnvalda í Moskvu af stjórn hér-
aðsins. Verkfallsmenn hafa krafist
viðræðna við háttsetta embættis-
menn en fundur þeirra með Míkhaíl
Shjadov, kolaiðnaðarráðherra Sov-
étríkjanna, bar engan árangur. Nik-
olaj Slíjunkov, sem sæti á í stjóm-
málaráðinu, veitir forsæti nefnd hátt-
settra manna sem hélt til Síberíu í
gær. Viktor Medíkov, þingmaður frá
héraðinu, sagði í gær við fréttamenn
að hægt hefði verið að leysa deiluna
strax í upphafi ef Gorbatsjov eða
Nikolaj Ryzhkov, forsætisráðherra,
hefðu farið á staðinn. „íbúar Kuz-
bass hafa mátt þola slæma meðferð
svo lengi að nú trúa þeir ekki hveij-
um sem er,“ sagði Medíkov. Dag-
blaðið Sovíjetskaja Rossía segir að
Enn eitt sovéskt kafbátsslys undan Noregsströndum:
Málið snýst um eðlileg og-
góð samskipti nágranna
- segir Thorvald Stoltenberg, utanríkisráðherra Noregs
Ósló. Frá Rune Timberlid, frcttaritara Morgunblaðsins.
NORSKI herinn heldur fast við
þá skoðun sína að liklegt sé að
eldsvoði hafi orðið í sovéskum
kafbáti á Barentshafi á sunnudag,
en Sovétmenn þvertaka fyrir það.
„Við erum enn þeirrar skoðunar
að reykurinn, sem sást leggja frá
kafbátnum, hafi verið af völdum
eldsvoða," sagði Arild Isegg í
norska varnarmálaráðuneytinu.
Thorvald Stoltenberg, utanríkis-
ráðherra Noregs, hefúr mótmælt
því við Sovétmenn, að þeir skuli
enn einu sinni hafa látið undir
höfúð leggjast að tilkynna óhapp
í kjarnorkukafbáti undan Noregs-
ströndum. Hann segist líta svo á
að svona lagað eigi ekki að gerast
í samskiptum nágranna. íslenska
utanríkisráðuneytið lýsti í gær
„undrun og óánægju islenskra
stjórnvalda" yfir upplýsingaskorti
sovéska sendiráðsins um tíðar bil-
anir i sovéskum kjarnorkukaf-
bátum. Sovéska sendiráðið mun í
gær enn engar upplýsingar hafa
haft um málið.
Um þijúleytið á sunnudagseftir-
miðdag urðu norsk hernaðaryfirvöld
þess áskynja að óhapp hefði hent
j ^ ..............................
- - * -
Sovéski kafbáturinn á leið til hafiiar, en dísilvélar bátsins voru notað-
ar eftir að bilun kom upp í kjarnakljúfunum. Dagbiadet
sovéskan kjarnorkukafbát skammt
undan Kóla-skaga í um 120 km fjar-
lægð frá austasta odda Noregs norð-
ur við Barentshaf.
Þegar ljóst var að Sovétmenn
hefðu enga tilraun gert til þess að
láta norsk stjómvöld vita, var sov-
éski sendiherrann í Ósló, Alexander
Teterín, kvaddur á fund Stoltenbergs
og tilkynnt að norsk stjórnvöld teldu
það óþolandi, að í þriðja skipti skyldi
kvikna í sovéskum kjarnorkukafbáti,
án þess að næsta nágranna þeirra
væri skýrt frá því. Sendiherrann var
krafinn skýringa, en hann kvaðst
engar upplýsingar hafa.
Seinna um kvöldið barst orðsend-
ing frá sovéska utanríkisráðuneytinu
og sagði í henni, að ekkert slys hefði
orðið á þessu svæði.
Stoltenberg segir málið snúast um
„eðlileg og góð samskipti nágranna."
Sovétmenn hafi brugðist nágranna-
skyldum sínum. „í öll þijú skiptin
urðum við sjálfir að komast að því
hvað var á seyði,“ sagði ráðherrann
og var augljóst að honum var heitt
í hamsi. Norskir embættismenn segja
að nú aukist þrýstingur á Sovétmenn
um að gerður verði samningur milli
ríkjanna um tilkynningarskyldu þeg-
ar slys verða á sjó. Stoltenberg sagð-
ist þó líta svo á að sú staðreynd að
slíkur samningur er ekki fyrir hendi
samningaviðræður hafi lítið gengið
vegna þess að samningamenn stjórn-
valda hafi sífellt þurft að vera að
hringja til Moskvu.
Fréttir frá borginni Sukhumi, höf-
uðborg Abkhaziu, sem er sjálfstjórn-
arhérað í Georgíu, herma að herinn'
beijist nú við að stía þjóðflokkunum
tveimur sem þar búa í sundur. 14
manns féllu þar um helgina. Abkh-
azar sem eru í minnihluta í héraðinu
hafa löngum mótmælt menningar-
kúgun Georgíumanna og þótti þeim
mælirinn fullur þegar tilkynnt var
að stofna ætti deild Georgíu-háskóla
í Sukhumi. Mótmæli Georgíumanna
í Tíflis fyrr á árinu voru angi af sömu
deilu. Þá féllu 20 manns er herinn
beitti eiturgasi og skóflum til að
beija niður mótmælin.
Fréttastofan Tass sagði frá því í
gær að spenna væri mikil í Nagorno-
Karabak og herinn ætti í fullu fangi
með að koma í veg fyrir átök Arm-
ena og Azera.
afsakaði ekki þögn Sovétmanna.
í gær höfðu sovéskir embættis-
menn komið með að minnsta kosti
tvær útgáfur af málinu til viðbótar
hinni upphaflegu, en allir tóku þeir
skýrt fram að engirin eldur hefði
komið upp í bátnum, sem kom til
hafnar á Kóla-skaga skömmu eftir
miðnætti aðfaranótt mánudags.
Norskir embættismenn viður-
kenndu í einkasamtölum að ef til
vill hefðu viðbrögð stjórnvalda verið
í harkalegra lagi, en bentu á að þótt
óhappið virtist ekki vera alvarlegt
nú væri óvarlegt að treysta Sovét-
mönnum í þeim efnum. Ónefndur
háttsettur embættismaður sagði að
í ljósi reynslunnar væri ekki hægt
fyrir Norðmenn að bíða þolinmóðir
eftir upplýsingum frá Sovétmönnum
þegar hugsanlegt væri að kjarnorku-
slys hefði átt sér stað.
Þetta er þriðja óhappið, sem sov-
éskir kjarnorkukafbátar verða fyrir
undan ströndum Noregs á íjórum
mánuðum. I apríl kviknaði í Mike-
kafbáti, sem sökk nokkru siðar, en
42 skipveijar týndu lífi. í júni kvikn-
aði í Echo-2-kafbáti og enn létu Sov-
étmenn Norðmenn ekki vita um
óhappið.
Sjá nánar
margsaga.
„Sovésk sljórnvöld
.“ á siðu 24.
Pólland:
Taka upp
stjórnmála-
samband við
Páfagarð
Páfagarði. Reuter.
PÁFAGARÐUR og Pólland
hafa ákveðið að taka að nýju
upp stjórnmálasamband en
það hefúr legið niðri síðan
kommúnistar komust til
valda í Póllandi árið 1944.
Páfagarður er í stjórnmála-
tengslum við Júgóslavíu en
þetta er í fyrsta sinn sem Páfa-
garður tekur upp slík tengsl
við Varsjárbandalagsríki.
Grundvöllur að stjórnmála-
tengslunum var iagður í maí
sl. þegar pólska þingið veitti
kaþólsku kirkjunni lagalegan
rétt að nýju.
Mikil átök voru milli ríkis og
kirkju í Póllandi eftir síðari
heimsstyijöldina og þau mögn-
uðust með stuðningi páfans við
fijálsu verkalýðssamtökin
Samstöðu. Hinn pólskættaði
páfi, Jóhannes Páll II, hefur
heimsótt Pólland þrisvar sinn-
um eftir að hann tók við emb-
ætti árið 1978.
Talið er að kaþélska kirkjan
hafi undanfarið gegnt veiga-
miklu hlutverki í að miðla mál-
um milli pólskra stjómvalda og
hinna óháðu verkalýðssamtaka
Samstöðu.
Sjá „Jaruzelski býður sig
fram .. “ á bls. 24.