Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 160. tbl. 77. árg. ÞRIÐJUDAGUR 18. JULI 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins „Nýr heimur í sjónmáli U Reuter Árangursríkri heimsókn George Bush Bandaríkjaforseta til Evrópu lauk í gær í Hollandi. Hér sjást Beatr- ix drottning og eiginmaður hennar Claus von Amsberg bjóða forsetann velkominn á Schiphol-flugvelli í Amsterdam. í ræðu sem Busþ hélt i gær fjallaði hann um árangur heimsókna sinna til Ungverjalands og Póllands og nýafstaðinn leiðtogafund sjö helstu iðnríkja heims. Hann hét því að stuðla að frekari umbótum í Austur-Evrópu með því að bæta samskiptin við Sovétmenn og lýsti því yfir að „nýr heimur" væri í sjónmáli. Sjá „Hvetja til alþjóðlegra ...“ á bls. 26. Verkfall kolanámu- manna í Síberíu breiðist út til Ukraínu Moskvu. Reuter. VERKFALL sovéskra kolanámumanna eru nú orðið alvarlegasta vinnu- deila landsins frá því JVfíkhaíl Gorbatsjbv komst til valda árið 1985. Sovéskir fjölniiðlar greindu frá því í gær að verkfoll í næststærstu kolanámum landsins í Síberíu hefðu breiðst út til Úkraínu þar sem mestu kolanámur Sovétríkjanna eru. Samtímis eiga sovésk yfírvöld við átök Georgíumanna og Abkhaza að stríða í borginni Sukhumi við Svartahaf þar sem 14 manns létust um helgina. Deilur Azera og Arm- ena um héraðið Nagorno-Karabak hafa einnig blossað upp að nýju. Um það bil 100.000 námuverka- menn í Kuzbass-kolanámunum í Síberíu hafa verið í verkfalli í viku. Upphaflega kröfðust verkfallsmenn betri fæðu og annarrar neysluvöru og - bættrar félagslegrar þjónustu. Nú eru kröfurnar orðnar meiri eins og t.d. að ágóði af námagreftrinum verði eftir í héraðinu, mengunarvarn- ir bættar og dregið úr afskiptum stjórnvalda í Moskvu af stjórn hér- aðsins. Verkfallsmenn hafa krafist viðræðna við háttsetta embættis- menn en fundur þeirra með Míkhaíl Shjadov, kolaiðnaðarráðherra Sov- étríkjanna, bar engan árangur. Nik- olaj Slíjunkov, sem sæti á í stjóm- málaráðinu, veitir forsæti nefnd hátt- settra manna sem hélt til Síberíu í gær. Viktor Medíkov, þingmaður frá héraðinu, sagði í gær við fréttamenn að hægt hefði verið að leysa deiluna strax í upphafi ef Gorbatsjov eða Nikolaj Ryzhkov, forsætisráðherra, hefðu farið á staðinn. „íbúar Kuz- bass hafa mátt þola slæma meðferð svo lengi að nú trúa þeir ekki hveij- um sem er,“ sagði Medíkov. Dag- blaðið Sovíjetskaja Rossía segir að Enn eitt sovéskt kafbátsslys undan Noregsströndum: Málið snýst um eðlileg og- góð samskipti nágranna - segir Thorvald Stoltenberg, utanríkisráðherra Noregs Ósló. Frá Rune Timberlid, frcttaritara Morgunblaðsins. NORSKI herinn heldur fast við þá skoðun sína að liklegt sé að eldsvoði hafi orðið í sovéskum kafbáti á Barentshafi á sunnudag, en Sovétmenn þvertaka fyrir það. „Við erum enn þeirrar skoðunar að reykurinn, sem sást leggja frá kafbátnum, hafi verið af völdum eldsvoða," sagði Arild Isegg í norska varnarmálaráðuneytinu. Thorvald Stoltenberg, utanríkis- ráðherra Noregs, hefúr mótmælt því við Sovétmenn, að þeir skuli enn einu sinni hafa látið undir höfúð leggjast að tilkynna óhapp í kjarnorkukafbáti undan Noregs- ströndum. Hann segist líta svo á að svona lagað eigi ekki að gerast í samskiptum nágranna. íslenska utanríkisráðuneytið lýsti í gær „undrun og óánægju islenskra stjórnvalda" yfir upplýsingaskorti sovéska sendiráðsins um tíðar bil- anir i sovéskum kjarnorkukaf- bátum. Sovéska sendiráðið mun í gær enn engar upplýsingar hafa haft um málið. Um þijúleytið á sunnudagseftir- miðdag urðu norsk hernaðaryfirvöld þess áskynja að óhapp hefði hent j ^ .............................. - - * - Sovéski kafbáturinn á leið til hafiiar, en dísilvélar bátsins voru notað- ar eftir að bilun kom upp í kjarnakljúfunum. Dagbiadet sovéskan kjarnorkukafbát skammt undan Kóla-skaga í um 120 km fjar- lægð frá austasta odda Noregs norð- ur við Barentshaf. Þegar ljóst var að Sovétmenn hefðu enga tilraun gert til þess að láta norsk stjómvöld vita, var sov- éski sendiherrann í Ósló, Alexander Teterín, kvaddur á fund Stoltenbergs og tilkynnt að norsk stjórnvöld teldu það óþolandi, að í þriðja skipti skyldi kvikna í sovéskum kjarnorkukafbáti, án þess að næsta nágranna þeirra væri skýrt frá því. Sendiherrann var krafinn skýringa, en hann kvaðst engar upplýsingar hafa. Seinna um kvöldið barst orðsend- ing frá sovéska utanríkisráðuneytinu og sagði í henni, að ekkert slys hefði orðið á þessu svæði. Stoltenberg segir málið snúast um „eðlileg og góð samskipti nágranna." Sovétmenn hafi brugðist nágranna- skyldum sínum. „í öll þijú skiptin urðum við sjálfir að komast að því hvað var á seyði,“ sagði ráðherrann og var augljóst að honum var heitt í hamsi. Norskir embættismenn segja að nú aukist þrýstingur á Sovétmenn um að gerður verði samningur milli ríkjanna um tilkynningarskyldu þeg- ar slys verða á sjó. Stoltenberg sagð- ist þó líta svo á að sú staðreynd að slíkur samningur er ekki fyrir hendi samningaviðræður hafi lítið gengið vegna þess að samningamenn stjórn- valda hafi sífellt þurft að vera að hringja til Moskvu. Fréttir frá borginni Sukhumi, höf- uðborg Abkhaziu, sem er sjálfstjórn- arhérað í Georgíu, herma að herinn' beijist nú við að stía þjóðflokkunum tveimur sem þar búa í sundur. 14 manns féllu þar um helgina. Abkh- azar sem eru í minnihluta í héraðinu hafa löngum mótmælt menningar- kúgun Georgíumanna og þótti þeim mælirinn fullur þegar tilkynnt var að stofna ætti deild Georgíu-háskóla í Sukhumi. Mótmæli Georgíumanna í Tíflis fyrr á árinu voru angi af sömu deilu. Þá féllu 20 manns er herinn beitti eiturgasi og skóflum til að beija niður mótmælin. Fréttastofan Tass sagði frá því í gær að spenna væri mikil í Nagorno- Karabak og herinn ætti í fullu fangi með að koma í veg fyrir átök Arm- ena og Azera. afsakaði ekki þögn Sovétmanna. í gær höfðu sovéskir embættis- menn komið með að minnsta kosti tvær útgáfur af málinu til viðbótar hinni upphaflegu, en allir tóku þeir skýrt fram að engirin eldur hefði komið upp í bátnum, sem kom til hafnar á Kóla-skaga skömmu eftir miðnætti aðfaranótt mánudags. Norskir embættismenn viður- kenndu í einkasamtölum að ef til vill hefðu viðbrögð stjórnvalda verið í harkalegra lagi, en bentu á að þótt óhappið virtist ekki vera alvarlegt nú væri óvarlegt að treysta Sovét- mönnum í þeim efnum. Ónefndur háttsettur embættismaður sagði að í ljósi reynslunnar væri ekki hægt fyrir Norðmenn að bíða þolinmóðir eftir upplýsingum frá Sovétmönnum þegar hugsanlegt væri að kjarnorku- slys hefði átt sér stað. Þetta er þriðja óhappið, sem sov- éskir kjarnorkukafbátar verða fyrir undan ströndum Noregs á íjórum mánuðum. I apríl kviknaði í Mike- kafbáti, sem sökk nokkru siðar, en 42 skipveijar týndu lífi. í júni kvikn- aði í Echo-2-kafbáti og enn létu Sov- étmenn Norðmenn ekki vita um óhappið. Sjá nánar margsaga. „Sovésk sljórnvöld .“ á siðu 24. Pólland: Taka upp stjórnmála- samband við Páfagarð Páfagarði. Reuter. PÁFAGARÐUR og Pólland hafa ákveðið að taka að nýju upp stjórnmálasamband en það hefúr legið niðri síðan kommúnistar komust til valda í Póllandi árið 1944. Páfagarður er í stjórnmála- tengslum við Júgóslavíu en þetta er í fyrsta sinn sem Páfa- garður tekur upp slík tengsl við Varsjárbandalagsríki. Grundvöllur að stjórnmála- tengslunum var iagður í maí sl. þegar pólska þingið veitti kaþólsku kirkjunni lagalegan rétt að nýju. Mikil átök voru milli ríkis og kirkju í Póllandi eftir síðari heimsstyijöldina og þau mögn- uðust með stuðningi páfans við fijálsu verkalýðssamtökin Samstöðu. Hinn pólskættaði páfi, Jóhannes Páll II, hefur heimsótt Pólland þrisvar sinn- um eftir að hann tók við emb- ætti árið 1978. Talið er að kaþélska kirkjan hafi undanfarið gegnt veiga- miklu hlutverki í að miðla mál- um milli pólskra stjómvalda og hinna óháðu verkalýðssamtaka Samstöðu. Sjá „Jaruzelski býður sig fram .. “ á bls. 24.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.