Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JULI 1989 25 Norska blaðið Aftenposten; Laxaævintýrið úti Græðgin batt enda á veisluhöldin „NORSKA laxaævintýrið er senn á enda. í haust og vetur er búist við mikilli gjaldþrotaskriðu í greininni. Norskir laxeldis- menn stóðu sjálfir að ofiramleiðslunni, svo að þeir geta þakkað eigin græðgi, hvernig komið er.“ Svo segir i forsíðutilvísun norska blaðsins Aftenposten síðastliðinn fostudag, þar sem vísað er til greinar, sem birtist á einni af viðskiptasíðum blaðsins þann sama dag. Þar kemur meðal annars fram, að verðlag á laxi á Rungis- fiskmarkaðnum fyrir utan París er nú ekki nema helmingur þess, sem það var fyrir tveimur árum. Det notske lakseeven yre^ regner bran- I I lapet av h0SteIí to &r er prisen sjenmed et todotóoppdr6ttere Laksefesten er over Laksefesten er over. Pá Europas starste fiskemarked, Rungis utenfor Paris, er topprisene halvert pá to ár. Utviklingen skyl- des i stor grad grádighet i den norske oppdrettsnæringen. — Det finnes ikke styring i det som skjer, sier Rolf Domstein, formanai Norsk Ferskfiskomsetnings Landsforening. Forsíðutilvísunin í Aftenposten — Græðgin batt enda á laxaveisl- una — og aðalfyrirsögn viðskiptasíðunnar — Laxaveislunni lokið. Höfundurinn, Arve M. Bakken, segir m.a. í greininni: „Saga norska eldislaxins er ævintýraleg og stutt. í upphafi þessa áratugar fyrirfannst varla nokkur maður, sem heyrt hafði talað um slíkan lax. Árið 1981 sló eldislaxinn í gegn sem lúxusmatvara í Banda- ríkjunum. Markaðurinn tók við öllum þeim laxi, sem mögulegt var að fá. Verðið fór upp úr öllu valdi, og eftirspurnin varð svo æpandi, að svo virtist sem hún væri óseðjandi. Laxeldið varð á örfáum árum frábærlega arðvæn- legur atvinnuvegur." Hitra-sýkin „Flest fýrirtækjanna vörðu arð- inum af starfsemi sinni í stækkun eða endurnýjun eldisstöðvanna, segir Bakken enn fremur. „At- vinnuvegurinn óx og óx. Hefði Hitra-sýkin ekki gert eins mikinn usla í laxeldinu og raun bar vitni 1987, hefði gífurleg offramleiðsla þegar verið orðin staðreynd á því ári, svo og verðhrunið sem nú ríður yfir. í upphafi áratugarins reyndust seiðastöðvar of fáar. Það hafði í för með sér skort á gönguseiðum, og verðið á þeim fór upp í 30 kr. (um 250 ísl. kr.) stykkið. Árið 1985 var seiðaeldi gefið fijálst. Það hafði í för með sér, að fjár- fest var í þeirri grein í hverri ein- ust byggð landsins, þar sem nokkra lækjarsprænu var að finna. Græðgin í fyrra mátti sjá fyrstu viðvör- unina um, að eitthvað væri að fara úrskeiðis í þessari atvinnu- grein. Verðið fór að falla á út- flutningsmörkuðum. Það varð of- framleiðsla og óeining um verð olli verðlækkun. Á þessu ári hefst gjaldþrotaskriðan hjá seiðaeldis- stöðvunum. Sagt er, að göngu- seiði séu nú seld á ijórar krónur (ríflega 33 kr.ísl.) stykkið. Lága gönguseiðaverðið í fyrra hefur nú leitt til offramleiðslu á eldislaxi og verðfalls. Þannig hef- ur seiðaútsalan og græðgi fiskeld- isfyrirtækjanna orðið til þess, að hrun vofir yfir laxeldinu á þessu ári. Fyrsta verðfallið reið yfir þeg- ar í maímánuði, en það verður þó ekki fyrr en í haust og undir jól, sem þetta fyrrum óskabarn at- vinnulífsins fer að kenna kuldans fyrir alvöru. Framleiðsluaukning í fyrra voru flutt út 75.000 tonn af um 80.000 tonna heildar- framleiðslu á laxi. Fimm fyrstu mánuðina voru flutt út 20.000 tonn. Um miðjan júlí í fyrra var verðið á Rungis-fiskmarkaðnum milli 46 og 64 krónur (380 og 530 ísl. kr.) kílóið. Búist er við, að á þessu ári nemi framleiðslan 150.000 tonn- um af laxi. Verði 90% framleiðsl- unnar flutt út eins og í fyrra, verða það um 135.000 tonn, sem fiytja þarf út úr landinu á þessu ári. Á fimm fyrstu mánuðum þessa árs voru flutt út rúmlega 30.000 tonn. Það merkir, að eldis- fyrirtækin og útflutningsfyrir- tækin verða að flytja út 100.000 tonn á síðari helmingi ársins. Það er tvöfalt meira magn en flutt var út á sama tíma í fyrra. Það kostar milli 20 og 50 krón- ur (170 og 420 kr. ísl.) að fram- leiða kíló af laxi. í þessari viku lá verðið á bilinu milli 30 og 46 kr. (250 og 380 kr. ísl.). í fyrra varð það eldisfyrirtækjunum til happs, að veiðar á Kyrrahafslaxi, samkeppnisvörunni, brugðust. Á þessu ári virðast þær veiðar ætla að ganga vel. Afdrifaríkur tími Enginn þeirra, sem tengdir eru laxeldi, dregur í efa, að það, sem eftir lifir ársins, verði þessari at- vinnugrein afdrifaríkur tími. Og svipað má segja um næsta ár. Rolf Domstein, formaður sam- taka norskra ferskfískseljenda, sem sjálfur stundar umfangsmik- inn fiskútflutning og fiskeldi, tel- ur, að verðhrun og gjaldþrota- skriða séu framundan. „Atburða- rásin er stjórnlaus, og þess vegna er ósköp lítið hægt að gera til að koma í veg fyrir hrunið, sem vof- ir yfir. Þar að auki eru bankar og tryggingafélög komin inn á ■sviðið, og það hefur gert ástandið enn erfíðara. Og búast má við, að eldisfyrirtæki, sem í rauninni eru gjaldþrota, selji framleiðslu sína á verði, sem er langt undir lágmarksverði, í þeim eina til- gangi að bjarga því, sem bjargað verður.““
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.