Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18, JÚLÍ 1989
13
Morgunblaðið/BAR
Jónas Ingimundarson leikur í
Listasafiii Siguijóns Ólafssonar á
þriðjudagskvöld.
Jónas leikur
í Listasafni
Sigurjóns
JÓNAS Ingimundarson píanó-
leikari mun halda tónleika í
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
næstkomandi þriðjudagskvöld. Á
eftiisskrá eru verk eftir Schu-
bert, Mozart og Beethoven.
Fyrst á efniskránni á þriðjudags-
kvöld eru nokkur smástykki eftir
Schubert: Allegretto í c-moll, Tóna-
ljóð í Es-dúr, Moment musical nr.3
og Tólf valsar ópus 18. Jónas mun
svo leika eina af fyrri píanósónötum
Mozarts, sónötu í B-dúr KV 281.
Síðasta verkið á tónleikunum er
píanósónata ópus 57 eftir Beet-
hoven, „Appasonata".
Aðspurður kvaðst Jónas hafa
valið verkin með hljóðfæri lista-
safnsins í huga. „Þegar Birgitta
Spur fór þess á leit við mig að ég
spilaði hér' í Listasafni Siguijóns
Olafssonar, datt mér í hug að gam-
an væri að setja saman efnisskrá
með tónlist frá gömlu Vinarmeist-
urunum, vegna þess að flygillin
héma er Bösendorfer-gerðar og
ættaður frá Vínarborg. Mér fannst
fara vel á því að syngja nokkrar
Vínarlínur á þetta hljóðfæri.“
Að sögn Jónasar er flygill þessi
prýðisgóður. Lét hann jafnframt vel
af salnum til tónleikahalds og öllu
andrúmslofti í listasafninu.
Jónas kom nýlega heim úr vel-
heppnaðri tónleikaferð um Norður-
lönd með Kristni Sigmundssyni
söngvara. Héldu þeir Kristinn tón-
leika í Norræna húsinu í Færeyjum,
á sérstakri 50 ára samnorrænni
afmælishátíð vinabæjahugmyndar-
innar í Thisted í Danmörku og á
mikilli sönghátíð í Joensuu í Finn-
landi. Auk samleiksins með Kristni
hélt Jónas einleikstónleika í
Útvarpshúsinu í Færeyjum þar sem
hann lék eingöngu verk eftir íslensk
tónskáld. Þá flutti Jónas verkið Óð
steinsins eftir Atla Heimi Sveinsson
í Thisted, við ljóð Kristjáns frá
Djúpalæk og ljósmyndir Ágústs
Jónssonar.
Tónleikar Jónasar Ingimundar-
sonar verða eins og fyrr segir í
Listasafni Siguijóns Ólafssonar á
þriðjudagskvöld kl. 20.30.
COMBI CAMP er a fjaðrabunaði,
10 tommu hjólbörðum,
sérhönnuðum íslenskum undir
vagni fyrir íslenskar aðstæður.
COMBI CAMP hefur 3 rúmmetra
lokað geymslurými.
COMBI CAMP er á
hagstæðu verði og kjörum.
Littu við hja okkur um helgina
því sjón er sögu ríkari.
BENCO hf
LAGMULA 7 - SIMI 91-84077
COMBI CAMP
sýning um helgina.
Höfum opið frá kl. 14-17
laugardag og sunnudag.
COMBI CAMP er ein
fljótlegasta lausn á
tjöldun er býðst.
Tekur aðeins 15 sekúndur
COMBI CAMP hefur trégólf
í svefn- og í verurými,
sem dregur úr jarðkulda og raka
COMBICAMP
Family