Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18, JÚLÍ 1989 13 Morgunblaðið/BAR Jónas Ingimundarson leikur í Listasafiii Siguijóns Ólafssonar á þriðjudagskvöld. Jónas leikur í Listasafni Sigurjóns JÓNAS Ingimundarson píanó- leikari mun halda tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar næstkomandi þriðjudagskvöld. Á eftiisskrá eru verk eftir Schu- bert, Mozart og Beethoven. Fyrst á efniskránni á þriðjudags- kvöld eru nokkur smástykki eftir Schubert: Allegretto í c-moll, Tóna- ljóð í Es-dúr, Moment musical nr.3 og Tólf valsar ópus 18. Jónas mun svo leika eina af fyrri píanósónötum Mozarts, sónötu í B-dúr KV 281. Síðasta verkið á tónleikunum er píanósónata ópus 57 eftir Beet- hoven, „Appasonata". Aðspurður kvaðst Jónas hafa valið verkin með hljóðfæri lista- safnsins í huga. „Þegar Birgitta Spur fór þess á leit við mig að ég spilaði hér' í Listasafni Siguijóns Olafssonar, datt mér í hug að gam- an væri að setja saman efnisskrá með tónlist frá gömlu Vinarmeist- urunum, vegna þess að flygillin héma er Bösendorfer-gerðar og ættaður frá Vínarborg. Mér fannst fara vel á því að syngja nokkrar Vínarlínur á þetta hljóðfæri.“ Að sögn Jónasar er flygill þessi prýðisgóður. Lét hann jafnframt vel af salnum til tónleikahalds og öllu andrúmslofti í listasafninu. Jónas kom nýlega heim úr vel- heppnaðri tónleikaferð um Norður- lönd með Kristni Sigmundssyni söngvara. Héldu þeir Kristinn tón- leika í Norræna húsinu í Færeyjum, á sérstakri 50 ára samnorrænni afmælishátíð vinabæjahugmyndar- innar í Thisted í Danmörku og á mikilli sönghátíð í Joensuu í Finn- landi. Auk samleiksins með Kristni hélt Jónas einleikstónleika í Útvarpshúsinu í Færeyjum þar sem hann lék eingöngu verk eftir íslensk tónskáld. Þá flutti Jónas verkið Óð steinsins eftir Atla Heimi Sveinsson í Thisted, við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk og ljósmyndir Ágústs Jónssonar. Tónleikar Jónasar Ingimundar- sonar verða eins og fyrr segir í Listasafni Siguijóns Ólafssonar á þriðjudagskvöld kl. 20.30. COMBI CAMP er a fjaðrabunaði, 10 tommu hjólbörðum, sérhönnuðum íslenskum undir vagni fyrir íslenskar aðstæður. COMBI CAMP hefur 3 rúmmetra lokað geymslurými. COMBI CAMP er á hagstæðu verði og kjörum. Littu við hja okkur um helgina því sjón er sögu ríkari. BENCO hf LAGMULA 7 - SIMI 91-84077 COMBI CAMP sýning um helgina. Höfum opið frá kl. 14-17 laugardag og sunnudag. COMBI CAMP er ein fljótlegasta lausn á tjöldun er býðst. Tekur aðeins 15 sekúndur COMBI CAMP hefur trégólf í svefn- og í verurými, sem dregur úr jarðkulda og raka COMBICAMP Family
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.