Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JULI 1989 17 ummælt nýlega að talsvert magn af þingmálum væri til meðferðar. Ég hefði sagt að mörg þingmál væru til meðferðar. „Magn“ hefur lengi verið vinsælt og mjög ofnot- að. Ég minnist þess að þáverandi borgarstjóri talaði eitt sinn um „mikið magn“ af lóðum sem stæðu til boða. Datt mér þá í hug þessi baga: Hann af magni mikið gap mapar borgarlýði. Lýði gapar lóða map. Lofi signum mapað gap. í seinni tíð hefur sú árátta færst í aukana að mynda allskonar atviks- orð með endingunni „lega“. Nýlega las ég í dagblaði: „Þetta var gott ár í kvikmyndalegu tilliti". Á íslensku: Margar góðar kvikmyndir birt- ust á þessu ári. Oft eru setningar látnar enda á ,,-lega séð“. Dæmi: „Þetta var góð ferð viðskiptalega séð“. Ég segði: Góð viðskipti tók- ust í ferðinni. „Þetta var mikið áfall fjárhagslega séð“. Ég segði: Þetta var fjárhagnum mikið áfall. Talað var um efnahagsleg skemmd- arverk. Ég segði: Skemmdarverk á efiiahag. Einhver talaði um „kennslufræðilega þróun“. Ég segði: Þróun kennslufræði. Hám- ark þótti mér, þegar manneskja sagði í útvarpi: „Suðurameríkulega. séð“. Þetta ,,-lega séð“ og öll þessi klaufalegu atviksorð eru alveg óþörf. Allskonar setningar er hægt að mynda án þeirra. Þær geta byij- að á: „Hvað snertir" eða „hvað varðar“ eða með umsögn um náfn- orð. Ég gæti nefnt margt fleira en læt nú staðar numið. Auðvitað tala og rita margir vandað mál. Ég vil nefna mjög góðar þýðingar á kvik- myndatextum í ríkissjónvarpinu. En alltof margir láta vaða á súðum hvað málið snertir. Þeir þyrftu meira aðhald. Vonandi að færir menn sjái úrræði í því skyni. Allir, sem hafa látið í ljósi skoðun sína, eru sammála um að íslending- ar megi ekki glata tungu sinni fyr- ir nokkurn mun. Sagt er að lítil börn séu farin að sletta ensku. Það er ekki undarlegt. Þau sitja löngum og horfa á myndbönd með ensku tali, og heyra jafnvel meiri ensku en íslensku. Eina ráðið við þessu er að öll myndbönd ætluð börnum, segjum innan tíu ára aldurs, skuli vera með góðu og skýru íslensku tali og ekki leyfð annars. Ég býst við að ýmsir segðu þetta ekki hægt vegna kostnaðar. En hvað um það. Spurningin er: Vilja menn halda áfram að tala íslensku í þessu landi eða ekki? Eða sætta menn sig við að vaxandi kynslóð tali einhvern hræring úr ensku og íslensku? Væri þá eins gott að lög- gilda enskuna strax sem þjóðtungu. Eins og málum er komið er íslenskt tal á myndböndum grundvallarat- riði. Barnatímar sjónvarpsins ættu að notast til að hafa áhrif á málfar bama. Ég held að hægt væri að útbúa einhverskonar keppni handa börnum. Þau væm t.d. látin segja frá einhveiju og þau, sem gerðu það best, fengju verðlaun. Einnig gætu farið fram málæfingar í sam- bandi við leiki. Þetta þyrfti um fram allt að vera skemmtilegt og við barna hæfi, svo það veki áhuga þeirra. Hjá litlum börnum er lagður gmnnurinn að því málfari sem þau síðar iðka. Þar gegna fóstrur mik- ilsverðu hlutverki. Ég álít að þær þyrfti að virkja. Halda mætti nám- skeið þar sem hugvitssamir menn kenndu þeim að hafa talæfingar með bömum, sem hagað væri sem skemmtilegum leikjum. Um leið væri örvaður áhugi fóstranna á vönduðu máli. Einhvern veginn finnst mér að skólarnir hafi ekki nægilega sinnt því að vekja áhuga nemenda á vönd- uðu máli. Stundum er rætt um aukna málfræðikennslu. Ég álít að hlífa ætti börnum við málfræði- stagli. Þeim leiðist það flestum. Tíminn væri betur notaður til talæf- inga, þar sem þeim væri kennt, hvernig best væri komist að orði. Málfræðin er nú einu sinni unnin úr málinu en ekki málið úr málfræð- inni. Mér virðist að menn, þraut- lærðir í málfræði, misþyrmi samt málinu hrapallega! Mér þótti mikils um vert, þegar ungir ökumenn stofnuðu félagsskap til að vinna að öruggum akstri. Ég vildi óska að ungir áhugamenn um málfar gerðu svipuð samtök til verndar móður- máli sínu. Á æskulýðnum byggist öll framtíð. Við eigum ágæt skáld, sem hafa komist svo glæsilega að orði í skáldskap sínum að það sýnir best, hvers íslenskan er megnug. En þeir yrkja eingöngu óbundin ljóð. Þau verða hvorki lærð né sung- in. Kvæði eldri skálda voru lærð og sungin og bættu méð því málfar manna. Hvernig væri, ef skáld nú- tímans lítillækkuðu sig og yrktu fallega dægurlagatexta handa unglingum? Eg treysti því í lengstu lög að allir áhugamenn eldri sem yngri leggist á eitt að stöðva hnign- un tungu sinnar, halda við fjöl- breytni hennar og auka orðaforð- ann. Höfundur er Sóknnrkonu, 86 ára að aldri. ■Hródleikur og JL skemmtun Þriðjudagstónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld kl. 20.30 fyrir háa sem lága! ^Jónas Ingimundarson píanóleikari flytur verk eft- ir Schubert, Mozart og Beethoven. Kaffistofan verður opin. Aðgöngumiðar á kr. 350,- fást við innganginn. ,Jljá ÓS fást sterkar og fallegar hellur tíl aö gera hvers kyns stéttir og bflastæöi. Ég mæii með heflunum frá ÓS og byggi þau meðmæli á reynslunni. Þær eru framleiddar úr öldu hráefni og góðir kantar gera það verkum að allar línur verða reglulegar. HeUunum er pakkað í piast og þeim ekið heim í hlað. í fáum orðum sagt: Gæðavara og góð þjónusta.“ Markús Guðjónsson, skrúðgarðyrkjumeistari, eigandi Garðavals. Kodak o æíl c-li i ORKA SEM ENDIST OG EIMDIST ósarlsiA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.