Morgunblaðið - 18.07.1989, Page 38

Morgunblaðið - 18.07.1989, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 1989 BANDALÖG Sumarsafnplöturnar birtast í sumarbyrjun nú eins og áður, þó ýmislegt valdi því að þær eru eitthvað seinni á ferðinni núna en oft áður. Hljómplötuútgáfan Steinar sendir frá sér að þessu sinni safnplötuna Bandalög. A Bandalögum eiga lög hljóm- sveitirnar Sálin hans Jóns míns, sem á lögin 100.000 volt og Getur verið?, Greifarnir eiga Strákarnir í götunni og Dag eftir dag, Stjórnin á Ég finn það nú og Ég flýg, Todmobile á lagið Stelpurokk, Ný dönsk á lögin Vígmundur og Ég vil vera ég, Jójó á lagið Stúlkan, Bítlavinafé- lagið á lögin Mynd í huga mér og Danska lagið, Sú Ellen á lagið Leyndarmál og Possibillies eiga lagið Talaðu. Stjórnin Stjórnin á tvö lög á Bandalög- um, eitt eftir Sigríði Beinteins- dóttur og eitt eftir Karl Örvars- son. Stjórnina skipa Grétar Örv- arsson, hljómborð og söngur, Sigríður Beinteinsdóttir, söngur, Þorsteinn Gunnarsson, tromm- ur, Eiður Arnarson, bassi, Einar Bragi Bragason, saxófón og midi-stick, og Jón Elvar Haf- steinsson, gítar. Stjórnarformað- ur er Grétar Örvarsson, sem leitt hefur Stjórnina frá stofnun. Rokksíðan tók hús á Grétari. Hvað segir þú mér um þessi tvö lög? Ég finn það nú er ársgamalt og samið af Siggu Beinteins og er einnig fyrsta lag samið af henni sem fer á hljómplötu. Stjórnin útsetti það og úr varð rokklagið sem er á plötunni. Kon- ur láta of lítið á sér bera á mark- aðnum, en líklega er það frekar vegna þess að þeim eru ekki gefin tækifæri frekar en að þær séu of feimnar. Hitt lagið, Ég flýg, er eftir Karl Örvarsson, bróður minn, og líka um ársgamalt. Ég var hrifnastur af textanum á laginu sem er besti texti sem Karl hefur látið frá sér fara. Ég lá yfir því lengi og niður- staðan er lag sem er allt öðruvísi en Ég finn það 'nu. Það sýnir bara það að Stjórnin er ekki bundin við neina ákveðna tónlist- arstefnu. Ef menn leita lengra n o ae aftur og taka Landslagið með í samanburðinn og lag sem við tókum upp með Öldu og heitir Sumardraumur þá verður breidd- in enn meiri. Þú stýrir stefnunni að mestu. Það gerist allt í samráði við sveitina alla. Ástæðan fyrir því hvað breiddin er mikil er vitan- lega sú að þar sem Stjórnin er fyrst og fremst hljómsveit sem Todmobile starfar við það að skemmta fólki á dansleikjum, þá reynum við að ná til sem flestra, gera alla án- ægða. Á dansleikjum spilum við allt milli himins og jarðar og stefnan er sú að halda áfram að vera dansleikjasveit. Auðvitað langar okkur að senda frá okkur þau lög sem við eigum frumsamin og kynna hljómsveitina frekar. Við leikum þau alltaf á dans leikjum og þau ganga mjög vel þar. Við eigum lög á ríflega hálfa LP-plötu núna og erum að velta fyrir okkur fleiri lögum. Ég er í sambandi við Jó- hann G. og hann á nokkuð af lögum sem standa okkurtil boða. Hver er þinn metnaður í tón- listinni? í dag er minn helsti metnaður að vera með best spilandi dans- leikjasveit á landinu og ég held að það hafi náðst. Við erum búin Stjórnin að starfa saman í Stjórninni og vinna okkur nafn og ég treysti engum betur til að spila en þeim sem eru með mér í Stjórninni í dag. Todmobile Todmobile skipa Eyþór Arn- alds, Þorvaldur Bjarni Þorvalds- son og Andrea Gylfadóttir. Sveit- in bærði fyrst á sér skömmu fyr- ir síðustu jól er hún sendi frá sér lagið Sameiginlegt á safnplöt- unni Frostlög. Hún á á Bandalög- um lagið Stelpurokk og er í hljóð- veri þessa daga að vinna LP- plötu sem kemur út fyrir jól. Stelpurokk er annað lagið sem kemur frá sveitinni, eru fleiri framundan? Við erum núna að taka upp LP-plötu sem gefa á út í haust. Á þeirri plötu verður Stelpurokk, eilítið breytt og við erum líka að taka Sameiginlegt upp aftur, all frábrugðið. Við Ákváðum að vinna Stelpurokk aftur, enda var lagið ekki alveg tilbúið þegar það fór á plötuna, tímaþröngin var of mikil. Annars eigum við nóg af lögum og vandinn er að velja. Hvað með spilamennsku? Við erum vitanlega upptekin núna á meðan við erum að taka upp plötuna, þar sem við vinnum nær allt bara þrjú, en við setjum saman hljómsveit til að spila þegar platan kemur út. Þá fáum við til liðs við okkur einhverja góða menn og höldum fáa og góða tónleika. Nú komið þið hvert úr sinni áttinni í tónlist; hafið mjög óiík- an bakgrunn. Hvað dregur ykk- ur saman? Við komum sitt úr hverri átt- inni, en einnig úr sömu átt, því þótt við eigum okkur ólíkan upp- runa í popptónlisl þá eigum við það sameiginlegt að hafa öll lok- ið klassísku tónlistarnámi. Eyþór og Þorvaldur kynntust í tónfræði og voru að vinna verk fyrir Flens- borgarskóla sem í var popparía og þá vantaði söngkonu. Aldrea var talin á að vera með og það rná segja að þetta hafi verið tón- listarást við fyrstu sýn. Klassfskt tónlistarnám hefur ekki orðið til þess að þið mis- stuð áhugann á poppinu? Nei, þvert á móti. Það var bara fyrst sem menn ætluðu að hella sér algerlega út í klassíkina. Við höfum þó alls ekki sagt skilið við klassíkina. Tónlistarnámið hefu hjálpað okkur mikið. Það er alltaf rígur á milli klassískra tón- listarmanna og poppara; klas- síkerarnir líta oiður á popparana og poppararnir hafa minnmáttar- kennd gagnvart klassíkinni af því þeir halda að hinir tónlistar- menntuðu viti eitthvað sem popparanir fara á mis. Við erum laus við slíkt, enda eigum við ekki gott með að rífast við sjálf okkur og getum því nýtt okkur alla þá þekkingu sem við höfum aflað okkur í hvorri hefðinni fyrir sig. Ef þú ert kominn með góða hugmynd þá hefur þú kannski meiri möguleika á að vinna úr því, með menntun á bak við þig. Ef þú ert að vinna með putt- ana og hjartað þá má segja að með menntunina sértu að bæta heilanum við. Það er líkt og með þriggja manna hljómsveit eins og okkur; sex hendur, þrír heilar og eitt hjarta. Ráðley si á rauðu lj ósi eftir Hrannar Jónsson Nú hefur komið á daginn að risnu- og ferðakostnaður ríkisins nam litlum 750 milljónum króna árið 1987 eða 1 milljarði að núvirði og eins og það sé .ekki nóg þá fóru ráðuneytin 880 milljónum fram úr áætlunum. Hvar er ábyrgðin? Þeir sem hafa komið þessu svona lyrir, núverandi ríkisstjórn og sú á undan henni, hafa innan sinna vé- banda fulltrúa þeirra flokka sem hæst hafa hrópað um festu og ábyrgð. Þegar ég hugsa um þetta dettur mér einhvem veginn alltaf í hug útlent máltæki sem ég heyrði einhvern tíma: „Þangað leitar tungan sem tönnin er aurnust" og er þá átt við að ef menn tali mikið um eitthvað sé það oft merki um að þar séu þeir veikastir fyrir. ístöðu- og ábyrgðarleysi gætu þannig verið meiri háttar tannpína stjórnvalda. „Þetta reddást bara“ í gegnum tíðina hefur það orð farið af Islendingum að við værum ekkert að hafa of miklar áhyggjur af hlutunum sem lýsir sér best í viðhorfinu „þetta reddast bara“. í dag er líka ekki óalgengt að heyra fólk segja ,ja, ég er svo ópólitísk(ur)“ og er fólk ekki mikið að fylgjast með því hvort ríkið eyði nokkur hundruð krónum meira eða minna. Enda drepst svo sem enginn þó þessu sé haldið svona áfram. Kannski líkar fólki þetta vel, þó það sé hálfhallærislegt að vilja helst vera staddur einhvers staðar annars staðar þegar einhveijum útlendingi verður það á að spyija um stjóm- málaástandið á Islandi. En ég held samt að við Islending- ar viljum ekki hafa hlutina svona og það er heldur engin ástæða til. Eg ee viss um að fólk er ekki hrif- ið af því að borga matarskatt til þess að standa undir dýrum veisl- um, óþarfa utanlandsferðum og bruðli stjórnvalda. Ég er viss um að íslendingar hafa ríkari réttlætis- kennd en svo að þeir kyngi því þegjandi og hljóðalaust að ráðherr- ar hafa á utanlandsferðum sínum jafn mikla dagpeninga og veikt eða slasað fólk fær í sjúkrapeninga á mánuði. Riddari ríkiskassans Fjármálaráðherra, Olafur Ragn- ar Grímsson, talar nú mjög digur- barkalega um að nú þurfi að draga saman og skera niður rikisútgjöld. En hvað skyldi riddari ríkiskassans hafa sjálfur eytt miklu af almanna- fé í utanlandsferðir á síðasta ári? Það minnsta sem hann gæti gert væri að ganga á undan með góðu fordæmi og í leiðinni gæti hann passað uppá lagsbróður sinn í ut- anríkisráðuneytinu að láta hann ekki hafa of mikinn pening svo ekki komi til þess að hann eyði þeim öllum í einhveiju rauðuljósa- hverfinu í útlandinu svo hrifnir sem þeir bræður virðast af rauðum ljós- um þessa dagana. Að öllu gamni slepptu hef ég þó litla trú á að núverandi stjórn, eða meirihluti Alþingismanna ef því er að skipta, geri mikið til þess að koma í veg fyrir allt bruðlið. Ekki þar fyrir, þeir hafa til þess öll tæki. Spurningin er bara hvort þeir séu ekki sjálfir of veislu- og ferðaglað- ir. Allt myndi eflaust ganga betur ef þeir beindu sér þess í stað að fullu að því sem ætti að vera þeirra starf: Að sjá til þess að hér geti lifað upprétt og velmegandi þjóð. Sofandaháttur eða hræsni? Þegar rætt var við þingmenn í fjölmiðlum í tilefni af þessum tíðind- um kepptust þeir við að fordæma alla sóunina og voru heldur betur á því að þetta þyrfti endurskoðunar við og voru jafnvel hálfhissa á þessu öllu saman. Hvað eru þessir menn búnir að vera mörg ár á þingi? Vissu þeir ekkert um allt bruðlið? Af hveiju hafa þeir ekkert talað um þetta fyrr en núna? Hvað halda þeir að hlutverk Alþingismanna sé? Ef þeir Hrannar Jónsson „Hvað eru þessir menn búnir að vera mörg ár á þingi? Vissu þeir ekk- ert um allt bruðlið? Af hverju hafa þeir ekkert talað um þetta fyrr en núna?“ vissu ekkert um þetta, af hveiju hafa þeir þá ekki fyrir löngu sagt af sér? Annað hvort er þetta merki um stórkostlegan sofandahátt eða mikla hræsni og ég trúi því ekki fyrir fimm aura að einhveijar raun- verulegar lausnir komi frá þeim bænum. Hvað er hægt að gera? Hvernig er það, veit einhver þarna úti um eitthvað gott meðal við þessu ef þetta skyldi vera sof- andaháttur. Það er slæmt ef læknavísindin skyldu hafa fundið eitthvað við þessu sem síðan er ekki notað. Ef þetta er hræsni er öllu erfiðara að eiga við þetta, hing- að til hefur enginn getað bent á hræsnisvaldandi sýkla svo lækna- vísindin hafa varla nein ráð við því. En hver veit? Ef einhver veit um gott ráð auglýsi ég eftir því hér með. Við í Flokki mannsins höfum svo sem verið að bralla við pólitíkina í nokkur ár, kannski höfum við mis- skilið þetta allt saman, kannski er áhugi fólks að sami hringlandahátt- urinn haldi áfram og enginn vill sjá að neitt sé gert í alvöru. Þrátt fyrir allt saman býður mig þó í grun að úti í þjóðfélaginu sé fullt af fólki sem er orðið hundleitt á þykjustuleiknum og ekki síður á vonbrigðum vegna getuleysis stjórnmálamanna. Ef svo skyldi vera, er kannski ekki svo vitlaus hugmynd að taka sig saman í and- litinu og gera eitthvað til að hætta þessum þykjustuleik. Eða eins og sagt er: Það er aldrei of seint að hætta. 1.. Iliifundur er í laiidsráöi FM.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.