Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JULI 1989 19 Danskur eðlisfræðingur að nafni Poul la Cour gerði merkileg- ar tilraunir með vindaflstöðvar um 1890 og lauk við að setja hina fyrstu upp 1891, en notaði raf- strauminn sem rafallinn framleiddi til þess að kljúfa vatn í vetni og súrefni. Safnaði hann þessum ga- stegundum í gashylki og leiddi eftir blýrörum inn í lýðháskólann í Askov, sem var lýstur upp með slíkri gaslýsingu frá 1895 til 1902. Þessi fyrsti vindknúni rafall mót- aði framhaldið í smíði vinddrifinna rafala. Danir eru nú feti framar en aðrar þjóðir í smíði vindknúinna rafstöðva og þeir hafa sett sér að halda ötullega áfram við þróun þessara tækja. Jafnframt því að bæta smíði rafstöðvanna vex þekking þeirra á vindstyrk við jörðu eftir misjöfn- um aðstæðum, svo sem um það hvar best er að koma vindmyllun- um fyrir. Eins og ég nefndi hér að framan hafa þeir kosið að byggja þessa rafstöðvaturna í röð- um eða í hvirfingum. Þeir hafa aflað sér allmikillar þekkingar á hve þétt myllurnar mega standa, hvernig hagkvæmast er að afstaða á milli þeirra sé o.s.frv. Kunnugt er t.d. að ef þær standa of þétt verður straumurinn ójafn. Svæðin sem þeir byggja turnana á nefna þeir garða. Hópur áhugamanna Það var ekki stóriðjudraumur né fjárframlög til framkvæmda sem velti þessari þróun af stað. Á árunum 1975 til 1979 unnu nokkr- ir sjálfmenntaðir áhugamenn við að byggja vindrafstöðvar og leysa margvísleg tæknileg atriði sem leysa þurfti. Það var ekki fyrr en eftirá að peningar voi-u lagðir fram til að hefja framleiðslu á þeim í stórum stíl. Síðar þegar orkúmálaráðuney- tið tók við málinu, var stofnað „Folkecenter" til að annast til- raunir og tæknilega vinnu ásamt teikni- og hönnunarvinnu. Einkum var stefnt að því að beisla vind- orku, sólarorku og lífefnalega orku. Þessi alþýðumiðstöð var byggð á Sjálandi. Alþýðumiðstöðin vinnur fyrir opnum tjöldum í þeim skilningi að þar er miðlað til annarra þekkingu og reynslu sem fæst við hönnun, tilraunir og útreikninga. Gengið er út frá því sem stað- reynd að með því að gefa öðrum hlutdeild í vitneskjunni, muni framför fást fyrr. Menn sem taki heim með sér teikningar og aðra þekkingu um orkugjafana og beislun þeirra muni halda starfinu áfram á sínum starfsvettvangi. Þannig verði framför örari. Höfundur er smíðakennari. Argentína: Eftiahags- málaráðherr- ann látinn Buenos Aires. Reuter. MIGUEL Roig, efnahagsmálaráð- herra Argentínu, lést á föstudag, aðeins sex dögum eftir að hafa tek- ið að sér að leysa mesta efnahags- vanda í sögu landsins. Carlos Men- em, forsætisráðherra Argentínu, skipaði annan fjármálamann, Ne- stor Rapanelli, í embætti efnahags- málaráðherra í stað Roigs. Hann á það erfiða verkefni fyrir höndum að kljást við 200 prósenta verðbólgu á mánuði. Roig var 68 ára gamall og lést af hjartaáfalli. Hann var stórreykingamaður og andaðist í bifreið á leiðinni úr veislu í franska sendiráðinu í Buenos Aires í tilefni af 200 ára afmæli frönsku bylting- arinnar. Ti OLi HVERAGERÐI OPNUNARTÍMAR MAÍ-SEPT. ALLA VIRKA DAGA KL. 13-19 ALLAR HELGAR OG FRÍDAGA KL. 12-20 waammm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.